Vísir - 07.02.1974, Side 6

Vísir - 07.02.1974, Side 6
6 Visir. Fimmtudagur 7. febrúar 1974. vism tJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Aúglj’singastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritst jórn: Askriftargjald i lausas'ölu kr. Blaðaprent hf. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Iiirgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 92. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 112. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. 260 á mánuði innanlands. 22 eintakið. Zetan lifi Zetan hefur áratugum saman ekki verið kennd i barnaskólum landsins. Og i gagnfræðaskólunum hefur þessum umdeilda staf verið komið fyrir aftast i kennslubókunum. Margir ljúka þvi skyldunámi án þess að hafa haft nein kynni af zetunni. Enginn þarf að undrast, þótt þjóðin eigi i erfið- leikum með annars flokks staf, sem er meira eða minna utangátta i skólakerfinu. Það er raunar mesta furða, hve lifseig zetan hefur verið, þrátt fyrir meðferðina i kerfinu. Einfaldasta lausnin á vandamáli zetunnar er að gera hana að hlutgengum staf i skólakerfinu, kenna hana frá upphafi til jafns við aðra stafi islenzks ritmáls. Zetan hefur þann kost umfram suma aðra stafi, að reglurnar um hana eru fullkomlega rökréttar og án undantekninga. Zetan er að þessu leyti hátið i samanburði við ypsilonið, sem nemendur eru árangurslaust að berjast við alla sina skólatið. Stafsetningarnefndin hefur fengið menntamálaráðuneytið til að leggja zetuna niður. Með itugiaðist i þessari atlögu gegn zetunni ruglast zetu-riminu nefndin á orsök og afleiðingu. Zetan er ekki i sjálfu sér neinnfgf^T' vandræðagripur. Hún er til vandræða, af þvi að hún er ekkif kennd. Árásin á zetuna er einnig J athyglisverð fyrir þá sök, aðj nefndin gerir engar aðrar veiga- miklar tillögur um breytta staf-l setningu. Hún leggur til, að litill stafur komi i stað stórs i þjóða- heitum eins og íslendingur. Hún vill hætta ritun joðs á eftir ý, ey og æ. Og hún vill fækka kommum. Afnám zetunnar væri skiljanlegt, ef nefndin vildi taka upp rithátt eftir framburði. En þá mundi hún lika afnema ypsilon. Og hún mundi breikka sérhljóða á undan ng og nk og taka upp eitt n i stað tveggja i áherzlulausum atkvæðum, svo að dæmi séu nefnd. Einn nefndarmanna lagði raunar til, að þetta yrði allt gert. I þeirri skoðun hans er rökrétt samhengi, samræmd tilfærsla i átt til ritháttar eftir framburði. En hann var einn i minnihluta, enda er þjóðfélagið varla undir það búið að taka á sig slika kollsteypu. Tillaga meirihlutans um afnám zetunnar er hins vegar ekki i neinu samræmi við aðrar til- lögur hans um framhald fyrri stafsetningar- reglna. Það var þvi sannarlega fljótræði hjá menntamálaráðherra að knýja afnámið i gegn i rikiskerfinu. Alþingismenn með Sverri Hermannsson i broddi fylkingar hafa nú tekið upp vörn fyrir zetuna og hafa nokkrar vonir um, að alþingi geti gert ráðherra afturreka með frumhlaup sitt. Vonandi tekst þeim að ná saman meirihluta um þessa vörn. Jafnframt væri æskilegt, að þeir fengju þvi einnig framgengt, að zetunni yrði gert jafnhátt undir höfði i skólunum og öðrum stöfum. Mætti þá búast við, að zetan mundi eftir um það bil áratug ekki valda meiri erfiðleikum en aðrir stafir ritmálsins. öðruvisi verður zetan ekki varin gegn árásum óvildarmanna hennar. —JK hann I sókn? Algerlega upp á aðra komnir með orku Olíukreppan, sem reiö yfir flest lönd jarðar eftir stríðiö í Austurlöndum nær, hefur sannað Japön- um á áþreifanlegan hátt, að fátækt þeirra á náttúru- auðlindum er þeirra Akkil- esarhæll. Þrátt fyrir þessa fátækt sína hafa Japanir búið við slikan hag- vöxt, að það á sér hreint enga hliðstæðu á siðasta aldarfjórð- ungi. En það eiga þeir þvi að þakka, að þeir hafa getað flutt inn tiltölulega ódýrt hráefni i stórum mæli, sem þeir hafa keypt á markaði, sem einmitt kaupendurnir hafa átt. Nú er mönnum að verða Ijóst, að svo ör hagvöxtur er ekki lengur mögulegur. Stjórnin hefur nú hafizt handa við sinar ráðstaf- anir með tilliti til þessa og um leið tekið upp jákvæða „hráefnis- stefnu” gagnvart útlöndum, eða svo segir hið áhrifarika dagblað „Japan-Times” i Tokyo. Hin miklu orkukaup frá útlöndum sýna greinilega skort Japans á eigin orkulindum. Þeir fullnægja 99,7% af oliuþörf sinni með innflutningi, svo að dæmi sé nefnt. Orkuneyzlan vex hratt ár frá ári i sama hlutfalli og hagvöxt- urinn. A fjárlagaárinu 1971 var neyzlan um þrisvar og hálfu sinni meiri en árið 1960. Japan skipar i dag annað sætið á eftir Banda- rikjunum á lista yfir orkuneyzlu, ef frá eru talin kommúnistarikin. Arið 1960 var hægt að fullnægja 56% orkuþarfarinnar með fram- leiðslu landsmanna sjálfra, og þá aðallega kolum. En 1971 er sá hlutur ekki nema 15%. Þvi verða Japanir i dag að flytja inn 85% sinnar orku. Að Japanir eru orðnir svona óskaplega háðir orkuinnflutningi stafar af þvi, hve olian hefur orðið drottnandi orkugjafi þeirra. Oliulindir þeirra eru óverulegar. Og þvi meira sem þeir veðja á oliu, þvi háðari verða þeir útlönd- um. Akvörðun Arabarikjanna um að skera niður oliulútflutninginn leiddi af sér svartnættismyrkur fyrir efnahagslif Japans. Nær 40% hráoliunnar (óunnin) voru flutt inn frá Arabalöndunum, sem drógu útflutninginn saman i fyrra. Enn er ekki séð fyrir endann á áhrifum oliueklunnar i Japan. Þó liggur ljóst fyrir, að landið fékk 16% minni oliu á siðari helming ársins i fyrra en yfirvöld höfðu gert ráð fyrir. Iðnaðarráðuneytið (sem einnig hefur að gera með utanrikisverzl- unina) gerir ráð fyrir, að járn- og stálfr mleiðslan á sama tima hafi minnkað úm 18,7%, en framleiðsla sements, etýlen og MMM,£ Mikið kapp er nú lagt á eflingu nýrrar tækni til nýtingar orku, og hugmyndir eru uppi um eldfjallaorkuver til þess að nýta orku eldgosa, eins og þessa I Etnu þann 4. febrúar. áls minnkaði um 15,4, 18,2% og 16%. Ef litið er á framleiðsluárið i heild sinni, er búizt við þvi, að aukning náma- og verksmiðju- iðnaðar verði tæp 7%, eri reiknað hafði verið með 12% aukningu. Með þessar dapurlegu horfur i huga hefur stjórnin hrundið af stað herferð fyrir orkusparnaði. t ráði er að spara oliu og raforku um 10%, og hafa einnig verið lögð fram lagafrumvörp, sem skulu tryggja fólki stöðugri lifskjör með verðstöðvunum á vöruverði og þjónustu. Samtimis þessu leita sér- fræðingarnir ráða um, hvernig útvega megi landinu næga orku i framtiðinni. Stungið hefur verið upp á gjörnýtingu kolaúrgangs og einnig að taka kjarnorkuna i þágu iðnaðarins. Mestar vonir byggja menn þó á „sólarorkunni”. Sólaráætlunin svonefnda nær fram til ársins 2000. Fyrsta skrefið ætla Japanir að stiga 1974 með þvi að hefja undirbúning nýrrar tækni á sviði sólarorku, jarðhitaorku (eldfjallaorkuver), nýtingu jarðgass og vetnisorku. Japanir hafa einnig hafið sókn á diplómatiskum leiðum til þess að útvega sér orkugjafa. Þar bar fyrst á breýttri afstöðu stjórnar- innar gagnvart Arabalöndunum. Oliusölubann Araba neyddi Kakuei Tanaka og stjórn hans til þess að breyta stefnu sinni og tryggja með þvi landinu sem mesta mögulega oliu. 1 nóvember gaf stjórnin nýju stefnuna til kynna gagnvart Austurlöndum nær með þvi að mælast til þess við tsraelsmenn, að þeir hörfuðu með heri sina aftur af hernumdu svæðunum. Nýjasta dæmið um breytta utanrikisstefnu er svo nýleg ákvörðun um að senda Takeo Miki aðstoðarforsætisráðherra i sérstaka ferð til Arabarikjanna. Stjórnin vill gera sitt ýtrasta til þess að koma arabisku leiðtogun- um i skilning um sérstöðu Japans. Um leið óska þeir að taka upp aukna efnahagssamvinnu við Arabalöndin. Þetta hefur oliuskorturinn þvingað fram. Greinilegt er á öllu, að Japanir gera sér far um að ná mestri samvinnu við riki, sem luma á miklum orkulindum. Það var einn höfuðtilgangur ferðar Tanakas nýlega um Evrópu og Sovétrikin. í Evrópu kunni hann m.a. það að segja, að Japanir hefðu áhuga á samvinnu með Bretum varðandi nýtingu oliunnar i Norðursjó. Rússum sagði hann, að Japanir hefðu hug á samvinnu við orkuvinnslu i Siberiu, þar sem menn telja, að finnist gifurlegar orkulindir. Olíuborun á is- auðnum. — í Síberíu telja menn að leyn- ist óhemju orkulindir, og Japanir hafa látið i Ijós við Rússa, að þeir hafi áhuga á samvinnu við nýtingu þeirra.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.