Vísir - 07.02.1974, Page 7

Vísir - 07.02.1974, Page 7
Vísir. Fimmtudagur 7. febrúar 1974. I IIMMl = SÍOAN = Umsjón: r Olafur Hauksson Hvað er að gerast i afbrotamálum barna og unglinga? Eru afbrot þeirra mjög algeng hér? Hvers vegna fara börn út i afbrot? Hvað er gert i þessum málum hér- lendis? Þessar spurningar og ótal fleiri komu upp á fundi, sem félag sér- kennara hélt fimmtudaginn 31. janúar. Félag sérkennara hefur mikið látið sig varða mál þeirra barna og unglinga, sem eiga af ýmsum ástæðum erfiðara uppdráttar en önnur. Frummælandi á fundinum var Hildigunnur Olafsdóttir afbrotafræðingur. Aðrir þátttak- endur voru Björn Björnsson prófessor, Helgi Danielsson rann- sóknarlögreglumaður, Kristján Sigurðsson, forstöðumaður Upptökuheimilisins i Kópavogi, Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari og Sverrir Bjarnason geðlæknir. Gylfi Baldursson heyrnfræðingur stjórnaði um- ræðum. Algengasti afbrota- aldurinn 14 til 15 ár — Ég verð að styðjast að öllu leyti við tölur frá árinu 1968. Þegar ég ræði um afbrot unglinga hér á landi, sagði Hildigunnur Ölafsdóttir er hún hóf erindi sitt. Samkvæmt þeim tölum, þá voru 20% allra afbrota framin af börnum og unglingum 15 ára og yngri, þegar skýrsla var gerð ’68. Ekki er vitað um kynskiptingu. Þó er talið, að hlutur kvenna sé litill. ,,En ég tel liklegt, og það styðja erlendar kannanir, að það, sem hefur komið fyrir lög og rétt af þessum afbrotum, sé aðeins toppur af miklum fjölda afbrota”, sagði Hildigunnur. Upplýst brot aðeins 8% af heildarbrotum Duld brot, þ.e.a.s. þau sem ekki komast upp, eru talin vera allt að 92% allra afbrota. 86% allra ákærðra ’68 voru ákærðir fyrir auðgunarbrot. 10% fyrir ofbeldisbrot. Af unglingum voru 90% ákærðir fyrir auðgunar- brot. Þessu næst ræddi Hildigunnur um ýmsar kenningar, sem komið hafa fram um orsakir þess, að unglingar fremja afbrot. Mjög algengt virðjst, að unglingar frem ji afbrot sin i hópum. Deilt er um, hvort hópurinn áé frumorsök eða afleiðing afbrota. Sagði Hildi- gunnur, að félagsfræðingar litu almennt á hópinn sem frumorsök. Fyrsta kenningin, sem hún nefndi, gekk út á það, að afbrot væru algengust hjá lágstétta- unglingum. 1 umræðum á eftir kom hins vegar ekkert sérstakt fram, sem gæti stutt þá skoðun. nema það að i flestum tilfellum búa afbrotaunglingar við erfiðar heimilisaðstæður. Kenningin um lágstéttirnar fjallaði um erfiðleika lágstétta- unglinga til að komast i þann sess i þjóðfélaginu, sem einhvers er metinn. Oft gefast unglingarnir upp við þá baráttu og sýna i staðinn algjöra andúð á þvi, sem þau innst inni voru að reyna að ná. Þeir hópa sig saman og virka hvetjandi innbyrðis til að sýna fyrirlitningu á rikjandi gildis- mati. Breytingin úr barni i ungling Aðra kenningu nefndi Ilildi- gunnur. Þar eru afbrot unglinga útskýrð vegna þeirra erfiðleika, sem eru samfara breytingunni úr barni i ungling. Hildigunnur Ól- afsdóttir, af- brotafræðingur. Björn son, prófessor. Helgi Danfels- son, rannsókn- arlögreglum. Kristján Sig- urðsson, for- stöðumaður Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari. Sverrir Bjarna- son, geðlæknir. Gylfi Baldurs son, heyrnfræð- ingur. Afbrot unglinga fœrrí hér en í nágrannalöndum — frá fundi sem félag sérkennara hélt um afbrotamál unglinga og barna Hildigunnur: — Vantar nýlegar skýrslur um afbrot. En samstaða unglinganna i hóp er nauðsynleg til að minnka sektarkenndina, sem er fyrir hendi hjá flestum. Þessi kenning, sem er reyndar talsvert viðtæk, þótt henni verði ekki gerð skil hér, telur, að afbrot séu algeng meðal allra stétta. „Ég tel að afbrot barna og unglinga séu ekki alveg eins algeng hér og i nágrannalöndum okkar”, sagði Hildigunnur. Taldi hún það einkenni fyrir litið þjóð- félag eins og okkar. Þar með væri öll vistun á afbrotaunglingum alltaf neyðarúrræði, sakir þess hversu augljóst slikt væri. „Það er ekki lausn á vanda- málum afbrotaunglinga að fjar- lægja vandræðavaldinn. Það þarf að glima við hann á staðnum”, sagði Hildigunnur, er hún lauk erindi sinu. Langtimamistök i uppeldi skapa vandræðin Þegar erindi Hildigunnar var lokið, hófust umræður, sem Gylfi Baldursson stjórnaði. Fyrst var karpað um, hvort afbrot væru áberandi fleiri hjá einni stétt en annarri. Ekki voru allir á sama máli. Ragna Freyjá taldi ekki að afbrot væru bundin stéttum. „Það eru langtimamistök i uppeldi, sem leiða börnin út i vandræði”, sagði hún. „Skilningsleysi og höfnun. sem er siendurtekin öll uppvaxtarár barnsins, koma sálarlifi þess i óæskilegt horf og leiða að lokum til vandræða. Sem dæmi má nefna. ef alltaf er verið að pressa barn til að fara á koppinn. Það á helzt að gerast á ákveðnum tima Björn: — Ekki benda á einn aöila til að leysa vandann. á degi hverjum, og barnið á að skila ákveðnum árangri. Þetta er ósköp hentugt fyrir foreldrana. En áhrifin eru neikvæð”. Kristján Sigurðsson sagði. að af 16 unglingum, sem hefðu verið á upptökuheimili i vetur, væru 15 frá heimilum, sem mætti kalla afbrigðileg, t.d. að annað foreldrið væri ekki til staðar. Oftast er það pabbann sem vant- ar. Pabbaleysið skapar vandræði Sverrir: — Ég tel eina ástæðuna fyrir þvi, að börn leiðast út i afbrot vera þá, hvað pabbar eru almennt litið heima. Þeir eru alltaf að vinna. Helgi: — Fleiri menn við að upp- lýsa afbrot þýddi aukningu á vist- heimilum. Helgi: — Ég held, að um 90% þeirra barna, sem ég hef þurft að hafa afskipti af, séu af heimilum, þar sem móðirin er einstæð og vinnur úti. En það eru lika til fin og falleg heimili, þar sem allt er samt sem áður i upplausn, t.d. vegna drykkjuskapar. Kristján upplýsti. að á Upptökuheimilinu væru færri núna en i fyrra. Ilelgi: — Ef það væri fjölgað i rannsóknarlögreglunni, væru heimili af þessu tagi fljót að yfir Kristján: — Það má ekki útiloka unglinga frá þjóðfélaginu þótt þeir gerist brotlegir. fyllast. Það þvrfti að fjölga þeim mikið.i réttu hlutfalli við fjölgun þeirra, sem ynnu að þvi að upplýsa afbrot. Fyrirbyggjandi aðgerðir i auknum mæli Gylfi: — En hvað m'eð fyrir- byggjandi aðgerðir? Björn: — Slikt starf verður sifeilt öflugra. En það mætti hugleiða, hvernig skólar eru undir það búnir. að heimili fari i upplausn. Ég tel þann undirbúning á lélegu stigi Samt m.á ekki benda á einn ákveðinn aðila og segja. að hann eigi að leysa vandann. Kagna Freyja: — 1 sumum tilvikum er revnt að laga sjálft heimilið, sem barnið er komið frá. En fyrirbyggjandi starf af þessu tagi er þjóðfélagslegt átak. Það er þjóðfélagið, sem skapar afbrotabörnin. Við lesum aftur á móti um afbrot, litum á þau sem eina heild og einangrum okkur frá þeim. Það má byrja á endur- bótaupphafinu i kennaraskóium. Svo verður að koma inn i huga fólks jákvæðunt viðhorfum til afbrota, jafnt afbrota barna sem fullorðinna. Björn: — Við i barnaverndar- nefnd þurfum oft að vinna ýmis óskemmtileg fyrirbyggjandi störf, eins og t.d. að taka barn frá foreldrum. Hildigunnur: — Núorðið er það viðurkennt sjónarmið að það þarf ekki bara að horfa á einstakling- inn, sem fremur afbrot og er til vandræða. Það þarf lika að lita á fjölskylduna og vinnustað sem þátt i atferlinu. Gylfi: — Hvers vegna er ekki lagt meira af opinberu fé i fyrir- byggjandi framkvæmdir? Kristján:— 1 lagafrum varpi, sem nú liggur fyrir, er gert ráð Hagna Freyja: — Þaðsem vantar er jákvætt viðhorf til afbrota. Sverrir — l’abbar eru almennt litið heinia. Þess vegna leiðast börn m.a. út i afbrot. fyrir aukinni félagslegri aðstoð i skólana. Sverrir: —- Ég held það myndi bæt ástandið mikið að fá meira af karlmönnum til kennarastarfa i bæði barna- og gagnfræðaskóla. Það gæti að vissu leyti bætt pabbaleysið. Samt vil ég ekki að uppeldið fari i auknum mæli i skólana. Þarf fleiri til aö upplýsa afbrotin llelgi: — Ef fleiri væru við að upplýsa afbrot barna og reyndar fullorðinna lika. þá held ég, að ekki væri eins mikið af sibrota- mönnum. Ef alltaf væri komið upp um afbrotin. þá myndu menn ekki þola slikt til lengdar. En krakkarnir komast upp með þetta. Og það er erfiðast að fák við þá unglinga, sem alltaf hafa komizt upp með þjófnaði og annað þvi um likt. Það verður að stoppa þau i tima. Upptökuhcimilið sýnir jákvæöan árangur Kagna Kreyja: — Hvað hefur orðið um þá, sem hafa útskrifazt af upptökuheimilinu? Kristján: — Þrjú af þeim. sem voru i fyrra á heimilinu hafa lent aftur i erfiðleikum. En það má ekki loka unglingana inni. útiloka þau frá þjóðfélaginu. Það á að leyfa þeim að finna. að þau eru enn meðlimir þar. þrátt fyrir timabundna erfiðleika. Björn: Upptökuheimiliö hefur verið hundelt af æsifrétta- blaðasnápum. sem hafa skapað mikla tortryggni i garð þess. Maður heyrir fólk jafnvel spvrja hvers vegna i ósköpunum það sé ekki haft út i sveit eins og t.d. Breiðavikurheimilið. ’->essu er likt farið með marga. sem halda. að Barnaverndarnefnd sé ætluð til þess að vernda fullorðna fólkið fyrir börnunum. Kristján: — Breiðavik hefur verið vegsömuð. En ég hef reynslu at þvi, að þeir sem þaðan fóru. hafi ekki gengið scm bezt. Heimilið hefur sem sagt ekki gefið nógu góða raun. En fólk er ánægt með að geta sent vand- ræðaunglingana þangað og verið þannig laust viö þá. Gvlfi: — Er vistun á heimilum þá ekki varhugaverð? Kristján:— Kannski en það þarf að má burt fordómana kringum þau — þvo stimpilinn af. Gylfi: — Meðhöndlun afbrotabarna er oftast eftir á. Ilvað með fyrirbyggjandi aðgerð- ir? Samvinna skóla og for- cidra Nú fóru fyrirspurnir að berast utan úr sal. og smam saman beindust umræðurnar meir og meir inn á svið skólanna i þessum efnum. T.d. var rætt um samvinnu skóla og foreldra. Flestir voru sammála um. að það samstarf væri ekki eins gott og það þyrfti að verða. Þó hefði það batnað til mikilla muna undanfarin ár. G u ð m u n d u r M a g n ú s s o n skólastjóri sagði. að samstarf milli skóla. foreldra og annara aðila varðandi afbrotaunglinga hefði- þurft að koma til fyrir löngu. Oft hefðu kennarar ekki hugmynd um að sumir nemendur þeirra va'ru margfaldir afbrotamenn Hins vegar var Guðmundur anægður með sam- starf foreldra og skola a.m.k hvað sinn skola snerti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.