Vísir - 07.02.1974, Page 13

Vísir - 07.02.1974, Page 13
Visir. Fimmtudagur 7. febrúar 1974. 0 KVÖLD | n □AG | 13 Útvarp, klukkan 20.40: Feydeau-farsi „Andlát móður frúarinnar” heitir það, franska leikritið, sem flutt verður i kvöld. „Andlátið....” er eftir frans- manninn Georges Feydeau, en hér á landi er hann þekktur fyrir gamanleikinn „Fló á skinni”, sem Leikfélag Reykjavikur hefur verið að leika siðastliðna vetur. Og Feydeau bregzt ekki aðdá- endum sinum nú frekar en áður, en leikrit hans, sem i kvöld er flutt, er „græskulaust grin, stofugamanleikur”, sagði þýðandinn, Úlfur Hjörvar, sem Visir ræddi stuttlega við um leikritið. „Það er svo sem fátt um það að segja annað en það er grinleikur, og hafi menn haft gaman af Flónni, þá hafa þeir eflaust gaman af þessu”. Helgi Skúlason er leikstjóri, en hlutverkin eru i höndum Arná Tryggvasonar, Þórunnar Magneu Magnúsdóttur, Þor- steins Gunnarssonar og Helgu Bachmann — og verður for- vitnilegt að heyra dramatiska leikkonu eins og Helgu leika farsahlutverk. — GG Helgi Skúlason leikstýrir franska grínleiknum, sem flutt- ur verður i útvarpið i kvöld. Útvarp, klukkan 19.10: Ragnar í Smóra sjötugur Ragnar þáttur hans. I Smára — veglegur í tilefni sjötugsafmælis Gylfi maður Gislason myndlistar- við vinnu sina. Ragnar Jónsson i Smára er sjötugur um þessar mundir. Af þvi tilefni sameinuðust þeir Gylfi Gislason og Sigurður A. Magnússon um að gera þátt, sem fjallar um Ragnar og sitt- hvað það, sem hann hefur lagt til menningarmála i landinu. Það er vist óþarfi að kynna Ragnar Jónsson sérstaklega — en þeir Gylfi og Sigurður ætla að gera næsta viðamikinn þátt um Ragnar. Gylfi sagði okkur, að Sigurður A. Magnússon hefði tekið viðtal við Halldór Laxness um Ragnar, og verður það flutt i kvöld — „en ég klippti það niður og nota það inn á milli annarra liða. T.d. verður lesin smásaga eftir Ragnar. Sú saga birtist fyrir nokkrum árum i Lesbók- inni, gerist á sjó en er full af vangaveltum i sambandi við málverk eftir Gunnlaug Schev- ing. Þá verður rætt við Ragnar vegna málverkagjafar þeirrar, sem hann færði Alþýðu- sambandinu 1961. Við fundum lika erindi eftir Helga Hjörvar, það var erindi um daginn og veginn og flutt 1961. Þetta erindi fjallar um Ragnar og málverkagjöf hans. Smásöguna flytur Helga Hjörvar, en Ragnar Jónsson óskaði sérstaklega eftir þvi. Þættinum íýkur svo með eins konar inngangi, sem fluttur var Sigurður A. Magnússon. þegar Sigurður Magnússon, nú- verandi forstjóri Ferðaskrif- stofu rikisins.fór á stað með þáttinn „Spurt og spjallað i út- varpssal”. Ragnar kom fram i þeim þætti og flutti inngang — aldeilis stórkostlegan inngang. Ég fann hann af tilviljun hér i segulbandasafninu”, sagði Gylfi að lokum — og bætti loks við: „annars getur verið að við bætum einhverju þarna inn, manni dettur ævinlega eitthvað I hug”. — GG *: SKIS ROSSIGNOL OSSIGNOL-skíði VESTURROST h/f Laugavegi 178 — Sími: 16770. * k k k k ! k k k k k k I ! * I k ! k k k k k i ! ! i t * * $ ¥ m m Nt .*....C "1 Spáin gildir fyrir föstudaginn 8. febrúar. llrúturinn,21. marz—20. april. Ef til vill gengur þér ekki sem bezt að koma þvi i gang, sem þú hefur ákveðið og þarft að koma i verk i dag, en það mun lagast nokkuð, er á liður. Nautið,21. april—21. mai. Helzt litur út fyrir að þú komist ekki hjá að leysa eitthvert vandamál i dag, sem hefur að visu lengi verið á döfinni, en þú hefur slegið á frest. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Þetta verður að öllum likindum fremur þunglamalegur dagur, en þó ætti heldur að rætast úr, þegar á liður, og kvöldið að geta orðið ánægjulegt. Krabbinn, 22. júni—23. juli. Þú átt i vændum annrikisdag, en það er ekki óliklegt, að þér finn- ist samt allt ganga i haginn vegna góðra frétta af nánum vinum eða ættingjum. Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Þú hefur nokkrar áhyggjur, að minnsta kosti framan af degi, og munu þær sennilega eiga rætur að rekja til óvissu i einkamálum, kannski i sambandi við veikindi. Meyjan,24. ágúst—23. sept. Að sumu leyti getur þetta orðið undarlegur dagur, einhver sérstök heppni yfir þér eða þinum nánustu, en þó að öll- um likindum-ekki beinlinis i peningamálum. Vogin, 24. sept —23. okt. Það litur út fyrir að dagurinn verði góður, og þó beztur er á liður. Ef til vill kemurðu i framkvæmd einhverju þvi, sem þú hefur lengi barizt við. I)rekinn,24. okt —22. nóv. Þungt undir fæti fram eftir deginum, hætt við að þeir, sem þú átt eitt- hvað til að sækja, reynist önugir viðskiptis, en margt mun þó lagast, er á liður. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Það má mikið vera, ef ekki kemur fram einhver skekkja i út- reikningum eða áætlunum. en hitt verður þó ekki séð hvort það er þér i hag eða ekki. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Nú litur helzt út fyrir að þú eigir svo góðan leik á borði að þú megir ekki fyrir nokkurr. mun láta hann fara fram hjá þér, eða nota hann ekki til hlitar. Vatnsbcrinn, 21. jan.—19. febr. Þú virðist bund- inn um of einhverjum sérstökum sjónarmiðum eða afstöðu annarra. Reyndu fyrir alla muni að mynda þér sjálfstæða skoðun á málunum. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Vertu undir það búinn að þú þurfir að vera snar i hugsun og glöggskyggn. Láttu hugboð þitt ekki ráða að öllu leyti, en taktu mið af þvi eigi að siður. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ $ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ k ¥ ♦ ¥ ¥ •¥• ■¥ •¥■ •¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ # ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ UTVARP Fimmtudagur 7. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl 8:45: Vilborg Dagbjarts- dóttir heldur áfram sögunni „Börn eru bezta fólk” eftir Stefán Jónsson (3). Morgunleikfimi kl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Morgun- popp kl. 10.40: The Alman Brothers Band syngur og leikur. Hljómplötusafniðkl. 11.00: (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir. kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökul JakobssonHöfundur les (7). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 16.45 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar Með henni lesa Knútur R. Magnússon og Sigriður Ámundadóttir efni úr bók- um i þýðingu Freysteins Gunnarssonar. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall og mynd- listarþátturinn 1 skimunni. Umsjónarmenn: Sigurður A. Magnússon og Gylfi Gislason. Þættirnir eru steyptir saman i eina heild að þessu sinni og fjalla um Ragnar Jónsson i Smára. 20.15 „Gullna liliðið", tónlist eftir Pál tsólfsson við sjón- leik Daviðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Sinfóniuhljóm- sveit tslands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. 20.40 Leikrit: „Andlát móður frúarinnar" eftir Georges Fevdeau. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leik- endur: Yvonne: Helga Bachmann. Lucien: Þor- steinn Gunnarsson. Anette: Þórunn Magnea Magnús- dóttir. Joseph: Árni Tryggvason. 21.40 Strengjakvartett i d-moll (K-421) eftir Mozart. Smetana kvartettinn leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Morðbréf Margeirs K. Laxdals, — sjötti hluti.Saga eftir Hrafn Gunnlaugsson i útvarpsgerð höfundar. Flytjendur: með höfundi: Rúrik Haraldsson, örn Þorláksson og Lárus Óskarsson. 22.40 Manstu eftir þessu? Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.