Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 16
VÍSIR Fimmtudagur 7. febrúar 1974. Haukur Helga son ráðinn ritstjórnar- fulltrúi Vísis Haukur Helgason, hag- fræðingur og viðskipta- fræðingur, hefur tekið við stöðu ritstjórnarfulitrúa við dagblaðið Visi. Haukur hefur starfað við ritstjórn dag- blaðsins Visis undanfarin 5 úr. Haukur er sonur hjónanna séra Helga Svcinssonar og Katrinar Magneu Guð- mundsdóttur. Iiann er 37 ára gamall og kvæntur Nanci Helgason. Eltinqorleikur við sprúttsala: Yfir steina og eyjar milli kant- upp ó gangstéttir Eftir langan eltingar- leik í gærkvöldi handtók lögreglan sprúttsala, sem er leigubílstjóri. óeinkennisklæddir lög- regluþjónar höfðu fylgt leigubilstjóranum eftir á ómerktum bíl. Hann ók út á Seltjarnarnes og fór þar inn í kofaræksni. Þaðan kom hann út eftir stutta stund og hélt áfram förinni. 1 Vesturbænum virtist hann verða var við eftirförina. Hann jók þá hraðann og fór hinar furðulegustu léiðir til að hrista af sér þá sem eltu hann. Lög- regluþjónarnir juku einnig ferð- ina og fylgdu þétt á eftir. Yfir umferðareyjar, milli kantsteina og jafnvel upp á gangstéttir barst eltingarleikurinn. A fullri ferð eftir Bræðraborgarstignum kom hönd bilstjórans á leigu- bilnum út um gluggann. Hélt hann á séneverflösku og hellti innihaldinu úr henni. Siðan kastaði hann flöskunni. Stuttu seinna stoppaði hann og var færður inn i fanga- geymslur lögreglunnar. Hann taldi sig ekki hafa ekið neitt óvenjulega og kannaðist ekki við neina séneverflösku. Flaskan fannst á Bræðra- borgarstignum, litið brotin en tóm. Verður þvi hægt að taka fingraför af henni. Má vera að minni bilstjórans hressist er liður á daginn i dag. —ÓH Hvernig stendur á þvi, að bill, sem ekki má aka á islenzkum vegum vegna þyngdar, er flutt- ur um vegina á öðrum bil, þannig að þyngslin verða ennþá meiri? Flutningafyrirtækið GG fór i gær með einn af hinum stóru 30 tonna trukkum.sem eiga að vinna uppi i Sigöldu.þangað. Hann var settur upp á tengivagn. „Þessir bilar eru einöxla, og heildarþunginn á hvern öxul er allt of mikill fyrir vegina okkar. Þeir myndu ekki þola hann”, sagði Adolf Petersen vegaeftir- litsmaður, er Visir lagði ofan- skráða spurningu fyrir hann. „Tengivagninn er hinsvegar margöxla, og heildarþunginn jafnast svo mikið út, að vegirnir þola þá þungann”, sagði hann. Bilstjóri flutningabilsins gizk- aði á, að meðalhraðinn upp i Sig- öldu yrði um 25 til 30 km á klukku- stund. Vonandi man hann eftir að taka með sér nesti. — ÓH/Ljósm. VIsis: ÓH. frétta í Vísi Björn Bjarnason lög- fræðingur tekur siðar i þess- um mánuði við stöðu frétta- stjóra erlendra frétta við dagblaðið Visi. Björn hefur að undanförnu verið útgáfu- stjóri Almenna bókafélags- ins. Björn er sonur hjónanna Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra, og Sigriðar Björnsdóttur. Hann er 29 ára gamali og kvæntur Rut Ingólfsdóttur, fiðiuleik- ara. Björn Bjarna- son frétta- stjóri erlendra VANTAR MANNSKAP I FISKINN ástandið lakara en í fyrra, en þó hefur nokkuð rœtzt úr frá því sem horfði í haust Skortur hefur verið á mannskap á linu- og netabáta viða á landinu. Bátasjómenn vilja fremur vinna á stórum bátum eða skuttogurum, og þegar loðnuver- tið hófst, var biðlisti hjá L.l.C. eftir plássum á loðnuskip. i desember var útlit fyrir tals- vcrt alvarlegt ástand á vetrar- vertið, en nokkkð virðist hafa rætzt úr, að þvi er Haukur Helga- son i sjávarútvegsráðuneytinu taldi. Haukur cr formaður nefndar þeirrar, sem vinnur að þvi að kanna mannaflaþörf sjávarút- vegsins. „Astandiðer heldur lakara en i fyrra,” taldi Haukur.en hann tók fram, að nefndinni hefði gengið erfiðlegar en álitið var i fyrstu að afla upplýsinga frá hinum ýmsu stöðum á landinu. „Það virðist nú vera nægur mannskapur við fiskvinnslu og loðnuvinnslu hér i Reykjavik,” sagði Haukur, „það hefur rætzt nokkuð úr ástandinu frá þvi sem var fyrir jól.” Þótt illa hafi horft i haust með útvegun mannskaps til linu- og netaveiði, þá virðist ástandið eitt- hvað hafa lagazt. Eitthvað af Færcyingum hefur komið til að- stoðar, en þó ekki nærri þvi i þeim mæli, sem var hér fyrr á árum. Nú er ekki lengur tiðkað að auglýsa sérstaklega fyrir Færeyingum vinnu, heldur koma hingað upp Færeyingar, sem svo hafa gert árum saman og eiga visa vinnu hjá ákveðnum út- gerðarfyrirtækjum. Visismenn hittu að máli einn Færeyinganna við komuna til Reykjavikur á sunnudaginn. „Við komum hingað i von um betri laun en heima,” sagði Hans Petersen, sem oft hefur komið hingað áður og unnið til sjós og lands. Kvað hann þetta aðailega ógift fólk, mest karlmenn, sem færu á bátana og eins i vinnslu aflans i landi. Sjálfur kvaðst Peteráen vera á förum beint vestur i ólafsvik til starfa. -GG. ff Óskaplega skemmtileg skák — snarpar vidureignir að Kjarvalsstöðum í gœrkvöldi — Friðrik, Freysteinn, Bronstein, Ögaard og Velimirovic unnu Stemmningin var góð að Kjarvalsstöðum í gær- kvöldi. Einkum voru menn kátir undir lokin, þegar spádómar manna um úrslit tóku að rætast. Velimirovic vann Júlíus í //óskaplega skemmtilegri fórnarskák", sagði sér- fræðingur Vísis. „Hann fórnaði hrók og riddara og mátaði hann svo i 29. leik — Július gafst upp einum leik fyrir mátið, en það er óvenjulegt að sjá mát á skákmótum”. Og það voru fleiri i ham en Veli- mirovic. Bronstein vann Ingvar Asmundsson. Reyndar ekki eins „flott” og Velimirovic Július, „þvi þetta var allt i járnum til að byrja með, en siðan braut hann Ingvar niður hægt og sigandi. Þetta var laglega gert hjá Bron- stein”. ögaard vann Benóný, og virðist sérfræðingum að nokkurrar þreytu sé farið að gæta hjá Benóný. Ekki er nema vika siðan hann vann sterkt Reykjavikur- mót og maðurinn er lika kominn af bezta aldri skákmanna. Benóný er 56 ára. Friðrik vann Jón Kristinsson og það var nokkuð snoturlega gert hjá Friðrik — hann er greinilega að komast i gamal- kunnan ham”, sagði sérfræðingur vor, „þvi Friðrik vann Jón i að- eins 29 leikjum, sem er óvenju- legt, ef við miðum við þessa hefð- bundnu 40 leiki, sem ætlazt er til að menn tefli á fimm timum”. Trinkov og Forintos gerðu jafn- tefli —. „Þeir þekkjast þessir út- lendingar, hafa oft teflt saman á mótum — það má kannski kalla þetta góðgerðarjafntefli. Trinkov hafði ekki fengið vinning fyrr en nú”. Skákin, sem margur hafði beðið eftir, skák Guðmundar Sigurjóns- sonar og Kristjáns Guðmunds- sonar fór i bið, og er útilokað að spá nokkru um úrslitin. Freysteinn vann svo Ciocaltea hinn rúmenska. Smyslov á biðskák gegn Magnúsi Sólmund- arsyni, „og stórkostlegt að sjá, hve langt fram i timann Smyslov sér — en þáð er ekki hægt að sjá hvað verður úr skák þeirra Magnúsar. Það er langt i land, og það þótt Smyslov hafi fórnað skiptamun. 1 kvöld verður fjórða umferð tefld. Þá teflir Guðmundur við Július, Bronstein við Velimirovic — og búast menn við snarpri viðureign þar, Ciocaltea teflir viö Ingvar, Benóný við Freystein, Smyslov við ögaard, Friðrik við Magnús, Forintos við Jón og Kristján við Trinkov. Friðrik og Forintos eru með 2 1/2 vinning ásamt Bronstein. Smyslov er með 2 v. og biðskák og Velimirovic hefur 2 vinninga. — GG. Borgarlœknir segir starfi sínu lausu — hefur gegnt embœttinu frá 1948 „Abyrgðin i starfinu er farin að þreyta mig, og mér finnst timi til kominn að hætta þegar svo er”, sagði Jón Sigurðsson, borgar- læknir, þegar Visir ræddi við hann I morgun, en hann hefur nú sagt starfi sinu sem borgarlæknir i Reykjavik lausu frá 1. júli næst- komandi. Jón er nú 67 ára að aldri, en liann hefur verið i starfi borgar- læknis frá þvi árið 1948. -EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.