Vísir - 08.02.1974, Síða 5

Vísir - 08.02.1974, Síða 5
Vlsir. Föstudagur 8. febrúar 1974. rLÖND I MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Bíða á flugvellinuin eftir skœruliðunum Japönsk farþegaflugvél beið með fulla eldsneytis- geyma tilbúin til flugtaks af flugvellinum í Kuwait með tvo flokka skæruliða innanborðs, ef það yrði of- an á, að skæruliðarnir yf ir- gæfu landið. Flugvélin hefur nægilegt eldsneyti til að f Ijúga í niu klukkustundir en hvert hún ætti að fara með skærulið- ana, veit enginn. Flugvélin kom frá Singapore i nótt með fjóra skæruliða, sem þar höfðu haft á valdi sinu ferju með tveim gislum. Lenti flugvélin að- eins stundarfjórðungi áður en fresturinn, sem skæruliðarnir i japanska sendiráðinu i Kuwait höfðu gefið, rann út. Strax þegar hún var lent, var hafinn undirbúningur þess að flytja skæruliðana fimm úr sendi- ráði Japans út á flugvöll. Þeir höfðu á hinn bóginn lofað að sleppa gislunum, þrettán talsins, ef flugvélin kæmi með félaga þeirra frá Singapore. Hinsvegar höfðu þeir hótað að myrða gisl- ana, ef flugvélin væri ekki komin og félagar þeirra með henni fyrir kl. 2 eftir miðnætti i nótt. Með vélinni komu einnig einn diplómat frá Japan og þrir frá Singapore. Þeir yfirgáfu strax v.élina við lendingu bg gáfu sig fram við fulltrúa landsyfirvalda. Skæruliðarnir fjórir frá Singa- pore voru hinsvegar um kyrrt i vélinni. Þegar siðast fréttist undir há- degið, þá höfðu skæruliðarnir yfirgefið sendiráðið, og þeim og gislunum var ekið út á flugvöll, þar sem vélin beið þeirra enn. Lögreglan ók skæruliðunum fjórum I Singapore frá ferjunni til flugvallarins, þar sem þeir stigu um borð i japönsku flugvélina, er flutti þá til Kuwait, en þar biðu félagar þeirra með 13 gisia i haidi 1 japanska sendiráðinu. Myndin er tekin með aðdráttarlinsu inn i lögreglubilinn, sem fluttiþá. Joe Gormley (sitjandi) formaður samtaka kolanámumanna skýrir fyrir fréttamanni ákvörðun stjórnarinnar um að fara I verkfall. Nú hefur hann lýst sig fylgjandi tilmælum Heaths forsætisráðherra um að fresta verkfallinu fram yfir kosningar (sem verða 28. feb.). Gripnir með bannaðar bœkur Tolleftirlit hefur mjög verið hert í Sovétríkjun- um með ólöglegum inn- flutningi prentaðs máls, og tollþjónar á Sjermet- jevo-flugvellinum gripu í síðasta mánuði níu er- lenda ferðamenn, sem reyndu að smygla 2.500 bönnuðum bókum og tímaritum inn í landið. Eða svo segir málgagn hersins, ,,Rauða stjarn- an". Blaðið gat þess ekki, frá hvaða landi þessir ferðamenn komu, en upplýsti, að bækurnar og blöðin hefðu verið prentuð á Norðurlöndum. Um var að ræða bókmenntir, sem ekki leyfist að flytja inn i Sovétrikin til að „eitra hugarfar sovétborgarans”. — ,,Var svo komið, að tollþjónarnir höfðu safnað heilum haug af bókum, auglýsingapésum, kortum og .dreifimiðum, sem prentaðir voru á rússnesku, georgisku, tatarisku og önnur sovézk mál,” sagði i Rauðu stjörnunni, sem lauk miklu lofsorði á hina ár- vöknu tollþjóna. Blaðið gat sem dæmis um ár- vekni þeirra, að vaknað hefði grunur tollþjónanna vegna tveggja ferðamanna, sem var greinilega stirt um gang. Við persónuleit kom i ljós, að þeir höfðu með heftiplástrum limt 50 gamlar gullmyntir neðan á iljarnar. Heath siglir snarpan Lœtur vaða á súðum og leggur að veði völd sín og Ihaldsflokksins Líkt og teningum væri varpaö, hefur veriö gefið í tvisýnt en vafalaust ör- lagaríkt stjórnmálaspil á Bretlandi, þar sem Ed- ward Heath ákvað í gær aö leysa upp þingið og efna til nýrra kosninga 28. febrú- ar. — Þar leggur hann aö veöi völd sín og ihalds- f lokksins. Það verður stutt kosninga- barátta, þvi að timinn er ekki langur til stefnu, en spáð er að hún verði þeim mun harðari. Flokkarnir þrir, Verkamanna- flokkurinn, Frjálslyndi flokkur og Ihaldsflokkurinn, hafa þegar rek- ið flokksvélarnar i gang, og er nú búizt við, að kosningabaráttan verði keimlik þvi, sem var 1931, þegar kreppan stóð sem hæst, en þá var almenn beizkja rikjandi. Engum blandast hugur um, að Heath forsætisráðherra tefldi þarna mjög djarft. Skoðana- kannanir i gær sýndu, að Verka- mannaflokkurinn á 3% meira fylgi að fagna. En ný skoðana- könnun i Daily Mail i dag bendir til þess, að íhaldsflokkurinn muni vinna með 9% meira fylgi, sem mundi þýða meira en 100 þingsæti i neðri málstofunni. Formaður samtaka kolanámu- manna, Joe Gormley, hefur kall- að saman fund i stjórn samtak- Sadat forseti ó leynifundum í eyðimörkinni ,,Anwar Sadat, forseti Egyptalands, hefur siöustu tvo dagana setið á leynifundum einhvers staðar í eyöimörk Egypta- lands," segir Kairo-blaðið Al Ahram, sem oft er talið málgagn egypzku stjórnarinnar. Ritstjóri A1 Ahrams skrifar, að fundirnir séu haldnir á sama stað og Sadat forseti tók sina sögulegu ákvörðun i fyrra um, að egypzkar sveitir skyldu fara yfir Súez- skurðinn. Eftir fundina i eyðimörkinni hefur Sadat forseti haftsamband við hina Arabaleiðtogana er enn- fremur sagt i blaðinu. Ali Amin ritstjóri lét ekkert frekar uppi um þessa fundi, né heldur hvaða Arabaleiðtoga Sadat hefði haft tal af. anna til að ræða tilmæli Edwards Heaths, forsætisráðherra, um að fresta verkfallinu i námunum þar til að afstöðnum kosningum. — Hann hefur lýst sig sjálfan fylgj- Dómsyfirvöl'd i Ham- borg segja nú ekkert lengur þvi til fyrirstöðu, að réttarhöld hefjist i málinu gegn hinum 72 ára gamla Bruno Streckenback, sem var yfirmaður Gestapo i Hamborg i siðari heims- styrjöldinni og er sakað- ur um morð að minnsta kosti milljón manna. i dag lýkur lengstu dvöl manna úti i geimn- um, og bandarisku geimfararnir snúa aftur til jarðar. Apollo-geimfarið með þeim Gerald Carr, Ed- ward Gibson og William Poque á samkvæmt áætlunum að lenda á Kyrrahafinu klukkan rúmlega þrjú i dag — ca. 240 kilómetra sunnan við San Diego. Geimfararnir hafa hafzt við urn borð i Skylab-geimrannsóknar- stöðinni i 84 daga og unnið þar að fjölda tilrauna og rannsókna. liafa þeir viðað saman þýðingar- andi þvi, en þeir munu fleiri innan stjórnar samtakanna, sem ku vera andvigir frestun. Verkfallið á að hefjast aðra nótt. uppíýsti, að málið gegn Strecken back, sem er maður kominn á eftirlaun. mundi að likindum hefjast i lok þessa árs, þegar ákæruvaldið hefur aflað sér vitnisburðar fjöida vitna hér og þar i heiminum, en þau geta ekki öll mætt fyrir réttinum. Rannsóknin hefur staðið i tólf ár, og þykir ekki óliklegt. að réttarhöldin geti staðið ein tvö ár eða svo. Streckenback býr i Hamborg og er ekki i varðhaldi. Nýlega gerði hann ákværuvaldinu kunnugt. ,,að hann þjáðist af krabbameini og yrði sennilega dauður. áður en málaferlunum gegn honum lvki.” miklum upptysmgum um m.a. jörðina, sólina, halastjörnuna Kohoutek og himingeiminn. Þessir þrir eru þriðja og siðasta áhöfnin, sem gistir Skylab-geim- stöðina. — Skylab-áætlunin hefur kostað bandarisku geimferðar- stofnunina um 2,6 milljarða dala. Geimfararnir áttu fyrir hönd- um erfiðan dag og tóku þvi snemma á sig náðir i gærkvöldi. til þess að vera úthvildir og vel undir daginn búnir. en áður lögðu þeir þó siðustu hönd á undir.bún- ing feröarinnar til jarðar. Þeir fara snemma i dag inn i Apollo-geimfarið og i 22 minútur eiga þeir að taka mvndir. áður en þcir skjóta eídflaugunum. sem beina farinu á braut til jarðar. — Geimfararnir segjast vera vel á sig komnir. og leggja læknarnir i stjórnstöðinni i Houston það þannig út, að menn geti lifað og unnið i þyngdarlevsi i að minnsta kosti eitt ár i senn. Verður krabbinn ó undan réttvís- IIU11? Gestapo-foringinn lliill • bíður réttarhaldanna Talsmaður þess opinbera Geimfararnir koma í dag

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.