Vísir


Vísir - 08.02.1974, Qupperneq 6

Vísir - 08.02.1974, Qupperneq 6
6 Vlsir. Föstudagur 8. febrúar 1974. VISIR (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ititstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórna rfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstiórn: Askriftargjaíd í lausas'ölu kr. Biaðaprent hf. Iteykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Slmi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. 360 á mánuði innaniands. 22 eintakið. Heimagerð bólga Verðbólga i útlöndum á sinn þátt i þvi Islands- meti i verðbólgu, sem við settum i fyrra. Áhrif hinna erlendu verðhækkana eru þó ofmetin i varnarræðum rikisstjórnarinnar. Það má greini- lega sjá i nýútkominni skýrslu Hagrannsókna- deildar um þjóðarbúskapinn. Verðlag innflutnings hækkaði i fyrra um 12% i erlendum gjaldeyri. Þetta er óvenjulega mikil hækkun. En mikið og litið eru afstæð orð. Og þessi 12% verða ekki mikil, ef þau eru borin saman við aðrar tölulegar staðreyndir úr þjóðarbúskap liðins árs. Verðlag útflutningsafurða okkar hækkaði á sama tima um hvorki meira né minna en 32% i erlendum gjaldeyri. Það nálgast að vera þrefalt meiri hækkun en á innflutningsverðinu. Þessi mikli mismunur hefði átt að geta verið til hjálpar i baráttunni gegn verðbólgunni hér heima. Reynslan og visindin segja, að verðbólga magnist jafnan um allan helming i kjölfar gengislækkunar. Gengislækkunarárin hafa yfir- leitt verið mestu verðbólguárin. Og árið i fyrra getur ekki talizt neitt gengislækkunarár. Undir venjulegum kringumstæðum hefði orðið að lækka gengi krónunnar verulega i fyrra. En hin mikla verðhækkun útflutningsafurðanna gerði stjórnvöldum kleift að komast hjá þeim vanda, sem annars hefði hlaupið umsvifalaust út i verðlagið og gert íslandsmetið i verðbólgunni enn glæsilegra en raun varð á. Þar á ofan hefur vanda gengislækkunar ekki verið bægt frá, heldur aðeins slegið á frest. Svo virðist að visu sem sjávarútvegurinn og fiskiðn- aðurinn þurfi ekki á gengislækkun að halda. Verðhækkunin i fyrra varð langmest á afurðum þessara atvinnugreina og hið háa verðlag virðist ætla að haldast á þessu ári. Verðlag afurða útflutningsiðnaðarins hækkaði hins vegar miklu minna en sjávarafurðanna i fyrra. Erlend og innlend verðbólga, dýrari aðföng og launakostnaður, léku þessa ungu framtiðargrein mjög grátt og eiga eftir að halda þeim leik áfram á þessu ári. Yngstu og efnilegustu atvinnugreininni hefur þannig verið fórnað til þess að komast hjá þvi að lækka gengið og magna verðbólguna meira en raun var á. Ef stjórnvöldum hefði hins vegar tekizt að halda verðbólgunni niðri með öðrum hætti, hefði verið unnt að lækka gengi krónunnar og hvetja útflutningsiðnaðinn til dáða. Verðbólgan i fyrra hefur að þessu leyti eins og á ýmsan annan hátt verið okkur dýrkeypt. Aivar- legast er þó, að stjórnvöld virðast láta sér hana i léttu rúmi liggja og reyna að koma þvi inn hjá fólki, að svona sé ástandið viða um heim. En 25-30% verðbólga á einu ári er hvorki algengt fyrirbæri né ómerkilegt fyrirbæri. Og léttlyndi stjórnvalda leiðir að öllum likindum til sama hraða verðbólgunnar á þessu ári. Þá var skárra að hafa 10% árlega verðbólgu, án þess að reynt væri að kenna útlendingum um hana. —JK (( ravaiileurs Hundruö vinstrimanna meö svarta og rauða fána á lofti I mótmæiagöngu, sem efnt var til I Besancon tii stuðnings viö starfsfólk LlP-verksmiðjunnar. Verkafólkið hafði rekið verk- smiðjuna i 3 mánuði, áður en lögregian rýmdi byggingarnar. Sjálfboðaliðar gáfu sig fram i baráttuna til stuðnings starfsliði LIP, og skipulögð voru fjöldamót- mæli víða um Frakkland til að mótmæla afskiptum lögreglu af málinu. — Engin allsherjar landssamtök launþega fyrirfinn- ast i Frakklandi, en þrjú stéttar- samtök eru þar langsterkust, og þau studdu LlP-fólkið. Þrir leiðtogar iðnaðarins áttu samningaviðræður við fulltrúa starfsliðs LIP. Fyrstu viðræðurn- ar hófust i ágúst, en strax daginn eftir úrskurðaði héraðsdómur Besancon, að notkun starfsliðsins á húsakynnum verksmiðjunnar væri ólögleg. 14. ágúst lét lögreglan til skarar skriða, yfirtók verksmiðju- byggingarnar og lokaði verkafólkið úti. En starfsfólkið hafðimeðsér úr verksmiðjunum áhöld og tæki og hóf siðan fram- leiðslu utan verksmiðjunnar. Samningaviðræðum var siðan haldið áfram þar til i janúarlok, eins og i upphafi sagði, að samningar tókust. Viðbrögð við þeirri lausn sem fékkst, að opna verksmiðjuna á Fengu sitt fram Einhver lengsta vinnu- deila, sem síðari tíma saga Frakka kann frá að segja, virðist nú hafa verið leyst, eftir að vinnuveitendur og launþegar undirrituðu samkomulag núna í lok janúar, þar sem gert er ráð fyrir, að rekstur verði hafinn á nýjan leik í úra- og áhaldaverksmiðjunni LIP. Með þvi er þó ekki sagt, að rólegt sé orðið á franska vinnu- markaðnum, eða að stjórnin með Pierre Messmer forsætisráð- herra og Jean Charbonnel iðnað- arráðherra geti uppskorið stjórn- málaávinning af lausn þessarar deilu. Verkfall starfsmanna LIP- verksmiðjunnar, sem allt siðast- liðið sumar var i brennidepli franskra fjölmiðla, markar vafa- laust timamót og straumhvörf i verkalýðsbaráttunni þar i landi, ef ekki viðar. Svo virðist sem áhrifa hennar hafi þegar gætt utan Frakklands, þvi að á Italiu greip starfsfólk verksmiðja til svipaðra aðgerða og gert var i LIP i Besancon. Það var i aprilmánuði i fyrra, að eigendur LlP-verksmiðjunnar töldu ekki lengur rekstrargrund völl fyrir verksmiðjuna, og for- stjóri hennar sagði af sér, eftir tveggja ára stjórn. Þeir tveir, sem tilnefndir voru til þess að reka verksmiðjuna fyrst um sinn, lýstu þvi fljótlega yfir, að þeir treystu sér ekki til að ábyrgjast þennan atvinnurekstur. Starfsfólkið neitaði, að verk- smiðjan yrði lýst gjaldþrota, framleiðslunni hætt og öllum sagt upp starfi. t þeirra augum var þarna um að ræða lúmska að ferð hinna svissnesku eigenda (meirihluta) verksmiðjunnar til þess að losna við keppinaut við einkafyrirtæki þeirra i Sviss. Sögðu verkamennirnir að loka ætti verksmiðjunni vegna þess, að framleiðslan væri orðið^það góð, að svissneska úraiðnaðinum stæði ógn af. 1 júni lögðu þeir niður vinnu, umkringdu skrifstofurnar og lögðu þær undir sig. Slikt var ekki alveg án fyrirmyndar. Það hafði gerzt áður (reyndar á Italiu t.d.), að stjórnarskrifstofur fyrirtækis voru teknar herskildi og stjórn- endur þess gislar. — En það nýj- asta við tiltæki verkafólksins i Besancon var það, að frá og með 16. júni hóf starfsliðið sjálft fram- leiðslu. Það lagði undir sig allar deildir fyrirtækisins, framleiðslu, markaðsleit og söiu. Starfsfólk eða stuðningsmenn gengu meira að segja inn i ráðuneytin i Paris til að selja úr frá LlP-verksmiðj- unni. Þetta vakti feikilega athygli, einkanlega þegar verksmiðju- stjórnin krafðist ihlutunar lögreglu, þvi að um væri að ræða þjófnað á eignum sem með réttu ættu að ganga til gjaldþrota- uppgjörs, og þjófnaðá birgðum af úrum, sem geymd voru á lager verksmiðjunnar, þegar framleiðslunni var formlega hætt. Illlllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson nýjan leik og hefja framleiðslu, hafa öll verið á einn veg, hvort sem leitað var álits stjórn- málamanna, vinnuveitenda eða fulltrúa launþega. — Finnst flestum vandséð, hvernig þessi lausn, sem núna fékkst, sé betri en tillagan, sem sáttasemjari lagði fram i október, þegar samningaviðræður stóðu sem hæst. En mikill meirihluti starfs- liðs LIP hafnaði þeirri tillögu. Þykir flestum sem vel hefði mátt komast fyrr að niðurstöðu og leysa deiluna, ef báðir aðilar hefðu aðeins sýnt mýkt og lipurð. En aðgerð þessi hefur leitt til umræðna um ýmis þýðingarmik- il atriði, sem augu manna höfðu ekki opnazt fyrir. Hver er réttur starfsfólksins, þegar fyrirtæki rambar á barmi gjaldþrots? Hvaða hlutverki á rikisstjórnin að gegna, þegar i húfi er at- vinnurekstur héraðs, þar sem afkoma manna er ótrygg? Hvaða þýðingu hafa dómstólar i slikum deilum, og hversu mikil áhrif og gildi hafa stéttarsamtökin i þvilikum aðgerðum? Mótmælaganga i Larzac, sem farin var þar til stuðnings starfsbræðr- um i Besancon.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.