Vísir - 08.02.1974, Side 7
Vísir. Föstudagur 8. febrúar 1974.
7
i SS ÐAIM i
Umsjón: Þórunn
Sigurðardóttir
Viö höfum nokkrum sinn-
um helgaö þessa siöu ýmsum
hugmyndum og nýjungum i
innréttingu íbúðarhúsnæðis,
og viö sannfærumst æ betur
um nauösyn þess að fræða
almenning dálitiö um þessi
mál. Hér á landi er engin
fræðsla á skyldunámsstigi
(raunar ekki á æöra skóla-
stigi heldur), sem heitir
hýbýlaprýöi, eða beinlinis
„heimilisfræði”. Börnin læra
jú að sauma dúka, prjóna
pottaleppa og smiða skraut-
hillur, en um hagnýtt nám
getur tæpast verið að tala.
Þegar þetta fólk kemst svo á
giftingaraldurinn og leggur
út i þjóðariþróttina — hús-
byggingar — er það oftast
fullkomlega ósjálfbjarga og
algerlega háð iðnaðarmönn-
unum, og svo auðvitað
kaupmönnum.
Það fer að visu mjög i
vöxt, að fólk fái sér tæki eins
og „Black og Decker” og
bjargi sér með þvi, en allt of
margir eyða tugum og
jafnvel hundruðum þúsunda
I hluti, sem þeir hefðu sem
hægast getað unnið sjálfir.
En látum þáð vera, þótt fólk
kaupi alla vinnu i hýbýli sin,
ef það hefði þá einhverjar
sjálfstæðar hugmyndir um
hvernig það vill hafa þau.
Gangið inn i eina nýja blokk i
einhverju hinna nýju hverfa i
borginni og skoðið ibúðirnar.
Þið getið látið ykkur nægja
að skoða eina, þvi þær eru
þvi miður nokkurn veginn
allar eins. Hitt og þetta
kemst i tizku, og allir hlaupa
eftir þvi. En hagkvæmni,
frumleiki og einfaldleiki er
þvi miður sjaldgæf sjón.
Þetta ætti að sjálfsögðu að
vera eitt af verkefnum
skylduskólans, — að gefa
nemendum sinum
grundvallarþekkingu á þeim
hlutum, sem teljast verða
nauðsynlegir hverri mann-
eskju, og hlýtur húsnæði
,m.a. að teljast til þess.
Hér sjáum við, hvernig
hægt er að innrétta 60-70 fm
ibúð á frumlegan og
hagkvæman hátt — en þó
umfram allt ódýran.
Ibúðin er i raun og veru
aðeins eitt herbergi og
eldhús, en stórt anddyri
nýtist sem borðkrókur og
vinnuherbergi. Sjálft her-
bergið er i senn svefnher-
bergi og stofa, en byggður er
pallur úr þykkum spóna-
plötum á gólfið, og undir
honum eru ýmsar hirzlur,
m.a.fyrir sængurföt. Bekkir
og hillur með skúffum eru
einnig úr spónaplötum.
Mjúkt, snöggt gólfteppi er
yfir öllu og lausar
svampsessur mynda þægi-
legt setuhorn á gólfinu.
Litirnir eru aðallega
dökkbrúnt og ljósmosa-
grænt. 011 húsgögnin eru
heimasmiðuð. — ÞS
Hér sjáum við herbergiö með tvibreiðu rúmfleti I horninu. Undir rúmfataskúffur og gegnt rúminu önnur skúffa fyrir fatnað og
annað. Eini hluti stofunnar sem ekki er upphækkaður, er flöturinn framan við rúmið. Sessunum má raða eftir vild.
Skrifborðið er úr spónaplötu og
hillur fyrir ofan.
Med spóna-
plötum
og svampi
Úr litla eldhúsinu i borðkrókinn.
Svartar „jalusie” huröir eru á
niilli eldhússins og borðkróks-
ins, en slikar hurðir fást hér i
Vörumarkaðinum og má nota
þær jafnt sem skaphurðir og
vunalegar hurðir.
Bekkir úr spónaplötum með svampsessum mynda borðkrókinn,
en korkdúkur á veggnum geymir myndir, minnisblöð, úrklippur
og flcira.
Svona lítur ibúðin út. Við sjáum hvernig einfaldar hillur hafa
veriö gerðar úr spónaplötum, sem siðan eru málaðar grænar.
Gegnt rúmstæðinu er bekkur meö hirzlum, er spónaplöturnar og
annað er við dyrnar inn i ibúðina, en gegnt þeim er skrifboröið.