Vísir - 08.02.1974, Síða 8

Vísir - 08.02.1974, Síða 8
8 Vlsir. Föstudagur 8. febrúar 1974. syngur lögsn — Sigfús Halldórsson hefur gefið út sönglög sín í annað sinn Sigfús Halldórsson, lagasmiður og málari ipeð meiru, hefur nú gefið út i annað sinn sönglög þau, sem út komu 1970, þegar hann var fimmtugur. ,,Ég hef verið ákaflega heppinn með lögin min”, sagði Sigfús, þegar Visismaður ræddi við hann, „þjóðin hefur sungið lögin min. Og þau hafa gengið til þurrðar fljótlega, þegar þau hafa verið gefin út. Þess vegna gef ég þetta út núna”. Sigfús hefur jafnan gefið sin lög út sjálfur, „nema það fyrsta, sem kom út fyrir 1940, þegar ég var varla tvitugur. Það lag heitir, „Við eigum samleið”, gert við texta Tómasar Guðmundssonar, og hann Pétur Pétursson þulur gaf það út”. — Hve mörg lög hefurðu samið um ævina? „Ætli þau séu ekki orðin tals- vert yfir hundrað talsins. Þetta eru allt smálög. Ég hef aðeins samið þrjú hljómsveitarverk. Þessi þrjú verk eru „Stjáni blái”, sem er reyndar hið eina þeirra, sem hefur komið út, en hin eru „Til sjómannsekkjunnar” og „Þakkargjörð”. Sigfús Halldórsson þarf vist ekki að kynna. —það er óhætt að fullyrða, að hann er einhver vin- sælasti lagasmiður, sem nú er uppi á Islandi. „Ég hugsa einvörðungu um samferðamenn mina. Ég álit að það skipti mestu að koma vel fram við þá, mér er sama um hvað verður, þegar ég er dauður. Það er ekki rétt að strita enda- laust við að skapa eitthvað ódauð- legt. Það verða lika seinni tima menn sem fjalla um gildi verkanna. Og meðalmaðurinn, sem stritar endalaust við ódauð- leikann, hann fellur bara i minni- máttarkennd og náunganagg”. En lögin hans Fúsa eiga senni- legaeftiraðgeymasti minniogá nótnablöðum um langa framtið — nýjasta bók hans heitir einfald- lega „Sönglög — eftir Sigfús Halldórsson”. —GG Ásatrúarmenn frá USA og Þýzkalandi hingað á þjóðhátíð Asatrúarmenn hafa verið stöð- ugt i fréttum heimspressunnar og hefur það leitt til þess, að fjöldi Asatrúarmanna, að minnsta kosti i Bandarikjunum og Þýzkalandi, hafa gert sig iiklega til að koma hingað til lands i sumar i tilefni þjóðhátiðarinnar. Asatrúarfélagið hefur ýmislegt i bigerð, sem minnt getur á 1100 ára afmælið. Má þar m.a. nefna útgáfu barmmerkis, sem á að steypa i silfur, en grunnurinn verður blár. Verður þar steypt táknmerki Asatrúarfélagsins og sólkross bundinn rúnum, en utan um er svo áletrunin „1100 ár Is- lands”, einnig i rúnum. Verður tákn þetta gert i öðrum útgáfum að auki, m.a. á minnis- peningi, sem félagið mun gefa út. Verður það steypt i brons, silfur, gull og platinu. A verkinu að ljúka i næsta mánuði. Þá hefur félagið látið gera kingu úr silfri, sem táknar heims- mynd ásatrúarinnar, eins og henni er lýst i Eddunni. Hinu unga Asatrúarfélagi hefur verið sýndur mikill áhugi og hafa fulltrúar félagsins mættá fundum hjá flestum menntaskólum höfuð- borgarinnar i vetur og útskýrt sin sjónarmið, Hafa fundir þessir jafnan verið fjölsóttir og mikið spurt. Á morgun, fimmtudag, mæta Asatrúarmenn svo á fundi hjá Menntaskóla Akureyrar. Sið- Fálkinn hefur sent á hljóm- plötumarkaðinn leikrit Matthias- ar Johannessen, Sókrates. Leik- ritið var flutt I útvarp i nóvember 1971. A plötunni má heyra hvernig höfundurinn leiðir saman ýmsar þekktar persónur heimssögunn- ar. Hér koma þeir saman Sókra- tes, Darwin, Galileó, Van Gogh, Lúðvik 14. og lagskona hans Ma- dame Pompadour, — að ar i mánuðinum er svo fyrirhugað að hafa almennan kynningarfund i Reykjavik. Þá verður, að sjálf- sögðu, einnig haldið þorrablót félagsins. Þess má að lokum geta, að út- varpsstöðvar i bæði Sviþjóð og Hollandi hafa flutt þætti, sem Ásatrúarfélagið gerði og næst liggur fyrir að gera þátt fyrir bandariska útvarpsstöð. — ÞJM. ógleymdum Sölva Helgasyni, Sólon Islandus. „Þessi útgáfa er ekki gerð i gróðaskyni”, sagði Haraldur Ólafsson, forstjóri Fálkans um útgáfuna. „Heldur tel ég að hljómplata þessi, sem og aðrar hljómplötur með flutningi is- lenzkra bókmennta, er áður hafa komið út á vegum Fálkans, eigi erindi til almennings og hafi nokkurt menningarlegt gildi”. —JBP— Sókrates — Leikrit Matthíasar ú plötu cTMenningarmál gengur sinn gang Jens Pauli Heinesen: GESTUR Færeyskar smásögur Almenna bókafélagið 1973. 172 bls. Þessari bók var fagn- andi tekið þegar hún kom út i haust, einkum af þeirri ástæðu, að mig minnir, að hún var þýdd úr færeysku. Það er vissulega fagnaðarefni að færeyskar bækur séu þýddar á islensku, að þvi þó tilskildu að það séu góðar bækur. Enn gleðilegra væri samt ef markaður reyndist fyrir færeyskar bækur á íslandi og islenskar i Færeyjum. Af hverju lesum við ekki mál hvor annarra? En skemmst er frá þvi að segja að það er mjög eftirtektarverður höfundur sem kemur fyrir sjónir i þessari bók Jens Pauli Heinesens, sögur hans eru miklu mark- verðari verk en leikritið Upp I eini eikilund sem Leikfélagið i Þórs- höfn sýndi hér á gestaleik fyrir nokkrum árum. Eftir þær fer ekki hjá að maður fái áhuga á að kynnast einnig skáldsögum höfundarins, en Jens Pauli er að sögn mjög afkastamikill höfundur og hefur samið stórar skáldsögur. Þýðing Jóns Bjarmans á sögunum virðist mér að sé vel af hendi leyst verk á lipru máli og stilshætti á fslensku. Það hefur af ýmsum ástæðum dregist úr hömlu að geta þessarar bókar hér i blaðinu. En eftir að ég loks komst til að lesa hana finnst mér ekki fjarri að ætla að Gestur sé markverðasta erlent skáldrit, a.m.k. nýlegt af nálinni, sem út kom á islensku i haust. Gefast ekki upp 1 bókinni eru 14 sögur, valdar úr þremur smásagnasöfnum höfundarins sem út' hafa komið árin 1967, 69, 71. 1 fljótu bragði kunna elstu sögurnar, úr samnefndri bók þessari, að þykja bestar, allténd eru þær reglu- legastar sögur, samdar i mjög svo hlutlægu raunsæislegu móti. Allar fjalla þessar sögur með einhverjum hætti um mannvonsku, grimmd eða heimsku. Svo er til að mynda um Gest, sögu um bónda sem drepur gamlan og aflóga hund sinn af þvi hann dugir ekki lengur i smala- mennsku. En lika fjalla þessar BÓKMENNTIR EFTIR ÓLAF JÓNSSON sögur um mannlegt úthald og seiglu. Abraham bóndi kemur heim þreyttur og rennsveittur um kvöldið: „En hann kom ekki einsamall. Ána hafði hann með sér” — sem þeir Gestur höfðu verið að eltast við um daginn. Svo er og um söguna um skrökvarann, drenginn sem átti hvitan helli, niðursetning i fjósinu sem lifir á eintómum draumum sinum eða freistar þess. Það tekst að visu ekki. Án þess að gera upp á milli þessara sagna er kannski Maðurinn i rauða vestinu minnis- verðust, saga um færeyskan ihaldsmann og dauða hans, mann sem einn heldur uppi fornum sið i byggðarlaginu og tekur dönsku fram yfir færeysku ef farið er með guðsorð: Hann villist i þoku á fjalli, veikist og deyr, og hrafnar kroppa úr honum augun. En hann gefst ekki upp. í seinni sögum sinum virðist Jens Pauli Heinesen stila upp á táknvisari og skáldlegri, ljóðræna orðlist, stilshátt sem sumpart kann aö minna á William Heine- sen. Raunar er sá þráður þegar upp tekinn i fyrstu bókinni, Sögunni um brosið, langri ÚTSALA - ÚTSALA Seljum nœstu dago lítið gölluð húsgögn vegna brunaskemmda Trésmiðjan W _ - MIKILL AFSLÁTTUR - VIÐIR Laugavegi 166 Sími 22222 og 22229

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.