Vísir - 09.02.1974, Síða 6
6
Vlsir. Laugardagur 9. febrúar 1974.
visir
(Jtgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Kitstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastj. erl. frétta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Kitstjörn:
Askriftargjald
i lausasölu kr.
Blaðaprent hf.
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
kr. 360 á mánuði innanlands.
22 einlakið.
Falleinkunn
Sérfræðingar rikisins gefa rikisstjórninni fall-
einkunn i verðlagsmálum. Annað verður ekki séð
af nýútkominni skýrslu hagrannsóknadeildar
framkvæmdastofnunarinnar um framvindu og
horfur efnahagsmála.
Verðbólgan verður i ár sizt minni en á siðasta
metári.
Visitala verðlags vöru og þjónustu hækkaði um
24 prósent að meðaltali milli áranna 1972 og 1973.
Hraði verðbólguskrúfunnar varð sifellt meiri. í
árslok var visitalan orðin 12-13 prósent hærri en
hún hafði verið að meðaltali yfir árið. Verðbólgan
hefur að undanförnu verið um tvö prósent á
mánuði hverjum. Við þetta bætast áhrif al-
mennra launahækkana, sem nú er verið að semja
um. Samkvæmt þessu yrði verðbólgan i ár enn
meiri en á siðasta ári.
Verðbólgan er hér miklu meiri en i nokkru
nálægu riki. Allir viðurkenna, að það sé helstefna
að láta skrúfuna rása. Jafnvel ráðherrar hafa að
undanförnu barmað sér i fjölmiðlum og
þingræðum yfir þessari óheillaþróun. En þeir
hafa litið sem ekkert gert.
Þvi spá sérfræðingar framkvæmdastofnunar
engum bata. 1 skýrslu þeirra er fjallað um þau
verðhækkunartilefni, sem skapazt hafa á undan-
förnum mánuðum, en eru ekki enn komin fram.
Bent er á miklar verðhækkanir á hráefnum á
heimsmarkaði, sem vafalaust eiga eftir að koma
fram i verði innlendra og innfluttra iðnaðarvara.
Þar að auki muni hin mikla verðhækkun á oliu og
bensini geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á verðlag
fjölda vörutegunda. Væntanleg oliuhækkun i
upphafi ársins 1974 gæti ein sér valdið 6-7 prósent
hækkun innflutningsverðs i heild, segir i skýrsl-
unni. Væntanleg hækkun söluskatts muni hafa
áhrif á verðlagið, en á móti komi væntanleg
lækkun tolla að einhverju leyti. Þær hugmyndir
um verðlagsþróun, sem raktar eru i skýrsl-
unni, fela i sér um 20 prósent verðbólgu, og sér-
fræðingarnir taka skýrt fram, að búast megi við
meiri verðbólgu en þetta. Spána verði að skoða
sem of lága, segja þeir. Einkum sé hætta á að
vixlhækkanir kaupgjalds og verðlags gætu
magnazt á árinu.
Sérfræðingarnir geta að sjálfsögðu ekki tekið
með i dæmið áhrif væntanlegra launahækkana,
sem enn er ósamið um. Þeir takmörkuðu hópar
launþega, að undanskildum opinberum starfs-
mönnum, sem nú hafa gengið frá kjara-
samningum, hafa yfirleitt fengið fram um og yfir
20 prósent launahækkanir, sem dreifast á tvö ár.
Sé almenn launahækkun af þessu tagi tekin með i
verðbólgudæmið, verður niðurstaða þess
komin býsna mikið yfir 20 prósent.
Mátt hefði ætla, að rikisstjórnin hefði gert
meira en að barma sér yfir verðbólguvandanum.
Efnahags- og atvinnulif okkar þolir ekki, fremur
en i öðrum löndum, 20-30 prósent verðbólgu ár
eftir ár.
En rikisstjórnin hefur ekki staðizt prófið. Hún
fær falleinkunn hjá sérfræðingum sinum i þessari
mikilvægu grein. Hún hefur ekki lagt að sér á
þessu sviði, liklega af þvi, að hún býst við að falla
hvort eð er.
—HH
Minnihlutastjórnin
heldur ennþá velli
Minnihlutastjórn Dana virðist
nú eiga stærsta skerjagarðinn að
baki. A fimmtudag urðu Vinstri-
flokkurinn (stjórnarflokkur) og
stærsti flokkur þjóðþingsins,
sósialdemókratar, á eitt sáttir i
grundvallaratriðum um drög að
samkomulagi varðandi stefnuna i
efnahagsmálum.
Samningaviðræðurnar um
þetta samkomulag höfðu þá
nánast staðið nótt og dag frá þvi
sunnudag fyrir viku. Var það eitt
atriði öðrum fremur, sem allt valt
á, nefnilega tillaga stjórnarinnar
um að taka sjálfvirku
visitölubæturnar úr sambandi
vegna verðhækkana i janúar og
greiða heldur i staðinn 13.200
krónur skattfrjálsar hverjum
launþega.
Landssamtök vinnuveitenda
hafa allt frá þvi Poul Hartling
forsætisráðherra bar þessa til-
lögu fram i byrjun janúar barizt
hart gegn henni, og töldu þau
hana hreint og klárt brot á rétt-
indum þeim, sem þau öðluðust i
Tariff-samningunum. Allir
sósialisku flokkarnir i þjóðþing-
inu voru tillögunni einnig and-
vigir. Róttækir vinstri-menn
lögðu fram sina eigin tillögu, sem
fól ekki i sér neinar ráðstafanir
varðandi visitölubæturnar, eða
dýrtiðaruppbæturnar, eins og
Danir kalla þær gjarnan.
Samkomulagið milli Vinstri og
sósialdemókrata gengur
ennfremur út á, að launþegar fái
sinar visitölubætur, en að launa-
greiðendur sleppi við að borga
allan brúsann. Rikið á að láta
þeim i té tillag upp á tvo milljarða
danskra króna, sem deilt yrði
niður eftir ákveðnu
úthlutunarkerfi. Með þvi vonuð-
ust þeir til að komast hjá nýrri
verðhækkunaröldu. Og til þess að
draga úr neyzlunni var lagt til að
koma á skyldusparnaði (það
mætti halda, að islenzk
efnahagspólitik væri fyrirmynd-
in) hjá fólki, sem hefði yfir 660.000
króna árslaun.
Vinstri-flokkurinp hefur siðustu
dagana einnig staðið i samninga-
tilraunum við fyrri bandamenn
sina úr stjórn Hilmars Bauns-
gaards, róttæka vinstri. Þriðji
flokkurinn úr þeirri rikisstjórn,
ihaldssami alþýðuflokkurinn,
hefur hins vegar engan hlut. átt að
þessu samningamakki. Flokkur
sá, sem beið afhroð i kosningun-
um, hefur sýnzt tapa enn meira
fylgi æ siðan eftir skoðanakönn-
unum að dæma. Hann þykir hafa
sveigzt æ meira til hægri, enda
hefur forysta hans viljað teygja
Poul Hartling — stjórn hans á
sina verstu kreppu að baki núna,
fyrst samkomulag náðist um
efnahagsmálin.
IIIIIIIIIIII
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
sig aftur eftir þeim kjósendum,
sem hlupu yfir til framfaraflokks
Mogens Glistrups.
Róttækir vinstri höfðu ekki,
þegar siðast fréttist I gær, tekið
endanlega afstöðu til samkomu-
lagsdraganna, en ástæða er til
þess að ætla, að þeir muni einnig
styðja þau» þegar lokamerkið
hefur verið gefið af sósial-
demókrötum. Sama má segja um
mið-demókrata og kristilega
alþýðuflokkinn, sem á sinum
tima studdi tillögu vinstri-flokks-
ins um Poul Hartling i forsætis-
ráðherraembættið. Þessum
tveim flokkum var skýrt frá
samningsuppkastinu á fimmtu-
dag.
Fengi vinstri-stjórnin stuðning
þessara fjögurra ofannefndu
flokka, gæti hún ekki einungis
reiknað með 22 atkvæðum i
þjóðþinginu, heldur væri hún allt i
einu komin með á bak við sig 99
þingsæti. En allt i allt sitja 179
þingmenn á þjóðþinginu.
A elleftu stundu reyndu sósial-
demókratar að þvinga frekari
eftirgjafir frá stjórninni, svo sem
eins og að fá stjórnina til að hætta
við að létta ögn á fasteignaskatt-
inum. En það sýnist ekki ástæða
til að óttast, að þessi smáatriði
muni spilla samkomulaginu,
þegar flokkarnir hafa loks náð
einingu varðandi spurninguna um
visitölubæturnar, sem alla daga
hafa verið sáluhjálparatriðið i
þessum deilum.
Gangi maður út frá þvi, að
þetta mál sé i höfn og Vinstri-
flokkurinn hafi lagt þessa krepp-
una að baki sér, þá er ekki þar
rrieð séð, hversu lengi þetta
samstarf á svo breiðum
grundvelli stendur. Það eina, sem
liggur ljóst fyrir, er að úr þessu
verður ekki efnt til nýrra þing-
kosninga fyrr en einhvern tima
eftir sveitarstjórnarkosningarn-
ar, sem verða 5. marz.
Þó verða sveitarstjórnar-
kosningarnar að þessu sinni
meira en rétt uppgjör heima i
héraði um innansveitarmál. A
þær verður litið sem viðmiðunar-
kvarða á stjórnmál i Danmörku,
og hvort þau á þessum þrem
mánuðum siðan kosningarnar
fóru fram, séu komin i sinar
gömlu skorður aftur. Eða hvort
breytingarnar, sem Framfara-
flokkurinn kallaði fram, hafi
-haldið áfram i sömu átt.
Skoðanakannanir Gallupstofn-
unarinnar benda til bess, að
Sósialdemókrötum hafi vaxið
fylgi og vinstri-mönnum,
Framfaraflokknum, Kristilega
alþýðuflokknum og kommúnist-
um, en hinir hafi tapað fylgi, og
þar ihaldsmenn mestu. En staðan
er enn svo óljós og daglegum
breytingum háð, að hausavixl
kunna að verða á þessu, þegar
til kosninganna kemur.
Með mestri éftirvæntingu biða
menn þó þess að sjá, hvaða örlög
biði Framfaraflokksins i þessum
kosningum. Nái flokkurinn að
tryggja sér einnig sess i sveitar-
stjórnarmálum.yrði það ekki lit-
ill höfuðverkur eldri flokkunum,
og dvina mundi þá áreiðanlega
áhuginn á þvi að efna til nýrra
kosninga.
Framfaraflokkur Mogens Glistrups (t.v.) olli miklum usla I siðustu kosningum, þegar stjórn Ankers
Jörgensens (t.h.) féll. Menn biða með eftirvæntingu úrslita sveitarstjórnarkosninganna i marz, að sjá
hvert fylgi flokkurinn hlýtur þá.