Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 9. febrúar 1974. 9 STAÐGENGLAR STÓRMEISTAR- ANNA SIGRUÐU í SUNDAY TIMES ítalir voru sigursælir á Sunday Times mót- inu, sem lauk s.l. helgi i London. En það voru ekki þessir venjulegu ítalir, heldur stað- genglar stórmeistar- anna, sem unnu i þetta sinn, eftir að hafa haft forystu i mótinu allan timann. Tuttugu pör frá þrettán lönd- um tóku þátt í mótinu, en röð og stig efstu para var þessi: 1. G. Facchini og S. Zucchelli, ítalía 111,5. 2. A. Priday og C. Rodrigue, England 100. 3. J. Ortiz-Patino og J. Boulenger, Sviss 98. 4. A. Abate og L. Burgay, ítalia 98. 5. P. Chemla og L. Stoppa, Frakkland 94.5. 6. W. Coyle og V. Silverstone, Skotland 93. 7. I. Rose og R. Sheehan, England 91,5. 8. A. Shwartz og M. Stampf, Israel 90. 9. V. Altman og T. Smith, Bandarikin 90. 10. J. Cansino og M. J. Flint, England 87. 11. B. Schapiro og Omar Shariff, England 85.5. Meðalskor var 85.5 stig. Sigurvegararnir spila kerfi, sem kallað er Leghorn Dia- mond, italskt kerfi, sem er nokkuð þekkt. Sjónvarpskvikmynd var gerð af hluta af einni umferðinni, og verður hún sýnd i náinni framtið. Flest pörin réðu ekki við eftir- farandi spil, sem er eins og snið- ið fyrir yfirfærslusagnir. Staðan var a-v á hættu og norður gaf. A A-D-3 .V. <r-8' .♦ K-<;-5-2 * K-l 0-6-4 ♦ 10-8-7-6 V K-5-4-2 9 + D-G-9-2 + G-9-2 V A-10-9-7-6-3 A 10-8-3 + 3 ♦ K-5-4 V D > A-D-7-6-4 + A-8-7-5 Sagnir gengu þannig við eitt borðið: Norður Austur Priday 1 G P 3 * P 4 + P P P Suður Vestur Rodrigue 2 G P :.r l A 4 af hinum 10 borðum varð lokasamningurinn 3 grönd i norður, sem urðu tvo niður eft- ir hið sjálfsagða hjartaútspil. Á þremur borðum var loka- samningurinn sex lauf, sem einnig urðu tvo niður. A hinum þremur borðunum voru spiluð fimm lauf, sex tiglar og fimm tiglar, en siðasti samningurinn var sá eini, sem hægt var að vinna. Með yfirfærslusögnum var serian mjög einföld. Eftir veikt grand norðurs, þá segir suður tvö grönd, sem er yfirfærsla i þrjú lauf. Suður segir siðan þrjú hjörtu, sem sýnir einspil i hjarta og ekki minna en niu spil i lág- litunum. Norður stekkur i fjóra spaða sem sýnir spaðaás, fjðr- litastuðning við báða láglitina og slemmuáhuga. Suður veit, að hjartaásinn vantar og lik- lega eitthvert annað lykilspil og hann er ánægður með að stoppa i fimm tiglum. Sagnhafi verður að gæta sin. eftir að vörnin hefur spilað tvisvar hjarta. Hann trompar seinna hjartað, tekur trompin og þrisvar spaða. Nú er sviðið sett fyrir öryggisspilamennsku i laufinu, sagnhafi spilar laufa- fimmi og lætur fjarkann úr blindum, hvaða spil sem vestur lætur. Spilið er þar með öruggt. Það er athyglisvert, að aldrei er hægt að vinna fimm lauf, jafn- vel þótt maður sjái öll spilin, ef a-v passa að spila alltaf hjarta, þegar þeir geta. HJALTI HELDUR STRIKINU Að fimm umferðum luknum i meistarakeppni Bridgefélags Reykjavikur er staða efstu sveitanna þessi: 1. Sveit Hjalta Eliassonar 94 stig. 2. Sveit Harðar Arnþórssonar 73 stig. 3. Sveit Guðmundar Pétursson- ar 73 stig. 4. Sveit Gylfa Baldurssonar 70 stig. 5. Sveit Axels Magnússonar 65 stig. 6. Sveit Þóris Sigurðssonar 64 stig. 7. SveitBraga Jónssonar 55 stig. 8. Sveit Viðars Jónssonar 46 stig. Sveit Axels á ennþá ólokið leik sinum við sveit Hannesar Jónssonar og hafa sveitir þeirra þvi spilað einum leik færra en hinar. Næsta umferð verour spiluð i Domus Medica n.k. miðviku- dagskvöld kl. 20. LÁTTU GANGA LJÓÐASKRÁ Það var mikið þarfaþing að gefa út Þingvísur, sem Jóhannes úr Kötlum sá um útgáfu á árið 1943. Þar er að finna margar stórgóðar vísur og er helsti Ijóður á bókinni, að þar er ekki getið höfunda einstakra vísna, nema i fáum tilfellum. Ég læt flakka hér nokkrar vísur og byrja á visu, sem ort var á vetrarþinginu 1928. Á þvi þingi var uppi frumvarp til laga um eignar- og notkunarrétt jarðhita. Stelið ekki úr iðrum lands arðinum mikilsverða; eignarheimild andskotans cngir mega skerða. Næst eru tvær visur frá þinginu 1938. Þar hélt Bjarni Bjarnason skólastjóri þvi fram um húsmæðraskólamál, að kenna þyrfti stúlkunum meðferð á ungbörnum, bæði fæddum og ófæddum. Kvennaskólum öllum á eftir kröfu Bjarna, meyjar skulu fræðslu fá um fyrstu myndun barna. Samt var flutningsmaður grunaður um græsku, að þvi er þetta atriði snerti. Skilyrðið þó er hér eitt um þá menntun kvenna: ef að fræðslan verður veitt, vill hann sjálfur kenna. Á þinginu 1939 myndaði Hermann Jónasson hina svokölluðu Þjóðstjórn, og var Sjálfstæðisflokkurinn með þvi stjórn- arsamstarfi. Jónas Jónsson vann vel að þessu samstarfi en hafði verið harðsnúinn andstæðingur sjálfstæðismanna. ihaldinu er sálin seld, — sinnið allt úr skorðum. Jónas migur i þann eld, er liann kveikti forðum. Þá er hér visa, sem ort var 1940, þegar tók að kvisast að Bretar hefðu ef til vill i hyggju að hernema Island. Þjóðin, sem er dauf og dreifð, dugar ei móts við „bitinn”. Okkar .fagra föðurleifð — frelsið — treðst i skitinn. A siðara þinginu 1937 var efnt til þingveislu þann 19. desember. Var þar glatt á hjalla, og tók brátt að fjúka i kviðlingum. Skúli Guðmundsson byrjaði. Okkar þing það ætti að vera i einni heild. Eigum við ekki að „annulera” Efri deild? Árni Jónsson vildi hafa seinni partinn þannig. Nú er bezt að niðurskera Neðri deild. Næst kvað Eirikur Einarsson. Veizla þessi og vinahót verða ei nema prettir: cftir skammvinn skálamót skirpa þeir eins og kettir. Bjarni Ásgeirsson tekur að eggja menn til drykkjunnar. GuIIið tár i glösum skin, glæstur er kappahringur. Blessaður, drekktu brennivin, Bernharð Eyfirðingur. Brátt snerist kveðskapurinn upp i meting milli landsfjórðunga. Gisli Sveinsson reið á vaðið. Sunnlendinga sigur vis sig mun ávallt herða: þeir, sem búa yzt við is, undirlægjur verða. Jón Pálmason svaraði. Brekkur sækja aldrei á, þótt yfirlæti kunni, — Sunnlendingar sveima á sálarflatneskjunni. Skúli Guðmundsson skoraði þá Vest- irðinga á hólm. Betra væri þetta þing og þrasað heldur minna. væri engan Vestfirðing i vorum hópi að finna. Þessu var svarað i sameiningu af Bjarna Ásgeirssyni og Þorsteini Þorsteinssyni. Þegar komið var hér verst véum helgrar glóðar, Vestfirðingar vörðu bezt vigi lands og þjóðar. Jón Baldvinsson tekur enn betur i sama streng. Þegar vorið herti hart að Húnvetningum, vestur á land þeir fóru að föngum i feikna stórum hungurgöngum. Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis kveður næstu visu. Svo munu herma söguspjöld sannleik öllum kunnan: þorskhausar á allri öld ættaðir voru að sunnan. Næst svöruðu þeir Jóni Baldvinssyni, Hermann Jónasson og Jón Pálmason. Satt var það, er sögðuð þér, —sótt var trosið vcstur. En fyrir norðan alltaf er andans kraftur mestur. Hermann Jónasson lætur skammt höggva i milli. Flýja nú i skúmaskot skáld, er mæðin þvingar. Gisli komst i kvæðaþrot, — hvar eru Sunnlendingar? Bjarni Ásgeirsson svaraði snarlega. Norðlingurinn kemst i kút i hverri sveit og veri, — belgir sig þó allan út á andlegu gerpúlveri. Gish Sveinsson launaði liðveizluna ekki betur en svona. Vestfirðinga vantar flest á vizku- og þrautastundum. En Sunnlendingar megna mest á mælsku- og vinafundum. Nú sneri Jón Pálmason sér að sumblinu fyrir alvöru. Eflum skrið og aukum glaum, enginn grandar boði. Ilertu nú á hornastraum, Ilermann Strandagoði. Hermann Jónasson kveður um Sunn- lendinga Sunnlendinga sé ég hóp. sem að illa dugar. — Þegar Drottinn þessa skóp, þá var hann annars hugar. Þetta stóðst Eirikur Einarsson ekki og kvað. Norðlingur með kvæðakjassi kann frá mörgu að segja, en Sunnanmenn á sinum rassi sitja- og kunna að þegja. Næsta visa er eftir ókunnan höfund. Hér er ekki hjólið valt, hér skal enginn sorga: Þetta kostar þingið allt. — við þurfum ekki að borga. Hér hætti ég að rifja upp Þingvisur i bili, en þær eru frá árunum 1872-1942. Vona ég að einhver verði jafnröggsamur og Jóhannes úr Kötlum og haldi áfram þvi verki sem hann hóf, þvi að það er ósköp notalegt til þess að vita, að þingmenn okk- ar geta verið skemmtilegir öðru hvoru. Ef svo illa skyldi vilja til að á þingi sé fátt um hagyrðinga, er aðeins eitt ráð við þvi. Kjósa þá á þing.' Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.