Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 5
MRIÐJUDAGUR 11. janúar 1966 Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjórt: Krlstján Benediktsson Ritst.iórar porannn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson lón Heleason os IndriCi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson \ug lýsiingastj.: Steingrlmur Gjslason Ritst.i skrifstofui kddu húsinu, sfmar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 1 A1 greiffsluslmi 12323 Auglýsingaslmi 19523 4firai sknfstofur sfmi 18300. Ásltriftargjald kr 95.00 á mán innaniands — í lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA n.l Einstakt ráðleysi í hitaveitumálum Það er löngu alkunna, hve hitaveitan í Reykjavík er borgurunum mikil hagsbót og borginni mikill auðui Því mundu fæstir hafa trúað fyrir aldarfjórðungi. þegar séð var og reynt, hve nýting heita vatnsins var borg- inni og íbum hennar hagkvæm, að árið 1965 yrði enn jafnmikill hluti Reykjavíkur hitaveitulaus eins og raun ber nú vitni. Því munu fáir hafa trúað þá, að borgin ætti fyrir höndum svo langt ráðleysis- og óstjórnartíma- bil, að ekki yrðu einu sinni reynt að nýta til fiills þá auðlind, sem við borgarbúum blasti í notkun heita vatns- ins. Borgarstjómaríhaldið hefur að sjálfsögðu fundið að þessi frammistaða var ekki sæmandi og oft og títt lofað bót og betrun og stórframkvæmdum í hitaveitumálum. en við þau heit hefur aldrei verið staðið. Síðast árið 1961 steig íhaldið á stokk og strengdi þess heit með hátíðlegri áætlun, að nú skyldi ófremdarástand inu af létt og árið 1965 skyldi því lokið að leggja hita- veitu í alla Reýkjavík, vestan Elliðaár. En árið 1966 gengur í garð með algerar vanefndir þeirra heita, og enn eru mörg hverfi hitaveitulaus, en hitalindir heima fyrir. þrotnar að mestu. Undirbúning að nýrri tilfærslu heits vatns frá öðrum hitasvæðum átti að vísu að hefja fyrir löngu, því að hann tekur mörg ár og loks á s. 1. ári átti að hafa hraðann á í þeim efnum Þeim undirbúningi er þó mjög skammt á veg komið. oð nú er fyrirsjáanlegt, að vegna þess fyrirhyggjuleysis verður stöðnun á næstu árum í hitaveituaukningu borg arinnar, og jafnvel þau hverfi, sem áttu að vera búin að fá hitaveitu, fá hana ekki öll, en skortur á heitu vatni vofir mjög yfir öllum borgarbúum. Svo óburðug er stjórn íhaldsins á Revkjavík s. 1. aldar fjórðung, að hún hefur ekki einu sinni haft framtak til þess að nýta þau gæði, sem eru borginni hagkvæmarj en allt annað. Fótakefli að stjórnveii Helzta einkenni núverandi íhaldsstjórnar i landinu er það, að hún notar fótakefli sem stjórnvöl efnahagsmála. Hún kemur sínu fram með því að bregða fæti fyrir ann- að. Stjórnsýslan og val verkefna er þannig neikvætt. Að sjálfsögðu eru takmörk fyrir því, hverju lítil þjóð. er á svo margt ógert, getur áorkað. en allt veltur á því, að vinnuorka og vélaorka þjóðarinnar framkvæmdaafi hennar, sé rétt nýtt vi þágu brýnustu verkefna. og að hún láti fjármagn sitt þjóna framkvæmoaaflinu réttilega og auka það til nytjaverka. Gengi þjóðarinnar er mest undir því komið. hversu skynsamleg og jákvæð þessi beiting er að þeim verkefnum. Séu þjóðmálin skoðuð frá þessum siónarhóli nú. sést gerla, hversu sóun framkvæmdaaflsins og dreifing þess til ónytjuverka er mikil og vaxandi hjá bessari stjórn, sem beitir fótakeflinu sem stjórnveli í æ ríkari mæli. svo að öll framkvæmdamál þjóðarinnar eru orðir, að óskapn aði, þar sem ríkisstjórnin beitir veldi sínu fyrst og fremst til þess að bregða fæti fyrir oe draga úr fram- taki manna og þeim framkvæmdum. sem þióðinni eru mikilvægastar, í því skyni að trvggja forganp bess. sem miklu minni þjóðnytjaþýðingu hefur Síðustu fótakefli stjórnarinnar eru ný vaxtahækkun og aukin fjárfrysting Það er hennar eina stýrissveif. TIMINN Jón Skaftason, alþingismaður: ÁÆTLUNARGEfiD i SJAV- AROTVEGIVANTAR Nýllííið ár undirstrikar vel mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúskap íslendinga. Aldrei- hefir það áður gerzt, að heildaraflamagnið kæmist yf- ir 1 milljón smálesta, sem allt er seljanlegt á góðu verði á. er- Iendum mörkuðum og þótt meira væri. Þegar þannig árar er eðlilegt, að margir hugsi sem svo, að allt sé í bezta gengi í þessum at- vinnuvegi og áhyggjur þurfi ekki að hafa af framtíð hans. En er það nú svo? Það er eftirtektarvert við hinn mikla afla síðustu ára, að síldin er stöðugt stærri hluti hans, en hlutur bolfisksins fer minnkandi. Þannig mun sfldar- aflinn vera um % hlutar heild araflans á s. 1. ári og að lang mestu leyti fenginn fyrir Aust- fjörðum. A undanförnum áratugum hafa landsmenn unnið að því a.f miklu kappi að byggja fiskvinnslustöðv ar allt umhverfis landið. Kappið hefir verið svo mikið. að á ýms um sföðum hafa verið reistar margar fiskvinnslustöðvar. svo að , segja hlið við hlið, til þess að annast vinnsíu á hráefni sem ekki hefir verið til skintanna íslenzki veiðiflotinn hefur allt fram á síðustu árin verið byggð ur upp með það. fyrir augum að annast hvorttveggja. síldveiðar á sumrum og haustum, en bolfisk veiðar á vetrarvertíð og þá aðal lega í net og á línu. Effir að hin nýia veiðitækni við síldveiðar var upptekin og hægt var að ná til sfldarinnar, þótt hún kæmi ekki unp á yfirborðið og i'ið verri veðiirskiTvrði en áður hefir síldveiðitímabilið lengst mjög frá þvf. sem áður var Veiði flotinn hefir gefað fylgt göngun um langt á haf út og at.hafns* sig þar í misiöfniim veðrum Þetta hefir krafizt stærri báta og eru nú flestir nýir bátar af stærðinni 250 lestir og þar vfir. TTm bessp bróun er allt gott að segja svo lengi sem hættan á ofveiði er ekki til staðar. En rétt er jafnframt að gefa gau.m að vandamálum, sem verða vegna þessarar þrúunar og vegna eldri fjárfcstingar í þessari atvinnu grein. f fyrsta lagi ber á það að líta að tala starfandi sjómanna hefir ekki vaxið í svipuðum mæli oo veiðiflotinn. brátt fyrÍT marg földun aflans Hún hefir nánast staðið i stað síðustu áratugina. af þeirri ástæðu almennt talað að mörg þægilegri störf i landi eru betur launuð. en siómanns Jón Skaftason, alþingismað'ur starfið. Þeita orsakar svo aftur, að i dag er sjómannastéttin ekki það fjölmenn. að hún geti mannað veiðiflotann allan og sitja stærri og betri skipin fyr ir um mannafla en hin mæta afgangi. Samkvæmt skrá skipaskoðunar stjóra munu um 300 fiskiskip vera til í landinu af stærðinni 45—120 brúttólestir, sem dreifð eru um allt landið. Mörg þeirra eru nýleg skip með góðan út búnað. En staðreyndin er sú, að æ erfiðara gengur að manna þau og er óhætt að fullyrða, að mörg þeirra verða ekki rekin í vetur af þessari ást.æðu. í flota bessum eru mörg hundr uð milliónir króna bundnar og notkunarleysi einhvers hluta hans skaðar þióðarbúið um ó- faldar milljónafúlgur. | En sagan er þar með ekki öll sögð. Hinar dýru fiskvinnslustöðvar hvarvetna um landið. og þá fyrst og fremst frystihúsin, hafa byggt starfsemi sína á vinnslu- bolfisks að langmestu leyti, en einmitt bátar af þessari stærð hafa aflað hans. Stóru og full komnu skipin. seni við erum nú að smíða eru byggð með síld veiðar fyrir augum og bæta því lítið úr hráefnisskorti þeirra. \fleiðingarnar eru fyrir löngu farnar að segja til sin í rekstri bessara húsa, sem mörg hafa aðeins verkefni stuttan tíma á ári hverju. ár hér örugglega að finna eina af ástæðunum fvrir því lága verði bolfisks sem hér er og mikið hefir verið umrætt, því að þar er frumorsökina að finna fyrir lélegri afkomu mik- >ls hluta bátaflotans. Þegar þessar staðreyndir eru virtar með almannahagsmuni í huga gegnir furðu, að fjárfesting in í þessum atvinnugreinum hef ir ekki notið hagræðis af skipu legri áætlun hins opinbera, þar sem meginlínur séu dregnar er tryggi eðlilegt samræmi á milli framkvæmda vegna hráefnisöflun ar annars vegar og afkastagetu fiskvinnslustöðvanna hins veg ar. Þetta tvennt þarf þó af aug- ljósum ástæðum að haldast sæmi lega í hend- Fjölmargir aðilar hafa síðustu áratugina ráðizt í byggingu á dýrum frystihúsum, sem bá skortir nú hráefni til ag starf- rækja af því að nýsmíði báta, sem fyrst og fremst annast bol- fiskveiðar, er um sinn nálega stöðvuð og eldri fiskiskipafloti af þessari gerð fæst ekki rekinn að fullu sökum lélegrar afkomu og vegna þess, að fólk fæst ekki á hann. í þessum efnum er því mikilla breytinga þörf og þótt vissulega sé rétt, að sjávarútvegsmönnum sjálfum standi næst að koma beim á, þá má ekki gleyma því, að raunhæf forysta hins opin bera í þeim. efnum yrði mjög gagnleg. Eg tel t. d., að fyrir forgöngu hins opinbera og í fullu sam- ráði við samtök útvegsmanna, sió manna og fiskverkenda ætti að rannsaka nákvæmlega, hvernig við búum að framleiðslutækjum í sjávarútvegi og hvcrnig megi nýta þau á sem hagkvæmastan hátt. f framtíðinni á svo að fjárfesta i samræmi við markaða megin stefnu af hendi færustu manna og í samræmj við þýð ingu þessarar atvinnugreinar og framkvæmdagetu Iandsmanna á hverjum tíma. Vonandi verður þessi ábend ing ekki til þess, að einhver ,frelsishetjan‘ rísi upp og stimpli hana í ætt við það hugarfar er rak Muller amtmann forðum tilf að húðstrýkja Ilólmfast Guð mundsson, hjáleigumann, fyrir að gera sig sekan um að selja í Keflavík 3 löngur, 10 ýsur og 2 sundmagabönd í lok 17. aldar, í stað þess að láta Hafnarfjarðar verzlunina sitja fyrir kaupunum. ÞRIÐJUDAGSGREININ Fullbright-stofnunin býöur kennarastyrki Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi (Fulbright stofnunin) hef ur óskað eftir umsóknum frá kenn urum til sex mánaða námsdvalar í Bandaríkjunum á námsárinu 1966—67 Styrkir þessir munu næg.ia fyrir ferðakostnaði til Washington og heim aftur. nauðsyniegum ferða kostnaði innan Bandaríkjanna, kennslugjöldum. bókagjöldum og nokkrum dagpeningum. Styrkirnir verða veittir kennur- um til náms í eftirtöldum grein um: barnakennslu kennslu i fram haldsskólum, verklegri kennslu (iðnfræðslu); kennslu i stærð fræði. náttúrufræði eðlisfræði og skyldum greinum: ensku, skólaum sjón og skólastjórn bandarískum þjóðfélagsfræðum og öðrum sér greinum. Umsækjendur verða að vera ís- lenzkir ríkisborgarar skólakennar ar með minnsta kosti þriggja ára reynslu. skólastjórar, starfsmenn Framhald á 6. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.