Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 11
MRIÐJUDAGUR. 11. janúar 1966 TÍMINN 43 lexía fyrir Feisal og myndi kenna honum að fylgja sínum kenningum stríðsrekstur samkvæmt kennslubókum. Lawrence átti stutta ráðstefnu með Feisal og hélt síðan til Tafileh með þrjátíu þúsund punda virði í gulli í hnakk- töskunum. Á bakleiðinni var veðrið verra, ef eitthvað var, hríð og fro'st og nístandi vindur, sem ætlaði að kæfa Lawrence og Ateiba fylgdarmennina. Hann hitti nokkra menn Mauluds, sem höfðust við í hreysum fyrir ofan Aba el Lissan í þeim tilgangi að halda vörð um Hejaz járnbrautina. Þeir höfðu engan eldivið, utan hráblautt lyng og voru klæddir brezkum kaki búningum, helmingur þeirra var nú dauðuí úr kulda bg vosbúð. En þrátt fyrir þetta, héldu þeir varðstöðu sinni og herjuðu á lestir Tyrkja þegar færi gafst. Lawrence var mjög hrifinn af kjarki þeirra og þolgæði. „Við áttum þessum mönnum mikið að Þakka, og Maulud þó meira, því að kjarkur hans og karlmennska hvatti þá til að gera skyldu sína . . .tilfinningin hans var fyrir heiðri og þjóðerni Araba . . . var nógu sterk til þess að herða hann til þess að þola vosbúð og kulda í þrjá mánuði við Maan, og efla kjark og þolgæði fimm hundruð manna sinna, sem lögðu á sig hin verstu ókjör með stöku þolgæði“. Hann var ákveðinn að sýna engu minna úthald og píndi sig kalinn og skjálfandi áfram, ásamt þrælklyfjuðum úlföldum. Það munaði mjóu að hann yrði allur ,í einum fjallalækn- um. Úlfaldi hans varð staður í snjóskafli og það urðu hon- um miklir erfiðleikar, að fá skepnuna til þess að standa upp og halda áfram Loks komust þeir til Tafileh og Lawr ence afhenti Zeid peningana, Arabarnir urðu mjög fegnir, þeir höfðu engin laun fengið í nokkrar vikur og orðið að þola hið mesta harðræði. Lawrence áminnti Zeid um að gæta fengins fjár, borga hermönnunum og geyma afganginn, hann hélt síðan til dvalarstaðar síns og hugðist njóta hvíldarinnar. Þegar hann var að velta út af var hann ávarpaður á ensku. „Munduð þér vilja ábreiðuna mína. Yður virðist vera mjög kalt.“ Sá, sem hér talaði var Kirkbride liðsforingi, þá starfandi í brezku verkfræðingasveitunum, síðar brezkur sendiherra í Jórdan- íu. Hann hafði verið sendur af aðalstöðvunum, til þess að athuga hvort henta myndi, að gera bílveg frá Beersheba yfir fjöllin til Tafileh, sem hann áleit nú illfært. „Ég vænti þess að þér séuð mér samþykkur um þetta, eftir að hafa farið þessa leið sjálfur", sagði hann hlæjandi við Lawren- ce, um leið og hann tók tvö teppi af Aröbunum, sem mót- mæltu ákaflega. „Þér ættuð heldur að ganga í mína þjón- ustu, en að fare fýluferðir fyrir aðalstöðvarnar,“ svaraði Law ence. Kirkbride varð mjög hrifinn af þessu boði, hann var þá um tvítugt, talaði reiprennandi arabísku og var kunn- áttumaður um skemmdarverk og fullur áhuga og bjartsýni. Lawrence sá strax að hér var kominn hinn ágætasti aðstoðar- maður. „Ég mun þá beiðast þess að þér verðið fluttur hingað.“ Þeir tókust í hendur og þar með hófst samvinna, sem stóð allt til þess að Damaskus var tekin. Kirkbride átti eftir að bjarga lífi Lawrence oftar en einu sinni. Daginn eftir hélt Lawrence af stað ásamt Kirkbride og lífverðinum til þess að rannsaka aðstæður við Jórdan. Það var nú tekið að hlána og það virtist ekki alveg útilokað að þeir gætu sameinast her Allenbys í marzmánuði, nú var hálf ur mánuður til stefnu. Ferðin gekk vel. .„Það leit út fyrir að leiðin, sem við hlutum að fara til þess að sameinast brezku hersveitunum væri greiðfær,“ og hann hélt til fundar við Zeid, hress í anda. Þegar hann tók að lýsa væntanlegri herferð fyrir Zeid, greip hann fram í og sagði, að til þessara framkvæmda þyrfti miklu meira fé. „Engan veginn“, svaraði Lawrence, „féð; sem er fyrir hendi, nægir og meir en það.“ Zeid varð órólegur og Lawrence gerðist tortrygginn og gekk á hann til þess að hann segði hvað mikið væri eftir af fé því, sem borist hafði frú Guweira. Zeid varð skömm- ustulegur og undirleitur og sagði: „Því er öllu eytt, ég hef eytt því, bæði til þess að greiða sheiknum í Tafileh skaða- bætur og borgaíþorpsbúunum og Bedúínunum." „En þér vitið, að venjan er áS greiða Bedúínunum þegar þeir eru í leiðangri, en alls ekki þegar þeir sitja i vetrarbúð- um,“ svaraði Lawrence furðulostinn „Hvað um það, ég borgaði þeim,“ svaraði Zeid kuldalega, og var eins og krakki sem veit upp á sig skammastrik. Nú var öll von úti um að Arabar gætu sameinast Allen- C The New Amerlcan Llbrarv UNDIR 5 vissum bara, að framtíðin var okk- ar, okkar beggja saman. Nígel varð að fara til Yellowknife í dag. — Þegar hann kemur aftur. . Myra beit í brauðið, og það brakaði í því undir tönn. — Kemur hann hingað, áður en hann fer til Englands? — Ef hann mögulega getur. — Og ef hann ekki getur það, — hvað þá? — Hvað þá? Já, þá fer ég auð- vitað til Englands. Hvað annað? — Það sem ég vil fá þig til að gefa gaum er það, að þú hefur verið kunnug Nígel í hálfan mán uð, sem meira að segja eru frí- dagar hans. Hann er ókunnugur í Vancouver og borgin hefur nokkurn Ijóma í augum hans. Pínulítil rómantík tilheyrir fríinu. Er það bara svona eða . ..? Vonnie setti bollan svo hastar- lega frá sér, að kaffið skvettist úr honum. — Er það alvara og fyrir lífs- tíð? — Það er þetta sem ég vil vita. — Með öðrum orðum, þú held- ur, að Nigel hafi bara verið að leita að smáævintýri! — Ég er bara að spyrja að FÖLSKU ANNE því, hvort þetta sé augnaboiks- víma eða varanlega ákvörðun. Mér lízt vel á Nigel og held, að hann myndi ekki segja við stúlku, að hann elskaði hana, ef hann meinti það ekki heils hugar. En — hlust- aðu nú á mig, góða, sem er eldri en þú og hef gengið gegnum bitra reynslu. Mér gengur ekkert til annað en það, að ég vil ekki horfa upp á að þú verðir fyrir vonbrigðum. — Það verð ég ekki, sagði Vonnie hæglátlega. Þetta er fyrir lífstíð. — Þá er allt gott og blessað, og ég gleðst þín vegna. En það slétt- ist ekki úr litlu hrukkunni milli augnanna á Myru. Hún áttaði sig og brosti. — Vertu ekki að taka mig of alvarlega. Ég hef lifað hluti, sem gera mig tortryggna, þangað til hringurinn situr fastur á fingrin- um. Og meira að segja þó svo sé . . .það leið skuggi yfir andlit hennar og Vonnie vissi. að hún var að hugsa um Brad. — Bæði áður en sá harmleikur skeði og eftir á, hafði hin fagra og fjöruga Myra afþakkað alls konar boð, allt frá því að fara í helgarferðir á seglbátum eða skemmtisnekkjum til þess að búa FLAGGI MAYBURY í lúxusíbúð sem ástkona auðugs timburkaupmanns. Hún hafði brosað sínu heillandi brosi og svarað öllum á sama hátt. — Svo merkilegt, sem það kann að þykja um svo fallega stúlku, sem ég er, hef ég ekki hugsað mér að lifa með öðrum en þeim sem ég giftist. — Ef þetta er opinber trúlof- un þá verð ég að skrifa Nigel fá- ein orð og óska honum til ham- ingju, sagði hún. — Það kemur ekki í blöðunum, ef það er það, sem þú átt við. Við höfum enga stóra trúlofunar- veizlu, að minnsta kosti ekki núna. _ — Ég vona, að þið hittist aftur áður en hann fer til Englands. — Hann kemur því einhvern veginn í kring. Ef ekki, þá get ég brugðið mér til Montreal og dval- ið þar fáeina daga, áður- en hann leggur af stað. — Hann getur ekki haft annað en gott af að fá vingjarnlega kveðju frá vinStúlku kærustunnar. Ef þú gefur mér heimilisfangið — — Það get ég ekki. Ég hef ekki fengið neitt heimilisfang. , — Myra leit ekkí upp En hún teygði sig eftir sykurkarinu. — Hann ætlar að skrifa mér frá Yellowknife, flýtti Vonnie sér að segja. HanVi fer þangað í bfl með manni frá Toronto. Það líður ekki á löngu, þangað til ég fæ utaná skriftina. — Nei, — nei, sjálfsagt ekki. Nú varð þögn, því að hvorug hafði neitt að segja. Hvert skipti, sem pósturinn kom, horfði Vonnie eftir bréfi. Og á hverjum degi sagði hún við sjálfa sig: Á morgun heyri ég af honum. — Það liðu raunar tvær vikur, og þó að -Vonnie væri það ekki ljúft, hlaut henni að verða hugsað til þess, hvað Myra hafði verið treg til að samgleðjast henni. Vinkona hennar spurði aldrei, hvort nokkuð bréf væri komið. En Vonnie vissi vel, að \fyra hafði aldrei losnað við efann um, að þetta hefði verið annað en stundarhrifning í fríinu. Vonnie hélt dauðahaldi í allar tilgátur, sem hún gat notað sem skýringar á þögn hans. Það nafði viljað til slys, eða hann hafði orð- ið veikur. Hvað sem fyrir kæmi, myndi hann setja sig í samband við hana. Hún reyndi að muna nafnið á fyr- irtækinu, sem hann vann við i lEnglandi. En jafnvel þótt hún hefði dottið niður á það, var hún litlu nær, þvi að ekki gat hún sent þangað fyrirspurn. Það var ekki hægt að eltast við mann yfir hálfan hnöttinn. Eina úrræðið, sem ekki vakti alltof mikla at- hygli, var að hringja til hótelsins, sem hann hafði dvalið á í Van- couver. og spyrja. hvort hann hefði skilið- eftir nokkra utaná- skrift. Henni var sagt, að það hefði hann ekki gert. Þá hringdi _____________________________n hún til hótelsinS, sem hún vissi, að hann hafði gist á í Montreal. Þar vissu þeir heldur ekkert um, hvert hann hafði ætlað. Þeir svör- uðu stutt en þó kurteislega. að það eina, sem þeir gætu sagt, væri það, að þeir ættu ekki von á honum þangað aftur. Laugardagsmorguninn að tveim vikum liðnum, kom pósturinn í seinna lagi. Þær höfðu tekið morg- unkaffið með sér út í garðinn, þegar þær heyrðu fítatakið . . Vonnie flýtti sér að dyrunum. Það lágu þrjú bréf í kassanum. Tvö til Myru og verðlisti frá verzl- un í Montreal til hennar sjálfr- ar. Henni var að venju þungt um hjartaræturnar, þegar hún kom út í garðinn með bréfin. Myra leit á bréfið, sem Vonnie hélt á í hendinni. Og verðlisti til þín. Eft ir öll inkaupin í Montreal verður þú sjálfsagt botnbarderuð með verð listum og auglýsingum um allt, sem nöfnum tjáir að nefna, frá Parísarhöttum til þvottavéla. Hún lét dæluna ganga, til þess að ekk- ert skyldi bera á því, að hún skildi vonbrigði Vonnie. Hún reif kæru leysislega upp stærra umslagið. — Og það lítur út fyrir, að það sé eins með mig! Hún veifaði verð lista, með mynd af konu í hvít- um loðfeldi. — Nákvæmlega það, sem mig dreymir um Hún hló ÚTVARPIÐ í dag Þriðjudagur 11. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp 13.00. Við vinnuna 14.40 Við. sem heima sitjum Stella I Þorkallsson talar um I húðina og starfsemi henðar. 15.00 Mið degisútvarp. 16.00 Síðdegisútvarp 17.20 Framburðarkennsla i dönsku og ensku. 17.40 Píanólög 18.00 Tónlistartími barnanna Gruðrún Sveinsdóttir stjórnar tímanum 18.20 Veðurfregnir 19. 10 Fréttir. 20.00 Gestur í útvarps sal: Mari Isene frá Noregi syngur Við pianóið: Árni Kristjánsson. 20.20 Hinn eini og hinir mörgu H-endrik Ottósson fréttamaður flytur annað erindi sitt. 20.45 ,,Bergmálið“, divertimento i Bs- dús eftir Haydn. 21,00 Þriðjudags leikritið: „Hæstráðandi til sjós og lands" Leikstjóri FIosi Ólafs son. 22.00 Fréttir og veðurfregn ir. 22.15 Átta ár í Hvíta húsinu Sig. Guðmundsson skrifstofustj. flytur kafla úr minningum Tru- mans fyrrv. Bandaríkjaforseta (7) 22.35 „Maritza greifafrú": Lög ír óperettunni eftir Emmerich Kálmán. 23.00 Á hljóðbergi Björn Th. Björnsson listfræðingur vel ur efnið og kynnir. 23.45. Dag- skrárlok. Miðvikudagur 12. janúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Við vinnuna. 14.40 Við sem ►'e.mo sitjum 15.0 Mið degisútvarp 16.00 Síðdegis- útvarp 17.20 Framburðarkennsla f esperanto og spænsku. 17,40 Gítarlög. 18.00 Útvarpssaga barn anna: „Á krossgötum“ Guðjón Ingi Sigurðsson les 18.20 Veður fregnir. 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir 20.00 Daglegt má) Arni Böðvarsson flytur þáttinn 20.05 Efst á baugi Björn Jóhannsson og Björgvin Guðmundsson tala um erlend málefni 20.35 Dulspeki daglegs lffs. Grétar Fells rith. flytur erindi. 21.00 Lög unga fólksins. Bergur Guðnas, kynnir 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22. 15 „Einmanaleik", smásaga eftir Örn H. Bjarnason Jóhanna Bene diktsdóttir les. 22.35 Úr tón- leikasal: 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.