Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 8
__________________TÍIVS8MN Sjðtygyr í dag: fyrrv. alþingismaður í Norðurhjáleigu Álftaver, eða Verið, eins og við ■ Skaftfellingar nefnum það í dag- legu tali, er langsamlega minnsta sveit Vestur-Skaftafellssýslu. Er það sléttlent og því opið fyrir, vatni og ,vindi. Auk þess er Álfta-: verið umlukt á alla vegu ótrygg-: um nágrönnum. Á ég þar við Mýr-1 dalssand að vestan og sunnan, Kúðafljót að austan, og svo Kötlu skammt frá í norðri. Allt eru þetta herskáir nágrannar, en Katla þó umsvifamest, þegar hún lætur á sér kræla. Þrátt fyrir harða lífsbaráttu þeirra, er Verið hafa byggt und anfarið, hefur þessi fámenna sveit átt ótrúlega mikið mannval að líkamlegri og andlegri atgervi. Fé- lagshyggja og félagsskapur hefur lengi þar verið snar þáttur í lífi fólksins og eflt það að þroska og manndáð. T. d. mun þar enn lifa Góðtemplarastúka, sem eflaust má telja einsdæmi í sveit hér á landi, aðeins með 11 búendum. Þegar Katla gaus síðast, haustið 1918, voru Álftveringar að reka afréttarsafn sitt heim til réttar. Kr þeir voru staddir nokkuð fyr- ir ofan byggðina, verða þeir varir við hlaupið, sem þá er þegar kom- ið ískyggilega nærri þeim. Var þá aðeins ekki nema um eitt að gera, sleppa safninu lausu og ríða sem mest mátti upp á líf eða dauða undan hlaupinu, ef takast mætti að ná til hrauntangans alllangt neðar og austar. Og þetta tókst þeim, þó hurð skylli nærri hæl- um. En þaðan var þeim lokuð leið heim til sín, þar sem hlaupið var! þá komið í ána Skálm, sem á milli var. Urðu þeir ,því að hírast þarna um dimma og kalda haust- nóttina, án þess að vita hvernig Þrjú stórmál bíða afgreiðslu Al- þingis, er Þingmenn slæðast í salina að nýju í febrúar — og þó vitanlega fleiri en þrjú, þótt hér verði ekki minnst á fleiri; en þessi tel ég svo mikilsverð, svo afdrifaríkt hvemíg afgreidd verða, að þjóðarheill geti á oltið. Og um þau munu mjög skiptast skoðanir, og af ákafa. Við slíkar aðstæður í þingsölum reynir á manndóm hinna kjörnu fulltrúa Þjóðarinnar. Þá er það annaðhvort vesal- mennska eða svik við land og þjóð að beygja sig fyrir flokksfor ustu og greiða atkvæði gegn betri vitund, hvar í flokki, sem staðið er. En nú er afgreiðsla mála á Alþingi oft slík, að einu má gilda, hvort um fjalla fjórir leið togar eða fjórír stórir flokkar, fjórir menn eða sextíu! Flokks einræði er vafasamt, svo sem eins manns alræði, stlgsmunur aðeins, og undir hælinn lagt, hvort betra reyníst. En eins og nú er statt í Alþingi íslendinga, að öll völd eru í höndum tveggja flokka, með mjög vafasaman meirihluta kjós- enda að baki sér (í mörgum mál um), vafasaman meiríhluta vegna þess, að svo margt er gjörbreytt, m. a. eigin viðhorf þingmanna, síð an þeir tóku við umboði af kjós endum, Þá er næsta hæpið að ætla að þar sé jafnan úr vanda ráðið i samræmi við vilja þjóðarinnar. Og vandamönnum þeirra og vinum heima reiddi af í hlapinu. Einn af þessum smalamönnum var Jón Gíslason í Norður-hjá- leigu, sem í dag verður sjötugur. Hann er fæddur í Norðurhjáleigu 11. janúar 1896. Foreldrar hans voru hjónin Þóra Brynjólfs- dóttir og Gísli Magnússon hreppp- stjóri. Voru þau hjón víðkunn að mannkostum og mikilli gestrisni, hverníg má það vera, að svo oft sem raun virðist bei-a vitni, sjái hver maður stjórnar megin allt rétt og velji hið bezta, en allir utan stjórnarflokka vinni sem einn maður fyrir hið ranga og illa, — eða þá Öfugt! — Frá Bret um, o. v. að, má heyra að þing menn þora að hafa aðra skoðun en flokksforustan, stjómarliðar leyfa sér þar að tala og vinna gegn frumvarpi eða stefnu stjóm arinnar o. s. frv. En hér? Jú, Það kemur víst fyrír — í smámunum. En hvernig verður það í: 1. Stóriðjumálinu. Alúmínver við Faxaflóa. Áður en samningur við erlendan auðhring vei’ður sam þykktur og undirrítaður verður að vera ljóst, hvaðan allt það vinnuafl á að fást, sem til slíkrar risaframkvæmdar þarf. Eins og nú er, vantar fólk til allra okkar höfuðatvinnuvega: landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar. En með þeím öllum bíða möguleikar til aukins iðnaðar og endurbóta, jafn vel til margföldunar á verðmæti og stóraukinna gjaldeyristekna. Frá engum þeirra má draga vinnu afl. Og frá verzlunarstörfum, banka-ísetu eða öðrum ,,fínum“ þjónustustörfum hverfur fólk ógjarnan tíl erfiðis- eða verk smiðjustarfa. Nú, Þá er bara (!!) að sækja til annarra þjóða bæði vinnuaflið og auðinn til uppbygg þá í þjóðbraut. Gísli hreppstjóri var prýðilega vel gefinn og at orkumaður, einn af hinum svo- kölluðu aldamótamönnunj, sem lögðu steina í grunninn að fram- förum og hagsæld Þjóðarinnar á tveimur fyrstu tugum aldarínnar. Um þátt Gísla Magnússonar i sam- vinnumálum héraðsins, segir má- ske bezt sína sögu, að þegar Kaup félag Skaftfellinga var stofnað ár- ingar og reksturs! En mun þá ekkí einnig mesti ágóðinn hverfa út úr landinu? Og hvað myndi fylgja því til Reykjavíkur og ná grennis að fá á næstu þúfu ca. 2 þús. útlendinga (og hvaðan yrði liðið, þótt ekki sé nú þar allt ör girða það af eins og Keflavíkur liðið, þótt ekk sé nú Þar allt ör- uggt heldur. — Svo er og það, að staðsetning versins myndí enn hjálpa til að sporðreisa landið — — hvolfa þjóðarskútunni! 2. Frá vinstri til hægri. Um það skal nú ákvörðun tekin hvort íslendingar skuli hverfa til hægri handar umferðar. Sumir telja að við verðum í því efní að fara að dæmi Svía, — og breyta um, með öllum þeim tilkostnaði mannfóm um og fyrirhöfn, sem því hlýtur að fylgja, og Þrátt fyrir fátækt okkar og vanmátt að byggja upp hið nauðsynlega tíl líknar vanheilum, hjálpar þeim hrasandi menntunar í dreifbýlinu m. m. En hinir munu þó fleiri, sem tíja sérstöðu okkar eyjarskeggja svo einstæða, að við eins oð t. d. Bretar. Japanir o. fl., egum byggja á henni, þurfum ekki „hina leiðina“ í því efni heldur! Eg hefi spurt um skoðun margra bíleigenda á Akureyri og j það er hrein undantekning að heyra nokkurn mæla með breyt- ingunni Hér voru fyrir nokkru mættir á samkomu fjórir forustu ið 1906, var stofnfundur þess hald inn á heimili hans í Norður-hjá- leigu. Jón Gíslason ólst upp í for- eldrahúsum. Fór hann snemma að hjálpa til við bústörfin, enda fljótt efnilegur til lífs og sálar. Til náms var Jón í Unglingaskólanum í Vík veturna 1911—1913. Var sá, er þessar línur ritar, með honum þar fyrri veturinn og gat því ekki fram hjá mér farið að veita at- hygli hans traustu námsgáfum og öðrum kostum, sem ungmenni má einna bezt prýða. Jón tók við búi af föður sín um 1919 og bjó þar óslitið til ársins 1962, að Júlíus sonur hans tók við búinu. Þrátt fyrír að mörgu leyti erfiðar aðstæður, og þröngan fjárhag framan af, rak hann fljótt búskapinn af dugnaði og myndarskap, jók með ræktun heyfenginn hröðum skrefum og byggði fénaðarhús og heyhlöður. Hins vegar bjó hann alltaf í timb- urhúsi því, sem faðir hans byggði á sinni tíð, og þótti þá með mynd- arlegasta íbúðarhúsakosti sýslunn- ar. Nú er Júlíus sonur Jóns með nýtt íbúðarhús í smíðum. Ekki leið Jangur tími frá því að Jón Gíslason var orðinn full- þroska maður, þar til hann þótti sjálfkjörinn forustumaður um mál efni sveitar sinnar og héraðs, og eftir því sem lengra leið á ævina hlóðust einnig á hann trúnaðar- störf utanhéraðs: Hreppstjóri Álftavershrepps hef ur hann verið frá 1947, hrepps- nefndaroddviti 1928—38, og frá 1944 og alla tíð síðan átt sæti í skólanefnd, bygginganefnd o. fl. í Sauðfjársjúkdómanefnd frá 1950 búnaðarþingsfulltrúi frá 1954, að- alendurskoðandi Kaupfélags Skaft fellinga frá 1933 og Sláturfélags Suðurlands frá 1950, kjötvigtar- maður hjá Sláturfélagi Suðurlands í Vík allmörg undanfarin haust, deildarstjóri Kaupfélags Skaftfell- inga frá 1940, vitavörður Alviðru hamravitans frá 1930 og alþingis maður Vestur-Skaftfellinga 1947 —1953. Framtalin trúnaðarstörf, sem Jóni hafa verið falin, tala sínu máli um traust það, sem til hans menn í umferða- og tryggingamál um að sunnan. Svo virtist, sem að eins einn af þeim fjórum, vildi mæla með því, að snúið yrði frá vínstri til hægri. Myndi ekki svo í fleiri hópum víðast um landið, ef reynt yrði? 3. Ölfrumvarpið. Sá draugur hef ur ekki verið kveðinn niður enn, svo að kyrr liggi. En Þeir, sem vildu hlutlaust kynna sér reynslu grannþjóða okkar, sem leyft hafa bruggun og neyzlu sterkara öls, myndu sjá. að áfengisneyzla vex, við greiðari aðgang að áfengu öli, fleiri verða við stýri undir áhrif um áfengis. fleíri slys og dauðsföll mera tjón. Þá myndu þeir — sem fleiri — spyrja: Þurfum við. þolum við, meíra af þessu? í öllum þessum málum á þjóð arvilji að ráða. Gætu ekki þing- menn leitað álits kjósenda sinna á fundum í kjördæminu áður en Þing kemur saman? Sterk áróðurs öfl, einstakir fjáraflamenn eða samtakahópar (stjórnmálalegir eða aðrír) eiga þar ekki að hafa úr slitaaðstöðu. Og loks reynir á manndóm og drengskap í sölum Alþingis sjálfs. 27. des. 1965. Jónas Jónsson frá Brekknakoti. ÞIRIÐJUDAGUR 11. janúar 1966 er borið, bæði innanhéraðs og nt- an. Ekki er því þó til að dreifa að hann hafi sjálfur sótzt eför slíkum mannvirðingum. Man ég vel svo langt, að ekki gekk þratrta laust að fá hann til að fara í framboð við alþingiskosningarnar 1947. Á Alþingi naut hann trausts og virðingar, ekki einungis sam- flokksmanna sinna, heldur einnig margra þingmanna úr hinum stjórnmálaflokkunum. Á Alþingi var hann ötull baráttumaður fyr- ir hagsmuna- og menningamrál- um okkar Vestur-SkaftfeHinga og óhætt að fullyrða, að með honum var okkar sæti þar vel skipað. Giftur er Jón, Þórunni Pálsdótt ur frá Jórvíkurhryggjum í Álfta- veri, hinni ágætustu myndar- og dugnaðarkonu. Hefur hún verið traust og örugg stoð hans á lífs leiðinni, og orðið að vera yfir lengri og skemmri bæði húsbónd- inn og húsmóðirin, þegar hann var að heiman vegna hinna ýmsu trúnaðarstarfa útí frá, sem áður eru hér að framan að nokkru tal- in. Má geta nærri, að undir þeim kringumstæðum hefur vinnudagur hennar verið bæði langur og eril- samur. Oft bar þar líka gesti að garði, því margir áttu erindi við Norðurhjáleigubóndann. Kom þá vitanlega í hlut húsmóðurinnar að sjá gestunum fyrir beina, sem held ur ekki stóð á frá hennar hendi, bæði af rausn og myndarskap. Þau Norðurhjáleiguhjón eignuð ust 13 börn. Eru 12 þeirra á lífi og öll uppkomin. í réttri aldurs- röð þessi: Þórhildur, búsett í Reykjavík, gift Kjartani Sveinssyni síma- vinnustjóra. Júlíus bóndi í Norðurhjáleigu, giftur Arndísi Salvarsdóttur ljós- móður. Framhald á 6. síðu. ÞULA Geturðu ekki sofið, glókollur minn. Vaki ég hjá þér vínurinn. Ekki þreyta áhyggjur unga hjartað þitt láttu nú svæfa þig ljóðið mitt. Vefji Þig draumar í dularhjúp sinn. Leiði þig í hamíngju — höllina inn. Veiti þér allt sem er, göfugt og gott, gæfudísir sýni þér vináttu vott. Hvísli þér í eyra með ástúðárhreím, endast mun þér hlýjan frá orðunum þeim. Vaknar þú stúfur, með bros á brá bezt er Þegar mamma situr þér hjá. Bezt er þegar mamma gefur koss á kinn hún er þér allur heimurinn- Brátt munu líða bemskunnar ár. þroskast þú vjnur og þerrar annars tár. Einn úr sæti víkur annar tekur við, skammdegi og vorgeíslar skipta um svið. Ef þú hendi réttir einum í nauð, verður ekki æfin viðburða snauð. Þegar aðrir deila leggðu lófa á milli, láttu jafna sakir hugar Þíns snilli. Gleymdu því ekki að heimurinn er hrjúfur, Heyrir þú ljóð mitt. litli stúfur. Hver er vilji þjóðarinnar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.