Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 6
inn víggirðing stenzt þær. Þeg- ar slíkar tilfinningar grípa um sig meðal hluta einnar þjóðar, magnast upp kraftur. sem ekk- ert stenzt. Slíkt gerðist, þegar frönsku byltingarmennirnir áttu í höggi við stórveldi Ev- rópu. Höfundur heldur því fram að maðurinn sé ekki aðeins efnahagsleg vera, gjörðir hans stjórnist einnig af öðrum hvöt- um, og er bókin rituð á þeim forsendum. Hann viðurkennir áhrif efnahagsmála á gang bylt ingarinnar, en vill halda þvi fram að hugsjónaleg pólitík hafi mótað gjörðir byltinga- manna meir en hrein efnahags- leg nauðsyn vissra stétta. Hér á landi orkaði þessi bylt íng nokkuð á hugi manna Magnús Stephensen konferen« ráð hreifst í fyrstu af hugsjo.. eldmóði byltingarmanna, hann talar um „að lúðrandi kóngar nú lerkaðir dratta og læra af Frönkunum manneskjurétt “ Svo varð víðar, að byltingunni var tekið feginsamlega, en þeg ar á leið breyttust viðhorf manna sökurn þeirra aðferða. sem byltingarmenn beittu gegn andstæðingum sínum. Áróður inn var mikill varðandi þessa atburði og hagsmunir margvís legir mótuðu skoðanir manna, þegar togstreytan hefst milli Frakka og margra ríkja Ev- rópu. Fjöldi rita hefur verið settur saman um þessa atburði, hver kynslóð sér þá í nýju ijósi og mun sjá þá. Höfundur birtir ágæta bókaskrá helztu rita um tímabilið, auk þess eru athugagreinar neðanmáls og registur. Margar ágætar sam- tímamyndir fylgja bókinni, auk uppdrátta. Þetta er hið gagn- legasta rit. The French Revólution. Höf- undur M.J. Sydenham. Útgáfa: B.T. Batsford 1965. Verð:35. 6______________________________ GARÐYRKJUNÁM Framhaid af 9 siðu til þess, að vart myndi þörf fyrir ir fleiri sérskóla á þessu sviði í bráð. Sú stefnuskrá, sem þannig virtist mörkuð, stóð ekki lengi. Brátt tók að örla á hneigð i átt mikillar sérhæfingar á rekstri kennslustöðvar skólans, sem jafnt og þétt hafði vaxið að húsakost- um til ylræktunar. Eftir því sem árin liðu varð stefna þessi sífellt meira áberandi, unz hún að lok- um bar ofurliði flesta aðra þætti, sem vísir hafði verið lagður að, fyrstu ’árin. Þar með voru úr sög- unni þeir möguleikar, sem mótað- ir höfðu verið með tilliti til verk- legrar kejinslu á ýmsum sviðum þeirrar fjölþættu greinar, sem garðyrkjan er. í dag er staða skólans í þessu tilliti sem hér segir: a) Ræktun matjurta í görðum hefur verið lögð niður með öllu. b) Ræktun matjurta í vermi- og sólreitum hefur hlotið sömu örlög. c) Ræktun afskorinna blóma í gróðurhúsum, sem á tímabili mátti heita nokkuð umfangsmikil, hef- ur verið lögð niður, og kennslu- safn pottaplantna, sem komið var upp til fræðslu um ræktun stofu- blóma, er ekki lengur til. d) Trjáræktisú ásamt safni af öðrum garðagróðri, sem mun jafn framt hafa átt að vera uppistað an í grasasafni skólans, hefur að mestu fallið í gleymsku og lent í vanhirðu. En það gefur auga leið að gott safn lifandi garða- gróðurs er mikilsvert og nauðsyn- legt kennslutæki fyrir hvern þann nemanda, sem hefur auga- stað á að tileinka sér í skrúð- garðaræktun eða uppeldi trjá- plantna. e) Eftir stendur aðeins ylrækt- un grænmetis og ávaxta i gróður- húsum, en þar munu helztu te- undir vera: Tómatar, steinselja, gulrætur, blaðlaukur, salat, selju- rót og grænkál. Allir hljóta að geta séð, að þessi stórfellda breyting, sem hér hefur verið drepið á, gerði ekki aðeins það að rýra verulega gildi Garðyrkjuskólans sem kennslu stofnun á vettvangi alhliða verk- náms, heldur varð hún einnig til mikils hnekkis fyrir framvindu þeirra greina, sem hún bitnaði á. Ég tel ástæðulaust að kryfja til mergjar, þær beinu afleiðingar, sem samdráttur þessi leiddi af sér FYRIR HEMILI 00 SKRIFSTOFUR DE LUXE 9=? ■ frAbær gæði ■ ■ FRlTT STANDANDI ■ ■ STÆRÐ: 90X160 SM ■ ■ VIÐUR: TEAK ■ ■ FOLÍOSKÚFFA ■ ■ ÚTDRAGSPLATA MEÐ ■ GLERI A ■ SKÚFFUR ÚR EIK ■ HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARFIOLTI 2 - SÍMI 11910 fyrir nemendur skólans, þvi í sjálfu sér ættu að vera flestum ljósar. En það sem hér hefur ver- ið greint frá, er i sjálfu sér nægi- leg rök fyrir því. sem haldið er fram, að Garðyrkjuskólinn á Reykjum sé eins og komið er sér- hæfur gróðurhúsaskóli, og stuðli þvi lítið að útbreiðslu annarra faggreina garðyrkjunnar, sem einnig mun þurfa að efla. En sumar þeirra eru beinlínis undir- staðan fyrir grósku í almennings barðyrkju landsins. Nú er staða mála þannig, að við Garðyrkjuskólann á Reykjum fer fram algjör endurnýjun og jafn- framt stækkun á kennsluhúsnæði og vistarverum nemenda. Fram til þessa hefur skólinn getað tek- ið á móti 15—20 nemendum, en eftir að nýbyggingum er lokið, mun verða pláss fyrir tæplega 50 nemendur. Má telja öruggt, að sú tala nemenda muni fullnægja þörfinni um garðyrkjufræðinga fyrst um sinn, ef skólinn væri fullsetinn, og jafnvel þótt gert væri ráð fyrir því, að 15—20% útskrifaðra garðyrkjufræðinga hyrfu yfir í önnur störf að af- loknu námi. Hvort lögð muni meiri áherzla á hinar ýmsu van ræktu sérnámsgreinar við Garð- yrkjuskólann en hingað til hefur verið gert, þegar lokið verður við uppbyggingu þar, er erfitt að átta sig á, og skal engu spáð um hér. Hins vegar hljóta óskir Norðlend- inga að verða að skoðast, og jafn- vel að dæmast, að verulegu leyti eftir því, hvaða stefnu ráðuneyti Reykjaskóla mun halda í þessum efnum. Verður haldið áfram á i sömu braut, eða gerð stefnubreyt-1 ing? Síðan Garðyrkjuskólinn á Reykj um tók til starfa, hefur orðið all- veruleg sérhæfing innan hérlendr ar garðyrkjustéttar. Nú stundar viss hópur manna eingöngu rækt- un blóma í gróðurhúsum, aðrir fást eingöngu við ylræktun mat- jurta og ávaxta, og sumir stunda aðeins ræktun matjurta i reitum og görðum. Mjög stór hópur manna leggur einungis hönd á skrúðgarðyrkju og aðrir fást að- eins við uppeldi á gróðri fyrir srkúðgarða. Þessi sérhæfing hefur þróazt það ört upp á síðkastið, að nauðsyn ber til að taka tillit til hennar, og leggja áherzlu á hana framvegis við kennslu í garð yrkju. Eins og málum er háttað nú verður þessu þó aðeins komið við, með þvl að framkvæma um fangsmiklar aðgerðir á Reykjum. Jafnframt þarf að fjölga allveru- lega föstu starfsliði við skólann, sem telur nú aðeins tvo menn. Þarf því að veita skólanum meira fjármagn í hendur, en gert hefur verið til þessa, þannig að unnt verði að koma þeim breytingum við innan tíðar. Spurningin er því, hvort ekki yrði alveg eins hagkvæmt, er til lengdar lætur, að stofna til ann- ars garðyrkjuskóla, er geti tekið að sér hluta af þeim verkefnum, sem núverandi skóla var ætjað. Að vísu er nokkurn veginn gef- ið, að þessi leið leiddi af sér meiri kostnað í byrjun heldur en yrði, ef stefnt væri á ný til fjöl- þættari námstilhögunar á Reykj- um. Þó er ekki með öllu víst, að aukinn kostnaður yrði svo mik- ill, ef sá möguleiki væri fyrir hendi að draga úr byggingfram- kvæmdum á Reykjum, þannig að þar yrði t.d. pláss fyrir 25 nem- endur i stað þeirra ca. 50, sem nú er gert ráð fyrir. Væri þá hugs- anlegt að nota það fjármagn, sem við getum sagt að í þessu tilfelli sparaðist, til þess að reisa nýjan skóla, sem yrði þá t.d. staðsettur i gróðrarstöðinni á Akureyri. Er ekki að efa að sá staður yrði að mörgu leyti ákjósanlegur fyrir fræðslustofnun, sem tæki t.d. að sér að annast kennslu á matjurta og berjaræktun, uppeldi á garða- gróðri, skrúðgarðaræktun, og jafn ______TÍMINN_______________ vel í öðrum greinum, er að al- menningsgarðyrkju snúa. Sá mögu leiki væri ennfremur fyrir hendi að færa skógræktarkennslu inn á stefnuskrá þessa skóla Rétt verkaskipting á milli tveggja garðyrkjuskóla væri að mínum dómi að ýmsu leyti lík- legri til farsæls árangurs fyrir garðyrkjumál landsins í heild, og ekki hvað sízt fyrir þau ungmenni, er hafa hug á að nema garðyrkju og óska að sérhæfa sig á ákveðnu verksviði hennar. .Þegar aðeins einum skóla er ætlað að annast slíkt margþætt hlutverk, getur far ið svo að þungamiðjan raskist að hún falli t.d. einu verkefni frekar í vil en öðrum, eins og gerzt hefur við Garðyrkjuskólann á Reykjum. Þáttur garðyrkjunnar í íslenzku atvinnulífi og lífi hinna einstöku þegna er að vísu ekki stór miðað við hvað hann er hjá flestum menn ingarþjóðum, en hann mun vaxa og eflast ef vel er að honum bú- ið. Undirstaða þess er góð skól- un þeirra, sem vilja helga sér þessi störf. Fram úr þessu mál- efni þarf því skjótlega að ráða, ef vilji er fyrir hendi, þvi aðkallandi þörf er fyrir stóraukin og bætt skiiyrði tii menntunar á þessu sviði. FRANSKA .... Framhald af 9 síðu og þegar þjóðstjórarnir reynast slakir landstjórnarmenn er komið á „stekari stjórn“ Napó leons. Þjóðernisvakningin sem fylgdi baráttu byltingarmanna gegn fjandmönnum Frakka á byltingarárunum kviknar víð- ar og átti eftir að verða það afl, sem mótar mjög evrópska sögu á 19. og 20. i>ld. og mótar nú sögu flestrá þjóðar ver’ald- arinnar. Þjóðerniskenndin í því formi, sem hún birtist nú á dögum var ekki til áður fyrr. Hún varð aflvaki til mikilla dáða og menningarafreka en síðar einnig til hins mesta ó- farnaðar í höndum siðblindra ævintýramanna. Hún hefur tívö andlit og er auðbeitt til að vekja með mönnum og þjóð um tilfinningar, sem bæði geta sprottið af jákvæðri og nei- kvæðri afstöðu og hvötum. Þessi kennd er. arfur frönsku byltingarinnar ásamt hugsjón- inni um bor’garalegt lýðræði og jafnrétti til gæða, og áhrifa á stjórn þjóðfélagsins. Byltingar- mönnum mistókst að fram- kvæma lýðræðið og mörgum hefur tekizt það bögsulega síð- an. Nútímasaga Evrópu hefst á þessum minnisverðu árum þeg- ar vonin um „frelsi, jafnrétti og bræðralag" allra þegnanna kveikti þann eldmóð með snauðum og auðugum að vold- ugustu herir Evrópu gátu ekki staðizt frönsku byltingarherj- unum snúning. Eitt ber að athuga, að lengst- um voru byltingarmenn minni hluti frönsku þjóðarinnar og þegar mest hætta stafaði að Frakklandj var það aðeins að þakka harðýðgi þeirra og ódrep andi seiglu að uppgjöf varð forðað. Vaktarbroddur nýrra tíma hlýtur alltaf að telja minnihluta hvers þjóðfélags, vaninn ræður lífi flestra og það þarf oft kjark til þess að brjóta þá oft andlegu kalkveggi. Hugsjónir eru alltaf hættuleg ar, í þeim kemur fram afdrátt- arleysi trúarinnar, öryggi og fullvissa, þær leiða manninn fram á við og geta einnig koðn að niður í stokkfreðinn dogma og í nafni þeirra unnin ágæt verk og einnig hin ógeðsleg- ustu níðungsverk. Þær búa yf ír sprengiefni sem getur sundr að styrkustu byggingum og eng SJÖTUGUR Framhald af 8. síðu. Gísli afgreiðslumaður, búsettur í Reykjavík, giftur Svövu JÓhann esdóttur. Pálína, búsett í Vestmannaeyj- um, gift Ragnari Bjarnasyni vél- stjóra. Böðvar, ógiftur, vinnur að bú- skapnum hjá Júlíusi bróður sín um. Sigurður bóndi í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, giftur Steinunni Sveinsdóttur. Guðlaugur bóndi í Sumarliðabæ í Rangárvallasýslu, ógiftur. Jón, járnsmiður, búsettur í Reykjavík, giftur Guðrúnu Jóns- dóttur. Fanney, búsett á Selfossi, gift Hergeiri Kristgeirssyni lögreglu- þjóni. Sigrún, búsett í Vík í Mýrdal, gift Stefáni Á. Þórðarsyni skrif- stofustjóra hjá Kaupfélagi Skaft- fellinga. Sigþór bílstjóri, búsettur á Sel- fossi, giftur Gerði Óskarsdóttur. Jónas bóndi að Kálfholti í Ása- hreppi ír Ragnárvallasýslu, giftur Sigrúnu ísleifsdóttur. Munu nú barnabörn þeirra hjóna vera orðin milli 40 og 50 og barnabarnabarníð eitt. Öll eru Norðurhjáleigusystkin- in, eins og þau voru oft nefnd í daglegu tali hér um slóðir þegar þau voru i foreldrahúsum, vel gef- in og orðlögð að dugnaði til vinnu. Hafa þau Norðurhjáleigu- hjón með þessum mannvænlega barnahópi sínum skilað landi og þjóð miklu dagsverki, já, þeim bezta arfi sem þjóðin þarf svo mjög a að halda. Jón Gíslason hefur fastmótaða skapgerð, dula og svo vel tamda, að ekki man ég til þess að hafa séð hann skipta verulega skapi, framkoman einkar prúð og lætur ÞIRIÐJUDAGUR 11. janúar 1966 lítið yfir sér. Heldur hann þó fast á sínu, þegar þvi er að skipta. í vinahóp er hann glaður og skemmtilegur félagi Naumast fer það fram hjá neinum, sem sér Jón, að þar sjái hann karlmenni að þreki og burðum, svo greini lega ber hann það með sér, enda oft þurft á þeim kostum að halda, sérstaklega fyrri búskaparárin. Oft lágu leiðir hans þá yfir Mýr- dalssand með flutning á hestvögn- um í vondum veðrum og illfær- um óbrúuðum vötnum. Ekki var heldur ósjaldan glímt við Kúða- fljót. og teflt þax. stundum djarft, en sigurlaunin líka oft stórir sjo- birtingar og stundum margir. — Góð björg í búið. sem kom sér vel í mannmargt heimili. Var Jón af kunnugum talinn afburða sling- ur vatna- og veiðimaður. Jón ber aldurinn vel, þó hárið sé farið að þynnast og orðið grátt. Tekur hann enn til hendi við bú- skapinn milli þess er hann gegnir opinberum trúnaðarstöfum fyrir sveit sína, sýslu og utanhéraðs. Þegar mér nú verður litið yfir farinn veg Jóns Gíslanonar, finnst mér, að á þeim vegi hafi borið mest á hjá honum bóndanum og samvinnumanninum, þó margt fleira hafi líka verið þar á ferð. En víst er það. að íslenzkir bænd- ur og samvinnumenn eiga honum mikið að þakka, enda efast ég ekki um að þeir minnast þess nú með þakklæti og hlýjum huga til hans. Ég þakka þei. Jón Gíslason, fyr ir okkar löngu kynni, vináttu og samstarf, og færi þér, Þórunni konu þinni og ástvinum ykkar, mínar beztu árnaðaróskir á þess um merkilegu tímamótum ævl þinnar. Einar Erlendsson. A VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3 sem minnsta þörf hafa fyrir hann. Önnur hugmynd er um að leggja skatt á auglýsingar, láta hann renna í sjóð, sem styrkti þau blöð, er eiga i erf iðleikum Þetta þýðir, að þriðj ungur af auglýsingatekjum Morgunblaðsins væri tekinn til að greiða hallann U pjóð viljanum, Tímanum. Alþýðu- blaðiifu og Vísi. Þriðja hugmyndin er að leggja 25% gjald á allt inn. flutt, prentað mál. Þag gjald mundi vega á móti tolli á bókapappír og bókbandsefni og jafna aðstöffu erlendra og innlendra bóka og blaða á markaði. Gjaldið ætti ásamt tolltekjum af blaðapappír að leggja í dagblaðasjóð. Sá sjóð ur ætti ásamt tolltekjum af blaðapappír aff leggja í dag. blaðasjóð. Sá sjóður gæti að. stoðaff þau dagblöð, sem sanna með umsókn og reikn. ingum að þau eigi við fjárhags örðugleika að strfða. Aðalatriðið er að þetta vanda mál er komið á svo alvarlegt stig aff það krefst lausnar áð ur en langt Iíður. Umræður um þær ráðstafanir, sem að ofan getur, hafa farið fram i fylistu alvöru. Þetta er að sUmu Ieji hvimleRt mál, en lengur verður ekki unnt að stinga hausnum í sandinn." FULBRIGHT Framhald af bls. 5. Menntamálaráðuneytisins eða fast Ir starfsmenn menntastofnanna eða annarra stofnanna sem fara með fræðslumál. Umsækjendur þurfa að geta talað lesið. skrifað og skilið ensku. Umsóknareyðublöð eru aíhent á skrifstofu Fulbright-stofnunar að Kirkjutorgi 6, 3. hæð frá 1—6. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar næstkomandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.