Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 14
ÞIRIÐJUDAGUR 11. janúar 1966
JW
TÍMINN
STERKT LJÓS
Framhald af bls. 1.
Mskveiðasjóðá ,til að kanna þetta
frekar, og fékk lampa frá Japan
og reyndi að kynna mér hvernig
þeir notuðu hann. Japanir nota
ljósið einlkium við sardínuveiðar,
en þar kemur aðlöðun helzt til
greina. Eg varð strax var við að
síldin varð ákaflega hrædd við
Ijósið og þá fór ég að hugleiða,
hvort þama væri ekki.fundin leið
til að verja svokallað gat á nót,
þegar verið væri að snurpa. Áð
ur fyrr notuðu sjómenn á hring
nótaveiðum hvítmálaða spýtu til
að fæla sfldina í nótina. Ljósið
ætti að minni hyggju að verja
þetta svæði alveg, þannig að síld
in færi út í væng. Við fengum
reyndar staðfestingu á þessu er
Hrólfur fékk 1100 tunnur undan
Langanesi þegar aðrir fengu lítið
sem efcki neitt.
Eg var fyrir sunnan um daginn
og pantaði þá tvo lampa frá Jap
an til viðbótar. Það tekur langan
tíma að ná í þá, en þeir eru ekki
svo mjög dýrir, kosta 5—10 þús.
krónur, sem skiptir litlu máli ef
hægt er að fylla skip af síld fyrir
tilstuðlan þeirra.
Eg hafði aldrei reynt lampann
nema í Eyjafirði, svo að Hrólfur
er sá fyrsti sem reynir hann úti
I hafi. Hann hefur lofað að halda
rannsóknunum áfram þegar ég fæ
lampana.
Eg vil að endingu hvetja menn
til að gefa þesisu máli góðan
gaum og reyna þessa iampa við
síldveiðar ef þeir hafa tök á.
SHASTRI
Framhald af bls. 1.
Shastri og Ayub Khan, sem
áttu að halda til heimaríkja
sinna á morgun, þriðjudag.
Lal Bahdur Shastri var 60
ára gamall, þegar hann árið
1964 tók hann við embættj for
sætisráðherra í næst fjölmenn
aspta ríki veraldar Hans beið
erfitt verkefni. .Auk þess að
þurfa að fylla sæti forsætis
ráðherra eftir Nehru, fékk
hann í hendumar mörg erfið
vandamál í samskiptum við
önnur ríki, og þá einukum
Pakistan, fyrst í deilunum um
Kutch-héraðið, og nú s.l. sum
ar um Kashmir. Shastri sýndi
í sjðari deilunni litla þolin-
mæði og hóf beina innrás í
Pakistan. •
Sagt var, að helztu gáfur
Shastris væru fólgnar í cnildi
hans, auðmýkt og hinum
miklu hæfileikum hans til þess
að jafna deilur, semja og
koma á málamiðlun. Þessa
hæfileika varð hann að nota
í stórum mæli bæði innan rík
isstjórnar sinnar og flokks,
Kongressflokksins.
Shastri kom frá millistéttar
fjölskyldu í Mughamsarai,
skammt frá Benares, þar sem
hann hlaut háskólamenntun
sína. Upphaflega hét hann Lal
Bahadur. Shastri var akadem
ískur titill, sem brátt varð að
fjölskyldunafni.
Þegar 17 ára gamall tók
hann þátt í andstöðuhreyfingu
Gandhis gegn Bretum, og fram
til ársins 1941 sat hann í fang
elsi í samtals 9 ár. Fyrir heims
styrjöldina kvað mikig að hon
um í sveitastjórnarmálum í
bænum Allahabad, heimabæ
Nehrus, og síðan tók hann
þátt í stjórnmálum í héraði
því, sem síðar varð indverska
ríkið Uttar Pradesh. Árið 1951
tók hann fyrst þátt í landspóli
tjkinni, og sem framkvæmda-
stjóri Kongressflokksins átti
hann verulegan þátt í kosn-
ingasigri flokksins árið 1952.
Hann varð samgöngumálaráð-
herra í rfkisstjórn Nehrus eft
ir kosningarnar, og hélt því
embætti til ársins 1956 og aft
ur frá 1957 til 1958 var hann
iðnaðar- og viðskipamálaráð-
herra. ..Árið 1961 varð hann
innanríkisráðherra, og þaðan
í frá tók Nehru í ríkari myli
að styðjast við Shastri } því
að jafna deilurnar innan
flokksins, og jók það starf
mjög virðingu Shastris og
Háseta vantar
á netabát, sem gerður verður út frá Þorlákshöfn.
Upplýsingar í símum 13638 og 22988.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem beiðruSu mig
eir
með gjöfum, heimsóknum og skeýtum á sextugs afmæli
mínu 4. janúar s. 1.
Guð gefi ykkur gleðilegt nýár.
Gísli K. Skúlason.
Maðurlnn minn,
Jón Rögnvaldsson
yflrverkstjórl
andaðist 9. janúar s. I. Jarðarförln ákveðin síðar,
Jónfríður Ólafsdóttlr og börnin.
Þökkum samúð og vinarhug, vlð andlát og jarðarför,
Kristínar Þórðardóttur
frá Höfn, Hornafirði.
Vandamenn.
styrkti stöðu hans innan flokks
ins. Árið 1963 lét hann af ráð
herraembætti til þess að geta
helgað sig flokksstarfinu, en
árj síðar varð hann ráðgefandi
ráðherra. Þegar Nehru veikt
ist, varð Shastri í raun og
veru aðstoðarforsætisráðherra
og flokkurinn skipaði hann for
sætisráðherra einungis sex
dögum eftir andlát Nehrus í
maí 1964. .
Indverskar heimildir sögðu
síðar í kvöld að Shastri hafi
fundið til sársauka í hjartanu
um kl. 01.00 að Þarlendum
tíma. Þegar var kallað á sov
ézka lækna, en forsætisráðherr
ann var þegar látiim, þegar
þeir komu til hans. Það liðu
tæpar 40 mínútur frá því hann
veiktist þar til hann andaðist.
Shastri kom heim úr samkvæm
inu um kl. 22.00 að þarlendum
tíma, og hóf að vinna við nokk
ur skjöl. Hann átti að fara tíl
Kabul í Afganistan í fyrra-
málið.
Tilkynningin um andlát
Shastris vakti mikið uppnám
í Wasington. Fregnin barst ein
ungis örfáum klukkustundum
eftir að Johnson forseti hafði,
í gegnum blaðafulltrúa sinn,
Bill Moyers, tilkynnt, að hann
teldi Tasjkentyfirlýsinguna þýð
íngarmikið skref í átt til frið
ar.
Shastri átti að fara í opin-
bera heimsókn til Washington
1. og 2. febrúar, Þar sem hann
átti að hitta Johnson forseta
og aðra háttsetta menn í Banda
ríkjunum. Heimsókn Shastris
átti upprunalega að fara fram
vorið 1965, en var frestað að
ósk Johnsons.
Nanda, hinn nýskipaði for-
sætisráðherra, er hagfræðingur
að mennt, og þekktur vinstri
sósíalisti. Hann héfiir áður
verið skipaður forsætisráðherra,'
þ. e. þegar Nehrú lést árið
1964. Nanda starfaði þá sem
'forsætisráðherra þar til Shastri
tók við embætti. Því næst tók
hann aftur við innanríkisráð-
herraembættinu, sem hann
skipaði þá einnig.
VÍETNAM
Framhaid al bis 1
fleiii og fleiri Bandaríkjamanna..
Þá segir í skýrslunni, ag jafn-
vel þótt styrjöldin haldist áfram
nokkurn veginn innan núverandi
takmarka. þá sé lítil ástæða til
að ætla, að stjórnin í Saigon geti
} náinni framtíð tekið á sig
þyngri byrðar en hún ber nú. .
Þingmennirnir heimsóttu Frakk
land, Pólland, Sovétríkin, Rúmen
íu, Ceylon, Burma, Thailand,
Laos, Kambodiu, Víetnam, Filipps
eyjar, Japan og Hong Kong.
í skýrslunnj segir, að Laos og
Kambodía telji, ag þeim mun
lengur sem styrjöldin standi,
þeim mun meiri hærfa sé á, að
hún breiðist út til þessara ríkja..
í raun og veru eru bardagamir
í Laos nú nátengdir bardögunum
í Víetnam, segir } skýrslunni, og
því er bætt við, að Kambodía
muni gera allt, sem í hennar
valdi stendur til þess að komast
hjá þvi að lenda í styrjöldinni.
Þingmennimir segja, að bæði
Laos og Kambodia óttist þau á-
hrif. sem kommúnískt Víetnam
muni nafa á framtíð þeirra.
Þá segja þeir, að Thailand
reyni að vinna með Bandaríkjun-
um, an reynj einnig að forðast.
að baroagarnir oreiðist út til Thai
'ands
Sovetríkin haía seni Bretlancii
uppkas ag boðskap um Víetdam
málið. sem ætlað er ‘til þess að
send? neiæ '•íkium spm tóku bát*
í Genfarráðstetnunum um Indó-
Kína arin 1954 og 1962. Segir í
uppkastinu, að svo virðist, sem
þag sé ætlun Bandaríkjastjómar
að breiða styrjöldina út fyrir
landamærj Víetnams, að kveikja
elda stríðsins í Laos og grafa und
an hlutleysi og sjálfstæði Kam-
bodíu. f London er sagt, ag upp-
kastið sé of sterkort til þess, að
Bretland geti fallizt á það sem
sameiginlega yfirlýsingu Sovét-
ríkjanna og Bretlands, sem voru
formenn Genfarráðstefnunnar um
Indókína. _
Bandaríska, þingið kom saman
til fundar í dag } fyrsta sinn á
nýjia árinu, í skugga Víetnam-
stríðsins.
Nokkrir þingmenn birtu _ í dag
yfirlýsingu, þar sem þeir vilja
auka hemaðaraðgerðir Bandaríkj
anna í Vfetnam til þess ag fá N-
Víetnam að samningaborðinu..
Nokkrir þingmenn töldu rétt að
hefja aftur sprengjuárásir á N-
Víetnam. Mendel L. Rivers frá
Suður-Carolina sagði, að Norður-
Víetnamar ættu þetta frí ekki
skilið, og taldi, að tvær rétt stað
settar sprengjur myndu fá Ho
Chi Minh til þess ag ákveða sig.
Er magt talið benda til þess,
að margir þingmenn muni leggja
hart að Johnson forseta í því
skyni að fá hann til þess að auka
styrjöldina } Víetnam.. Jafnframt
hafa nokkrir demókratar lagt til
að loftárásunum verði hætt um
óákveðinn tíma.
4 SLASAST
Framhald af 16 síðu.
ins nú kominn á Landakotsspítala.
Unglingsdrengur, sem í bílnum
var hlaut höfuðáverka. Fernt var
í hinni bifreiðinni, sem var Land
roverjeppi úr Grafningnum. Sem
betur fer slasaðist aðeins telpa,
sem kvartaði undan þrautum fyrir
brjósti. Bráðabírgðaaðgerð fór
fram á sjúkrahúsinu á Selfossi og
nð henni lokinni voru Hafnfirðing
jynir fluttir suður. ,
ENGIR KOKKAR
Framhald af bls. 1.
Þeim fyrir borð að máltíð
lokinni.
Þessari hugmynd er hér
með komið á framfæri. Eng
um getum skal að því leitt,
hvort sjómönnum lízt á fyrir
tækið, en hásuðuofninn er
þó betri en enginn kokkur,
jafnvel þótt hann daufheyr
ist við orðum eins og „eit
urbrasari“.
FRESTUR TIL
Framhald af bls. 2
tvö eyru, sem kosta um 100 kr.
Þessi útbúnaður hentar einnig fyr
ir Ford, David Brown og fleiri.
Þessi nýju ámoksturstæki eru
framleidd af IH í Svíþjóð.
Þróunin er í þá átt að hafa
allar vinnuvélar stærri og því
mun Véladeild SÍS flytja inn auk
dráttarvélanna B-275 og B-414,
sem er svokölluð heirnilisstærð og
mest er keypt af bændum_ nýjar
gerðir dráttarvéla frá Internation
al Harvester. sem sérstaklega
hæfa ræktunarsamböndum og öll-
um stærri verktökum
Fyrst ber að nefna Farmal-523,
sem er 52ha og 3strokka svo er
Farmal-624, sem er 62 ha og 4
strokka og loks Farmal-806, sem
er 119 hestafla og vegur um 5
tonn. Margir kostir eru við þessar
nýju vélar. Nefna má no-kkur atr
iði. Mótorarnir eru með beinni
innspýtingu, stimpilþvermál og
slaglengd er lítið lengri en stimp
ilþvermái og gírkassi er synkrón-
iseraður með 12 hraðstigum áfram
og 4 aftur á bak.
Farmal-806 kemur í stað jarð-
vtna við jarðvinnslu, hann er sér-
lega heppilegur fyrir plóga, herfi
og tætara. Þróunin er i þá átt,
að dráttajvélar vinni að jarð-
vinnslu I stað ýtna, aðallega vegna
þess að dráttarvélii. getur flutt
sig fljótlega milli staða.
Bændur ættu að athuga, að
frestur til lánsumsókna til Stofn
lánadeildar Búnaðarbanka ís-
lands rennur út 15. janúar og eru
þeir minntjr á að vera fljótir að
sækja um lán, ef þeir ætla að
kaupa vélar á þessu ári.
Þungavinnuvélar:
Vélskóflur á gúmmidekkjum
ryðja sér æ meir til rúms vegna
þess, hversu auðveldar þær eru
í flutningum. Véladeild SÍS hefur
flutt inn svokallaðar Internation-
al „Hough“ vélskóflumar, sem
eru í stærðunum 1,5-3,5 kúbik-
yardar eru mjög hagkvæmar fyrir
alls konar fiskiðnað. Þessar vél
okóflur eru mikið notaðar í No>’-
egi í fiskiðnaði og þykja ómiss
andi. í fiskimjölsverksmiðju í
Vestmannaeyjum er ein slík vél
og afkastar hún meiru en þrjár
dráttarvélar.
f ársbyrjun 1965 voru flutt
ar inn nýjar gerðir af Internation
al Harvester ýtum frá Bandaríkj-
unum, þær komu á markað þar
fyrir þremur árum og hafa reynzt
afar vel. Þær eru í þrem stærðum,
8, 13 og 20 tonna. Þetta eru vél
arnar ID-9, ID15 og ID-20. Helztu
nýjungar frá eldri gerðum eru:
Ný vél, ný kúpling og drif, sem er
vökvaskipt og svo er alltaf 100%
nýting orku þótt stefnu sé breytt,
orkan færist aðeins milli belt-
anna.
Samkvæmt niðurstöðu könn-
unar, sem gerð var, kom í Ijós,
að þriðji hluti þeirra dráttarvéla,
sem framleiddur er, er notaður
af öðrum en bændum, þ.e.a.s. alls
kyns atvinnurekendum. Því hefur
Véladeild SIS hafið innflutning
sérstakra iðnaðardráttarvéla frá
International Harvester, sem kall
ast IH-2504-D. Dráttarvélin er
gerð fyrir ámoksturstæki og skurð
gröfusamstæðu. Vélin er 58 hest
afla og 6 strokka, skúffan tekur
ca. 1 kúbikyard og skurðgröfusam
stæðan er gefin upp fyrir 5 metra
dýpt. Hraðastillingin er þannig,'
að iðnaðardráttarvélin kemst jafn
hratt aftur á bak sem áfram.
SMYGLMÁL
Framhald af bls. 2
Vatnajökli gegn því að þeir greiði
sektir og sakarkostnað og sæti
upptöku á samtala 188 flöskum
áfengis og 6000 stk. vindlinga .
Þrír skipverjar á 1 m.s. Skóga-
fossi þegar. skipið kom í fyrsta
sinn til Reykjavíkur 17. júní, sl.
hafa verið ákærðir fyrir smygl, til
refsingar, greiðslu sakarkostnaðar
og upptöku á samtals 183 flösk
um áfengis, — aðallega 75%
vodka — og 10.000 stk. vindlinga.
Málum þriggja annarra skipverja
á m. s. Skógafossí má ljúka með
dómsáttum, enda greiði skip
verjarnir þrír sektir og sakar
kostnað og sæti upptöku á 46
flöskum áfengis og 18.200 stk.
vindlinga.
íþróttir
Framhald af bls. 13
sigur gegn St. Johnstone, en það
var þó ekki fyrr en undir lokin,
að McLean skoraðí öll Þrjú mörk
Rangers, en Rangers hafði þó
sýnt mikla yfirburði í leik. Rang
ers hefur 31 stig eftir 19 leiki, og
Dunfermline 29 eftir sama leikja
fjölda. Það er athyglisvert, að St.
Mirren sigraði Falkirk með 6-0
og þar skoraði Robertsson (yngri
bróðir Tottenhamleikmannsins
fræga) þrennu. —hsím
IÞRÖTTIR
Framhald af bls. 13
skoruðu hvor 7 mörk. Sigurður
Dagsson og Stefán Sandholt skor
uðu 2 mörk hvor og landsliðsmað
urinn Ágúst Ögmundsson 1 mark
Jón Breiðfjörð i markinu stóð
sig vel og var mjög misráðið að
skipta honum út af á þýðingar
miklu auknabliki, eins og gert var.
Magnús Pétursson dæmdi þenn
an fyrsta leik í mótinu.