Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.01.1966, Blaðsíða 2
I»IRIÐJUDAGUR 11. janúar 196« 2 TÍMINN SMYGLMÁL SEND YFIRSAKA- DÓMARA TIL AFGREIÐSLU SHASTRIOG AYUB KHAN SÖMDU FRID í TASJKENT: ÆTLA AD LEYSA ÖLL DEILU- MÁL Á FRIÐSAMLEGAN HÁTT NTBTaisjkent, raánudag. Indland og Pakistan undirrit uðu í dag loforð um að hefja ekki styrjöld hvort gegn öðru, og með þessu samkomulagi sjnu krýndu þau Sovétríkin sem sátta- semjara í Asíu. Þessi tvö ríki, sem áttu í styrjöld í september sl., náðu samkomulagi einmitt á þeim tima, þegar svo virtist, sem hinn vikulangi fundur æðstu manna ríkjanna væri dæmdur til að mis- heppnast. Forseti Pakistans, Mo- hammed Ayub Khan, og forsætis- ráðherra Indlands, Lal Bahadur Shastri, undirrituðu sáttmálann í nærvem Aleksei Kosygins, forsæt isráðherra Sovétrikjanna, sem vann að því sleitulaust um helg- lna, að koma á samkomulagi. Aðalatriðin í þeirri óvæntu yf- irlýsingu, sem birt var á ensku og rússnesku í dag, eru þessi: 1. Shastri og Ayub Khan ákváðu að taka upp að nýju eðlileg og friðsamleg samskipti milli land- anna, og að auka skilning miHi þeirra 600 milljón manna, sem í ríkjunum búa. 2. Þeir staðfestu skyldu sína, samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um að grípa ekki til vopna, og að leysa deilur sínar á friðsamlegan hátt. 3. Herlið landanna tveggja eiga fyrir 25. febrúar n.k. að fara til þeirra stöðva, sem þau voru stað sett í áður en Kashmírbardagarn- ir hófust 5. ágúst. 4. Báðir aðilar munu hætta fjandsamlegum áróðri hvor gegn öðrum og munu styrkja vinsam an áróður. 5. Taka skal upp eðlileg diplóm atísk samlbönd milli rikjanna. 6. Skiptast skal á stríðsföngum. 7. Ræða skal um, að herteknum eignum verði skilað aftur. 8. Athuga skal aðgerðir með það fyrir augum að endurreisa samvinnu á svið efnahagsmála, samgöngumála og menningar- mála. 9. Aðilarnir skulu halda áfram að hrttast til þess að ræða þýðing armikil mál, sem varða bæði rík- in, og meðal slíkra funda skulu vera fundir æðstu manna ríkj- anna beggja. Eftir að yfirlýsing þessi var und irrituð, sagði Kosygin við blaða- menn, að Shastri og Ayub Khan hafi sýnt mdkla stjórnvizku, en hann minnti á, að mikið væri und Gunnar Gunnarsson, Jóhannes Guðmundsson og Harold Flater (talið frá vinstri) virða fyrir sér B-414 traktor, með nýjustu gerð af ámoksturstæki og öryggishúsi. (Tímamynd HZ) Frestur til lánsumsókna rennur út 15. janáar nJc. Nýjungar frá Inter- national Harvester HZ-Reykjavík, mánudag. Á fundi með Gunnari Gunnars- syni og Jóhannesi Guðmundssyni, fulltrúum í véladeils SÍS og Ilar- old Flater, fulltrúa Internation- al Harvester til Norðurlandanna, var skýrt frá merkum nýjungum í dráttarvélaiðnaði og þungavinnu vélum, sem Véladeild SÍS sér um innflutning á. í reglugerð frá Dómsmálaráðu neytinu segir, að dráttarvélar sem ihn eru fluttar eftir 1. janúar 1966 verði að hafa öryggisgrind eða hús. Þetta hefur valdið því, að margir bændur hafa kappkost- að að kaupa dráttarvélar á árinu 1965 og fór sala dráttarvéla hjá Véladeild SÍS langt fram úr áætl- un þessa árs. Öryggisgrindurnar kosta um 7000 krónur. Unnt er að setja á þær ýmsan útbúnað og gera úr þeim hús og mun verð þeirra þannig vera um 14.000 krónur. Taka má efri hluta grindarinn- ar af sem festur er með 4 boltum, ef fara þarf inn um lokaðar dyr. Kleift er að tengja vinnutækin á dráttarvélin án tillits til grind arinnar. þannig að ekk. þarf að taka grindina af þótt sláttuvél, ámoksturstæki o.fl. sé sett á drátt arvélina Fluttar verða inn tvær tii þrjár mismunandi gerðii órygg isgrinda, þannig að hver bóndi getur valið grind, sem hæfir hon- um bezt. ísland er fjórða land í heimi, sem lögleitt hefur öryggisgrindur. Einnig er Véladeild SÍS að flytja inn nýja gerð af ámoksturs- tækjum sem ekki er mlkið frá- brugðin eldri gerðum nema að einu leyti. Hingað til hafa ámokst urstækin aðeins hæft einni gerð dráttarvéla, en nýju tækin, sem Véladeild SÍS býður til sölu, pass ar á allar tegundir dráttarvéla í svipuðum stærðarflokki Bóndi eða atvinnurekandi sem á t.d. Ferguson dráttarvél fyrir og kaup ir síðan International Harvester dráttarvél getur notað sömu ámoksturstæki, á báðar dráttar vélarnar með þvi einu að kaupa Framhald a bls. 14. ir því komið, hvernig þessj friðar yfirlýsing yrði framkvæmd. Tals menn Indlands og Pakstans voru sammála um, að yfirlýsingin opn- ■aði leiðir til friðsamlegra lausna á ýmsum deilumálum. Kosygin sagði, að Tasjkent- yfirlýsingin væri þýðingarmik- ið pólitískt plagg, sem mótaði nýtt spor í samskiptum Indalnds Paksitans. Yfirlýsingin stöðvar hemaðarátök landanna og opnar leið til þess, að sigrast á þeim vandamálum, sem hindra eðli- leg samskipti milli tveggja stórra Asíuríkja, og, að okkar áliti, Jegg ur grundvöll að friðsamlegri sam búð í þessu mjög þýðingarmikla svæði í Asíu, sagði hann. Tasjkent-yfirlýsingin er víða um lönd talin vera mikill sigur fyrir sovézka diplómata, og er hún talin hugsanleg'byrjun nýs tímabils friðar og janfvægis í Asíu. FARGJÖLD YFIR N.ATLANTSHAF LÆKKAUM12% EJ—Reykjavík, mánudag. í NTB-frétt frá Stokk- hólmi segir, að fargjöldin yfir Norður-Atlantshafið lækki frá 1. apríl n. k. um allt að 12%, og er hér um að ræða svonefndar 21- dags ferðir, hópferðir og aðrar svipaðar ferðir. Á síðasta fundi IATA var skorað á að ildarríkin að gera þessa lækkun, og nú er ljóst, að viðkomandi ríki munu að öllum iíkindum verða við þeirri áskorun. Blaðið hafði í dag sam band við Martin Petersen hjá Loftleiðum, og sagði hann, að Loftleiðir hefðu leyfi til þess að vera 10 dollurum lægri en IATA- félögin, og myndi svo verða áfram Yngve Wessman, sölu stjóri hjá SAS í Stokk- hólmi, segir, að SAS hafi barizt mikið fyrir því, að fá þessa lækkun í gegn. Reykjavík, mánudag. Saksóknari ríkisins hefur í dag sent y^irsakadómargnum í Reykja fik ,til afgreiðslu og dómsálagning ar malv u,m áfengis- og tóbaks- smygí skipverja á m.s. Langjökli, og m.s. Skógarfossi, er upp komu á liðnu sumri. Ellefu skipverja á m.s. Lang- jökli háfa verið ákærðir fyrir smygl, til refsingar, greiðslu sakarkostnaðar og upptöku á sam tals 4038 flöskum áfengis — aðal lega genever — og 11.600 stk. vindlinga og átta þeirra fyrir skemmdir, sem þeirr unnu á skip inu til þess að koma smyglvarn- ingnum fyrir. Málum fjögurra annarra skipverja á m.s. Lang- jökli er heimilað að ljúka dóm- sáttum, enda greiði þeir allar sektir og sakarkostnað auk þess sem þeir sæti upptöku á samtals 51 flösku áfengis og 13.800 stk, vindlinga. Þá er einnig heimilað að ljúka megi með dómsáttum málum tveggja aðila í landi fyrii kaup og sölu á smyglvarningi. Sex skipverjar á m.s. Vatna- jökli, sem kom til Reykjavíkur 14. ágúst sl. eru ákærðir fyrir smygl, til refsingar, greiðslu sakarkostn- aðar og upptöku á samtals 475 flöskum áfengis, — aðallega gene ver — og 51.450 stk. vindlinga. Þá eru einnig heimilaðar dóm- sáttir við fimm skipverja á m.s. Framhaid á bls. 14. Oryggishúsið sem nú er iögboðið séð afan frá. (Tímamynd HZ)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.