Vísir - 11.03.1974, Side 1

Vísir - 11.03.1974, Side 1
64. árg. — Mánudagur XI. marz 1974 — 59. tbl. Gengislœkkun og vaxtahœkkun? Vegar- spotti sem ríkið grœðir drjúgt á Trúlega gefur enginn vegarspotti á landinu af sér jafn rikulegar tekjur og sá vegur, sem Hafnfirðingar aka, þegar leiðin liggur til eða frá höfuðborginni. Af almannafé hefur undanfarin ár verið veitt 0 krónum. En vegfarendur hafa hinsvegar dælt drjúgum i rikiskassann. — Sjá bls 2 Vill flytja íslendinga sunnar — lesendabréf bls. 2 Maraþondansarar: Dönsuðu í rúma þrjó tíma ún hvíldar - bls. 3 Þrír sprútt- salar jótuðu Þrir af fjórum leigubil- stjórum i Grindavik voru látnir lausir um helgina eftir að hafa játað á sig óleyfilega sölu vins. Þeir voru allir teknir á föstudagskvöldið, hver á fætur öðrum, þar sem þcir voru að selja vin cða höfðu vinbirgðir i bilum sinum. Niu manna lögreglulið sá um aðgerðirnar, og gat enginn lcigubilstjóranna varað hina við. Fjórði lcigubilstjórinn i Grindavik hcfur aldrei svo kunnugt sé staðið fyrir vinsölu. Leigubflstöðin i Grindavik var stofnuð i haust, og hafa bilstjórarnir þrir verið grunaðir um vinsölu frá upphafi. Þeir hafa sclt mikið, enda eftirspurn mikil frá vcrbúðarfólki og sjómönnum. —ÓH i . j Þessi sumarbústaöur er rétt vestan viö Hafravatnsrétt, og þar fann lögreglan lik mannsins á laugardaginn. Hvita örin, hægra megin á myndinni, bendir á staðinn, þar sem jakki mannsins fannst, úlpa hans og fjármunir. Mynd:-BG. FANNST LATINN VH> HAFRAVATN — ósennilegt að maðurinn hafí komizt á staðinn af sjálfsdáðum Maður fannst látinn við Hafravatn á laugar- daginn. Piltar, sem leið áttu um veginn meðfram Hafravatni, tóku eftir úlpu og jakka, sem lágu á veginum. Þeir fóru með fötin til lögreglunn- ar i Árbæjarhverfi, og kom þá i ljós, að i fötun- um voru tvær banka- bækur og tennur mannsins. Lögreglan fór á staðinn að svip- ast um eftir manninum, og var i fyrstu óttazt að hann hefði fallið i vatnið, sem reyndar er lagt isi. Fljótlega fannst lik mannsins. Hann lá rétt við sumarbústaö einn. skammt ofan við veginn vestan við réttina. Engir sérstakir áverkar voru á h'kinu aðrir en þeir. sem hugsan- lega hafa komiö við það að falla til jarðar. Lögreglan taldi. aö sennilega hefði maöurinn oröiö úti, þar eð hann var fáklæddur — jakkinn og úlpan lágu á veginum. Af kvittunum. sem á manninum fundust. var Ijóst, að hann haföi ekki legið lengi við bústaðinn. Maður sá.sem hér ræðir um. var 45 ára að aldri. bæklaöur. þannig að ljóst þykir, aö hann hafi ekki komizt af sjálfsdáöum upp að bústaðnum viö Hafravatn. t jakka hans voru tvær banka- bækur. önnur var innstæðulaus. en i hinni voru 745 þúsund krónur. Auk þessa var maðurinn með nokkur hundruð krónur i lausu fé. Lögreglan vinnur nú aö könnun þessa máls. — GG Sex slösuðust Fjórar konur og tveir ungir menn slösuöust i hörkuárekstri, sem varð milli tveggja bíla i gærkvöldi. öll voru flutt á Slysavarð- stofuna, flest talsvert slösuð, og eitt þurfti að setja á gjörgæzlu- deilcf Areksturinn varð á mótum Laugavegar og Höfðatúns. Piltarnir voru i .litlum Fiatbil, sem kom upp Höfðatún. Billinn mun hafa farið viðstöðulaust inn á Laugaveginn, og beygt upp vinstri akbraut. Volvobill kom á móti á fullri ferð vestur Laugaveg, og lentu bilarnir saman með framendana. Litli billinn lagðist alveg saman að framan upp að farþegahúsinu. ökumaðurinn i honum festist i sætinu. Lögreglumenn, sem komu á staðinn, notuðu krafta sina á litla bilinn og gátu rifið hann upp, þannig að ökumaðurinn losnaði. Konurnar, sem voru i Volvonum, slösuðust allar, og sú, sem sat i framsætinu við hliðina á ökumanni,kastaðist i framrúðuna með höfuðið. ökumaður litla bilsins er grunaður um að hafa ekið ölvaður. Tóm ginflaska fannst i bilnum. —ÓH I.itli billinn gekk algjörlega saman að framan I árckstrinum. Hins vegar Volvoinn ekki mikið ncma fremst. Bilstjórinn I minni bilnum festist, en tókst að losa hann. Ljósm. V'isis: BG. 28 togaraskipstjórar reiðir vegna friðunar 28 togaraskipstjórar mótmæla með yfir- lýsingu, aö svæðinu við Vikurál hefur verið lokað fyrir togurunum. h’réttir voru fyrir helgi um veiði Breta á þessum slóðum. Togaraskipstjórar segja. að þarna hafi að undanförnu ekki verið neta- og linubátar og friðunin sé fráleit. Þeir kref jast þess, að svæðið verði opnað að nýju fyrir togurunum. Þeir gagnrýna þau vinnu- brögð. sem hafi verið viðhöfð við friðunina. Ekki hafi verið við þá talað. áður en ákvörðun var tekin. og auk þess hafi verið óvandvirknislega tilkynnt um staðarákvörðun hins’ friðaða svæðis. — II ii

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.