Vísir


Vísir - 11.03.1974, Qupperneq 2

Vísir - 11.03.1974, Qupperneq 2
2 Vísir. Mánudagur 11. marz 1974. visntsm: Hvernig finnst yður núverandi ríkisstjórn hafa staöið sig á valdatimabili sinu? Sölvi Jónsson, vélskólanemi: — Vel að sumu leyti, en ég segi þó ekki að það hefði ekki mátt gera betur. Hagur námsmanna hefur batnað i tið hennar og má nefna okkur vélskólanema, sem höfum fyrir tilstilli rikisstjórnarinnar komizt i námslánasjóðina. Keimar Sigurðsson, verka- maður. — Hún hefur svikið verkalýðinn, og farið aftan að honum. Stjórnin gaf mörg loforð, en ég man samt ekki við hver þeirra hún hefur staðið. Ég myndi kalla þetta slæma rikis- stjórn fyrir verkalýðinn, en góða fyrir Sambandið. Leifur Jóelssson, háskóla- stúdent: — Mér finnst hún frekar hafa setið en staðið. Fin miðað viö viðreisnarstjórnina, finnst mér hún góð. Sigurdór Andrésson, trésmiða- nemi: — Svona þolanlega, en hún hefði samt mátt standa sig bet- ur. Mér finnst bera litið á skatta- lækkunum, sem var lofað. Stjórnin hefði alveg mátt standa við fleiri loforð en hún geröi. Dagný Albertsdóttir, húsmóðir: — Mér finnst hún alls ekki hafa gert það sem hún lofaði. Annars er alltaf verið að lofa meiru en er svo efnt. Sumir eru óánægðir með stjórnina og aðrir ánægðir. En mér finnst hún hafa gleymt gamla fólkinu gjörsamlega. Kristjana Pálsdóttir, húsmóðir: — Ég stend ekki með þeim, það er öruggt, þvi mér finnst stjórnin alls ekki hafa staöið sig vel, og hún hefur ekki tök á þvi, sem hún er að gera. Ríkið grœðir 120 millj. ó honum — Hafnarfjarðarvegurinn fœr samt lítið í staðinn — aðeins blótsyrði bílstjóra Trúlega gefur enginn vegar spotti á landinu af sér jafn- miklar tekjur til rikissjóðs, og Hafnarfjarðarvegurinn. Og i fáa vegi hefur verið eytt jafnlitlu af almannafé ög i þennan veg, eða 0 krónum undanfarin ár. A þessu ári hefur þó verið áætlað 22,5 millj. króna framlag til haus, aðallcga til undirbúnings og at- hugaiia fyrir nýjan veg. Sveinn Torfi Sveinsson verk- fræðingur hefur nýlega gert at- huganir á, hvaö akstur bifreiða um Hafnarfjarðarveg gefi af sér til rikissjóðs. Útreikninga sina lagði hann fyrir fund hjá nýstofnuðu félagi ungra sjálfstæðismanna i Garða- hreppi, sem ber heitið Huginn. Þegar hann gerði útreikning- ana, var bensinverð ennþá 26 kr. á litrann. Útkoma Sveins Torfa er hinsvegar sú, að 110 til 120 milljón krónur komi árlega af akstri á rúmlega 5 km spotta Hafnarfjarðarvegarins, þ.e. frá Kópavogsgjá til Hafnarfjarðar. ,,Til grundvallar þessum út- reikningum minum lagði ég hvað rikið hefði upp úr akstri eins bils á 100 þúsund kilómetra”, sagði Sveinn.er Visir hafði samband við hann. Það eru gjöld af bensfni, gjöld af dekkjum, og svo gjöld af bilnum, þegar hann er keyptur nýr. Á 100 þúsund kilómetrum er yfirleitt reiknað með að komin sé hálf notkun hans. A þessum tima fer hann meö fjóra dekkjaum- ganga, og um 15 þúsund litra af bensini”. Sveinn lagði þessar tölur siðan saman, og fékk þá út rúmar 327 þúsund krónur, sem hefðu verið greiddar beint i rikissjóðs af þessum akstri. En auövitað eru útgjöldin miklu meiri fyrir bileig- andann sjálfan. Nýjustu mælingar Vegagerðar- innar sýna, að daglega fara 18.500 bilar um þennan kafla Hafnar- fjarðarvegarins. Þegar þessar tölur eru svo margfaldaðar saman, með kilómetrafjölda og dagafjölda eins árs, fást út rúmar 110 milljónir. En sfðan hefur bensinið hækkað, og talan þvi likiega komin i 120 millj. „Þetta þýðir i raun og veru, að mikill hluti tekna i vegasjóð, eru komnar af stór-Reykjavikur- svæðinu, þvi það er jú ekið annars staðar en á Hafnarfjarðar vegi,” sagði Sveinn Torfi. ,,Hins vegar er framlag Vega- gerðar rikisins til þessa svæðis mjög litið. Þannig er það akstur ibúa þessa svæðis sem heldur uppi kostnaði viö vegagerð viðs- vegar um landiö. Og bara á Hafnarfjarðarveginum fer fram milli 6 og 7 prósent alls aksturs landsmanna, og þar ekurdaglega um þriðji hver bill á Islandi. Mér finnst þetta of mikil skattpining á einum vegi, miðað við að ekkert er látið i staðinn. Allir viðurkenna að vegurinn sé með afbrigðum slæmur, en samt er ekkert gert til úrbóta”, sagði Sveinn Torfi að lokum. —ÓH • LESENDUR HAFA ORÐIÐ & Arabar í boði Stúdentaráðs Grandvar skrifar: ,,Það kemur okkur alltaf skemmtilega á óvart Stúdentaráð Háskóla tslands! Nú hefur ráðiö boðið hingað fulltrúum arabiskra stúdentasamtaka. t frétt i Visi sl. mánudag mátti lesa boðskap þeirra gestanna: „Flugvélarán áhrifarikasta vopnið". Iiins vegar var allt dregið i land i fréttatilkynningu i Morgunblað- inu daginn eftir, og sagt að „fulitrúar samtakanna væru ekki sammála skæruliðum Palestinu- Araba og fordæmdu þeir ofbeldis- aðgerðir og hryðjuverk þau, sem skæruliðar hafa gert sig seka um á undanförnum árum”. En i viðtali við „gestina” i sjónvarpinu sama kvöld var túlk- uninni enn snúið við, þvi þar sögðu þeir, aö „öllum ráðum yrði beitt, til þess að ná sér niðri á auðvaldssinnum, hvar sem til þeirra næðist”. Nú væri fróðlegt aö fá enn eina fréttina, og þá um það hver sé raunverulegtúlkun þessara gesta á þvi svivirðilega athæfi, sem arabiskir hryðjuverkamenn hafa gerzt sekir um á undanförnum árum meö morðum og ránum um allan heim undanfarin ár. Það er ékki litil gæfa fyrir okkur Islendinga að hafa Stúdentaráð Háskólans og gesti þeirra, sem geta miðlað okkur af vizku sinni um, hvernig lita beri á morð á saklausu fólki og rán og eyðileggingu flugvéla! t blaðafrétt um komu þessara fulltrúa var sagt, aö tilgangurinn væri, að stuðla að frekara „samstarfi” við Stúdentaráð Há- skóla Islands. — Ætlunin væri að fara til tveggja eöa þriggja Vestur-Evrópulanda sömu erinda! Hvers vegna ekki fleiri landa? — Það skyldi þó ekki vera, að önnur lönd i Vestur-Evrópu hafi frábeðið slikar „kurteisis- heimsóknir” og neitað að meðtaka „sérstaka túlkun” á hefndar- og ofbeldisaðgerðum. Það er a.m.k. vist, að Hollending- ar, Vestur-Þjóðverjar, Sviss- lendingar, Englendingar, o.fl. þjóðir þykjast þess umkomnar aö túlka sjálfar slikar aðgerðir. Þeir hafa orðið fyrir þeim. En hvað með tsland.Jú, sjálf- sagt að bjóða slikum gestum að kynna þjóðinni boðskapinn, — sérstaklega „via” Stúdentaráð Háskólans! Vonandi hefur for- maður utanrikismálanefndar Alþingis tekið gestunum tveim höndum! En tslendingar munu Steingrimu r J óli a n nesson frá Skútustöðum hringdi: „Það mátti sjá i bréfi, sem birtist i Visi i fyrradag, að bréf- ritari byrjaöi bréf sitt þannig: „Fyrr má nú rota en handleggs- brjóta”. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Ég hef aldrei heyrt þetta orðtak. Hitt hef ég heyrt: „Fyrr má nú rota en dauðrota.” — Það áreiðanlega frábiðja frekaci „túlkun” á hryðjuverkum, hvort sem hún kemur gegnum Stúdentaráð Háskólans eða önnur samtök slitin úr samhengi við is- ienzkt þjóðlif.” held ég að sé réttara farið með. Hitt eralltaf aumt að sjá menn (eða heyra auðvitað) fara með orðtök, sem þeir muna ekki eða kunna ekki. Annars held ég varla. að það sé verið að handleggsb'rjóta börnin, þótt þeim bjóðist aö glima við svona verkefni, eins og bréfritarinn var þarna að amast við.” Dauðroto eða handleggsbrjóta LANDNÁM í SUÐUR-ÍSHAFI? K r i s t i a n K n u t s e n Konnerudgaten 29, 3000 Drammen, skrifar: „Jeg kan ikka skrive islandsk, men haaber De kan oversette. (Velkomið! — Aths. Visis) Ég hef mikinn áhuga fyrir landsvæðum ishafanna og hef viðað að mér upplýsingum um þau. Athygli min hefur þá beinzt sérilagi að eyjaklösum i Suður-ls- hafinu, en þar eru miklar eyja- þyrpingar með samskonar lofts- lagi og finna má á tslandi. Ég hef reynt að kanna fróðleik um þær sérstaklega. Þær likjast smá- löndum, og hef ég oft borið þær i huganum saman við Færeyjar og tsland. Þessir eyjaklasar eru óbyggðir, þvi aö engir landnemar hafa haft hug á þvi að setjast að i þeim. Mér kemur i hug Suöur- Georgia, þar sem Norömenn hafa stundað veiðar árum saman. Eða Kerguelen i Suður-Indiahafi, en sú eyja er um 7000 ferkilómetrar, og sagt er að loftslagið þar svipi til þess sem er i Finnmörk i Noregi. Hún er sem sé byggileg fólki, sem vant er köldu loftslagi, eins og t.d. tslendingar. Mitt á milli þessarar eyjar og Suður- Afriku liggur Corzet-eyjaklasinn, sem hefur svipað loftslag. Lengra i norður eru nokkrar smáeyjar en loftslagið er hálf hitabeltiskennt. Það eru St. Paul og Nýja Amsterdam-eyja, sem einnig eru óbyggðar. Allarþessar eyjar eru mjög af- skekktar. Sunnan Nýja Sjálands liggja áströlsku ishafseyjarnar en þær eru einnig óbyggðar vegna kuldalegs loftlags. Danski Galathea-leiðangurinn, sem verið hefur á þessum slóðum, segir loftslagið þar svipaö og i Færeyj- um. Mér kemur þvi i hug, að land- nemar frá tslandi og Færeyjum gætu bjargað sér á þessum slóð- um. Eyjar þessar tilheyra flestar eba allar einhverjum rikjum. Dýralif er þar viðast friðað. En leyfi til landnáms mundi þó fást með timanum. Þar held ég, aö norrænir menn ættu að koma til skjalanna.” GOTT ER AÐ HAFA TUNGUR TVÆR Mér er sama um bóndann er bágindin stækka og blessaðan sjómanninn, þegar ei bein fæst úr sjó, en öfunda bóndann er búvörur hækka og blessaðan sjómanninn, þegar hann fiskar nóg. Ben. Ax.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.