Vísir - 11.03.1974, Side 9

Vísir - 11.03.1974, Side 9
Visir. Mánudagur 11. marz 1974. Þvert ofan í allar spár urðu Rúmenar meistarar! Frá Magnúsi Gíslasyni Austur Berlín: /,Engin spurning-Þjóð- verjar heimsmeistarar" stóð á stóru spjaldi, sem nokkrir heimamenn héldu á lofti i leik þýzka alþýðu- lýðveldisins gegn Júgó- slövum fyrir tveim dögum. Þannig var þess beinlinis krafizt af heimamönnum, að lið þeirra sigraði i HM- keppninni 1974. Augsýni- lega þrúgaðir af að geta staðið við óskir sinnar íþróttalegu sinnuðu þjóðar, náðu hinir annars frábæru ieikmenn DDR sér aldrei fyllilega á strik í úrslita- leiknum gegn sínum fornu fjendum, Rúmenum, sem þvert ofan i spár flestra sigruðu Þjóðverja með 14 mörkum gegn 12 í æsi- spennandi leik. Werner Seele-iþróttahöllin i Austur-Berlin var troðfull af áhorfendum löngu áður en teikurinn hófst, og komust færri að en vildu. Og ekki höfðu dönsku dómararnir Rodil og Ovdal fyrr blásið i flautur sinar en hrópin hófust i húsinu. Allt ætlaði um koll að keyra á áhorfendapöllunum, og flestir stóðu meö heima- mönnum. Sagter, að fall sé fararheill. En að þessu sinni virtist sá máls- háttur ekki eiga við. Þjóð- verjarnir byrjuðu með knöttinn — en fyrsta skot þeirra geigaði. Þá tóku Rúmenar við og áður en varði voru þeir búnir að skora 2 mörk, Catu það fyrra af linu, en siðan Birtalan með glæsilegu uppstökki. Þjóðverjar sækja fast eftir þessar hrakfarir, en Rúmenar svara i sömu mynt- kannski um of — tvö viti fá þeir á sig — og KShlert skorar úr þeim báðum. Við þetta færist enn fjör i leikinn, en Rúmenar láta ekkert trufla sig og brosandi halda þeir baráttunni áfram. Káhlert skorar fyrir Þjóðverja, en Birtalan”-hinn nýi Gruia”, svarar og þeir halda áfram að skora sitt á hvað. Rúmenarnir eru þó öllu drýgri. Þeir ná 2ja rríarka forustu 7:5 en þá er Licu visað af leikvelli i 5 min. Með einum manni fleira ná Þjóð- verjar að jafna og komast yfir fyrir leikhlé með marki ,,goðsins”-Lakenmacher- sem reyndar brást i leiknum-8:7. En þrátt fyrir góða byrjun i siðari hálfleik — mikla festu og fallegt mark hins frábæra Káhlerts er þetta einhver lélegasti hálfleikur, sem þýzka liðið hefur leikið. Þegar staðan er 9:7 fyrir þá fór allt i baklás hjá þeim. Rúmenarnir náðu yfirtökunum og réðu hraðanum. Þrátt fyrir að enn einum þeirra var visað út af i 5 min. tekst Þjóðverjum ekki að ráða við þá. Þeir skora 6 næstu mörk — 12:9 — og það er ekki fyrr en á 22. min . siðar hálfleiksins, að Þjóðverjar skora sitt annað mark. Þegar 2 min. eru til leiksloka, er staðan 14:12 og sigur Rúmena svo að segja i höfn. Þá komast Þjóðverjar inn i sendingu og Lakenmacher brunar upp. En fyrir opnu marki missir hann boltann úr höndum sér og þar með eru sigurmöguleikar Þjóð verja i þessari HM-keppni orðnir að engu. Þetta var örlagarikt, þvi ef Þjóðverjar hefðu skorað þarna, er ekki útilokað að þeir hefðu náð að jafna, enda voru þeir þarna á lokaminútunum komnir i mikinn ham. 1 þessum leik voru varnir beggja liðanna mjög sterkar. Sigur Rúmena byggðist mest á geysilegri skothörku. Birtalan,sem var markhæsti maður keppninnar með 43 mörk-2 mörkum meir en Japaninn Sato- svo og frábærum markverði, Penu, sem alltaf var brosandi, hvort sem hann var að verja hörku skot af linu eða sækja boltann i netið. Hann varði m.a. 2 viti i þessum leik auk fjölda annarra skota, sem margir hefðu ekki átt möguleika á að verja. Markvarzlan hjá Þjóðverjum i þessum leik var ekki góð. Voigts, sem hefur staðið sig vel i öðrum leikjum, varði litið sem ekkert.og Tékkar urðu að ,gúmmí-tékkum' Frá Magnúsi Gislasyni, Austur-Berlin. Júgóslavar, sem margir töldu liklegasta til aö sigra á IIM, en beir féllu fyrir Austur-Þjóð- verjum, léku um 3.-4. sætið gegn Pólverjum. Siavarnir, með aila sina þekktu leikmenn, áttu i erfiðleikum með Pólverjana, sem langmest hafa komið á óvart. Pólverjarnir leika mjög hratt — hraðar en önnur lið i keppninni. Staðan i háifleik var 10-9 fyrir Pólland, en i s.h. tókst Slövunum að draga niður hraðann, jafnhliða þvi.að kerfi Pólverja, sem ekki niega bregðast, fóru að riðlast. Júgóslavar komust yfir og sigruðu 18-16 — en markvörður Pólverja Szimzka var stórkost- legur. Slik markvarzla hefur aldrei sézt fyrr. Sovétrikin og Tékkóslóvakia spiluðu um 5.-6. sætið. Það varð 50 marka leikur og Tékkarnir urðu að „gúmmitékkum” i höndum rússneska bjarnarins. Þeir rússnesku voru miklu betri i skemmtilegum leik, en sigruðu þó ekki nema með 26-24 eftir 14- 11 i hálflcik. Eina landið i Vestur-Evrópu, sem komst i úrslit, var Dan- mörk. Danir léku við Ungverja um 7.-8. sætið. Sé sá leikur það bezta, sem Vestur-Evrópa hefur upp á að bjóða i handknattleik, er sú iþrótt ekki upp á marga fiska i þeim heimshluta. Það er af, scm áður var, þegar Norður- löndin voru i fremstu röð. Danir byrjuðu sæmilega, en fljótt fór vindurinn úr þeim. Ungverjar komust i 12-6 og sigruðu 22-15. Ekki vcrður þó af Dönum skafið að þeir hafa yfir- lcitt lcikið af skynsemi og fengið út úr liðinu það, sem i þvi bjó og stundum töluvert betur. Grimmdina skorti dönsku leik- mennina ekki eða sigurviijann — nokkuð, sem islenzkir hand- knattleiksmenn mættu gjarnan taka upp og fara eftir. sama er að segja um Veiss, sem kom inná fyrir hann. Af útileik- mönnunum bar mest á Káhlert, sem skoraði 4 mörk og var mark- hæstur Þjóðverja. Hjá Rúmenum var Birtalan markhæstur með 7 mörk. Dönsku dómararnir dæmdu sérstaklega vel þennan erfiða leik og létu áhorfendur ekkert á sig fá. Ahorfendaskarinn stóð vel og dyggilega með sinum mönnum, en sýndi sannan iþróttaanda, þegar Rúmenum voru afhent verðlaunin að leik loknum með þvi að fagna þeim vel og innilega. • • ROÐIN Röðin i heimsmeistara- keppninni i handknattleik varð þannig: 1. Rúmenia 2. A-Þýzkaland 3. Júgóslavia 4. Pólland 5. Sovétrikin 6. Tékkóslóvakia 7. Ungverjaiand 8. Danmörk 9. V-Þýzkaland 10. Sviþjóð 11. Búlgaria 12. Spánn. Sama röð á þremur efstu og á IIM 1970. Vörukynnins á morgun Kaupgarður á leiðinni heim Smiöjuvegi 9 Kopavogi Nú bjóðum við áfangastaði um allan heim British airways British airways BEA OG BOAC SAMSTEYPAN"

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.