Tíminn - 18.01.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.01.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 1966 5 Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjárl: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þóraxinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. FnUtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrífstofur i Eddu húsinUj sfmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af greiðslustmi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.l. Ríkisstjórnin gegn iðnaðinum Það mun flestum framsýnum mönnum ijóst, að batn- andi þjóðarhagur byggist öðru fremur á tvennu, aukinni framleiðslu, meiri framleiðni og betri nýtingu fram- leiðslunnar, það er íslenzkum iðnaði og eflingu hans. Tæknivæðingin og vísindastarf mun hafa hér úrslita- þýðingu. Fyrstu 15 árin eftir stríðið efldist íslenzkur iðnaður allverulega, þó að betur hefði þurft að vera en nú síð- ustu árin, þegar iðnaði annarra landa hefur blátt áfram fleygt fram, hefur íslenzkum iðnaði verið teflt í mikla tvísýnu og þróunin ekki orðið eins ör og skyldi. Við nán- ari athugun sést og, að sú ríkisstjórn, sem nú situr, beitir sér blátt áfram gegn iðnaðinum og hikar oft og einatt ekki við að fórna honum og hag hans fyrir gróða- hagsmuni annarra aðila, sem hún ber fremur fyrir brjósti og miðar stefnu sína og aðgerðir við. Þetta sést og gerla af ótvíræðum vitnisburðum, þegar forsjármenn iðnaðarins gera upp sín'mál, og jafnvel þeir, sem stutt hafa Sjálfstæðisflokkinn, geta ekki orða bundizt um það. í tímaritinu „íslenzkur iðnaður”, síðasta hefti ársins 1965, er t.d. viðtal við formann ..Fél. ísl. iðnrékenda. Gunnar J. Friðriksson, og er því valið heitið „Erflðari aðstaða iðnaðarins" og er það í fullu samræmi við efni. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi um álit formannsins á iðnaðarstefnu stjómarinnar: „Þegar nokkuð tekur að rætast úr í þessum efnum, verður það verðbólgan, sem gerir alla hluti mjög erf. iða og skerðir samkeppnisaðstöðu iðnaðarins .... Hafa undirboð erlendra framleiðenda á þessum vörum einnig skaðað íslenzkan iðnað mikið .... Gunnar J. Friðriksson sagði, að mikill fjárskortur hefði háð iðnaðinum. Iðn- aðinn vantaði bæði aukið rekstrarfé og aukin stofnlán .... Iðnaðurinn gæti ekki tekið meira á sig í dag, hvorki aukna samkeppni né minnkaða tollvernd og teldi sig hafa loforð stjórnarvaldanna fyrir því, að ekki verði í bráð gerð breyting á högum iðnaðarins tii hins verra í þessum efnum . . . . Þá væri rétt að hafa það í huga, að fyrir nokkrum árum hefðu ýmsir iðnrekendur verið með áætlanir um framleiðslu til útflutnings, sem þá virt- ust framkvæmanlegar. En eftir verðlagsþróun síðustu ára hafa flestar þessar áætlanir orðið að engu . . . . " Margar fleiri tilvitnanir mætti nefna því til sönnunar að iðnrekendur vita og finna sjálfir, að stjórnarstefnan er hreinlega sú að beita sér gegn íslenzkum iðnaði. Er nóg að Bjarni lafi? Ríkisstjórnin ber fram ýmsar afsakanir því til rétt- lætingar, að hún sitji, þótt henni takst ekk að stöðva verðbólguna. Formaður Félags ísl. iðnrekenda hefur annað álit á því máli og segir svo í ofangreindu viðtali: „Að lokum kvað formaður Fél. ís|. iðnrekenda það frumskilyrði fyrir því, að iðnaðurinn gæti þróazt og eflzt, að verðbólgan yrði stöðvuð". Hann er sem sagt ekki sammála forsætisráðherranum um það, að það sé nægileg „stjórnarstefna” að Bjarni Benediktsson lafi á stjórnarstóli. Hann telur annað mik- ilvægara skilyrði þess, að einn meginatvinnuvegur þjóð- arnnar haldist við, og munu forystumenn annara megin- atvinnuvega taka undir það með honum TÍMINN Gísli Magnússon, Eyhildarholti; r Alögur og dleyst mál i. Skattar eru háir á íslandi, Á- ætlaðar tekjur samkv. íjárlög um hafa fimmfaldazt á fáum ár- um. Raunverulegar tekjur ríkis sjóðs hafa Þó hækkað miklu meira og farið meira en þúsund milljónir fram úr áætlun á 4—5 árum. Þó gerast þau undur á ár inu 1964, að þá verður á þriðja hundrað míllj. kr. greiðsluhalli hjá ríkissjóði — þrátt fyrir ein muna góðæri, ofboðslegar tekj ur, niðurskurð verklegra fram kvæmda og hátíðleg fyrirheit um sparnað á 59 útgjaldaliðum, Tekjur ríkissjóðs eru teknar með tollum og sköttum í ótelj andi myndum, með óteljandi nöfnum. Skattarnir hækka og margfaldast. Hinir eldri hækka með hverju ári, sumir oftar en einu sinni á sama árinu. Nýr skattur kviknar með nýju tungli. Sumir hínar mestu furðu skepnur, þvi að mátturinn til þess háttar sköpunar er mikill og frjór. Varla mun á margra færi að þylja þá runu alla. Hér skulu nokkrir nefndir: Sérskattur á bændur, ríkis- ábyrgðaskattur, sérskattur á timþur, sérskattur á sement, sér skattur á steypustyrktarjárn, iðn lánasjóðsskattur, launaskattur, aðgönguskattur á veitingahús, vegaskattur, hækkun á sölu- skatti sí-endurtekin, hækkun á ibenzínskatti, hækkun á eignar .skatti-’á fasteignir. Þarna eru komnir 12 viðreisn arskattar og vantar þó míkið á, að fulltalið sé. Og enn lengist runan með tilkomu hinna nýju jólaskatta: Ný hækkun á benzínskatti, ný hækkun á þungaskatti, ný hækk un á eignarskatti á fasteignir, nýr bifreiðaskattur, nýr raf- magnsskattur, nýr gjaldeyris- skattur, sem hækkar vöru- verð í landinu um hundruð míllj óna og glæðir drjúgum verð- bólgubálið, enda ekkert annað en dulbúin gegnisfelling. Ný hækk un á óteljandi aukatekjuliðum ríkissjóðs, allt að 100% á sum um. Ótalin eru þjónustugjöld ýmis, sem hækkað hafa drjúgum frá því er „viðreisn" hófst og nú hefja nýtt flug með nýju ári. Póstburðargjöld hafa hækk að. Símagjöld hafa hækkað. Út varpsgjöld eíga vafalaust eftir að hækka og ótal margt fleira. Allt stefnir í viðreisnarátt. Nú mætti ætla að hver heil- vita maður viðurkenndi þá stað reynd, að skattheimta hins opin bera hefur farið æ vaxandi og aldrei verið svo greipaglennt sem nú. Þó er ekki svo. Ef trúa mætti því að ritstjórar stjórnarblað- anna segðu satt, hafa skattar allt af verið að lækka frá því er við reisn hófst. Áður var það skattránsdraugur Eysteins, sem húsum reið svo að hrikti i. Það er eins og mennimir haldi, að þeir séu að skrifa fyrir ein tóma hálfvita, s. a. m., snjall- asti penni Morgunblaðsins, var, meðan hann var ekki múlbund inn eins konar samvizka flokks ins, „góð eða vond eftir atvik um,“ eins og stóð í Speglinum forðum. Og „atvikin" ollu því, að samvizkan var sjaldan góð. Með al þessara .atvika" voru skatta lækkunarskrif stjórnarblaðanna. Þeim skrifum lýsti hann skil- Gísli Magnússon. merkilega með svofelldum orð um; „Það hlýtur að vera leiðinda- starf að stantda í því að telja öðr um trú um hlut, sem maður trúir ekki sjálfur og veit jafnvel að aðrir fást ekkí til að trúa held ur." II. Með fámennri þjóð, sem þó vill halda til jafns við aðrar stærri um andlega menningu og efnalegar framfarir, er ekkert eðlilegra en að álögur séu mikl ar. Þó má gjaldheimtan aldrei ganga svo langt, að hún verði tíl tálmunar heilbrigðu framtaki ein staklinga og félaga. Þá stangast hún við eigin tdgang. Hér skal eigi um það dæmt, hvort álögur á íslenzka gjaldþegna hafa þegar náð skynsamlegu hámarki, hvort þær eru eitthvað yfir því eða undir. Hitt er bersýnilegt. að álögur eru Þegar orðnar svo þungar, að þess verður umfram allt að gæta, að þær komi rétt látlega niður, og sporna við því að þeir, sem betur mega og ekki eru haldnir of mikilli samvizku semi, fái velt eigin byrðum á annarra herðar. Þá verður og í annan stað að krefjast þess, að æ vaxandi hluta þeirra Þúsunda milljóna, sem þjóðin geldur í sameiginlegan sjóð, sé varið til skípulegrar uppbyggingar, efna- legrar og andlegrar, um gervallt land, en lækkandi fari þær geig vænlegu fúlgur, sem ganga til ó- frjórrar eyðslu og annarrar, sem úr mætti vafalaust draga með bættu skipulagi og skynsamlegum verðbólguhömlum. Skal nú vikið að þessu nokkru gerr. III. Almennt er talið, að mikil brögð séu að skattsvikum. Morg unblaðið talar um ..stórfelld skattsvik." Bragð er að, þá barn ið finnur. Ýmsir telja, að van- heímtur á söluskatti nemi jafn vel hundruðum milljóna. Skatt svik eru þjófnaður. Skattþjófnað ur bitnar á Þeim, sem grandvarir eru og heiðarlegir. Gunnar Thóroddsen sýndi það lofsverða framtak, að koma á fót skattrannsóknadeild og fkk þar tU forstöðu ágætan mann. Ekki mun þessi sjálfsagða ráð- stöfun hafa orðið til þess að auka vinsældir ráðherrans í innsta hring íhaldsins, enda hrökklaðist hann frá embætti skömmu síðar. Ekki fara heldur sögur af því, að svo vel hafi verið að rann- sóknadeildinni búið, að hún gæti þegar hafið störf af fullum krafti. Morgunblaðið taldi líka „nauðsyn legt“ að fara Þarna fyrst um sinn ,,nokkuð með löndum", þ. e. sýna skattþjófum nokkra vægð. Og sama sakleysingjablað taldi það „skynsamlega ákvörð- un“, sem meiri hluti Alþingis tók í þinglok 1965, að fella niður sektir, ef skattþegn hefði játað skattstuld fyrir 1. marz 1966 — rétt eins og þegar smáþjófar á unglingsaldri fá skilorðsbund- inn dóm. í 6 ár hefur ríksstjórnin verið að laskka skatta og koma á efna hagslegu jafnvægi. í 6 ár hefur hún veríð að spara. Þó játar að- almálgagn stjórnarinnar að vitað sé, ,,að ýmiss konar eyðsla hefur gengið úr hófi fram. Er hér um svo mikla fjármuni að ræða", heldur blaðið áfram, „að full Þörf er áreiðanlega á auknu að- haldi.“ Hvað er að heyra! Enda þótt þarna sé fyrst og fremst verið að sneiða að fyrr verandi fjármálaráðherra og að , vísu heldur ómannlega, er fullyrð ing blaðsins vafalaust rétt. Og þegar gjaldheimtan er orðin það gífurleg, að hún gengur með vissu nærri gjaldþoli þorra manna, þá ætti að vera tímabært að takmarka óhófseyðslu og beina fjármagni og vinnuafli í vaxandi mæli að Þeim verkefnum, sem vanrækt hafa verið og ó- leyst bíða alþjóð t,il tjóns. IV. Framlög til rannsókna í þarf ir atvinnuveganna eru skorin við nögl. Skólamálin í öngþveiti. Fjár veitingar til smíði nýrra skóla húsa lækkandi. Ungmenna- fræðsla í sveitum í afturför. Bráðum 20 ár liðin frá því er síð asti héraðsskólinn var reistur. Ráðstöfunarfé til félagsheimila og íþróttamála uppurið langt fram í tímann. Sjúkrahúsmálin f óefni, smíði nýrra sjúkrahúsa mörg ár á eftir knýjandi þörf. Framlög til flugmála alls ófull nægjandi. Hafnarframkvæmdir mörg ár á eftir tímanum og í engu samræmi við almannaþarf ir. Vegafé svo naumt, að til vandræða horfir. Nýir vegir að- eins fáir kílómetrar á ári og við haldið Þvílíkt, að vegirnir versna ár frá ári og verða alls ófærir ínn an skamms, ef svo heldur fram. Framlög til rafvæðingar í sveit um lækka. Ekkert raforkuver reist síðan að íhaldsstjórnin settist á laggir. Ekkert hugsað fyrir því, af opinberri hálfu, að fullnýta innlenda framleiðslu- vöru. Þess i stað samið við er- lendan auðhring um stofnun er- lendrar stóriðju í mesta þéttbýl inu — til að ljúka við að sporð reisa landið. Það er kína-lífs-elix ír ríkisstjórnarinnar. Það er sú ,,atvinnubylting“, sem Morgun bl. segir sigri hrósandi að sé ,,f uppsiglingu á íslandi" En skattarnir hækka og verð bólgan vex. í þessum staðreyndum spegl ast hin hversdagslega ásjóna íhaldsins, þegar það eitt fær að ráða og þarf ekki að setja upp sunnudagssvip. ÞRIÐJUDAGSGREININ I.,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.