Tíminn - 18.01.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1966, Blaðsíða 1
Þessi mynd er aí reykvíska báta flota|num í heimahöfn. Það sést á þessari mynd, að ekki vantar bát ana, og nógur er fiskurinn. Hins vegar er stjórnarfarinu þannig hátt að í landinu hér um þessar mundir, og hefur verið nokkra hríð, að ekki er hægt að senda þessa báta á veiðar, öðruvísi atn eiga vist tap sem nemur 330—350 þúsund krónum á meðalbát. (Tímamynd GE) Útgerðarmenn í Reykjavík segja: 330-350 þús. kr. tap að gera út á bolfískveiðar 'fi 'i • > » V^ti ZX.. SCL 30% LEYFISGJALD SETT Á FOBVERÐ JEPPABlLA ALLRA ÞJOÐA FOLK GISTI I „STEININ- UM“ í EYJUM SK-Vestmannaeyjum, mánudag. Gullfoss kom hér við í gær- kvöldi á leið sinni til Reykjavíkur og skildi hér eftir Færeyinga, sem ráðnir hafa verið til vinnu og svo tuttugu manna hóp, sem ætlaði að fá vinnu. Fólkið fór á lögreglu- stöðina hér í gærkvöldi til að biðj ast gistingar þar sem það var vega laust og allslaust og gisti þar um nóttina. Fólkið bjó um sig bæði í klefunum og í réttarsalnum. Sumt var með svefnpoka og annað með teppi. Þetta var allra þjóða fólk. Það var frá Nýja-Sjálandi, Ástra- líu, Kenya, Uganda, Suður-Afríku, Austurríki, Englandi og Svíþjóð. Framhald á 14. síðu. FB-Reykjavík, mánudag. Fjármálaráðuneytið tilkynnti í dag innflytjendum jeppabifreiða, að ákveðið hefði verið að leggja 30% leyfisgjald á þessa tegund bíla, og er leyfisgjaldið lagt á fobverð bílanna. Hingað til hefur ekkert slíkt gjald verið greitt af jeppum, þar sem þeir hafa verið taldir til landbúnaðartækja, en nú hefur það sýnt sig, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins, að þeir eru jafnt notaðir af bænd- um, sem þeim er í kaupstöðum og bæjum búa, og þar með orðnir almenningsfarartæki. Samkvæmt upplýsingum, sem Björn Hermannsson deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu veitti blað- inu í kvöld, gengur hækkunin í gildi strax, að öðru leyti en því, að þeir sem búnir eru að panta bíla, og hafa fengið pöntunina staðfesta fá þá á því verði, sem þeir voru á, er bílarnir voru pant- aðir. Leyfisgjald fyrir foiksbíla er nú 125%, en leigubílstjórar fá fólksbíla með aðeins 30% gjaldi. Hækkunin á jeppabílunum nær jafnt til bænda sem annarra í framtíðinni. Með tilkomu leyfisgjaldsins hækka jeppabifreiðirnar um 22 til 50 þúsund krónur eftir tegund- um, og eftir því hvernig þeir eru Framhald a 14. s»ðu Elexír-máliö sent yfirsakadómara IGÞ-Reykjavík, mánudag. Eíexír-mál það, sem Tíminn hefur birt fréttir af a'ð undan- fömu, hefur nú tekið nýja og óvænta stefnu. Borgarlæknis- embættið hefur vísað því til yfirsakadómara, sem síðan hef ur falið rannsóknarlögreglunni það til athugunar. Virðist svo sem auglýsingamiðar, sem um boðið iætur fylgja elexírnum og liunanginu, brjóti í bága við við frá árinu 1932 og þá vænt- anlega einnig upptalning á verkunum þessarar ,allrameina bótar’, er birtist hér í biað- inu á sínum tíma og tekið var upfp úr auglýsingamiðunum. Að vísu var sumt af lesmálinu á kínversku, en það vefst von- andi ekki 'fyrir rannsóknarlög reglunni að ráða fram úr henni. í dag barst Tímanum yfirlýs ing frá Birni Önundarsyni. að stoðarborgarlækni, þar sem hann skýrir frá fyrrgreindum aðgerðum embættisins. Yfirlýs ing hans fer orðrétt hér á eft ir: Framnaid 5 ms 14 ■ SJ-Reykjavík, mánudag. Á fundi með stjórn Útvegs- mahnafélags Reykjavíkur í dag kom fram hörð gagnrýni á afstöðu stjómarvalda til útgerðarmanna á smærri bátum og sýndi stjómin fram á með rökum, að verðákvörð- un yfirnefndar á bolfiski leysti engan vanda og að gmndvöllur fyrir bolfiskveiðum væri ekki tiL Sl. laugardag kom Útvegsmanna félag Reykjavíkur til fundar og samþykkti eftirfarandi ályktun: „Fundur Útvegsmannafélags Reykjavíkur, haldinn 15. janúar 1966, harmar þau sannindi, sem virðast koma fram við verðákvörð- un yfimefndar á bolfiski, að gmnd völlur fyrir þeim veiðum skuli ekki vera til. Samkvæmt þeirri áætlun, sem lögð var fram sem grundvöllur fyrir línu og netaveiði á vertíð- inni 1966 og ekki hefur verið hrak in, sýndi að bátinn vantaði við óbreyttar aðstæður kr. 548.000.00 til að ná rekstursjöfnuði. Við þær breytingar á verði, sem yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins hef- ur ákveðið, lækkar þessi tala um ca. 200—220 þús., vantar því kr. 330—350 þús. fyrir bátinn, til að rekstursgrundvelli verði náð. Þeirri verðhækkun, sem yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað, var þó aðeins náð með því að færa frá annnarri grein sjávarútvegsins, síldveiðunum, yf- ir til bolfisksveiðanna. Er því sýnilegt, að enginn grundvöllur er enn fyrir bolfiskveiðunum. Til þess að forðast, að hinir al- varlegustu hlutir geti gerzt, sem skaða mundu ekki aðeins útgerð- ina, heldur allt þjóðfélagið, skor- ar fundurinn á Alþingi og ríkis- stjórn og sérstaklega hina stjóm- skipuðu nefnd að fara eftir tillög- um útvegsmanna með að létta af þeim hluta fiskiflotans sem bol- fiskveiði stunda, einhverjum af þeim álögum, sem á honum hvila nú. Telur fundurinn, að þai eð Al- þingi og ríkisstjórn hefur ekki tekizt að halda dýrtíðinni það niðri, að aðal gjaldeyrisöflunin gæti staðið undir sínum rekstri, beri þeim að fara þær leiðir, sem tiltækastar þykja til að tryggja örugga afkomu þessa lífakkeris þjóðarinnar“. í stjóm Útvegsmannafélags Reykjavíkur eru Andrés Finn- bogason, formaður, Jóhannes Guð- jónsson og Halldór Snorrason. Þeir ræddu á víð og dreif um vandamál útgerðarinnar og sögðu í upphafi, að þeir teldu ekki að afstaða yfirnefndar hafi verið þægileg, en aftur á móti yrði að gera eitthvað róttækt til að rétta við hag báta sem stunda bolfisk- veiðar, ef unnt ætti að vera að gera bátana út hallalaust. Útvegsmenn i Reykjavík gera nú út 66 báta, 45 eru undir 120 lestum og 21 er 120 lestir og Framhaid á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.