Tíminn - 18.01.1966, Page 6

Tíminn - 18.01.1966, Page 6
(ÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 1966 þetta eru pólsku landsliðsmennirnir, sem sigruðu íslenzka landslðið í Gdansk á sunnudagnn. Myndin var tekin á æfingu hiá pólska liðinu, þegar það var í Danmörku í siðasta mánuði. Pólsku stórskytturnar komu ís- lenzku vðrninni í opna skjðldu íslenzka landsliðið í handknattleik tapa ði fyrir Pólverjum 19:27. Alf—Reykjavík, mánudag. Það voru slæmar fréttir, sem bárust til Reykjavíkur frá pólsku borginni Gdansk síödegis á sunnudaginn, fréttir um stórt tap íslenzka landsliðsins í handknattleik í fyrri leikn- um gegn Pólverjum í heimsmeistarakeppninni. Samkvæmt frásögn Ásbjarnar Sigurjónssonar og Karls Benediktssonar, landsliðsþjálfara, kom styrkleiki Pólverja í þessum leik á óvart, og var þó vitað, að Pólverjarnir væru sterkir. Það voru einkum stórskytturnar pólsku, Cholew, Kloseks og Mielzcuk, sem komu íslenzku vörninni í opna skjöldu, en hvað eftir annað skoruðu þessir leikmenn úr uppstökkum langt úti á vellinum með hörkuskotum. Og þegar yfir lauk, var munurinn 8 mörk, Pólverjum í hag, 27:19. Þessi úrslit valda miklum von- brigðum. Sá, sem þetta ritar, bjóst alveg eins við pólskum sigri á útivelli, en það hvarflaði aldrei að manni, að munurinn yrði 8 mörk, jafnvel þótt haft væri í huga, að fyrir skemmstu hlaut júgóslavneska landsliðið slæma út reið í Gdansk fyrir Pólverjum. Að fá 27 mörk á sig talar sínu máli um slakan varnarleik og mið ur góða markvörzlu. Og sam- kvæmt frásögn þeirra Ásbjamar og Karls landsliðsþjálfara, var sóknarlekurinn heldur ekki upp á marga fiska. Ótímabær skot dundu á pólsku vörninni, sum fóru í gegn, en önnur hirti pólski markvörðurinn. Átti ísl. liðið um 50 skot að marki, en aðeins 14 af þeim höfnuðu í netinu. Fimm mörk skoraði Gunlnaugur Hjálm- arsson úr vítaköstum. Ingólfur Ósk arsson átti slæman leik og skor- aði aðeins 1 mark úr 10 skot- um. Og nýtingin hjá öðrum skot- mönnum var heldur ekki góð. Birgir á 7 skot og skorar 2 mörk. Ragnar á 6 skot og skorar 2 mörk. Karl Jóhannsson á 8 skot og skor ar 2 mörk og Gunnlaugur á 4 skot og skorar 1 mark. Einn ljósasti punkturinn hjá íslenzka liðinu í þessum leik virð- ist vera línuspilið. Sigurður Ein- arsson skoraði tvö mörk úr -tyeim ur skotum. Og Ágúst ögmunds- son skorar 1 mark úr > tveimur skotum. En samtals fiska línu- mennirnir 5 vítaköst. Og svo vel vildi til, að Gunnlaugur Hjálm- arsson nýtti þau 100%. fslenzka liðið byrjaði leikinn ágætlega og eftir 3ja mínútna leik var staðan 2:0 fyrir ísland. Pólsku áhorfendurnir í íþróttahöllinni í Gdansk, sem voru um 1500 tals- ins, eða eins margir og rúmuðust, hvöttu lið sitt ákaft, og brátt fóru pólsku leikmennirnir að átta sig á hlutunum. Þeir jöfnuðu fljót- lega og þegar 7 mínútur voru liðn ar, var staðan orðin 4:2 Pólverj um í hag. Og þegar 10 mínútur voru liðnar, var staðan 6:3. Enn átti staðan eftir að versna fyrir íslenzka liðið. fslenzka vörnin virt ist ekki kunna ráð til að stöðva skothríð stórskyttna pólska liðs- ins, og lék nær allan tímann „flata vörn,“ í staðínn fyrir að koma út á móti og reyna tvö- falda vörn, sem er helzta svarið við langskotum. f hálfleik var munurinn orðinn 6 mörk, 14:8. Síðari hálfleikurinn var heldur betur leikinn af hálfu íslenzka liðsins, að því er ísl. fararstiórarn ir sögðu. Hin slæma útkoma í fyrri hálfleik virtist hafa miður góð áhrif á ísl. leikmennina, og þeir náðu aldrei að sýna sitt sterkasta. Síðari hálfleikinn unnu Pólverj ar með tveggja marka mun, og urðu lokatölur 27:19. Mörk íslenzka liðsins skoruðu: Gunnlaugur 6 (5 víti), Hörður Kristinsson 3, Sigurður E., Birgír, Ragnar og Karl 2 hver, Ágúst og Ingólufr 1 hvor. Eftir leikinn sagði Karl Bene diktsson, að pólska landsliðið hefði i þessum leik sýnt mun betri leik en gegn Dönum í Kaup- mannahöfn í desembermánuði sl., en þann leik sá Karl einmitt. Áleit, Karl, að Pólverjar íefðu náð að sýna sitt bezta, en hann var að vonum óánægður með frammistöðu ísl. liðsins, sem hann sagði, að hefði leikið langt undir getu. Dómarinn í leiknum var austur þýzkur, og voru íslenzku leik mennirnir ekki alls kostar ánægð ir með túlkun hans. Verðum að vinna Dani Úrslitin í landsleiknum í r Gdansk hafa valdið miklum vonbrigðum, því með þeim hafa minnkað til muna lík- urnar til þess, að ísland komist i lokakeppni heims- meistarakeppninnar. Út af fyrir sig hefði eins til tveggja marka ósigur ekki þurft að valda neinum vonbrigðum, því það er al- kunn staðreynd, að erfiðara er að leika á útivelli en heimavelli, og oft getur sterkara lið tapað á útivelli. En munurinn í Gdansk varð 8 mörk — 8 stór mörk fs- landi í óhag. Vel getur svo farið, að íslenzka landslið- ið vinni Pólverja í síðari leiknum í Laugardalshöll- inni, en tæplega með 9 marka nmn. Og þar sem markatala ræður, ef lönd verða jöfn að stigum, verð- um við því að krækja í stig frá Dönum til að eiga ein- hverja möguleika til að kom ast í lokakeppnina. Þess vegna er það, að landsleikurinn í Nyborg annað kvöld gegn Dönum er afar þýðingarmikill fyrir okkur. Með því að sigra mundi kvikna nýr vonar- neisti, en tap þýðir það, að staða okkar verður ískyggi- lega vonlítil. — alf. Pólverjar svindluðu! Eins og áður hef.. verið sagt frá, var pólska handknattleikslið- ið Slask meðal 8 liða í Evrópu- bikarkeppninni, sem keppa um Evrópubikarinn, en Slask hafði unnið dönsku meistarana Árhus KFUM. Fljótlega eftir síðari leikinn kærðu Danir Pólverja á þeim for- sendum, að þeir hefðu notað með liði sínu leikmenn frá öðru félagi. Nú hefur gengið dómur í þessu máli, og kæra Árhus KFUM verið tekin til greina. Eru Pólverjar dæmdir úr keppni, en danska lið- ið verður meðal 8 liðanna og leik ur gegn Redbergslid frá Svíþjóð. Mál þetta hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli í Danmörku. Eins og kunnugt er, þá eru fs- landsmeistararnir FH meðal 8 liðanna, sem eftir eru í keppn- inni. Liverpool mátti þakka fyrir jafntefli Hsím—mánudag. Liverpool hefur nú náS 3ja stiga forustu í 1. deild á Eng- landi eftir jafnteflisleik á An- field Road vi'ð WBA, þar sem Burnley tapaði í Sheffield fyr ir United. Og enn lék lánið við Liverpool-liðið, því eftir aðeins 14 mín. hafði WBA — Brown og Kaye — skorað tvö mörk. Varnarleikmönnunum Milne og Byrne tókst að jafna fyrir hlé, — og í síðari hálf- leik var ekkert mark skorað. WBA var betra liðið allan leikinn — lék mjög vel við erfiðar aðstæður — og hefði verðskuldað sjgur. Úrslit urðu annars þessi í leikj- unum: 1. deild. Aston Villa—Nottm. Forest Blackburn—Arsenal Blackpool—Everton Fulham—Manch. Utd. Leeds—Stoke City Liverpool—WBA Sheff. Utd.—Burnley Tottenham—Newcastle West Ham—Northampton 1:1 Tveimur leikjum í deildinni var frestað. Liverpool er nú efst með 39 stig (27 leikir), Burnley hefur 36 (26), Leeds 33 (24) og Manch. LRd. 33 (26) en það var eina liðið af þeim efstu. sem hlaut bæði stig in. Charlton skoraði eina markið gegn Fulham í fyrri hálfleik. Tottenham tapaði óvænt stigi heima gegn Newcastle — og tii marks um veðráttuna á Englanöi á laugardaginn sagði Bill Higgs i BBC: — „Það var svo kalt. a3 maður hefði frekar álitið staðinr. Norðurpólinn en Tottenham, og þó voru tveir kollegar mínir 1 blaðamannastúkunni frakkalaus- ir“. 2. deild: Bury—Leyton Orient 3:0 sóknaræikurinn heldur ekki upp Coventry—Plymouth 5:1 Derby County—Ipswich 2:2 Manch. City—Preston 0:0 Rotherham—C. Palace 3:0 Wolves—Huddersfield 2:1 Úlfarnir unnu hinn þýðingar- mikla leik gegn Huddersfield, en markatalan 2:1 gefur ekki rétta hugmynd um yfirburði þeirra í leiknum. Manch. City náði við það forustu í deildinni með 35 stig, en Huddersfield, Wolves og Cov- entry hafa 34 stig. Á Skotlandi tapaði Cdtic í Aber- deen með 3:1 eftir níu sigurleiki í röð. Rangers lék ekki, svo stað- an í deildinni breyttist ekki. Skozku meistararnir Kilmarnock unnu Dunfermline 1:0. Önnur helztu úrslit urðu þessi: Clyde—Stirling 0:1 Dundee Utd.—St. Mirren 3:0 Morton—Hamilton , 3:0 Motherwell—Partick 0:3 3:0 2:1 2:0 0:1 2:2 2:2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.