Tíminn - 18.01.1966, Blaðsíða 7
IÞRÓTTÍR
IÞROTTIR
7
ÞKIÐJUDAGUR 18. janúar 1966
TÍiyiINN
Kolbeinn Pálsson hefur fundið leið gegnum pólsku vörnina og skorar fv4%-
(Tímamynd GE)
Lélegir dómar-
ar spilltu fyrir
í kvennaleikjum
Vík, Ármann og Valur unnu í 1 .deikf.
Alf-Reykjavík, mánudag.
Fyrstu deildar keppnin í kvenna
flokki í íslandsmótinu í hand-
knattleik hófst s.l. laugardags-
kvöld a Hálogalandi meffi þrem-
ur leikjum, sem allir voru meira
og minna eyðilagðir af lélegum
og reynslulitlum dómurum. Eft
ir leikina komu nokkrar stúlkn-
anna að máli við þann, sem þetta
ritar, og báðu um, að því yrði
komið á framfæri, að stúlkumar
úr flestum liðunum væru sár-
óánægðar með þann hátt, sem
hafður hefur verið á tilnefningu
dómara á meistaraflokksleiki
kvenna, því í flestum tilfellum
dæmdu reynslulitlir dómarar
leikina.
Þessu er hér með komið á fram
færi. Leikirnir á laugardaginn
voru vægast sagt illa dæmdir, og
yrði of langt mál að tína saman
Einu mennirnir í ísl. liðinu, sem
áttu góðan leik voru Birgir Jakobs
son, Birgir Birgis og Kolbeinn
Pálsson, en þessir leikmenn voru
ósmeykir við að reyna. Aðrir leik
menn léku undir getu, t. d. Gunn-
ar Gunnarsson, sem átti afleitan
Framhald á bls 12
alla þær vitleysur, sem fram
komu. Vil ég aðeins nefna eitt
dæmi, þegar stúlku úr Fram var
hrint harkalega út af vellinum
með knöttinn í fanginu af Vals-
stúlku, og dómarinn dæmdi Vai
innkast!!
Úrslit leikjanna urðu þessi:
FH-Víkingur 8:5
Ármann-Breiðablik 8:5
Valur-Fram 8:4
Leikur Víkings og FH var á
köflum skemmtilegur og ágæt-
lega leikinn. f hálfleik var staðan
4:3 fyrir FH Um miðjan síðari
hálfleik var staðan jöfn, 5:5, en
góður endasprettur tryggði FH
sigurinn.
Breiðlabliks-stúlkurnair komu
nokkuð á óvart gegn Ármanni.
í byrjun náði Ármann öruggu for
skoti, en í síðari hálfleik náði
Breiðablik að jafna. Þrjú síðustu
mörkin skoruðu Ármanns-stúlk-
umar og unnu 8:5.
Leikur Vals og Fram var spenn
andi fram í miðjan síðari hálfleik.
Fram náði 2:1 forystu í fyrri hálf
leik, en Val tókst að jafna fyrir
hlé, 2:2. í síðari hálfleik komst
Fram : 4:3, en á síðustu mínútun
um „skrúfuðu” Vals-stúlkurnar
upp hraða, og skoruðu fjögur síð
ustu mörkin.
Á sunnudagskvöldið fór fram
einn leikur í 2. deild karla, ÍR
sigaði Keflavík með 30:27. Akra-
nes átti að leika gegn Þrótti, en
mættj ekki til leiks.
— sigruðu í fyrri leiknum með 91 stigi gegn 44.
Alf-Reykjavík, mánudag.
Pólska landsliðið í körfuknatt-
leik var allt of sterkur mótherji
fyrir íslenzka Iandsliðið á sunnu-
daginn, þegar liðin mættust í
fyrri leiknum. Og það þurfti ekki
að koma neinum á óvart, þótt
Pólverjar ynnu með 47 stiga mun,
91:44. íslenzka liðið var eins og
höfuðlaus her án Þorsteins Hall-
grímssonar, og allt of hrætt við
Pólverjana.
íslenzka liðið reyndi kerfisbund
inn leik og tókst í byrjun allvel
upp, en svo fór, að Pólverjar
fundu svar við leikaðferðinni og
þá hnmdi allt spil ísl. liðsins nið-
ur. Á fyrstu mínútunum var stað-
an 5:3 fyiir fsland, og þegar kom-
ið var fram í miðjan hálfleik
höfðu Pólverjar aðeins eitt stig
ytfir, 12:11. En eftir þetta var ekki
um neina keppni að ræða. f hálf-
leik höfðu Pólverjar yfir 44:21 og
í síðari hálfleik héldu þeir sama
einstefnuakstrinum og unnu með
91:44.
f heild var leikurinn tilþrifalít-
ill. fsl. landsliðsmennirnir voru
allt of hræddir við Pólverjana og
fengu of lítið út úr leik sínum,
því þeim tókst oft vel að útfæra
leikkerfi sitt allt fram að skot-
stöðu. En þá brást skothæfnin —
og baráttuviljinn undir körfunni
var sáralítill, þannig, að Pólverj-
arnir hirtu nær öll fráköst undir
sinni körfu. Hefðu ísl. leikmenn-
irnir verið ákveðnari og með
meira sjálfstrausti hefðu þeir ekki
þurft að tapa með svo miklum
mun.
2 breytíngar gerðar
í kvöld fer síðari landsleik- gerðar á ísl. liðinu, fyrir leik-
urinn milli íslands og PóIIands inn í kvöld. Einar Matthíasson,
í körfuknattleik fram I íþrótta- KFR, og Kristinn Stefánsson,
höllinni í Laugardal. Ilefst leik KR, koma inn í liðið, en út
urinn kl. 20.15. fara þeir Einar Bollason, KR,
Tvær breytingar hafa verið og Ólafur Thorlacius, K^R
Pólverjarnir of sterkir fyrir íslenzka
landsliðið í körfuknattleik
FRIÐRIK OLAFSSON SKRIFAR UM REYKJAVÍKURMÓTIÐ
3. umferð
0‘Kelly—Guðm. Sigurjónss. 1-0
Björn—Kieninger biðskák
Vasjúkof—Jón Hálfd. 1-0
Böök—Guðm. Pálmas. biðskák
Friðrik—R. Wade 1-0
Jón Kristins.—Freysteinn Y2-V2
Mikill baráttuhugur einkenndi
þessa umferð, enda er nú kapp-
hlaupið um efsta sætið hafið fyr-
ir alvöru. Að lokinni þessari um-
ferð hafa stórmeistararnir þrír
raðað sér í efstu sætin, en Guð-
mundur Pálmason og Kieninger,
sem báðir eiga ólokið hagstæð-
um biðskákum, verða ekki ýkja
langt undan.
Guðmundur Sigurjónsson beitti
gegn 0‘KelIy nýtízkulegu af-
brigði Griinfeltsvarnarinnar, sem
samkvæmt sovézkum rannsóknum
á að gefa svarti viðunanlegt tafl,
en 0‘Kelly virtist luma á nýrri
heimildum og náði fljótlega að
byggja sér upp vænlega stöðu.
Guðmundur var þó engan veginn
án gagnfæra, en hann virtist ekki
finna neina áhrifaríka leið til að
draga broddinn úr sóknarmætti
íhvítu stöðunnar og hótanir
^0‘Kelly urðu brátt yfirþyrmandi.
I miklu tímahraki lék Guðmund-
Ur af sér skiptamuni og gafst upp.
'Staða hans var reyndar töpuð,
'þótt ekki hefði komið til afleik-
'urinn.
Björn Þorsteinsson fékk fljót-
lega vænlega sóknarstöðu í skák
sinni við Kieninger, en hinn síð-
arnefndi virtist ekki sérlega upp-
næmur fyrir því ‘og vísaði á bug
öllum atlögum andstæðngsins
með mikilli rósemi Bjöm þáði
drottningarkaup, þegar honum var
ljóst að sóknaráform hans myndu
ekki bera neinn árangur, en varð
síðan á sú skyssa að stofna til
mannakaupa, sem leystu úr læð-
ingi peðameirihluta andstæðings-
ins á kóngsvængnum. Kieninger
náði við þetta frumkvæðinu og
hefur góðar vinningshorfur í bið-
skákinni.
Jón Hálfdánarson svaraði
spænskum leik Vasjúkofs með af-
brigði, sem mjög var ofarlega á
baugi fyrir ári sfðan og vegnaði
honum vel í fyrstu. í 14. leik
bauð Vasjúkof upp á peð til að
opna skotlínu fyrir menn sína og
hefðj Jón líklegast átt að þiggja
peðsfórnina og láta síðan and-
stæðinginn sanna réttmæti henn-
ar. Hann hætti ekki á þetta og
versnaði þá staða hans stórum.
í erfiðri stöðu og geysimikilli
tímaþröng varð honum svo á fing-
urbrjótur og lék sig í mát.
Guðmundur Pálmason hafði
lengstum þrengri stöðu i skák
sinni við Böök en með seiglings
taflmennsku tókst honum að rétta
úr kútnum og hafði jafnvel góða
möauleika að t.aka frumkvæðið í
sínar hendur. Til að koma í veg
fyrir þetta reyndi Böök að villa
um fyrir andstæðingi sínum með
taktfskum vendingum, en hafði
ekki annað upp úr krafsinu en
peðstap og lakara endatafl. Bið-
staðan ætti ekki að vald Guð-
mundi neinum erfiðleikum.
Skák þeirra Friðriks og Wade
gekk rólega fyrir sig framan af
en segja má, að Friðrik hafi alltaf'
heldur haft frumkvæðið. f 27. leik
átti Wade kost á leið, sem hefði
jafnað taflið fyrir hann, en hann
gerði sér þetta ekki ljóst og eftir
það rataði hann sífellt í erfiðari
aðstöðu. Að lokum var hann kom-
inn í slíka úlfakreppu, að hann
gat sig hvergi hrært og máti var
hótað á tvo vegu. Gafst hann þá
upp.
Jón Kristinsson og Freysteinn
bröðust af mikilli grimmd, en
tókst hvorugum að finna veilu í
herbúðum hins. Eftir mikil upp-
skipti í miðtaflinu varð þeim svo
ljóst að frekara áframhald bauð
ekki upp á mikla möguleika og
sömdu bá iafntefli.
Biðskákirnar úr fyrstu umferð
fóru eins og vænta mátti þannig,
að Vasjúkof sigraði Jón Kristins-
son og Wade gaf skák sína við
0‘Kelly án frekari taflmennsku.
Æfingar hjá
Golfklúbbnum
Innanhúsæfingar Golfklúbbs
Reykjavfkur hefjast miðvikudag-
inn 19. þ.m. í Laugardalnum eins
og undanfarin ár Æfingartímarn-
ir eru sem hér segir:
Miðvikudagar:
Kl. 6.50—8.00 unglingar
Kl. 8,00—9,30 konur
Föstudagar:
Kl. 7,40—8,30 karlai vanir
Kl. 8,30—10,10 karlar, öyrj-
endur.
Umsjónarmaður kennslunnax er
Kári Elíasson.
1 t 1
i i t