Tíminn - 18.01.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.01.1966, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 1966 JJ TÍMINN ARABÍU LAWRENCE ANTHONY NUTTING I 49 sem var andstæð stefnu hans og hann vildi ekki eiga neinn hlut að slíku. Þetta gamla flón var blindað af öfund og tortryggni, og sá ekki að stefna hans hlaut að leiða til Þess að Frakkar hlytu Sýrland, sem þeir ágirntust ásamt hlutum Arabíu. Hann tortryggði Breta og áleit, að þaðan stafaði honum mest hætta. Lawrence grunaði eins og síðar kom á daginn, að tortryggni hans hefði verið vakin af Frökkum. Var það ekki Bremond, sem hafði vakið andúð Abdulla á Bretum? Var það ekki einnig augljóst, að Abdulla hafði eitrað hug föður síns gegn Bretum, að Feisal fjarverandi, og tryllt hann með sögunum um brezk-franska samninginn? Og ástandið átti eftir að versna. Innan tveggja mánaða breyttist afstaða Hússeins til Feisals, frá því að vera óvirk andstaða til þess beinnar andstöðu, sem birtist 1 mótblæstri gegn honum og beinni tilraun til að hvetja herina til upp- steits gegn honum. Dag nokkurn í ágúst fékk Feisal skeyti frá Mekka, þar sem Jaafar Pasha var skipaður æðsti maður arabísku norður herjanna, en samkvæmt hefð gat aðeins Feis- al klætt þessa stöðu. Jaafar komst með þessu í hin mestu vandræði og bauðst til þess að segja af sér, en emírinn neit- aði og sendi skeyti til Mekka þar sem hann mótmælti því að vera sviftur herforingjatign á fölskum forsendum, fyrir rangar sakargiftir og sökum rakalausrar tortryggni gagn- vart honum og sýrlenzkum liðsforingjum hans. Sem svar fékk hann skeyti, þar sem hann var nefndur svikari og útlagi. Feisal bauðst Þá til að segja af sér og Hússein útnefndi Zeid, sem hershöfðingja allra herjanna, en hann neitaði að taka útnefningunni. Það var nauðsynlegt að kippa þessu í lag hið bráðasta því að nú voru aðeins nokkrar vikur til stefnu til höfuðsóknarinnnar. Allenby var beðinn að koma þessu á þurrt og ákvéða hvort Feisal skyldi halda starfi sínu, þrátt fyrir fyrirmælin frá föður hans, eða hvort hann skyldi slíta öll tengsl við Mekka og lýsa yfir sjálfstæði sínu. Menn biðu í ofvæni í nokkra daga meðan Allenby reyndi að þvinga þann gamla til að skipa Feisal aftur til yfirhershöfðingja. Meðan á þessu stóð gekk á enda- lausum skeytasendingum á dulmáli frá Mekka til Feisals, og honum voru ekki vandaðar kveðjurnar, en Lawrence tókst að þýða þau, áður en hann lagði þau fyrir Feisal, og breytti þeim þannig að þau voru ekkki alveg eins móðgandi og óbreytt. Nú hófst uppreisn meðal hersins, hermennirnir höfðu heyrt ávæning af því sem var, í bígerð og túlkuðu brott- rekstur Feisals með því að hann hefði svikið. Lawrence tókst með naumindum að kæfa þessa tilburði í fæðingunni, hann lét emírinn koma fyrir liðsveitirnar og sagði þeim að „andlit þeirra snéru til Damaskus, en ekki til Mekka.“ Loks var Hússein talinn á að taka yfirlýsingar sínar aftur. í skeytinu, þar sem þetta var tilkynnt, gat sá gamli ekki setið á sér og endurtók allar þær ákærur um svik, sem hann hafði undanfarið látið dynja á syni sínum, Lawrence birti Feisal skeytið breytt. „Þetta skeyti bjargar heiðri okkar,“ sagði emírinn, og hvíslaði svo að Lawrence „ég á við heiðri nærri því allra okkar.“ Þeir hlóu báðir, en þessir atburðir og deil- ur voru ills viti. Hin glæsta steintíglamynd sameinaðrar Ara- bíu, sem Feisal og Lawrence höfðu unnið að að koma saman úr ættflokkabrotunum, með svo mikilli iðni og lagni, var nú tekið aðs undrast. Þegar sameinað og samstillt átak allra Araba var hvað nauðsynlegast til þess að herir Hússeins mættu kallast frelsarar Sýrlands og Feisal hinn eini rétti konungur landsins, þá virtist uppreisnin vera að gliðna niður í ættardeilur, sprottnar af öfund og tortryggni. Lawrence var vonsvikinn maður þegar hann kom aftur til Kairó. Ákafi hans og áhugi hafði breytzt í hundingjahátt, boðskapur hans og valdadraumar voru orðnir honum súrir, eins og vín að morgni eftir mikla drykkju liðinnar nætur. 21. Sjálfsathugun. Þegar Lawrence var nú aftur í aðalstöðvunum tók hann að undirbúa sameinaða brezk-arabíska sókn til Damaskus. Nú skyldi pretta Tyrki til að þeir álitu að Állenby myndi aftur hefja sóknina frá Jeríkó í áttina til Salt og Amman, en hann ætlaði að fara með ströndinni. Til þessa átti að útbúa gervibíla og vagna, gerviflugvélar og herbúðir í Jórdan dalnum. Arabar áttu að halda Tyrkjum í Jórdan- Amman svæðinu og loka leiðunum til Deraa „nafla tyrkn- c The New American Llbrarv UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY 11 var fegin því, að hún skyldi hafa ætlað sér tvo daga út af fyrir sig á hóteli. Á leiðinni frá Kanada til Malt- on og frá Malton til Englands hvarf kvíði Vonnie. Hún hafði aldrei fyrr farið með flugvél og allt var nýtt og spennandi, en þegar hún fór að nálgast London, varð hún óróleg. Þegar flugvélin lenti, greip hanan hrein skelfing. Ef mögulegt hefði verið, hefði hún helzt snúið við um hæl, en nú var engrar undankomu auðið. Vélin stanzaði, farþegarnir los- uðu af sér öryggisbeltin og stig- inn var settur að dyrunum. Ef ein- hver væri nú kominn til að taka á móti henni. Ef nafnið hennar yrði nú kallað í hátalarann. Miss Myra Ashlyn. En það var engin Myra Ashlyn á farþegalista þessarar flugvélar. Hún hélt áfram aC vera Vonnie, þangað til hún væri komin í gegn um tollinn . .Ef hún heyrði nafn Myru, yrði hún að láta sem ekkert væri. Annars átti enginn von á henni fyrr en eftir tvo daga Engan grunaði. að hún væri n til London, svo að það vs alveg útilokað, að naín hennar yrði kallað upp. Hún gat veirð alveg róleg. Vonnie lét, sem hún væri að athuga lásana á töskunum, hrifs- aði af þeim merkimiðana með nafni sínu og hugsaði sér að rífa þá í tætlur, þegr hún kæmi á hótelið. Vonandi gleymi ég engu, hugs aði hún og gekk léttum skrefum út í vagninn. Ferðin inn í miðhluta London var ekki sérlega spennandi. Út- borgir og götur voru ekkert frá- brugðnar því, sem hún kannaðist við annars staðar. Hótelið lá skammt frá Picca- diily og frá herbergi hennar á sjöttu hæð var útsýni yfir Picca- dilly Circus og til turnanna á Westminster. Hvað sem við tæki, ætlaði hún fyrst að njóta þessara tveggja daga. Hún tók upp það nauðsynlegasta af farangrinum, fór síðan niður í afgreiðsluna og keypti leiðbeiningabók. Hún gekk niður Haymarket og til St James garðsins. Allur grun ur um eitthvað misjafnt var horf- inn. Nú fann hún aðeins til þeirr- ar hrifningar, sem af því leiðir að vera ein í stórri borg. Þó var það ein ofurlítið viðkvæm hugsun, sem i laumaðist að. Þetta var heima borg Nigels . . .En þessari hugs- un ýtti hún frá sér. Fortíðin var búin að vera, framtíðin ekki byrj uð. Nú var um að gera, að lifa á líðandi stund, þangað til hún hefði alveg sætt sig við þá stað- reynd, að hún hefði orðiðfyrir vonbrigðum eins og þúsundir annarra, og hún yrði að yfir- vinna það. — Þegar dimmt var orðið, tók hún bíl að horninu við Markyate Avenue í St. John's Wood. Hana langaði til að líta á hús Joss frænda í laumi, svo að hún hefði einhverja hugmynd um það, svip- aða óljósu barnsminni, — þegar hún kæmi þangað í eigin persónu. Markyate Avenue var breið gata með stórum trjám beggja vegna og vel lýst. Vonnie leit á skiltin og gekk niður götuna þeim megin, sem stöku tölurnar voru á húsunum. Við nr. 9 nam hún stað- ar og horfði yfir strætið. Nr. 10 hlaut að vera húsið með limgirð ingunni og ljóskerinu fyrir fram- an. Það var hvergi ljós nema í forstofunni Rúðurnar voru gerð- ar úr' blýgleri, svo að aðeins barst skíma á næstu tré. Vonnie opnaði hliðið Sem bet- ui fór, marraði ekkert í grind- inni. Hún smeygði sér inn fyrir og hlustaði. Allt var hljótt, hvorki fótatak né vélarhljóð. Heimili Joss gamla Ashlyns var gamalt hús frá Viktoríutímanum, þriggja hæða, og stóð inni í garði. Hún gekk hægt upp eftir stígnum, og henni óx hugur við það, að húsið var í rauninni alveg um- lukt myrkri. Mundu umfram allt eftir Magn olia-trénu, hafði Myra sagt. Sjálf- sagt átti ég erfitt með að standa kyrr og mamma varð að sitja við hliðina á mér og halda í mig, þeg- ar ég ætlaði burtu. Ég stillti mig þó um að hlaupa, af því að frændi hafði lofað mér hvolpi. En svo varð ekkert af því, að ég fengi hvolpinn, þvi að ég fór rétt á eftir til Kanada. Vonnie læddist inn í garðinn og horfði gaumgæfilega á húsið. Magnoliatréð óx upp eftir veggnum, og hún sá grilla í hvít blópi. — Svo verðurðu að taka eftir því, hvort gamla rólan er þarna ennþá. Þú getur minnt frænda á það, hvað oft hann setti mig í hana, og ég — nei þú hljóðaðir, þegar ég fór of hart og of hátt upp í loftið. Vonnie nam staðar að baki nokkrum runnum og litaðist enn um. Augun vöndust rökkrinu smám saman og bjarminn frá götuljósinu gaf garðinum sinn sér staka blæ. Það virtust vera stórar grasflatir, en lítið af blómum. Vinnustofa málarans var byggð við húsið og gluggar þess virtust ná yfir heilan vegg, stórir og svart ir útlits. Allt í einu var brugðið upp ljósi í einu herberginu á efstu hæðinni. Vonnie stakk séi inn í runnana og greinarnar slógust í hana. Eitt andartak stirnaði hún upp af skelfingu Það varð undir eins aftur dimmt í glugganum. — Myra hafði sagt, að frændi hefði ráðs konu sem byggi i húsina og lík- lega var þetta hennar herbergi. Vonnie laumaðist nú til baka út á götuna, en nam stundarkorn staðar, ef ske kynni, að sá sem kveikti Ijósið hefði verið á leið út. Svartur köttur neri sér upp við fæturna á henni og malaði. Vonnie hafði gaman af köttum, en kærði sig ekki um neitt lif- andi hjá sér á þessu augnabliki, ýtti þess vegna gætilega við kisu, sem setti fyrst upp stór augu, en spígsporaði svo með rófuna bemt upp í loftið yfir grasflötina. Vonn ie andaði léttar og tók að hlusta eftir fótataki. í sama bili opnuðust útidymar. Hún faldi sig í runnunum og þorði ekki einu sinni að færa sig ÚTVARPIÐ ÞrlSjudagur 18. janúar. 7,00 Morgunútvarp. 12-00 Hádegis I útvarp. 13.00 Vi6 I vinnuna: Tlníeikar. 14.40 ViB, sem heima sitjum. Dagrún Kristjánsdóttir húsmæðrakennari talar um með ferð á . fiski. 15.00 Miðdegisút- varp. 16.00 Síðdegisútvarp. 17. 20 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 17.40 Píanóiög. 18.00 Tónlistartími barnanna. Jón G. Þórarinsson stjóiliar. 18.20 Veð urfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Magnús Jónsson syngur ítalskar óperuar íur, 20.20 Hinn eini og hinir mörgu. Hendrik Ottósson flytur þriðja erindi sitt. 20.40 Sifc- fónía nr. 46 í B-dúr eftir Haydn. 21.00 Þriðjudagsleikritið: Hæst ráðandi til sjós og lands“. Þættir um stjónartíð Jörundar hunda dagakonungs eftir Agnar Þórð arson. Leikstjóri: Flosi Ólafs son. 22.00 Fréttir og veðurfregn ir. 22,15 Átta ár j Hvfta búsinu. Sigurður Guðmumdsson skrjfst,- stjóri flytur kafla úr endurminn ingum Trúmans fyrrum Banda ríkjaforseta. 22.35 „Brennandi ást“ og önnur Vínarlög. 23.00 Á hljóðbergi. Björn Th. Björnsson listfræðingur velur efnið og kynnir: Anna Borg og Poul Reumert l'eika „Galgemanden", miðsvetrarsögu eftir Runar Schildt. 24.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. jan. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degjsútvarp 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 1440 Við, sem heima sitjum. Sigríður Thorlacius les skáldsöguna „Þei, hanm hlustar" eftir Sumner Locke Elliot (2). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síð degisútvarp. 17.20 Framburðar kennsla í esperanto og spænsku. 17.40 Gítarlög 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Á krossgötum" eftir Aimée Sommerfelt Þýðandi: Sig urlaug Björnsdóttjr 18.20 Veður fregnir. 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir 20.00 Daglegt mál Ámi Böðvarsson flytur þáttinn 20.05 Efst á baugi. 20.35 Raddir lækna Einar Helgason talar um sykur sýki. 21.00 Lög unga fólksins. Gerður Guðmundsdóttir kynnir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22. 15 „Gistingin í Forsæludal", smá saga eftir Jörund á Hellu Jó- lann Pálsson leikari les. 22.35 Kammertótnleikar i útvarpssal. Ingvar Jónasson og Guðrún Krist insdóttir, Simon Hunt og Rose Vliller leika. 23.20 Dagskrárlok Á morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.