Tíminn - 20.01.1966, Side 5
FIMMTUDAGUR 19. janúar 1966.
Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framtvæmdastjórl: Krtstján Benediktsson Kitstjórar Þórarmn
Þórarinsson (áb). Andrés Krlstjánsson lón Helgason os tndriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar Tómas Karlsson óug
lýsingastj.: Steingrlmur GJslason Ritstj skrifstofur i Kddu
húsinu, sjmar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af
greiðshrslmi 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur
sími 18300. Áskriftargjald kr 95.00 á mán innanlands — í
Iausasöltr kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA b.l
Hvað gerist í Hvalfirði?
Alit bendir til þess, að stórframkvæmdir á vegum
atlantshafsbandalagsins og bandaríska hersins séu í
^ann veginn að hefjast í Hvalfirði, þó e'kki heyrist orð
mi það enn frá ríkisstjórninni. Er fullkomin ástæða til
að krefja ríkisstjónnina nú þegar skýrra svara um
það, hvaða framkvæmdir hún hafi leyft þar og hve mikið
vinnuafl þær muni taka nú í sumar, ef ákveðnar hafa
wrið.
Eins og kunnugt er voru mál þessi rædd á Alþingi fyr
ir alllöngu, og ríkisstjórnin krafin svara, sem þó reynd.
ust óljós og ónóg. Af þeim var þó helzt að skilja að ríkis-
stjórnin hefði fallizt á það — á bak við Alþingi eins og
vant er — að leyfa legufæri og hafnargerð fyrir kafbáta,
sem tiltaékt væri, ef á þyrfti að halda. Stjórnin gerði
þó sem minnzt úr þessum framkvæmdum en varðist
allra nákvæmra fregna af því, hve mikið ætti að gera.
Framsóknarflokkurinn lýsti sig þá þegar algerlega and
vígan þessum áformum og leyfum til þeirra á þeim
grundvelli, að hann teldi ekki ástæðu til að leyfa meiri
erlendan herbúnað hér miðað við horfur í alþjóðamál-
um. Mótmælt flokkurinn algerlega fyrirhuguðum hern
aðarframkvæmdum í Hvalfirði og leyfi til þeirra af
íslenzkri hálfu.
Síðan hefur málinu ekki verið hreyft af hálfu ríkis-
stjómarinnar opinberlega og munu ýmsir hafa gert sér
nokkrar vonir um, að stjórnin mundi hugsa sitt ráð bet-
ur og jafnvel hætta við þetta. Allt bendir hins vegar til
nú, að sú sé ekki raunin. Nú eigi að hefjast handa, jafn-
vel í stórum stíl. Stjómin virðist ekki ætla að hika við
að bæta þessu ofan á erlenda alúmínverksmiðju til þess
að sópa vinnuaflinu frá íslenzkum atvinnuvegum, þótt
ýmsum mikilvægustu greinum þeirri liggi við stöðvun
af fólksskorti. Nú vantar þúsund menn á vertíðarbátana.
Hvað segja útvegsmenn um þetta.
Tíminn mótmælir enn fyrirhuguðum herframkvæmd
um í Hvalfirði og krefst þess, að stjórnin geri þegar taf-
arlaust fulla grein fyrir því hvað það er sem hún aetlast
fyrir í þessu máli, og hvaða framkvæmdir hún hefur
leyft þar eða ætlar að leyfa á næstunni. Þjóðin ætlast
til, að dregið sé úr hersetunni hér, en hún ekki aukin.
Þjóðin öll krefst skýrra svara um þetta.
Einræðissvipunni lyft
Forráðamenn Þingeyjarsýslna i sveitarstjórnarmálum
og atvinnumálum hafa einróma gert merkilega samþykkt
um hörð mótmæli gegn alúmínsamningnum og rökstutt
áht sitt vel. Viðbrögð stjórnarblaðanna eru iærdómsrík.
Bæði Morgunblaðið og Alþýðublaðið hafa rokið upp með
ókvæðum og hrakyrða þá menn, sem leyfa sér að hafa
aðra skoðun en ríkisstjórnin, og láta hana í ljós með rök-
studdum fundaályktunum. Þau telja, að ekki sé tímabært
að taka afstöðu til málsins, þar sem samnmgsuppkast
liggi ekki fyrir. Ríkisstj. gaf skýrslu um málið fyrir jólin
og sást þá gerla, hvert stefndi. AiþýðuflokKurinn tók af-
stöðu með málinu þegar í vor, áður en nokkur skýrsla
kom, og Sjálfstæðisflokkurinn einnig Þessir flokkar
voru sem sé ákveðnir í því að vera með málinu fyrir
fram, áður en vitað var um nokkur samningskjör. og nú
beita þeir þeirri gömlu einræðissvívirðingn að hrakvrða
þá og hóta þeim, sem dirfast að vera á móti málinu eftir
málavöxtum.
_ TÍMINN______________________ 5
r...... .............. ........... m umt
C. L. SULZBERGER:
Eflast Rússar í Asíu á kostnað
Kínverja og Bandaríkjamanna?
Gangur mála þar hefur bætt taflstöðu Rússa
KOSIGIN
EIN afleiðingin af ákafri
ýtni Kínverja til áframhaldandi
hernaðar í Vietnam og viðvar-
andi ógnunum gagnvart Ind-
verjum er endurvakinn áhugi
Rússa og viðleitni til stjórn-
málaafskipta í Suðaustur- og
Suður-Asíu. Þessi endurvakti
áhugi kom áþreifanlega fram
á leiðtogafundi Pakistana, Ind-
verja og Rússa í Tashkent, svo
og í ferð sendinefndar Rússa
til Hanoi, undir forustu Alex-
anders Shelepins.
Bandaríkin og Sovétríkin
hafa hvort á sinn hátt og hvort
í sínu augnamiði reynt að veita
viðnám gegn viðleitni Kínverja
til að auka áhrif sín. Fyrir ári
var þessi viðleitni Kínverja
tekin að teygja arma sína til
Afríku og Suður-Ameríku, og
beindist einkum gegn valdhöf-
unum í Moskvu. Sú hefur samt
orðið raunin, að þjóðernis-
stefna Afríkumanna og komm-
únisminn í Suður-Ameríku hafa
heldur fjarlægzt hinar brenn-
heitu byltingarkenningar Pek-
ingmanna að undanförnu.
Ætlunin var að halda í haust
í Alsír ráðstefnu hlutlausra
ríkja, og þar ætluðu Kínverjar
að sanna, að þeir mættu sín
meira en hinir, sem fylgdu
stefnu valdhafanna í Moskvu.
En þessi ráðstefna fórst fyrir.
Castro hefur gengizt fyrir ráð-
stefnu í Havana, og þar hefur
komið í Ijós, að dregið hefur
úr áhrifum Pekingmanna, jafn-
vel meðal Kúbumanna sjálfra,
sem höfðu þó gert sér sérstakt
far um að sigla milli skers og
báru í deilu Kínverja og Sovét-
manna.
FYRSTA áfallið, sem Kínverj
ar urðu fyrir í ákafri viðleitni
sinni í Asíu, fylgdi í kjölfar
vopnaviðskiptanna milli Ind-
verja og Pakistana. Valdamenn
í Moskvu og Washington voru
samtaka í stuðningi sínum við
Indverja og Pakistanar létu
sefjast, þrátt fyrir eggjanir og
ýtni Pekingmanna. Leiðtogarn-
ir í Sovétríkjunum fylgdu fast
eftir í stjórnmálaviðleitni sinni
og gripu tveim höndum tæki-
færið, sem þarna bauðst. Með
þegjandi samþykki Bandaríkja-
manna boðuðu þeir til fundar
til að reyna að ná samkomulagi
í Kashmír-deilunni milli Shast-
ris forsætisráðherra Indlands
og Ayub Khan forseta Pakist-
an.
Áhrifaviðleitni Kinverja varð
fyrir öðru áfalli í Indónesíu.
Peking-sinnar í forustu komm-
únista gerðu þar misheppnaða
tilraun til stjórnarbyltingar,
sem leiddi af sér gagnbyltingu
Afleiðingin varð örugg forusta
hersins og annarra afla, sem
eru andstæð Kínverjum.
Enn er að vísu jf snemmt að
fullyrða, á hvora sveifina utan
ríkisstefna Indónesíustjórnar
hallast áður en lýkur. Enn hef
ur ekkert komið fram. sem
sýni svart á hvítu. hver áhrif
atburðirnir hafa haft á sam
band valdhafanna í Jakarta og
forustunnar : Moskvu. en fram
bessu hafs Sovétríkin eink
um séð Indónesíumönnum fyr-
ir vopnum. Hitt má fullyrða, að
þessi framvinda hefur ekki skað
að Bandaríkin. Og hvað sem
öðru líður liggur í augum
uppi, að Pekingmenn hafa beð-
ið mikinn ósigur.
SVO er að sjá sem máttur
byltingaráfrýjunar Kínverja
fari dvínandi meðal hinna van-
þróuðu þjóða, meðan bardag-
ar í Vietnam færast í aukana.
Fram að þessu hefur öll stund
leg blessun þessa alls fallið
Sovétríkjunum í skaut, en ekki
Bandaríkjunum.
f baráttu forustuvelda marx-
ista um völd og áhrif leggja
Kínverjar höfuðáherzlu á hraða
og öfluga einræðisbyltingu
sem aðalaðferð til að bæta lífs-
kjör fólksins, um leið og kapí-
talismanum er veitt viðnám.
Ákefð Kínverja óx um allan
helming eftir að þeir sögðu
skilið við Moskvumenn. Rússar
áttu í nokkur ár i vök að verj-
ast með alþjóðlega byltingar-
afstöðu sína, en nú er svo að
sjá sem þetta hafi snúizt við.
Forráðamenn Sovétríkjanna
stefna að því i stjórnmálasam-
skiptum sínum að stuðla að
þeirri skoðun í umheiminum,
að þeir séu ákveðnir í að halda
friði hvarvetna þar, sem kost-
ur er, eins og til dæmis í Ind-
landi, en hopi þó hvergi á hæii
fyrir vesturveldunum, svo sem
í Norður-Víetnam. Með stuðn-
ingi sínum við valdhafana í
Hanoi eru Sovétmenn fyrst og
fremst að reyna að ná aðstöðu
þar sem áhrifamesta erlenda
veldið og sennilega vilja þeir
halda ófriðnum í Suðaustur-
Asíu innan ákveðinna marka.
og ef til vill stuðla að samn-
ingslausn að lokum. Þessu reið-
ast Kínverjar ákaflega.
í ASÍU dregur til keppni
þriggja aðila um áhrif og hags-
muni, eða milli Rússa, Kín-
verja og Bandaríkjamanna.
Hlutur Bandaríkjamanna í
þessari þriggja velda keppni er
ekki með öllu Ijós enn. Á því
leikur þó enginn efi, að Banda-
ríkjamenn eru hlynntir til-
raun Rússa til að stilla deilur
Indverja og Pakistana. Valda-
menn í Washington hafa reynt
í fimmtán ár að leysa Kashmír
deiluna og eru því fegnir þeg-
ar einhver annar fæst til að
reyna.
Einnig er ljóst, að Banda-
ríkjamenn eru það illa klemmd
ir eins og sakir standa, að þeir
óska eindregið eftir að úr
þeirri hættu dragi, sem af stríð
inu í Víetnam stafar, sé þess
á annað borð kostur án þess
að hernaðarleg aðstaða versni.
Stjórnin í Washington og sam-
herjar hennar vona, að sendi-
nefnd Shelepins finni ein-
hverja útvegu, sem tryggt geti
slfka takmörkun hættunnar, og
reynist ef til vill fyrsta, var-
færna skrefið í átt til endan-
legrar lausnar. Hin sterka að-
staða Sovétmanna hjá valdhöf-
unum í Hanoi er vissulega ekki
eins ill í augum Bandaríkja-
manna og hinn kosturinn væri,
að Pekingmenn hefðu þar tögl
og hagldir. Ástæðan er ein-
faldlega sú, að við Bandaríkja-
menn trúum því, að Moskvu-
menn séu andstæðir heims-
styrjöld, þveröfugt við Peking-
rnenn.
Augljóst er þó, að hagsmun-
ir Bandaríkjamanna yrðu fyr-
Framhald á bls. 12