Vísir - 22.06.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 22.06.1974, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Laugardagur 22. júni 1974 rismsm: Af hverju heimsækiO þér Island? Franz Mann, dýrafræöingur frá Danmörku.— Þetta er nú eigin- lega viökomustaður á leið minni til Grænlands. Við stönzum þó hér I viku og notum tækifærið til að skoða fuglalifið i kringum Reykjavlk. Harry Nohne, fyrrv. bankastarfs- maöur frá New York.— Við ætl- um I sumar aö ferðast um öll Norðurlöndin, og þetta er fyrsti viökomustaöurinn. Við kunnum bara vel við okkur hér og viljum sjá ýmis sérfyrirbrigði hér eins og t.d. miðnætursólina. Tony Knapp, knattspyrnuþjálfarj frá Englandi. — Ég er hérna vegna starfs mins. Ég þjálfa KR- liöiö og landsliðiö. Mér finnst al- veg stórfint að vera hérna og fólk- ið er vingjarnlegt. Josef Röckinghausen, starfsmaö- ur hjá IBM I Munster I Þýzka- landi.— Ég kem til að skoða þetta stórkostlega landslag. Ég kem núna I annað sinn og verð i fimm vikur. Ég er búinn að fara i Þórs- mörk, Vestmannaeyjar, Land- mannalaugar og víðar. Hreint og beint stórkostlegt, en fjandi dýrt. Mike Pienkowski, dýrafræöingur frá Englandi. — Ég er hér aðal- lega I þeim tilgangi að komast til Grænlands. Ég verð hér I þrjá daga, sem ég ver aöallega i að eiga viö tollyfirvöldin. Það geng- ur dálltið erfiðlega að koma rannsóknatækjunum I gegn. Þau ætlum við að nota til fugla- rannsókna á Grænlandi. Dr. Tatsuro Asai, háskóla- prófessor frá Japan.—Ég er hér i fræðierindum. Ég er að rannsaka tengsl loftslags og afkastagetu náttúrunnar. Ég hef nú ekki feng- ið neitt visindalegt svar við þvi, hvers vegna lífsstandardinn er svo góður hér. Svarið er hjá fólk- inu sennilega. Ég hef heimsótt Akureyri, Mývatn, Sólheimajökul o.fl. Ég kom hér áður fyrir 10 ár- um og var I 50 daga. Jú, margt hefur breytzt. SLYSAGILDRA: „HÆTTULEG BRÚ MILLI STÓRRA ÍBÚÐAHVERFA" ,,A meöan þessi stlflubrú yfir Elliöaárnar er I notkun, er nauösynlegt, aö varömaöur sé haföur viö hana og tryggilega frá henni gengiö, þannig aö eng- in hætta sé á aö þeir, sem um hana fara detti I ána.” Þetta voru orö húsmóöur, sem búsett er viö Gaukshóla I Breiöholti og vildi vekja athygli á mikilli slysagildru, sem hún segir sig og nágranna slna hafa fyrir augunum. „Börn úr Breiöholtinu og sömuleiöis Arbæ sækja stlft I brúna, auk þess sem umferð um hana fer vaxandi samfara fólks- fjölguninni I Breiðholtinu,” sagði fyrrgreind húsmóðir, en hún heitir Sesselia Hrönn Guð- mundsdóttir. „Fyrir um fimm árum urðu tvö dauðaslys þarna við brúna og var þá sett vlrnet, sem dugði skammt,” segir Sesselia. „Afram var jafnmikil hætta þeim megin á brúnni, þar sem mesta vatnsfalliö er undir. A veturna myndast svo gjarnan Ising á þeim stað og má þá engu muna, að þeir sem fara þarna yfir fljúgi I ána. A sama tíma og virnetið var sett upp voru einnig settir tveir menn á vaktir við ána milli klukkan níu og sex á daginn,” heldur Sesselia áfram máli slnu. „Fyrir nokkuð löngu hætti annar vaktmannanna og hefur enginn verið fenginn I hans staö. Gæzlan er þvi orðin slakari sem þvi nemur. Gæzlumaður fær lika litlu bjargað, þó einhver fari i ána. Það sem mestu máli skiptir er það, að nógu tryggi- lega sé gengið frá brúnni.” Sessella segist stöðugt sjá börn að leik við ána, og fyrir nokkru þurfti að kalla á lögregl- una, þegar sást til drengja að leik á gúmmlslöngum á ánni. „En eins og ég sagði, þá eykst umferðin yfir brúna, og oft hef ég hofrt á börn leiða reiðhjól fyrir hana og jafnvel reyna að troðast með kerrur þar yfir llka,” sagði húsmóöirin loks. „Slysavarnafélagið hefur skoðað ástandið þarna við Elliðaárnar og farið þess á leit við Rafmagnsveituna, sem á að hafa umsjón með brúnni, að all- ar varúðarráðstafanir séu gerð- ar á staðnum og mun úrbótum hafa verið lofað,” sagði Sessella að lokum. Stiflubrúin yfir Elliðaárnar. Hér sést yfir I Breiðholtið. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Móluðu Borgornes rautt Friöjón Sveinbjörnsson skrifar úr Borgarnesi: „Við vorum hér, Borgnesingar vitni að þvi um helgina, þegar piltar úr Reykjavik komu hingað á tveim bifreiðum og höguðu sér miður skemmtilega. Auk þess að hreyta skít og ónotum I heima- menn, sem fundu að við þá, og auk annars ósóma, var gremju- legast, þegar þeir dreifðu papplrsrusli um allar götur. — Enda fór llka svo, að lögreglan varð að láta þá til sln taka, þessa sveina. Undanfarin sumur hefur tals- vert slangur af fólki af Stór- Reykjavlkursvæöinu komið við hér I Borgarnesi, eins og hvert annað feröafólk. Um obbann af þessu fólki höfum við hér I Borgarnesi ekki haft annað en gott eitt að segja. En innan um eru svartir sauðir, og heimsóknir þeirra valda leiðindum. Manni kemur I hug, hvort OFITUSPRENGD MJOLK Frétt I þættinum „Science dig- est”, Voice of America, 19. júni 1974. „Sú aðferð að fitusprengja mjólk, þ.e. að tryggja betri blönd- un rjómans með þvi að sprengja fitukúlurnar I mjólkinni, kann að vera orsök fyrir hjartaslagi. Dr. Kurt Olster við Park City spital- ann I Bridgeport, Connecticut, segir aö enzym, sem fyrirfinnst I mjólk og nefnist „zamphene oxydase” kunni að vera ástæðan fyrir þessu. Þetta enzym á þátt I myndun fitusýra sem álitið er að komi af stað vissum* æða- skemmdum. Blað sem nefnist „The trade journal chemical and engineering news” segir að dr. Olster hafi fundið verulegt magn af umræddu enzymi I skemmd- um.semeru langt á veg komnar, en ekkert hafi fundizt i heilbrigð- um hjartavef. Mannslikaminn tekur aðeins treglega við þessu enzymi úr ófitusprengdri mjólk, en fitusprenging mjólkurinnar breytir þessari náttúrlegu vörn og gerir það að verkum, að enzymið á greiðan aðgang að ltkamanum.” Væri ekki ástæða til að Mjólkursamsalan gefi mönnum kost á að kaupa einnig ófitu- sprengda mjólk, sem væri þá bæði hollari og ódýrari? Karl Eiriksson. fjölmiðlarnir geti ekki stuggað þeim frá okkur með þvi að afla frétta hjá Borgarneslögreglunni, og hafi þeir spurnir af slíkum heimsóknum, þá skýra þeir frá hegðan viðkomandi og greina frá, hverjir voru þar á ferð, eða þá i það minnsta hvaða bifreiðir áttu hlut að máli. Það gæti I fyrsta lagi verið lög- gæzlu annars staðar til ábending- ar (eins líklegt að þessir föru- sveinar hafi viðkomu viðar), og I annan stað fengi heimafólk þeirra sjálfra gleggri kynni af þeim þannig. — Um leið gæti það svo fælt þá frá því að haga sér eins og skepnur, ef þeir mega eiga von á þvl, að slíkt spyrjist heim til pabba og mömmu og kunningja.” Frjálst framtak J.J. hringdi: „1 Tlmanum 16. júnl 1974 er ág'æt grein. Fyrirsögn hennar var: FRJALST FRAMTAK. — Þar er bent á úrbætur til bjargar áfengis- og eiturlyfjasjúku fólki. Það er vel að það birtist i Tíman- um, að þegar fýkur I flest skjól þá er það frjálst framtak sem dugar bezt.” SKRUMSKÆLINGAR LAGATEXTA Jóhanna Thorsteinsson simaði: „Eitt kvöldið fór ég ásamt vinafólki á veitingahúsið Röðui. Ekki ætla ég að fjölyrða um þennan stað eða gesti hans, en langaði aðeins til að koma á framfæri fyrirspurn til hljómsveitarinnar Hafróts, sem þarna sá um hljómlistina. Finnst þeim það eðlilegt og sjálfsagt að skrumskæla texta eins og þeir gerðu I laginu Anna i Hllð, sem flestir munu kannast við, svo vin- sælt sem lag og texti er? Textinn var lltið annað en argasta klám og ógeð. Persónulega tel ég að hvorki hljómsveit þessi né nokkr- ir aðrir hafi leyfi til að gera hluti sem þessa.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.