Vísir - 22.06.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 22.06.1974, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Laugardagur 22. júni 1974 stöng að halda með tálbeitu eins og spún eða flugu. En það var sennilega búið að veiða alla fiska úr ánni þennan daginn, þvi að ekkert fengum við. Umsjón: Erna V. Ingólf sdóttir Þaö er ekki oft, að maður fær tvisvar sinn- um löng helgarfrí í sama mánuðinum eins og núna. Hvítasunnuhelgin búin og nú bar 17. júní upp á mánudag. Að sjálfsögðu gátum við í f jölskyldunni með veiðidelluna ekki setið um kyrrt heima. Að þessu sinni byrjuðum við á okkar vanastað, Þingvöllum. Veðurútlitið var ekki sem bezt og tækifæri til að vera i veiði- kofa. Við veiddum einn hálfs punds og misstum annan, auð- vitað miklu stærri. „Þessi 10 ára batt slaufu á girnið i staöinn fyrir hnút”, sagði sá 15 ára og fannst litiö til um kunnáttu bróður sins i veiðiskap. Nú skyldi haldið miklu lengra alla leið að Heiðarvatni rétt hjá Vik i Mýrdal og ná átti i stelp- una okkar i sveitina i Landeyj- unum i leiðinni. Þar fréttum við af einum 5 punda, sem veiðzt hefði i Affallinu, en það rennur rétt við Bergþórshvol. Um leið og við fengum leyfi til aö veiða þar spurðum við hvort ekki hefðu fundizt rústirnar af bæ Njáls. Við fengum að vita að mikið hefði verið leitað en litið fundizt. Sennilegustu getgátur, að þær væru beint undir ibúðarhúsinu og alltaf hefði verið reistur bær á sama stað. Nú fórum við að veiöa þar sem Gunnar og Njáll hafa staðiö einhvern tima i henni fornöld og Njáll boðið Gunnari að veiða svona eins og einn i soðið handa Hallgerði langbrók, en sem kunnugt er voru þá allar ár fullar af fiski. Gunnar þurfti þvi ekki á fiber- Tröllin Við keyrðum nú áfram aust- ur, þvi að nú var liðið á daginn. Aðra merka staði á leiðinni átti að skoða, þegar haldið yrði til baka. Þó komumst við ekki hjá þvi að mæta mörgum tröllum, sennilega á leið i brúðkaups- veizlu, þvi að miklar byrðar báru þau á bakinu. Þau stikuðu upp Steinafjall, rétt austan við bæinn Hvassafell undir Austur- Eyjafjöllum og voru stórstig. Þið komizt varla hjá þvi að mæta þeim næst, þegar þið eigið leið austur. Þá á leið i einhverja aðra veizlu. Nú komum við að Hliðardals- vegi, sem lætur litið yfir sér. Eftir skamma keyrslu kemur maður svo að Heiðarvatni, þessu fallega vatni, sem er af- girt háum fjöllum á alla vegu. Við fengum góðfúslegt leyfi bóndans á Heiði, bæöi til að tjalda og veiða. Veiðileyfi á 200 kall. Ekki er það nú há upphæð nú til dags. Við tjölduðum og fengum okkur að borða, og svo byrjaði að rigna. Krakkarnir fóru að renna en fengu litið. Næsta morgun vöknuðum við i bfti og héldum áfram við veiði skapinn. Við fengum fregnir af þeim stóra hjá fleirum en einum fiskimanni við vatnið. Einn var búinn að fá 30 að eigin sögn. Nú komu tveir frá Vik að vitja um net i vatninu. Við fylgdumst með aflabrögðum og reyndist veiðin vera allsæmileg. Sá eldri, liklega á áttræöisaldri, naut þess augsýnilega að vera til staðar til að taka þátt i veiði- skapnum. Nú átti að byrja að fá hann, en viti menn, nú fór að rigna eldi og brennisteini. Við sáum þann kost vænstan að fara eftir að hafa beðið þess i tjald- inu drjúgan tima að stytti eitt- hvað upp. Okkur vantar þolin- mæði veiðimannsins til þess að vera talin i hópi þeirra góðu, þvi að áfram stóðu hinir. Vík í Mýrdal Nú keyrðum við til Vikur, þar Skrifstofustúlka Skrifstofustarf hjá embætti flugmála- stjóra er laust til umsóknar. — Góð vélrit- unarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir, er greini aldur menntun og fyrri störf, send- ist skrifstofu flugmálastjóra á Reykjavik- urflugvelli, fyrir 1. júli n.k. — Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Flugmálastjórinn, Agnar Kofoed-Hansen Námsmönnum á lokastigi náms (við prófundirbúnin'g, prófverkefni o.þ.h.) gefst kostur á að sækja um sumarlán, fyrir þá mánuöi, cr sumarleyfi stendur yfir, enda vinni þeir að námi sinu þann tima, er lánið nær til, og flyti námslokum sem þvi nemur. Umtóknareyðubiöð fást afhent á skrifstofu Lánasjóðsins að Hverfisgötu 21, Reykjavik, og I sendiráöum tslands er- lendis. Þeir námsmenn eða umboðsmenn námsmanna er- lendis, sem sækja vilja um sumarián, eru beðnir að snúa sér til skrifstofu sjóðsins fyrir 4. júll n.k. Reykjavík, 20. júni 1974 Lánasjóður isl. námsmanna Seljalandsfoss. Einn af hæstu fossum landsins, sem eitthvert vatnsmagn hafa. „Beljandi foss við hamrabúann hjalar.” Þessar ljóðiinur hafa honum verið helgaöar. sem viða var flaggað fyrir 17. júni. t Vik búa um 500 ibúar og hafa atvinnu sina aðallega i sambandi við landbúnað og verzlun. A bændabýlinu Norður- Vik bjó um skeið Jón sýslumað- ur Guðmundsson, sem á sinum *tima varð nafnkunnur fyrir andstöðu sina við Jörund hundadagakonung. Aður var út- ræöi stundað frá Vik, en vegna vondra lendingarskilyrða var þvi hætt. Sjór gekk áður fyrr lengra upp, alla leið að brekkunni og Vikurklettum, en sandurinn, sem nú hefur myndazt, er fram- burður úr Kötlugosum 1661 og siðar. Þar sem áður var dreginn fiskur úr sjó á 20 faðma dýpi er nú fast land undir fótum. Fjöllin þarna i kring bera þess lika glögg merki, þvi að áður fyrr hefur sjórinn skollið á þeim og myndað alls konar hella i berg- ið. Mjög eru fjöllin gróöri vaxin alveg upp á tinda. Okkur sýndist ekki betúr en þar yxi kjarr, en það reyndist vera hvönn við nánari athugun. Mikið er þarna af fýl og tölu- vert af lunda. Sennilegast er skýringin á öllum þessum gróðri, að dritið úr fýlnum er hinn bezti áburður. Við létum okkur nægja að þessu sinni að keyra fram hjá Dyrhólaey, þar sem syðsti punktur landsins er og framhjá Dyrhólahverfi þar sem Kári Sölmundarson hafði bú, en hann komst einn lifs úr Njálsbrennu. Paradísarhellir Næst stoppuðum við hjá Paradisarhelli, sem við hefðum raunar ekki fundið eftir merk- ingunni, sem stóð viö veginn, ef ekki hefði glitt i appelsinurautt plast uppi i fjallinu. Svo erfitt er að sjá hann. 1 sögunni önnu frá Stóruborg eftir Jón Trausta er sagt frá þessum helli. 1 honum bjó Hjalti, viðhald önnu, en hún var ættgöfug mjög.og var t.d. Páll lögmaður Vigfússon bróðir hennar. Hjalti var hins vegar 15 árum yngri en hún og kominn af fátæku fólki.Þótti Páli samband þeirra hið mesta hneyksli og fékk Hjaita dæmdan i útlegð úr héraði. Ar liðu þó, án þess að nokkuð bæri til tiðinda. En um það leyti sem Anna ól fjórða barn þeirra Hjalta, varð Páll bróðir hennar lögmaður sunnan og austanlands. Þá vissi Anna, að ofsóknirnar myndu byrja. Anna leitaði ásjár Sigvalda á bænum Hvammi undir Útfjöll- um. Vildi hún, að hann hýsti Hjalta. Sigvaldi sagöi henni að það myndi enginn geta undir Eyjafjöllum, en helli vissi hann um, sem Hjalti gæti leynzt i. Einir 6 m eru frá jörðu upp i hellismunnann. Núna geta ferðalangar fikrað sig upp á kaðli. En Hjalti þurfti ekki á neinu sliku að halda. Hann hafði alltaf stöng i hellinum sem hann renndi sér á niður. Hann var allra manna leiknastur að stökkva á stöng og var að öllu leyti hinn bezti iþróttamaður. Hellirinn er hin dásamlegasta náttúrusmið. Gólfið er hált og slétt og innst i honum er skot, sem vel hentar sem svefnklefi. Útsýni er hið fegursta yfir engj- ar og sanda og til Vestmanna- eyja. Seljalandsfoss var nú ekki þarna langt frá, og þar stönzuð- um viö. Þar höfðu nokkrir golf- leikarar komið sér vel fyrir og slógu kúluna án afláts. Virtust þeir skemmta sér hið bezta. Við gengum nú að fossinum og undir hann eins og sagt er. Einstigi er I raun á bak við hann inn i berg- ið. Þetta var stórfenglegt. Jafnvel þótt maður sé svo óskáldlegur að láta sér detta i hug, að verið sé með eyrað við stóran flugvélamótor. Selja- landsfoss er afar fallegur og synd hvað fólk sér hann litið með þvi aöeins að keyra fram hjá. Heim komumst við svo að lokum og sáum aðeins litið eitt af dýrð dansleikjanna i bænum. En að þessu sinni hefðum við átt að vera um kyrrt i henni Reykjavik, þvi að þar var góða veðrið. —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.