Vísir - 22.06.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 22.06.1974, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Laugardagur 22. júnl 1974 visir (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: R itstjórna rfulltrúi: Fréttastj. erí. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Iiaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson llverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Iiverfisgötu 32. Simi 86611 Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. 200 mílur strax Gunnar Thoroddsen staðfesti i spurningaþætti stjórnmálaflokkanna i sjónvarpinu um daginn, að Sjálfstæðisflokkurinn er ákveðinn i að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur þegar á þessu ári, ef hann fær til þess aðstöðu i kosningunum eftir viku. Þessi skýra yfirlýsing er möguleg vegna þess, að nú er auðveldara að dagsetja 200 milur en var að dagsetja 50 milur fyrir rúmum þremur árum. Þá voru tólf milur almenna reglan og 200 milna skriðan ekki enn komin fyllilega i ljós. En nú er greinilegt, að yfirgnæfandi meirihluti rikja heims telur 200 milur vera hæfilega efnahags- og fisk- veiðilögsögu. Alþjóðadómstóllinn i Haag veit þetta vel. Þess vegna þegir hann þunnu hljóði, þótt úrskurður hans i 50 milna deilu Breta og íslendinga ætti að vera kominn fyrir nokkrum mánuðum. Skýringin á töfinni er auðvitað sú, að dómstóll- inn er að biða eftir þvi, hvernig málin skipast á hafréttarráðstefnunni i Caracas. Dómstóllinn veit sem er, að hann hefur ekki efni á að verða að athlægi með þvi að dæma út frá tólf milum, þegar vitað er, að mikill meirihluti rikja heims ætlar að fá 200 milur samþykktar á hafréttarráð- stefnunni, sem þegar er hafin. Ekki er nóg með, að alþjóðadómstóllinn hafi áttað sig á, að hafréttarráðstefnan er að láta 200 milur taka við af tólf milum. Bretar hafa sjálfir áttað sig á þessu og eru þegar farnir að tala i fullri alvöru um að missa ekki af lestinni. Þeir vita lika vel af eigin hagsmunum i fiskistofnum og gas- og oliulindum á landgrunninu. Sjálfstæðisflokkurinn var á sinum tima tregur til að fallast á dagsetningu útfærslunnar i 50 mil- ur, af þvi að þá var millibilsástand i landhelgis- málum heimsins og aðstæður til útfærslu tiltölu- lega örðugar. Jafnframt var fyrirsjáanlegt, að með litilli biðlund mætti með minni fyrirhöfn ná 200 milum i stað 50 milna. Þetta er spurning um að taka réttar ákvarðanir á réttum tima til að ná sem mestum árangri. Þetta er lika dæmi um, að oftast er krókurinn betri en keldan. Þetta er nú allt að koma i ljós. Landhelgisspil íslendinga eru nú orðin full af trompum, sem ekki voru á hendinni fyrir þremur árum. Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn nú ákveðinn i, að dag- setja beri útfærsluna i 200 milur þegar á næstu mánuðum og örugglega fyrir áramót. Bretar kærðu útfærsluna i 50 milur á sinum tima, af þvi að þeir töldu sig þá hafa sæmileg spil á hendinni. En þeir munu tæplega kæra útfærsl- una i 200 milur, af þvi að þeir vita, að hafréttar- ráðstefnan hefur nú afhent íslendingum öll trompin. Stundum er timi til að fara sér hægt og láta timann vinna með sér, þótt menn sjái mikla þörf aðgerða. 1 annan tima er nauðsynlegt að vinna af mikilli hörku og miklum hraða, — hamra meðan járnið er heitt. Fyrri aðstæðurnar voru fyrir þremur árum en síðari aðstæðurnar eru um þess- ar mundir. Þess vegna hafna Islendingar úrtölum vinstri flokkanna og telja timabært að stiga merkasta skref islenzkra landhelgismála: 200 milur á þessu ári. —JK Síðasti lestar- rœninginn ekki framseldur Stóra-Bretlandi Ronald Biggs vann sigur i bar- áttu sinni til að sleppa undan brezku réttvisinni. Afrý junardómstóll Braziliu staðfcsti núna á fimmtudag úr- skurðinn um, að honum skyldi reyndar verða visað úr landi, en bætti við, að ekki skyldi þó fram- selja hann brezkum yfirvöldum. í tilkynningu réttarins var komizt svo að orði, að „ekki væri unnt að framselja hann Stóra- Bretlandi né visa honum til neins rikis, sem framseidi hann Bret- um”. sinn um, hvað hann tæki sér fyrir hendur næst. Aðspurður, hvert hann mundi beina för sinni, ef hann neyddist til að yfirgefa Braziliu, sagði Biggs: ,,Um það hef ég ekki minnstu hugmynd.” En brezkir blaðamenn, sem hafa kynnzt Biggs náið að undan- förnu, gizkuðu á, að hann mundi reyna að komast til Paraguay eða Venezuela. Lögfræðingur Biggs segist vera að ihuga nýja áfrýjun, að þessu sinni til hæstaréttar til að reyna að fá hnekkt að fullu úrskurðinum Dómsmálaráðherra Braziliu hafði visað Biggs úr landi innan þrjátiu daga frá 6. mai að telja. 16. mai kærði Biggs þennan úr- skurð til áfrýjunarréttarins, og . meðan hann tók sér umhugsunar- frest i málinu, var úrskurðurinn felldur niður. Allt frá þvi að leynilögreglu- menn Scotland Yard fundu Biggs i Braziliu i desembermánuði siðastliðnum, hefur hann setið I varðhaldi, þar til úrskurðurinn kom 6. mai, en þá var hann látinn laus. um brottvisunina, svo að Biggs geti verið um kyrrt i Braziliu. Biggs á sér braziliska unnustu, Raimunda Nascimento de Castro Leynilögreglumenn Scotland Yard hand- tóku Biggs og voru komnir með hann langleiðina út á flug- völl, þegar þeir voru stöðvaðir. Biggs og Raimunda Nascimento de Castro, unnusta hans sem gengur með barni hans og á von á sér innan nokkurra vikna. að fá hann lramseldan. Biggs strauk á sinum tima úr Wands- wort-fangelsinu i Lundúnum, þar sem hann afplánaði þrjátiu ára fangelsi, sem hann var dæmdur i fyrir sinn þátt i „lestarráninu mikla”, eins og það er jafnan kallað. En Bretland er ekki á neinum framsalssamningum við Braziliu, svo að yfirvöld Braziliu visuðu þeirrihugmynd á bug, enda höfðu brezk yfirvöld hafnað skilyrði Braziliumanna fyrir framsalinu. Ekki þar fyrir, að menn gætu merkt, að Braziliustjórn tæki neitt tiltakanlega sárt að neita Bretum um þessa bón. Kringum- stæðurnar, sem gerðu það að verkum, að umheimurinn kom auga á Biggs, voru lika með þeim hætti, að Braziliustjórn leit Scot- land Yard kuldalegum augum. Leynilögreglumennirnir höfðu verið komnir með Biggs vel hálfa leið út á flugvöll undir fölsku nafni, þegar þeir voru stöðvaðir af braziliska yfirvaldinu. Vaknaði grunur um, að Bretar hefðu ætlað að laumast með Biggs úr landi án þess að spyrja kóng eða prest. Brazilíumenn fyrtust við og hafa litið látið bliðkast, þrátt fyrir að brezk stjórnvöld hafi reynt að fullvissa þá um, „að sllkt hefði aldrei nokkurn tima hvarflað að Afrýjunarrétturinn var skiptur i afstöðu sinni til málsins. Féllu atkvæði fimm gegn fjórum með þvi að láta visa Biggs úr landi. Þegar dómurinn féll, var Ronald Biggs, siðasti ræninginn úr lestarráninu mikla frá þvi 1963, er ennþá leikur lausum hala, stadd- ur i Rio de Janeiro. Fréttamaður Associated Press náði tali af Biggs, þar sem hann var staddur I ibúð á ströndinni i Biggs ogbrezka eiginkonan hans, sem fylgdi honum lengi vel á flóttan- um. Þessi mynd var tekin af þeim i Astraliu, áður en eftirleitarmenn- irnir komust á slóð hans þar. Slðasti lestarræninginn I hópi brazillskra kunningja. Copacabana. Biggs sagði um dóminn: „Þetta er svipað þvi, sem ég bjóst svo sem alltaf við. Ég sagði alltaf, að það væru jafn- ir möguleikar, en þetta var eins nærri jafntefli og mögulegt var.” ----Þar átti hann auðvitað við, hvernig atkvæði dómendanna féllu. Lestarræninginn sagðist mundu ráðgast við lögfræðing að nafni, en hún á von á barni með honum innan nokkurra vikna. Biggs hefur verið á flótta um hálfan hnöttinn undan brezku réttvisinni. Meðal landa, þar sem hann hefur farið huldu höfði, er Belgia, Astralia og Venezuela, þar sem hann var, áður en hann fór til Braziliu. Brezk stjórnvöld reyndu fyrst að krækja klónum i Biggs með þvi þeim. — „Hva, slikt væri jú, klárt mannrán! ” En Bretar hafa sótt það fast, að Biggsfengi ekki eirt i Braziliu, né fyndi yfirleitt nokkurn griðastað. Braziliustjórn hefur ekki með öllu getað hunzað þessa ásókn. Ábendingum um, að visa bæri Biggs úr landi vegna þess að hann hafði komizt inn i það með ólög- legum hætti — undir fölsku nafni á fölsuðum pappirum — varð ekki visað á bug. öll persónuskilriki Biggs voru stiluð á Michael John Haynes, sem var dulnefni hans, þegar Scotland Yard fann hann. Slikt fals þykir mjög gróft brot af útlendingi, þótt innfæddir slyppu sennilega með nokkurra daga fangelsi fyrir. Á hinn bóginn stangast svo á við brazilisk lög að flæma af landi brott föður brazilísks barns. Biggs féll i vil úrskurður fjöl- skylduréttarins um, að hann væri faðir brazilisks barns, þótt það væri ófætt. A þeirri forsendu gerir lög- fræðingur hans sér vonir um að útvega Biggs landvist að fullu i Braziliu, og þá yrði hann óhultur fyrir löngum armi brezku lag- anna, svo fremi sem hann hættir sér ekki út fyrir landsteinana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.