Vísir - 22.06.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 22.06.1974, Blaðsíða 5
Vfsir. Laugardagur 22. júnf 1974 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: BB/GP Jippíí ...EÐA FOR- SETINN OG MAGADANS- MÆRIN EGYPZKA UtanrlkisráOherrann skellir sér á lær og forsetinn hlær kampakátur, og greinilegt er, aO báOir skemmta sér afbragOs- vel i næturklúbbnum i Kairó, þangaO sem Sadat Egypta- landsforseti teymdi þá Kissinger og Nixon. Þetta er ekki þannig felu- mynd, aO þurfi aO gizka lengi á, hvaO gieOji hjörtu þessara manna svona feikilega viO þetta tilefni. ÞaO er engin önnur en álfakroppurinn, hún Souhair Zaki, önnur heimsfrægrar magadansmeyja, sem skemmta i Koubbeh-höllinni. ÞaO er ekki laust við, að Sadat hafi lúmskara gaman af þessu en aðrir, og gefur þvi gaum i laumi, hvernig Kissinger bregðist við, en Kissinger hitti nefnilega Souhair Zaki áður i fyrri ferðum sinum, og þá geröi hún sig heimakomna og settist I kjöltu hans. Risaþyrla Sikorsky-flugvélaverk- smiðjurnar vinna þessa dagana að tilraunum með nýja risaþyrlu með þri- túrbinuhreyflum, og heitir sú YCH 53E. Enn er ýmislegt ógert við hana, áður en hún verður sett á markað, og þarf að reyna hana til þrautar fyrst. Sikorsky-þyrlu-framleiðend- urnir eru þeir fremstu hér á vesturhveli jarðar. Enda hafa þeirhaftmikla reynslu af þvi að sjá um útvegun á herþyrlum fyrir Bandarikjaher, flota og flugher, en þær voru uppistaðan I aðgerðum Bandarikjamanna i Vietnamstriðinu. önnur þyrla landhelgis- gæzlunnar islenzku er af Sikorsky-gerð. 53E er sögð stærsta og öflugasta þyrla vesturlanda. Hún á að geta borið átján smá- lestir stuttar vegalengdir og geta flutt 56 menn i einu á 195 milna flughraða á klukkustund. STRADIVARI-FIÐLA Þaö er ekki beinlinis gefiö fyrir konsertmeistara að komast yfir góOa fiOlu. ÞaO er ekki einu sinni selt ódýrt. Færi hann á uppboO hjá Sotherby i Lundúnum, þar sem oft má fá góOan grip vægu verOi, og svipaOist um eftir fiOlu meO einhverju góOu merki — segjum kannski Stradivari-fiölu — þá var ein slik slegin þar núna i byrjun mánaOarins á 15 1/2 milljón, takk fyrir. Nú skulum viö sleppa öllu grini. Þaö er ekki svo einfalt, aö Stradivari sé bara eitthvert „gott merki”. Þaö er kjörgripur, listasmiö, fágæti, forngripur — allt sameinaö i eitt.Þessi er smlöaöur af Antonio Stradivari I Cremona á italiu 1706 og gekk undir nafninu Corbett Stradivari. Hún var seld einhverjum ókunnum Svisslendingi. Fimmtán og hálf.... pfuiiú! PANOV MEÐ LEYFIÐ Rússneski ballettdansarinn, Valery Panov, sem hefur lengi staöiö I striöi viö sovézk yfirvöld uni aö fá aö flytja meO konu sinni til tsrael, hefur nú loksins fengiö leyfiö, og sýnir ljós- myndara hér á myndinni hróöugur pappírana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.