Vísir - 22.06.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 22.06.1974, Blaðsíða 4
4 Visir. Laugardagur 22. júni 1974 MEÐ MÍNUM EYRUM ORN PETERSEN ísland auglýst ó brezkri plðtu „Journey to the eenter of the earth” Rick Wakeman. IÞetta er önnur sólóplata Wakemans og öllu betri og létt- ari en sú fyrri. Tónlistina hefur Wakeman samiö undir áhrifum frá samnefndri bók eftir Jules Verne. A plötuumslaginu má lesa um einhvern prófessor Lidinbrook og frænda hans Axel, sem finna i einhverju handriti frá tólftu öld, nefnt „Heimskringla", kafla eftir ein- hvern Arne Saknussemm, þar sem aö hann lýsir einhverju fjalli á tslandi „Sneffels Yokul”, og aö úr þvi sé hægt að komast alla leið i miðjan hnött- inn, (já, skáltískapurinn var vinsæll i þá tið'í). Siöan kemur smálýsing á þessu f jalli Snefféls Yokul, og svo hefst feröin frá Hamborg til Islands. Þetta er sum sé ein heljar auglýsíng fyr- ir tsland, kannski sú bezta á þessum ellefu hundruð árum. Þetta albúm var tekið upp á hljómleikum Wakemans I Royal Festival Hall i London þann 18. janúar 1974, og naut hann þar aðstoöar „The London Symphony Orchestra" —• og „The English Chamber Choir”, stjórnað af David Measham, og heföi Wakeman örugglega ekki getað fengiö betri bakhljóm. Þaö eina, er illa fer á þessari plötu, er söngurinn, sem stund- um jaðrar við að vera falskur, en aö ööru leyti er plata þessi frábær, (ef miðað er víð aðrar plötur, sem teknar eru upp i fullu hiúsi áheyrenda). Plötunni er skipt i fjðra kafia, The Journey, Recollection, The Battle og The Forest, og á milli eru innskot frá sögumanni, sem falla vel I kramiö. A plötunni hefur Wakeman notfært sér stef úr tónverki Griegs, „Hall of the Mountain King” en þaö er sosum „ókey”, Grieg var lika frábær. Upptöku annaöist fyrrum meðlimur Faces, Ronnie Lane, og á hann lof skilið. SIADC AMCRÍKU „School Punks". Brownsville Station Slade Ameríku? Flestir kannast kannski við Brownsville Station í gegn- um lagið ,,Smokin' in the boys Room", en það var fyrsta lagið, er þeir slógu í gegn með. Þetta er önnur Lp-plata þessar- ar bandarisku grúppu, og inni- hald hennar er hart rokk. Þetta er ekki ein af þessum plötum er ein- göngu kitla tærnar, heldur frekar ein af þeim er valda sifelldum simhringingum frá nágrannan- um, (skiljiði)?. Sumsé góð plata og furðanlegt að þriggja manna grúppa skuli geta skilað svona ágætis rokki frá sér. Grúppan er annars skipuð óþekktum náungum, eða þeim Cub Koda, Michael Lutz og Henry Weck. A þessari plötu taka þeir félagarnir til meöferðar lag Gary Glitters. I’m the leader of the gang, og nú er alla vega hlust- andi á það lag,önnur lög plötunn- ar eru einnig góð og erfitt að gera upp á milli þeirra. Og þó? Beztu lög: I’m the leader of the gang. Kings of the Party. „Hamborgara konsertinn" „HAMBURGER CON- CERTO" FOCUS Þeir eru fjölhæfir félagarnir í Focus, alla vega Thijs Van Leer og Jan Akkerman, sem hafa sam- ið öll lög þessarar nýju plötu hljómsveitarinnar. Platan er einnig prófraun hins nýja trommara þeirra,Englend- ingsins Colin Allen, og fæ ég ekki betur heyrt en hann falli vel i kramið, með ákveðnum og rytmatiskum slætti sinum. Þetta er þung og kannski eilitið tormelt plata, það er eingöngu eitt lag, sem maður gripur strax, eða lagið „Harem Scarem”. önnur lög plötunnar eru æði blönduð, byrja kannski á klassisku stefi, siðan yfir i rokk, og að lokum deyja þau út með flautuhljóm ættuðum úr flautu Van Leer. önnur hlið plötunnar er helguð Hamborgara (já, Ham- borgara) og skiptist hún i kafl- ana: byrjun, hrár, medium 1 medium 2, vel steiktur, og „one for the road”:. Beztu lög: Harem Scarem. Birth. „Sami grautur í sðmu skól..." Wonderworld „Uriah Heep”. „Sweet Freedom” og svo þessi sama súpan i sömu skál. Jæja, ég ætla nú ekki að dæma þessa plötu alveg svo hart, Uriah Heep er ágætis hljómsveit, sem hefur sinn stil og heldur sig við hann. Hér er ekkert nýtt á ferð- inni, þessi sami Heep-hljóm- ur einokar plötuna, þó að Mick Box bregði á leik með gitarinn sinn i laginu „I won’t mind”. Platan býður upp á mörg góð ,,stuð”-lög, svo sem lögin: So Tired, The Shadows and the Wind, og Something or Nothing, og eru þessi lög beztu lög plöt- unnar. IOBO „Just á Singer” LOBO. Ég verð að reyna að vera ekki hlutdrægur, þó að ég eigi nú anzi bágt með það. A þessari plötu tekur Lobo til meðferðar uppáhaldslög sin, siðustu árin, og hefur hann hitt beint i mark, hvaö minn smekk snertir. Þarna eru lög eins og Daydream Beliver, Rings, Uni- versal Soldier, bitlalagið „I’m only Sleeping”, og lag John Fogertys „Lodi”. Meðferð Lobos á lögum þessum er hreint frábær, skinandi góður söngur, rytmatiskt kassagitarspil og þægilegt strengjaspil i bak- hljóm. Þessi plata á sér aðeins einn veikan punkt, en það er lagið Universal Soldier, sem mér fannst Donovan syngja af meiri innlifun Lobo (sem i raun og veru ekki heitir Lobo, en hvað kemur þaö mér við?) á um þessar mundir eitt vinsælasta lagið á Islandi „Standing at the end of the line”, og ef þeirri plötu er snúið við, er jafngott lag hinum megin, eða lagið „Stoney”. Þau eru bæði eftir. hann sjálfan — og gefa góða hugmynd um tónlistargáfur hans og sönghæfileika. Beztu lögin: Rings, Lodi og Armstrong, (sem fjallar um fyrstu tunglferö Bandarikja- manna). SLY og brúöurin á hljómleika- pallinum. Stúlkan heitir Kathy Silva og er 21 árs gömul. Sly er 20 ára. plötu, (sú fyrri hét „Peper Ros- es”),og heitir sú „In My little corner of the world”, og inni- heldur sú plata aðallega svo- kallaða „country-músik”. Abba syngja Waterloo ekki bara á ensku, nú eru þau búin að spila lagið inn á sænsku, spönsku, þýzku og frönsku, (ég skal veðja, að þau geta það ekki á is- lenzku). Nýjasta Lp-plata Elton Johnsheitir CARIBOU.og mun sú vera þrælgóð, enda kemur þaö mér sosum ekkert á óvart. Carlo Santana er um þessar mundir að hljóðrita hljómplötu ásamt fyrrum samstarfsmönn- um slnum i Santana. Harry Nilson er um þessar mundir að leika inn á plötu, og upptöku- stjóri hans er enginn annar en John Lennon (sá sem var I Beatles, muniði). WINGS hafa nú móttekið 14 gull-silfur- platinu verðlaunaplötur fyrir góða sölu á plötu þeirra, BAND ON THE RUN, enda eigi að furða Eric Clapton er byrjaður aftur, og David Cassidyer hætt- ur að koma fram á hljómleik- um, (og þá var kátt I höllinni, höllinni HöLLINNI!!!). SLY syngur I brúðkaupsveizlu sinni I Madison Square Garden. MEÐ ÖÐRU EYRA: Einn af allra dýrustu skemmtikröftum verald- ar, Sly (öllu þekktari sem Sly and the Family Stone, en heitir réttu nafni Sylvester Steward) heimtar hvorki meira rté minna en eina milljón dollara fyrir hverja plötu sem hann spilar inn á, og lítið minna fyrir konsert. Sly gifti sig fyrir stuttu og fór athöfnin fram i Madison Squere Garden I New York. Hann sló tvær flugur I einu höggi, og hélt konsert um leið, með þeim árangri, að 23.000 manns komu til brúðkaupsveizlunnar, (hvaö gerir maður ekki fyrir pen- inga?). Leo Sayer sem upphaf- lega gerði lagið The show must go on” frægt er kominn meö annað lag, „One man band”. Marie Osmonder aftur komin á kreik, nú með sína aðra Lp- PAUL og LINDA: „Band on The Run” malar þeim guIL...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.