Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Laugardagur 29. jlinl 1974 —110. tbl. Sólskinsrabb Þaö er mikiö af góöu fólki á ferli I miöbænum á degi hverj- um, ekki sizt, ef sólin skin eins og i gærdag. Visismenn hittu nokkra aö máli. Og enda þótt kosningarnar séu á morgun og mest sé um þær rætt manna á meöal, þá röbbuöum viö minnst um pólitikina viö viömælendur okkar. — Bls. 4. „Límmiðar ekki leyfilegir við kjörstaði" — segir yfirkjörstjórn — D-listinn ósammála BAKSÍÐA Gjábakka- vegur kominn í gagnið - baksíia ENGINN DAGUR HEFUR VERIÐ ÁKVEÐINN í HAAG — „Efnislegur dómur ólíklegur — Hugsanlega tilkynning um málsmeðferðina", segir Gunnar Thoroddsen Fréttin frá London röng, að sögn talsmanns dómsins Hvernig er uppbótar- þingsœtunum skipt? — bls. 4 Litið inn hjá kosninga- stjórum flokkanna - bls. 2-3 Veðrið gott um kosninga- helgina Nú rennur upp kosningahelg- in, og auövitaö vilja allir hafa sem bezt veöur. Jónas Jakobs- son veöurfræöingur segir okkur, að það veröi hæg norölæg átt um allt land. í dag veröur sól hér sunnanlands en nokkuö skýjaö fyrir noröan og hætt viö skúrum i innsveitum noröaustan til á landinu. A morgun er gert ráö fyrir björtu veöri og þá lika noröan- lands. Eftir þessu ætti kjörsókn aö geta oröið góö á landinu. Fólk getur klætt sig I sparifötin án þess aö eiga á hættu aö renn- blotna. Svo er það lika hálf ánægjan aö sýna sig og sjá aöra. —EVI— „Nýi búningurinn er aö mörgu ieyti skemmtilegri en sá gamli”, sögöu þessir kátu skátar, sem ljósmyndari Visis festi á fiimu. Þeir voru aö æfa sig I að kynda varöeld fyrir landsmótiö, sem þeir ætluöu aö sjálf- sögöu allir á. „Þaö er varla hægt aö lýsa þvi.hvað þaö er gaman á skátamótum”. söeöu allir skátarnir af miklum sannfæringarkrafti. Skátar eru búnir aö fá sér nýj- an búning. Hann er nýtizkulegri en sá gamli og meö færri merkj- um. Þaö er llka sérstakt tilefni til aö fá nýjan skátabúning fram núna, þvi aö landsmót skáta er framundan. Þaö veröur haldiö aö Úlfljótsvatni dagana 14. til 21. júli, og er áætlað, aö þetta veröi stærsta skátalandsmót, sem haldið hefur veriö hér, meö allt aö 2500 þátttakendum. Ástæöan fyrir þvi, aö nýr bún- ingur var tekinn upp, var sú, aö mörgum þótti hinn of gamal- dags, eöa bera of mikinn keim af hermennsku. Nýi skátabúningurinn saman- stendur af mosagrænni peysu, og vlnrauðum klúti. Búningur- inn er frjálsari en sá gamli, og er hægt aö nota skyrtur og bux- ur viö hann eins og hver vill. Þeir, sem vilja nota gamla búninginn áfram, hafa þó fullan rétt til þess. Undirbúningur fyrir lands- mótiö viö tJlfljótsvatn gengur mjög vel, að sögn forráöa- manna mótsins. Segja þeir, aö aldrei hafi eins mikiö veriö vandaö til neins skátalandsmóts eins og nú. Mótsstjórnin vill beina þeim tilmælum til skáta, sem ætla á mótiö, aö þeir geri skil hiö fyrsta, svo aö þeir komist nú örugglega. Fjöldi erlendra skáta kemurá landsmótið. .—ÓH I nýjum búningi ó landsmótið: SA GAMLI ÞOTTI GAMALDAGS OG OF HERMANNALEGUR — Þaö er ekki rétt, aö dóm- stóllinn hafi ákveðið aö birta dóm sinn i máli Breta gegn tslending- um út af útfærslu fiskveiöiland- helginnar 10. júli, engin dagsetn- ing hefur veriö ákveöin, sagöi talsmaður Alþjóöadómstólsins i Haag, einn af riturum hans, þeg- ar Visir haföi samband viö hann síðdegis i gær. — Þann fjórða júli byrjar dómurinn að hlýöa á málflutning I máli Ástraliumanna og Ný-Sjá- lendinga gegn Frökkum út af kjarnorkusprengjutilraunum þeirra á Kyrrahafi. Þessi mál- flutningur getur staðið allt fram yfir tiunda júli. — Verður dómur kveöinn upp, áður en fundi hafréttarráðstefn- unnar lýkur i Caracas 29. ágúst? — Já, það er senniiegt. Ég get hins vegar ekki skýrt frá neinum ákveðnum degi, þvi aö ákvörðun hefur ekki verið tekin um hann. Hins vegar er óhætt að segja, aö það sé ekki óliklegt, að dómurinn verði birtur i júli. Tilefni þess að leitað var frétta um það hjá Alþjóðadómstólnum.. hvort hann hefði ákveðið dagsetn- ingu úrskurðarins, var það, að ut- anrikisráðuneytiö sendi frá sér frétt, hafða eftir islenzka sendi- ráðinu I London, þess efnis, að ákveðið hefði veriö, að dómstóll- inn kvæði upp úrskurð sinn 10. júli. Sú frétt er alls ekki rétt. Visir leitaði álits Gunnars Thoroddsen, formanns þingflokks sjálfstæðismanna, á stöðu mála hjá alþjóöadóminum. „Ég tel mjög ósennilegt, að dómstóllinr, kveði upp á næstunni nokkurn efnisdóm i málinu”, sagði Gunn- ar. „Hins vegar kynni að koma I næsta mánuði einhver tilkynning frá honum um málsmeðferðina. Ef svo óliklega færi, að efnis- dómur kæmi og gengi á móti okk- ur, væru slik úrslit fyrst og fremsf að kenna óafsakanlegum afglöp- um stjórnarflokkanna að van- rækja gersamlega að skýra og flytja rr.álstað okkar fyrir dómin- um. Færi svo, sem ég tel afar ólik- legt, að dómurinn gengi á móti okkur, tel ég, að viðbrögð okkar eigi hiklaust að vera þau að lýsa strax yfir 200 milna landhelgi”, sagöi Gunnar Thoroddsen. —BB/HH Eigum við samleið? t upphafi leiðara Visis i dag segir: „Lykilatriöi kosninganna á morgun er spurningin um, hvort óháöir kjósendur, ungir kjósendur og óánægöir fylgis- menn Framsóknarflokksins, Samtakanna og Alþýöuflokksins eigi samleiö meö sjálfstæöis- mönnum um þessar mundir. Hin pólitisku örlög þjóöarinnar næstu árin ráöast af þvi, hvern- ig kjósendur svara þessari spurningu hver fyrir sig”. Sjá nánar á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.