Vísir


Vísir - 29.06.1974, Qupperneq 4

Vísir - 29.06.1974, Qupperneq 4
4 Visir. Laugardagur 29. júni 1974. HVERNIG ER UPPBOTARÞINGMÓNNUM UTHLUTAÐ? ÞÁ FÁ JAFNAN ALLIR NEMA FRAMSÓKN — en dugir ekki til að jafna hlutfallið á atkvœðamagni og þingmönnum flokka 1 kosningunum á morgun verða kjörnir samtals 49 þingmenn i kjördæmunum, og sið- an verður flokkunum úthlutað 11 uppbótar- sætum, svokölluðum landskjörnum þing- mönnum. Uppbótarmennirnir eiga að vera til að rétta hlut þeirra flokka, sem hafa fengið tiltölu- lega fæsta kjördæmakjörna þingmenn miðað við atkvæða- magn. Þær reglur gilda, að til þess að geta fengið uppbótar- þingmann, þarf flokkur að hafa fengið einhvern kjördæmakjör- inn. Lagt er saman atkvæðamagn hvers flokks um allt landið og deilt i það með tölu kjördæma- kjörinna þingmanna hans. Þá kemur út, hve mörg atkvæði hver flokkur hefur á bak við hvern kjörinn þingmann sinn að meðaltali. Siðan er farið að út- hluta uppbótarþingmönnunum. Fyrsta uppbótarþingmanninn fær sá flokkur, sem hefur mest atkvæðamagn á hvern kjörinn þingmann. Með þvi er hlutur hans bættur, og nú er fundið út, hve mörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann hans, eftir að hann hefur nú fengið einum fleiri en hann hafði fengið i kjör- dæmunum. Siðan er öðrum upp- bótarmanninum úthlutað þeim flokki, sem þá hefur flest at- kvæði á bak við hvern þing- mann. Þetta gæti orðið sami flokkurinn og fékk 1. uppbótar- manninn, ef hann hefur enn flest atkvæði á bak við hvern þing- mann. Þannig er haldið áfram að úthluta uppbótarsætunum, sem eru alltaf ellefu. Þegar það er búið, hefur verulega verið jafnað milli flokka, þannig að hvergi nærri munar jafnmiklu og áður var á atkvæðamagni á bak við hvern þingmann flokka að meðaltali. Þó vantar venju- lega talsvert á, að fullur jöfnuð- ur hafi fengizt. Framsókn hefur aldrei fengið uppbótarþingmann, en það kemur til af þvi, að fylgi flokks- ins er tiltölulega mest úti á landi. Kjördæmaskiptingin er þannig vaxin, að miklu færri þingmenn eru kosnir i kjördæm- unum i mesta þéttbýlinu, Reykjavik og Reykjanesi en vera mundi, ef mannfjöldi á stöðunum réði. F'lokkur, sem er sterkastur úti á landi, fær þvi tiltölulega flesta þingmenn. Og uppbótarsætin hafa ekki nægt til að brúa bilið. Framsókn hefur jafnan fæst atkvæði á bak við hvern þingmann sinn. Uppbótarsætin hafa margs háttar önnur áhrif. Þannig þarf flokkur ekki að tapa manni i reynd, þótt hann missi einhvern i kjördæmi. Haldi hann at- kvæðafylgi á landinu, bætist kannski jafnskjótt við hann einn uppbótarþingmaður og þing- maður tapast i kjördæmi. Þetta mundi ekki gilda um Framsókn, og það er auðvitað ekki alveg vist, að það gerist. Á sama hátt getur flokkur unnið þingsæti af Framsókn, en ekki gert annað með þvi en kippa upp nýjum uppbótarþingmanni fyrir annan flokk. Flokkurinn, sem vinnur sætið af Framsókn, fær kannski viö það einu uppbótarsæti minna, en uppbótarmaður frá öðrum flokki kemur inn i stað- inn. Þannig er margt kúnstugt i þessu kerfi. Hvaða frambjóðendur flokka hljóta svo uppbótarsætin? Um það gilda þær reglur, að fyrsti uppbótarmaður flokksins verð- ur sá, sem hefur hæsta at- kvæðatölu. en annar uppbótar- maður flokksins er sá, sem hef- ur hæst hlutfall af atkvæðum i kjördæminu. 3. uppbótarmaður- inn fer inn á atkvæðamagni, sá 4. á hlutfalli o.s.frv. Uppbótar- þingmenn geta þeir orðið á list- um flokkanna, sem skipa næstu sætin fyrir neðan þá, sem náðu kjöri sem kjördæmakjörnir menn. Atkvæðatala þeirra er reiknuð eftir þvi, i hvaða sæti þeireru, 7. maður er talinn hafa 7. hluta af atkvæðum listans, sem hann er á. Þó getur hver einstakur flokkur ekki fengið nema einn uppbótarmann i hverju einstöku kjördæmi. Veldur það þvi til dæmis, að Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur og Samtökin fengu hvert um sig sinn fyrsta uppbótarmann i Reykjavik i siðustu kosningum, en siðan ekki fleiri þar. 1 siðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 20 kjör- dæmakjörna þingmenn og 2 uppbótarmenn, Framsókn 17 kjördæmakjörna, Alþýðu- bandalagið 7 kjördæmakjörna og 3 uppbótarmenn, Alþýðu- flokkurinn 2kjördæmakjörna og 4 uppbótarmenn og Samtökin 3 kjördæmakjörna og 2 uppbótar- menn. — HH. Þúsund- asti Ford- bíllinn fró Sveini # r i ar Það, sem af er þessu ári, hefur Ford-umboðið Sveinn Egilsson h.f afgreitt 1000 bila. Salan i ár virðist ætla að verða til muna meirien i fyrra, þegar afgreiddir voru 1020 Ford-bilar á öllu árinu. A föstudaginn var 1000. billinn afhentur. Það var Sigurður Ingi- mundarson, forstjóri Trygging- arstofnunarinnar, sem þá veitti móttöku þriðja Cortinubilnum sinum. Af þessu tilefni var sölustjóran- um Jóhannesi Ástvaldssyni einn- ig veittur silfurskjöldur til minn- ingar. Framkvæmdastjórinn, Þórir Jónsson, sagði, að langmesta sal- an væri i Cortinu; Bronco, Escort og Comet bilar væru einnig hátt á listanum. „Það er mjög mikið sama fólk- ið, sem endurnýjar bilana sina hjá okkur með vissu millibili”, sagði Þórir. Á þeim 10 árum, sem Þórir hefur rekið umboðið, hefur það flutt inn og afhent 5300 Fordbila. Sveinn Egilsson h.f. hefur haft Ford-umboðið með höndum i 48 ár, og ómögulegt er að kasta tölu á þann fjölda Fordbila, sem flutt- ir hafa verið inn á þvi timabili. Vinsælasta Cortinan er Cortina 1600, sem kostar nú um 550 þús- und, en hægt er að fá Cortinur allt upp i 700 þúsund, ef allur dýrasti búnaðurinn á að fylgja. Hjá umboðinu eru afhentir milli 50 og 60 nýir bilar i viku hverri. Afhendingin fer fram á föstudög- um, og i tilefni þúsundasta bilsins fengu allir hinir nýju eigendur, sem tóku við bilunum sinum á siðasta föstudag, konfektkassa að gjöf. Bráðlega verður hafizt handa um byggingu 600 fermetra hús- næðis, sem á að bætast við 4000 metra húsnæði fyrirtækisins i Skeifunni. Það er vonazt til, að það takist að gera húsið fokhelt fyrir haustið. Húsið verður þrjár hæðir og á að hýsa skrifstofur og sýningasali i framtiðinni. —JB Reykvíkingar teknir tali í sól og blíðu: Skáldið Guðmundur Haraldsson og Sigurgeir Benediktsson ræða um skáidskap. Ljósm. Bjarnieifur Ævar Kvaran er siðhærður og fékk sér húfu til að geta hamið hárið. Ljósm* Bjarnleifur Haraldsson skáld, nei, afsakið, ljóðaskáld. Hann er I djúpum samræðum við Sigurgeir Bene- diktsson varðstjóra hjá slökkvi- stöðinni i Reykjavik. Þeir ræða auðvitað um nýjustu bókina, sem skáldið ætlar að fara að gefa út. Meðal annarra, sem við Vísis- menn hittum i gærdag á rölti okkar við tjörnina á góða veðr- inu var Ævar Kvaran leikari. Ilann leitaði i öllum vösum að peningi i stöðumæli og varö aII- ur eitt bros, þegar Bjarnleifur Ijósmyndarinn okkar gat útveg- að 10 kall i stað tveggja 5 kalla. „Hvað ég er að gera þessa dagana? T.d. var ég að koma timaritinu „Morgunn” I prent, en eins og þið vitið er ég ritstjóri hans. Nú, svo er ég núna að fara upp i Mosfellssveit, þar sem verið er að mynda Lénharð fógeta, en ég hef gert kvik- myndahandritið. Ég leik Torfa I Klofa. Þess vegna er ég með svona sitt hár”. Og Ævar gengur með.ljómandi fallega is- lenzka alpahúfu þessa dagana til þess að halda hárinu I skefj- um. „Þvi að þegar rok er, verð ég eins og broddgöltur, hárið stendur I allar áttir”, segir Ævar. „Nú, hvort karlmenn eigi að vera með sitt eöa stutt hár? Það á hver að eiga við sjálfan sig i okkar lýðræðisþjóðfélagi. Já, og ég er fyrir löngu búinn að gera það upp við mig, hvað ég kýs, það er öruggþað ég er búinn að fá nóg af vinstri stjórn. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn”. Næst hittum viö Guömund — Og hvað heitir hún? — „Það er „Nútlma mannlif” segir skáldið alvarlega. Hún er um Eyrarbakka, Reykjavik og hjónalif og svo nokkur heiðurs- kvæði um höfðingja”. Og skáld- ið segir okkur, að þetta sé þriðja bókin, sem hann gefur út frá ár- inu 1969. Hann heldur, að hann muni að minnsta kosti fá heiðursstyrk frá rithöfunda- samtökunum. „Svo þarf ég að skrifa 160 bls. Annað hvort reglulegt eða óreglulegt skáld- verk, til að fá styrk að ráði”, segir hann. Hann hefur mikið að gera og ætlar að vera i Reykjavik um helgina og auðvitað að kjósa rétt. Við snúum okkur að Sigur- geir, sem litlu hefur að bæta við orðgnótt skáldsins. Hann er ný- kominn af vakt og er farinn aö hlakka til sumarleyfsisins, sem hann fær á mánudaginn. „Ég verð sennilega i Reykjavik yfir helgina. Það fer auðvitað eftir veðurfari. Verður það ekki ann- að hvort þurrt eða rigning? Svo segja veðurspámenn venju- lega”, segir hann. Og hann kýs ábyggilega Sjálfstæðisflokkinn. Nú skoðum við Bjarnleifur endurnar með ungana sina á tjörninni. Þar hittum við Sigriði Stefánsdóttur, sem er að sýna syni sinum , óskari , lifið við tjörnina. „Jú, ég fylgist með kosning- unum af lifi og sál. Það er reglu- lega skemmtilegt að heyra þá rifast, karlana. Það er alltaf hressilegt að segja sina mein- ingu”, segir hún. Henni finnst Magnús Kjartansson standa sig vel og ætlar ábyggilega að kjósa Alþýðubandalagið. „Ég er löngu búin að ákveða það. Auðvitað kýs ég snemma, og svo leggst ég i sólbað yfir daginn, þvi að ég spái fyrirtaks kosningaveðri. Og vaka ætla ég kosninganóttina, þó að það yrði til kl. 8 næsta morgun”. _EVI- Sigriður Stefánsdóttir ásamt syni slnum, óskari. Hún ætlar að vaka alla kosninganóttina, alveg til morgúns, ef með þarf, til að vita úrslit. Ljósm. Bjarnleifur RABBAÐ UM FLEST EN KOSNINGAR Sigurður, Þórir og Jóhannes við afhendinguna. — Ljósm. Bragi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.