Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 8
8 N___I t ') l’-jj i V , , Í > i t ! V /V i Visir. Laugardagur 29. júni 1974. KIRKTAIÍ Odr ÞTÓÐIN Hallgrímskirkja rís Það þarf enginn að ætla það, að hér veröi gerð einhver mála- myndatilraun til að rekja það, sem af er byggingarsögu mesta kirkjulega mannvirkis, sem hingaö til hefur verið reist i is- lenzkri kristni. Það hefur liðið langur timi og það hefur inikið verið gert.siðan þessi orð voru mælt i predikun við útiguðs- þjónustu á Skólavörðuhæð: „Og hver eru starfsskil- yrði þeirrar starfsemi, sem miðar að þvi að byggja upp og minna á það, sem heilagt er. Litizt um hér á holtinu, og þá sjáið þér myndina af þvi. Þér sjáið nokkra ryöfallna steypujárnsbúta hér til vinstri handar mér. Þeir eru það eina, sem vér höfum fengið að framkvæma i sötn- uöi Hallgrims Péturssonar af nauðsynlegum áformum um starfsskilyrði.” Sá, sem þetta sagði, var þá- verandi sóknarprestur i Hallgrimssókn, herra Sigur- björn Einarsson, núverandi biskup. — Þetta atvik rifjaðist upp við hina eftirminnilegu miöaftans-guðsþjónustu s.l. miðvikudag, sem haldin var innan hárra steypumótapall- anna i kirkjuskipinu. Þessi at- höfn var nefnd Hallgrimsminn- ing I tilefni 300. ártlðar Hallgrims Péturssonar, sem er 27. okt. I haust. Enda þótt þar væri ekki nema litill hluti Reyk- vlkinga, var þar margt um manninn, sem stóö og hlustaði og fylgdist með þvl, sem fram fór. Og fólkið renndi augunum upp eftir gnæfandi timburgrind- unum til hinnar fyrirhuguðu hvelfingar. Þá blasti við blár vorhiminninn með hvltum svifléttum skýjum þessa milda sumardags. Og eflaust hafa margir hugsað og velt þessari spurningu fyrir sér: Hvenær kemur sá dagur, er hinn raun- verulega hvelfing þessa mikla helgidóms rls yfir hálf-upp- steyptum veggjum hans? Það er engin furða, þótt bygg- ing þessa mikla húss taki lang- an tlma. Miklu er þegar lokið, þar sem turninn er. Hann gnæfir yfir borginni I allri sinni tign og flestar raddir, sem gagnrýndu hann meðan hann var að rlsa, munu nú vera þagnaðar. En mikið er eftir við byggingu Hallgrlmskirkju. Auðséð er nú, að þvl marki verður ekki náð, sem Hallgrlmssöfnuður hafði eitt sinn vonazt til að ná: að ljúka byggingu hennar, eöa a.m.k. gera hana fokhelda nú á þjóðhátlðarárinu. Það er vitan- lega ekki nema eðlilegt, að slikt stórátak I byggingarmálum kirkjunnar eins og helgidómur- inn á Skólavörðuhæö er, taki langan tima. En áfram I áttina miðar. Svo er fyrir að þakka fjárframlög- um frá því opinbera og fórnfús- um einstaklingum um land allt og á Norðurlöndum. Siðastliðinn áratug hefur rikið árlega veitt fé til byggingarinn- ar og nú er það komið upp I 4 millj. kr. á ári. Úr kirkju- byggingarsjóði borgarinnar fæst tæpl. 1 millj. kr. En hingaö til hefur byggingarkostnaðurinn að 60 hundraðshlutum verið borinn uppi af frjálsum fram- lögum og höfðinglegum gjöfum einstaklinga og Hallgrlmssöfn- uði I Reykjavik. Nú er unniö að innréttingu á neðstu hæðum turnbyggingar- innar, sem þegar hafa verið teknar I notkun að nokkru leyti. Og i syðri álmu hans munu guðsþjónustur safnaðarins fara fram, þegar tekið verður til við byggingu kórsins jafnframt kirkjuskipinu. Hvað er Hallgrims- kirkja búin að kosta? Þegar nú er talað um kostnað við byggingu, sem stendur yfir svo árum skiptir — þá þýðir lltið aö nefna tölur nema þeim fylgi útreikningar á gildi krónunnar og vexti dýrtlðarinnar. Annars gefa tölurnar enga rétta hug- mynd um hinn raunverulega kostnað. En þetta hefur ekki svo mikið að segja. Enginn af þeim fjölmörgu einstaklingum og félögum, bæði utan lands og innan, sem látið hafa fé af hendi rakna til byggingar Hallgrimskirkju — hvort sem gjöf þeirra hefur ver- ið stór eða smá — hefur gert það I öðrum tilgangi en þeim að votta þakklæti sitt Hallgrlmi Péturssyni og þakka Guði fyrir verk hans. Slik þökk verður aldrei mæld I aurum eða krón- um heldur þeirri glóð trúar, von- ar og kærleika, sem fær hjörtun til að brenna. HAMARSHOGG I HALLGRÍMSKIRKJU Kirkjusíöan I dag er helguð Hallgrlmskirkju og Hallgrfms- minningu, sem fram fór I kirkjuskipinu 26. júnf. Milli þess sem kórarnir sungu ofan úr rekkverkinu og prest- arnir lásu neðan frá altarinu, kváðu viö hamarshöggin fyrir og eftir róm-mikinn lestur Jóns Sigurbjörnssonar á ijóði dr. Jakobs Jónssonar. Það er að visu of langt til að birtast allt en hér fara á eftir nokkrir kaflar: Himins og jarðar... hæstur höfuðsmiður lætur hamarshögg heyrast úr austri Heyrist bergmál horfins tima. Hallgrimur skáld I hugarsmiðju tungunnar meitli málstuðla sló Svíðandi hönd sálma ritaði. Myndir hann dró af mildi föður, — bróður, er færði fórn í dauða, fyrirgefning og friðar sátt. Æviraun skálds varð ímynd krossins, tákn þeirrar trúar er treystir sigri syndlausrar elsku Víst ertu, Jesús, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. Ps. 27:9 Son Guðs ertu með sanni, % sonur Guðs, Jesús minn, son Guðs, syndugum mann Hallgrímur kvað i beljar nauðum sonar arf skenktir þinn, heilaga glóS í jreðnar þjóðir. son' Guðs einn eingetinn. - ■ • Syni Guðs syngi glaður Niðjar hlands munu minnast l)ín, sérhver lifandi maður meðan sól á kaldan jökul skín. heiður í hvert eitt sinn. Matt. Joch. Ps. 25:14 Himins og jarðar hæstur höfuðsmiður lætur hamars högg heyrast úr austri. Hugur Guðs hleður musteri á eilífðar grunni, aldanna kirkju. Fegurð er í formum, festa í veggjum, vizka í hvelfingum og himinbogum. Rúnir eru ristar að regins vilja. Hæstur höfuðsmiður himins og jarðar hvern mann kallar hamri að lyfta, hrjúfan stein höggva sléttan, svo fletir fágaðir falli (þétt) saman. Heyrist bergmál horfins tima. Hallgrímur skáld Hamarshögg á helslóðum lifsfórn boða hins lífgandi anda. Hvilir Kristur á krossi hörðum. kærleikur Guðs er i kvalastunum. Heyrast hróp hans um heima alla, friðarboð Guðs og fyrirgefning. Hljómur sá snerti hjarta skálds, er sjálfur þjáðist af sárum beiskum. Enn munu hendur hömrum lyfta, benjum djúpum bróðurhold særa, hvar sem heyrast hungur-stunur, blóðugra víga byssuhvellir, kúgaðra þjóða kvalavein, grátur angistar inni dulinn i þöglu hjarta, er livergi finnur lifs-bjargar von af líknarhendi. í Haligrímssálmum, í Hallgrimskirkju heyra megum U ~ ^ . - 1- •• nuu*alo af hendi Guðs. hæsta höfuðsmiðs himins og jarðar. Þau eru andsvör alföður . m H ^ H í hugarsmiðju - me máistuðla sló. Hrukku neístar af hörðu stáli, svo köldum hjörtum kviknar lifgeisii, hljóma söngvar i sálmahofi. Frá barna vörunr og brjóstmylkinga berast i hljóði bænarmál. - - við ilij-ahi bróöurhold. Þ.vi t.T Kristur af krossi risinn að grói sár á sjúkuni hkama. sígur vinnist á synd og dauóa. En hamars högg helgrar kirkju hefja Iofsöng hæslum höfuösmið himins og jarðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.