Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 14

Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 14
14 Vísir. Laugardagur 29. júni 1974. ÁTTU EKKI ORÐ TIL AÐ LÝSA ÁNÆGJU SINNI 250 þýzkir áhugaljósmyndarar á ferðinni Helfried Weyer er heims- þekktur þýzkur ljösmyndari. Á siöasta ári var hann hér á ferö á vegum Leitz ljósmyndaverk- smiöjanna og tók þá myndir I fallega tslandsbók, sem bráö- lega veröur á markaönum hér á ensku og sföar mun koma út á islenzku á vegum AB. Weyer er staddur hér þessa dagana ásamt 120 öörum áhugasömum ljósmyndurum frá meginlandi Evrópu. Þessi hópur er hér á vegum Leitz verksmiöjanna i Þýzkalandi, sem framieiöa hinar þekktu Leica ljósmyndavörur. „Viö auglýstum þessa Islandsferö i tfmariti okkar meö einni auglýsingu, og árangurinn varö sá að bréfin tóku að streyma inn I hundraða- tali,” segir Richard Kimling starfsmaður Leica. „Þeir hjá Flugfélaginu I Frankfurt ætluðu ekki að trúa þessu. Þeir heföu verið að reyna að auglýsa Islandsferðir um árabil, en ekkert gengið. En áhugi ljós- myndaranna var strax svona gífurlegur.” A þessu ári koma samtals 250 slikir ljósmyndarar til landsins i tveim hópum. Fyrri hópurinn er nýkominn til Þýzkalands og hefur ekki enn fundið orð til að lýsa hrifningu sinni yfir förinni. t þessari siðari ferð var barizt um sætin og margir láta bóka sig i næstu Leitzferð i þeirri von, aö hún verði eins vel heppnuö, og skiptir þá engu máli hvert eöa hvenær veröur farið. Helfried Weyer segist sjálfur hafa valið Island sem efni I þessa nýju bók sina. Hann uppá- haldsviðfang«efni séu óspillt landslag og i. I sinu eðlilega umhverfi. „Ég vil þurfa að hafa fyrir minum ferðum. Ég vil feröast um óbyggöir, þar sem allt getur gerzt og maður er algjörlega undir sjálfum sér kominn”, segir Weyer. Weyer er á ferð um hnöttinn um 4 mánuöi á ári, Meö i förinni er ljósmyndari Stern-vikuritsins ásamt konu sinni. Ulrich Mack heitir hann og hefur á undanförnum árum getiö sér gott orö sem striös- fréttaritari og ljósmyndari, hefur m.a. fylgzt meö striöinu i tsrael og Kambódiu. Hann hefur unniö hin eftirsóttu World Press verölaun fyrir myndir frá Kambódiu. Ljósm. Bragi. en fer I fyrirlestraferðir á vetrum. Hann hefur gefið út ýmsar bækur áður, t.d. um Sahara, DalahiLama, Etnu og Stromboli, ferðabók um Afrikp og Himalayafjöll. A hverju ári gefur hann auk þess út glæsilegt dagatal, og á dagatalinu fyrir næsta ár veröa andlit frá ýmsum löndum. Ein myndin er af ungri stúlku frá Húsavik, sem heitir Ingibjörg. Þegar Weyer var þar á ferð um daginn, sýndi hann myndina og fann stúlkuna aftur. Hún'fór I sömu peysu og hún var i á dagatalsmyndinni og sat fyrir hjá 12 áhugasömum ljós- myndurum. Weyer er mikill Islandsvinur og á heima hjá sér I Wetzlar islenzkan hest, sem hann kallar Askja. Héöan frá tslandi fer Weyer á morgun. Hann hefur viökomu I Þýzkalandi, og siðan er förinni heitiö beint inn i miöja Saharaeyöimörkina til að taka myndir. _JB Þarna heidur frú Weyer á dagatalinu meö myndinni af Ingi- björgu frá Húsavik, Helfried Weyer meö tslandsbókin, sem hann og Franz-Karl von Linden hafa tekiö myndirnar I, Asgeir Einarsson framkvæmdastjóri Gevafoto, sem hefur umboö fyrir Leitz á tslandi, og lengst tii hægri er Richard Kimling frá Leitz I Þýzkalandi. Saknar myndavélar og myndanna tbúa I húsinu viö Löngubrekku £ I Kópavogi þótti tilvaliö aö nota góöa veöriö fyrra föstudag til aö opna bilinn sinn, sem stóö á pian- inu viö húsiö og viöra út rykiö. Hann gáði hins vegar ekki að þvi, að I bilnum var ágæt Minolta myndavél. Hann þurfti aö bregða sér frá um stund, en þegar hann kom að bilnum sínum aftur, var vélin horfin. Honum þykir að sjálfsögðu mikill missiraövélinni, en jafnvel enn meira saknar hann mynd- anna, sem hann tók i vor, er hann var á feröalagi meö vestur-Is- lenzkum vini sinum. Hann heldur jafnvel, að krakk- ar úr hverfinu hafi tekið vélina eða strákar i hitaveituflokki, sem þarna voru að vinna I nágrenninu. Hann vonast til, að viðkomandi skili honum aftur vélinni, sem kostar um 14. þús. krónur, eða skili sér i það minnsta filmunni, sem sé þjófinum einskis virði, en hefur hins vegar mikið gildi fyrir þann, sem tók myndirnar. —JB Umsjón: KLP Eru bankarónin í Ossone þann 21. júní ór hvert tilviljun eða ??? Fyrir tveim árum var framiö rán I aöalbankanum I Ossone I Milanó á ítaliu. Þaö var þann 21. júnl 1972, og höföu þjófarnir þá á brott meö sér nákvæmlega 4.580.000 llrur. í fyrra var aftur framiö rán I bankanum —þaö var upp á dag ári slöar — og höföu þá þjófarnir meö sér 4.580.000 lirur. Fólki þótti þetta merkileg til- viljun, en engar sérstakar varúöarráöstafanir voru samt geröar þann 21. júnl I ár. Þaö heföi þó veriöbetra, þvf rétt I þann mund er loka átti bankan- um, birtust tveir vopnaöir ræn- ingjar I dyrunum og tóku meö sér 4.580.000 lírur....Þær eru margar undarlegar, tilviljan- irnar I heiminum ! I ! LOVE STORY: (THE END) ENDIR Hjónabandi Ryan O’Neal, sem frægur varö fyrir leik sinn I kvikinyndinni „Love Story”, og leikkonunnar Leigh Taylor- Young lauk fyrir skilnaöarrétt- inum I Chicago I siöustu viku. Hjónaband þeirra hefur jafn- an verið stormasamt, en það „blómstraði” bezt, er þau léku saman I sjónvarpsþáttunum „Peyton Place” á sinum tíma. ER ÞAÐ SYND - EÐA ER ÞAÐ SJETT? Janet spilar og syngur og talar um syndirnar. Þessar tvær myndir — af sömu fallegu stúlkunni — hafa vakið miklar deilur meðal hermanna og yfir- manna hjálpræðishers- ins i Englandi. Það er nefnilega ,ekki ljós- myndafyrirsæta, sem hefur klætt sig i einkennisbúning hersins, heldur er þetta „ekta” hjálpræðishersstúlka, sem er ljósmyndafyrirsæta, þegar hún er ekki að syngja og predika á samkomum. Hún heitir Janet Lord, 17 ára gömul, og er meðlimur hersins i Blackburn I Lancaster. A sam- komunum talar hún og syngur um freistingarnar i heiminum. En hverra freistar hún, þegar myndir af henni hálfnakinni koma I öllum blöðum i Eng- landi? Eldra fólkið I hernum vill visa henni úr söfnuðinum, en það yngra er ánægt með þetta og segir að þetta sé bezta auglýs- ingin, sem söfnuðurinn I Black- burn hafi fengið um dagana, og að fjöldi ungs fólks hafi komið á samkomur aö undanförnu — til að sjá Janet — en látið frelsast þar, og sé nú virkir félagar I söfnuðinum. . . . . en undir einkennisbún- ingnum hennar er fallegur iikami, sem hún hefur gaman af aö sýna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.