Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 29. júni 1974. TÍSIBSm: Um hvað er kosið í þessum kosningum? Viktor Ægisson, húsgagna- smiður: — Þaö er aðallega kosið um efnahagsmálin. í þeim málum held ég aö hægri stefnán sé efnilegust. Magnús Túmasson, pipulagn- ingameistari — Það eru helzt þrjú mál, efnahagsmálin, her- stöðvarmálin og landhelgis- málin. Eg vil alveg eindregið að vinstri stjórn komist aftur að, þá geta þeir sýnt alþjóð, hvernig þeir leysa vandann. Ég held að það sé bezta kjaftshöggið, sem viö getum gefið þeim. Sjálfur ætla ég þó ekki að kjósa þá. Sigurður Jörgensson, fram- kvæmdastjóri:— Það er kosið um áframhaldandi vinstri stjórn eöa ekki. Efnahagsmálin eru aöal- máliö. Ég tel mikilvægast, aö næg vinna sé fyrir hendi i landinu og atvinnutækin standi ekki ónotuö. Þeir sem stjórna nú hafa boðið mönnum næga vinnu. Það skiptir öllu. Sveinn Sigurjónsson, sjómaður: — Ég hef gert mér mjög tak- markaða grein fyrir.þvi og efast um hvort ég kýs. Það sem ætti þó að vera aðalmáliö er sjávarút- vegurinn, sem stendur mjög höllum fæti nú. Ég held að Fram- sókn sé efnilegustu i aö leysa þann vanda. Óskar Jónsson, brautryðjandi (vegagerðarmaður): v- Her- málin eru á oddinum. ÉgVil hafa alla heri, bæði hjálpræðisherinn og aðra. Að öðru leyti er'-mikil- vægast að heiöarlegir menn komist i stjórn, menn sem ekki eyða úr öllum sjóðum fólksins. Guðmundur Valtýr Guðmunds- son, bilstjóri: — Það er kosið um hvort vera skuli hægri eða vinstri stjórn. Efnahagsmálin eru stærsta sérmálið. „Sumir villast hingað Blaðamaður og ljós- myndari Visis komu við á nokkrum kosninga- skrifstofum i Reykjavik i gær og könnuðu, hvern- ig andrúmsloftið væri þar nú rétt fyrir kosn- ingar. Skrifstofa F-listans, lista Sam- takanna, er til húsa á vistlegum bar I Hábæ við Skólavöröustig. „Það kemur fyrir, að menn villist hingað I barhugleiðingum, en þeir eru þá oftast fljótir að koma sér út aftur”, segir Rann- veig Jónsdóttir, kennari, einn af frambjóðendum listans. „Við þurfum engan bar til að trekkja fólk hingað, en hins vegar er öllum heimilt að fá sér kaffi- sopa með okkur”. „Það virðist vera vaxandi áhugi fyrir þessu framboði”, seg- starfsmaður kosningaskrifstof- ir Þorbjörn Guðmundsson, unnar. „Spurningin er bara sú, t veitingahúsinu Hábæ hafa Samtökin sinn samastað. Til vinstri Þor- björn Guðmundsson, starfsmaður skrifstofunnar og Rannveig Jóns- dóttir, einn af frambjóðendum listans. hvort við fáum 5 eöa 7 þingsæti. En við erum alveg örugg meö þingmenn. Spurningin er bara, hvort við fáum nægan tima, þvi að við vinnum allt á timanum”. Fylkingin hefur aðsetur sitt I bakhúsi við Laugaveginn. Þar er kosningaskrifstofan i kjallaran- um og I góða veðrinu i gær var op- ið út á götu. Fylkingarmenn voru niöursokknir I að brjóta um Neistann, málgagn sitt. „Við erum ekki með nein risa- upplög eins og önnur málgögn núna fyrir kosningarnar. Hins vegar sendum við okkar blöð ein- göngu til vandaðra manna”. „Allt okkar fjármagn kemur frá stuðningsmönnum okkar. Hjá okkur er hvert sæti baráttusætið. Höfuðmarkmiðið með framboði okkar er, að hvert atkvæöi greitt okkur virki sem yfirlýsing um þá kröfu, að verkalýðshreyfingin verði endurreist á íslandi, póli- Um Keflavíkursjónvarpið: GÆTIÐ YKKAR! VIÐ HEYRUM LÍKA í BBC! Kristján Kristjánsson kaupmað- ur Borgarholtsbr. hringdi: „Ég vil, að þvi sé kröftugiega mótmælt, að Keflavíkursjónvarp- inu veröi lokaö. Helzt vildi ég, að svo rækilega yrði snúizt gegn þvi, að andmælendur Kanasjónvarps- ins sjái sitt óvænna og impri aldr- ei á þvi aftur. Fæstir þeir, sem ég þekki til, hafa nokkurn tima látið sannfær- ast af þeim rökum, sem borin eru upp, eins og þvættingnum um, að sjálfstæöi okkar sé hætt, eða að þessi fjölmiðlun sé hættulegur á- róöursmöguleiki fyrir Banda- rikjamenn. — Merkilegt er það annars, að 60-menningarnir skyldu aldrei krefjast þess, að „Radio Luxemburg” og „BBC” eða „Voice of America” og slikar útvarpsstöðvar minnkuöu lang- drægni sina, svo íslendingar heyrðu ekki til þeirra! Eða þá blaörið um miður heppi- legt efni, sem Kanasjónvarpið er sagt velja sér til flutnings. Þeir, sem hafa samanburðinn, hafa fyrir augunum, aö það eru mun „betri” myndir og einnig skemmtilegri „afþreyingar- myndir” sýndar i Kananum. — Enda mega hinir aldeilis halda á SBiiþuiiuni, l'f LiLll1, æua ao nalaa Tgóðri i islenzka sjón- va« voru í eðli sinu er þarna um að ræða þessa eilifu áráttu ofstækis- mannsins til þess að þola ekki, að aðrir séu á öðru máli en hann — Tlf III IIII i' ju fi n iii >j|||i ilj i þótt lann gangi i berhöggýVi^ þorra ma!illJ^átuiiu.L>JUlHAipiC iitingur hann eitlhvað illa. Hann vifl ekki á álþað. — Þá skal að horfa á það hi er auðvitað fussa jónirmiði, að við Jón | son, PáL vilji n fí sjálf r, horfi m 1 c cka: Pálsson og allir að velja eða hafri vað við hlustuml augum er þetta sam drógp fy hern md stóðu þá tæki eða erleifdra Kajins okk .við við íorfið og þegar na lveg istar andarikjamenn stir þjóöa til aö taka upp sjón- enda varð Edison þeirra stur til að finna upp kvik- ndina, og það er ekki nema ilegt, að þeir standi framar- 1< »a i sjónvarpsþáttagerð. t fyrstu varð manni þvi á að s: lábrosa, þegar þessum þvætt- ir|gi var varpaö fram, að dag- sl ráin i vallarsjónvarpinu væri of ,, smekkleg” fyrir okkur. Remb- ir ’urinn, sem birtist i sliku tali, eiíþó i rauninni ekkert hlægileg- ur Hann er aumkunarverður. Enda er maður fyrir löngu hættur'að-brosa. þegar maður les húna I fréttum siðustu daga, að við skotnir fyrir landráð, vegna veiklyndir stjórnarherrar hafa^ þessað okkur þykir meira gaman ekki þorað annað en láta kúga sig að þvi efni, sem býðst i Keflavik- til þess að knýja fram samdrátt I ursjónvarpinu^en þvi sem rikis- útsendingum Kanasjónvarpsins. útvarpið býöur upp á?” ir striðsrétt borgira i löndunum, ef þeir ð þvi að eiga út\ferps- ilusta á fréttasendingar tvarpsstöðva þessir aðilar vi£ji, að ve^öi stillt upp við végg og kot: Ætlor að innsigla tœkið Jenslna Guðmundsdóttir, Mið- braut 2 á Seltjarnarnesi, hringdi: „Af fréttum síðustu daga er manni að verða það ljóst, — þótt maður hafi lengst af ekki viljað trúa þvi — að það á að taka af okkur Keflavikursjónvarpið. Jæja, þeir höfðu þá sitt fram, þessir fáu menn, sem telja sig þess umkomna að velja og hafna fyrirokkur, hvað sé landslýð hollt og ekki hollt. 1 minum augum og flestra, sem ég hef heyrt ræða þetta, er hér um ekkert annað að ræða en frekleg afskipti af okkar valkostum, sem enginn okkar hefur gefið þeim umboð til. Við hjónin erum staðráðin I þvi að láta innsigla sjónvarpstæki okkar, ef skrúfað verður niður i Keflavikursjónvarpinu. Mér er kunnugt, að nágrannakonum minum nokkrum er það sama i hug, og auk þess þekki ég aðra, sem búa fjær mér og eru ráðnir i þvi sama.” BORGARSTJÓRN FÉKK Á SIG 2 MÖRK Er vor borgarstjórn i knattspyrnukappleiknum var ég kunni mér ekki læti. Hann Sigurjón var þar ekki á spyrnurnar spar, en sparkaöi ágætlega með vinstra fæti. Borgarstjórinn af öllum auðvitað bar, já, öllum jafnt bærri sem lægri. En þar voru á annan veg ágætu spyrnurnar. Hanii aðeins spyrnti með hægri. Það kom sem sagt i Ijós, að einasta asnasparkið var að setja Alfreð i markið. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.