Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 20
2Q Vísir. Laugardagur 29. júni 1974. | í DAG | í KVÖLP | I DAG | í KVÖLD | í PAG KVf Útvarpið á sunnudag kl. 14.00 Dagskrárstjóri í eina klukkustund Við heyrum frásagnir frá Eyjafírði ,,Þessi útvarpsstund er mér kærkomið tækifæri til að minnast þjóðhátíð- Stefán Agúst Kristjánsson frá Glæsibæ, er af Dagverö- arættinni, sem Bólu-lljálmar lofsöng á sfnum tfma, og bland- aður svarfdælsku og eyfirzku ætterui. Hann hefur mikinn áhuga á ættfræði og iðkar garð- yrkju i tómstundum. arársins," segir Stefán Ágúst Kristjánsson, sem stjórnar dagskrá út- varpsins á morgun í 1 klst. og ræður þar alveg rikjum. Og Stefán segir okkur, að þetta verði blandað efni, m.a. frá landnámi Eyjafjarðar tii forna, tekið lftið eitt stytt úr Landnámu, lýsing á hinum fagra fjallahring fjarðarins, fléttað með söng og tónlist, sem Eyfirðingar hafa átt einhvern þátt i, eða flytjendur hafa að miklu leyti verið af eyfirzkum uppruna. Stefán er ákaflega kunnugur öllu á Akureyri og þeim Eyfirð- ingum, þvi aö hann var forstjóri Sjúkrasamlags Akureyrar i 34 ár. Nýmæium verður hreyft og vonar Stefán, að Eyfirðingar heima og heiman, og þá einkum hér i Reykjavik, hlusti til enda þessarar stundar, fremur öðr- um landsmönnum, þó að auövitað séu aðrir velkomnir lika sem hlustendur, þvi ekki er útilokað, að þeir kynnu að hafa þar af einhverju skemmtun og fróðleik. ♦ 2/3 hlutar eru frásagnir og upplesturog l/3sönglist. —EVI— „Þeir þóttust geta bjargað sér á hefð- bundinn hátt í Hamborg," segir Borghildur Thors, sem sér um óskalög sjúklinga hún þýzku við Vélskólann. „Ég var yngri en flestir þeirra, en þeir voru ákaflega vingjarnlegir við mig. Þeim þótt nú heldur betur óþarfi að læra þýzku, köllunum þeim, þóttust vel geta bjargað sér i Hamborg upp á sinn gamla máta. Ég hef alltaf haft gaman af tónlist. Ég stundaði nám við tónlistarskólann hér með menntaskólanum, og þegar ég var i Austurriki, sótti ég heil- mikið af tónleikum. Hér heima hef ég sungið með Filharmoni- unni frá þvi að sá kór var stofn- aður. Ég vinn núna á tónlistadeild- inni og það er nú eiginlega fyrir tilviljun, að ég hafnaði þar. Ég er mjög ánægð með þá vinnu, þvi að andinn, sem þar rikir, er góður. Ég hef áhuga á alls konar tón- list, en sigilda tónlistin er mitt uppáhald. Kristin Sveinbjörnsdóttir, sem var áður með óskalögin, tók sér fri og þá vantaði mann i staðinn. Það varð úr, að ég tók að mér þáttinn og verð með hann til októberloka. Mér finnst höfuðkostur þátt- arins sá, hversu persónulegur hann er og hversu þakklátir sjúklingarnir eru, ef við lesum kveðjuna þeirra. Við fáum fjöldann allan af bréfum og i um þriðja hverju er þakkað fyrir þáttinn.” Borghildur Thors er nýtekin við stjórn óskulaga sjúklinga, sem eru á dagskránni i dag frá 10.25 til hádegis. Borghildur er stúdent frá M.R. Eftir stúdentspróf dvaldi hún i Austurriki við þýzkunám, og eftir komuna heim kenndi Borghildur Thors kynnir fyrir okkur óskalög sjúklinga. er kótbroslegt Láttu ganga Þar sem nú eru enn kosningar fyrir dyrum, ætla ég að byrja þáttinn á nokkrum visum úr rimum af Oddi sterka eftir örn Arnarson, sem ortar voru 1932. Fyrst eru visur úr framboðsræöu Odds. Upp er runnin örðug tið, yfir dynur kreppuhrið. Til að frelsa land og lýö lcggur Oddur nú I strið. Framsókn býö ég odd og egg, íhaldsliöið niöur hegg, örvum skýt og atgeir legg, eldrauður á hár og skegg. Lýðnum gef ég Fróðafrið, fylli rígaþorski mið, bind I sveitum sólskinið. Sérhvert loforð stend ég við. Kjaftœðið Þá eru visur úr eldhúsdagsræðu Odds sterka. Þetta er mikiö þjóðargrand, þjóðarskútan orðin strand. Aldrei hefir okkar land yfir dunið þvilikt stand. íhald stýrði rangt og ragt, rak af leið og skemmdi fragt, í skuldakvi var skútu lagt. Skömm er endi á heimskra makt. Framsókn tók þá far að sér, fórst £ó ekki betur en verr, kuggnum renndi á kreppusker, kjölurinn sundur genginn er. Veldur frekja Framsóknar fjárhagsleka skútunnar, allar tekjur uppétnar — illa rekin trippin þar. Þó að Framsókn færi skakkt, festi á skeri þjóöarjakt, allt er betra en ihaldsmakt, eins og Jónas hefir sagt. íhald lastar Framsókn frekt. Framsókn lýsir ihalds sekt. Kjaftæðið er kátbroslegt. Kuggurinn lekur eins og trekt. Hér er starf, sem heimtar mann, hugumstóran, sjóvanan, óbilgjarnan, eldrauðan — Oddur sterki, það er hann. Að lokum nokkrar visur úr vantrausts- ræðu Odds. Vandasamt er sjómanns fag, sigla og stýra nótt og dag. Þeir, sem stjórna þjóðarhag, þekkja varla áralag. Eftir mikið þras og þóf þingið upp til valda hóf menn, sem hafa ei pungapróf. Piltar, það er forsmán gróf. Aldrei bröndu Asi dró, aldrei þekkti stag frá kló, aldrei meig i saltan sjó. Sá held ég, að stjómi þó! Steina er tyllt á háan hól, hempan sniöin upp i kjól. Köttur skipar bjarnar ból. Betur sat hann lægri stól. Sildarmála svikum ann sakamálaráðherrann. Oddi er mál að hitta hann, hrygginn mála blóðrauðan. Oddur rekur þessa þrjá þurfalinga hreppinn á, stjórnar öllu Oddgrad frá eins og Stalin Rússiá. Þannig ætlar Oddur sem sagt að hafa það, ef hann fær, eins og stjórnmála- mennirnir orða það, til þess fylgi kjósenda, sem verður að teljast harla óliklegt. Egill Jónasson yrkir næstu visu og nefnir hana Kommúnistarauður. Fyrir eðli ótugtar enginn gæði metur. Yfir fóðri Framsóknar fýlir grön-en étur. Sigurgeir Þorvaldsson er ekki ánægður með vinstri stjórnina, eins og næsta visa sýnir. Fátt er nú á rökum reist, rausnin litill fengur — Vandamáliu vart fær leyst vinstri stjórnin lengur. Og þannig spáir hann, að fari i valda- taflinu. Vinstri stjórnin völdin tók, viöa berst i fáti. Eftir fórn á einum hrók, aldrei verst hún máti. Fjósamaður nokkur yrkir þannig um Hannibal. Hygg ég np, að Hannibal hcldur lækki skriðinn, setur upp I Selárdal og sagar rekaviöinn. Hann er ekki orðinn mát eða á loka hausti. Ef til vill hann öðrum bát ýtirfram úrnausti. Um stjórnina hefur fjósamaður þetta að segja. Margt eitt undrið framhjá fer, fljótt vill sundrast tundur. Stjórnarglundrið alveg er allt að splundrast sundur. En hvernig svo sem allt veltist i kom- andi kosningum, getum við trúlega öll tekið undir með Erni Arnarsyni, er hann segir: Lægöu skott og lokaðu kverk, léttúð brott skal snúa. Ilér eru drottins handaverk, hér er gott að búa. Ax_

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.