Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 24

Vísir - 29.06.1974, Blaðsíða 24
VISIR Laugardagur 291'júni 1974. Rœndi mann og barði Maður var barinn i götuna og rændur rétt við skemmtistaðinn Sigtún um hálfþrjú aðfaranótt föstudagsins. Alþýðubandalagið hélt kosn- ingahátið i Sigtúni þetta kvöld. Eftir hátiðina var slangur af fólki fyrir utan húsið. Sá, sem barinn va^ sást taka á rás yfir Suður- landsbrautina og árásarmaður- inn fylgdi á eftir. Viö Holtaveginn náði árásarmaðurinn fórnar- lambinu, skellti manninum i jijrðina, sló hann, svo úr blæddi og rændi siðan veski, peningum og úri. Bílstjóri á B.S.R. sá aðfarirnar og reyndi að koma þeim rænda til hjálpar. Arásarmaðurinn tók þá á rás, en með hjálp annars bilstjóra tókst að ná manninum og halda honum, þar til lögreglan kom. Lögreglan tók árásarmanninn, sem þorði ekki annað en skila aftur ránsfengnum, fyrst svona var komið málum. Fórnar- lambið, sem var allblóðugt eftir átökin, fékk einnig að sitja I hjá lögreglunni. — JB Mikið fjör í kosninga- boróttunni ALLT „A FULLU" A ENDASPRETTINUM Nú uppskera þeir vinnuiaunin, erfiðismenn flokkanna i kosninga- baráttunni, sumir mikil, aðrir lltil. Þeir hafa hvergi dregið af sér á endasprettinum. i farar- broddi erfiðismannanna eru þeir frambjóðendur, sem koma til greina að ná kjöri til þings. Flokkarnir hafa tekið upp á ýmsu. Þeir hafa kallað samkom- ur sínar „baráttuhátiðir”, „kosn- ingahátíðir”, „fagnað”, „fjöl- skylduhátið”, „opið hús” og þar fram eftir götunum. Sjálfstæðis- menn héldu langfjölmennasta útifund stjórnmálabaráttunnar, en Alþýðubandalaginu tókst ekki aðfá einsmarga_ög fyrir borgar- stjórnarkosningar á „baráttu- fund” sinn I Laugardalshöllinni. Ömar Ragnarsson er sam1- nefnari kosningabaráttunnar á margan veg, Honum skýtur upp á fundum hvers konar flokka og leggur alltaf eitthvað viðeigandi til málanna. Um ekkert eru flokkarnir jafnsammála og Ómar. Frambjóðendur og aðrir forystumenn hafa haldið fundi úti um alltlandá smáum stöðum og stórum, fyrir utan hina hefð- bundnu framboðsfundi. SHk fundahöld á landsbyggðinni hafa veriö mest hjá sjálfstæöis- og framsóknarmönnum. Flokkana skortir, fé, sjálfboöa- liöa og blla, Efnt er til samskota,, og sjálf- boðaliöar og bllar skrásettir. Sumir hafa dreift flokksblöðum slnum eöa blöðum flokksbrota sinna I hús. Pésar eru á ferðinni og llmmiðar. Frambjóðendur hafa veriö til viðtals á ákveðnum tímum, þar sem hver sem er gat borið mál sln undir þá og spáð I, hvort hann heföi gagn af að kjósa manninn á þing. Frambjóðendur hafa boðizt til að koma I heimsóknir I heimahús til að hitta smærri hópa að máli. Svo mætti lengi telja. Þetta er mikið fjör, eins og vera ber, og enn eru nokkrir metrar I markiö. — HH lzvesti|a skrifar um kosningarnar Sovétblaðið Izvestija segir frá þvl, að „tsland búist til kosn- inga”. Blaðið birtir undir þessari fyrirsögn grein eftir P. Severov nokkurn. Hann segir, að i kosningaher- ferðinni gegni viðhorfið til veru hersins á Keflavikurflugvelli veigamiklu hlutverki. Haldið sé á lofti „þjóðsögunni um ógnun af hálfu Sovétríkjanna”. En á sama tima liafi „engan skugga borið á samskipti tslands og Sovétrikj- anna. Engin deilumál ríki milli þeirra. Oft hafa Sovétrikin komið tslandi til hjálpar, þegar það hefur átt I vandræðum með sölu fisks og fiskafurða”, segir Izvest- ija. Þá er vitnað i Ólaf Jó- hannesson, forsætisráðherra, sem hafi „hvatt til frekari eflingar” samskipta tslands og Sovétrikj- anna og sagt: „Við metum mikils þann skilning, sem Sovétríkin hafa sýnt mikilvægustu hagsmun- um okkar. Ég held, að megi halda þvi fram, að samskipti tslands og Sovétrikjanna séu dæmi um mjög góð gagnkvæm samskipti tveggja rikja, þrátt fyrir mismunandi stjórnarfar”. , —HH Gjóbakkavegur kominn í gagnið — vegagerðarmenn mœttust á „Gólanhœðum" Ujábakkavegur small saman Var. Hann er nú ætlaður öllum Þeir vegagerðarmenn voru hægtog hijóðlega á mánudaginn almennum akstri. nákvæmlega þremur tlmum á undan áætlun, þegar þeir tengdu saman vegarpartana tvo, sem höfðu verið að nálgast undanfarna daga. Staðinn, þar sem vegarhelm- ingarnir mættust, kalla vega- gerðarmenn „Gólanhæðir”. Að sögn þeirra, sem hafa farið hinn nýja veg, opnast stórkostlegt út- sýni, sem ekki hefur áður verið fyrir hendi, nema fyrir þá sem nenntu að ganga þetta. Það væri óvitlaust af þeim, sem ætluðu Þingvaliahringinn núna um helgina, að reyna þennan nýja veg og útsýnið af honum. — ÓH Kempurnar, sem einna helzt hafa komið við sögu hins nýja Gjábakkavegar — að ógl -ymd- um Ólafi Jóhannessyni foi. ~iis- ráðherra — stáddar á staðnum þar sem vegarhelmingarnir mættust. Frá vinstri: Indriði G. Þorsteinsson framkvæmda- stjóri, Þórður Tyrfingsson tæknifræðingur, Steingrlmur Ingvarsson verkfræðingur og Jón Birgir Jónsson deildar- verkfræðingur. Ljósrn. Kristján Magnússon. Yf irkjörst jórn: „LÍMMIÐARNIR ÓHEIM ILIR Á KJÖRSTAÐ" ## D-listinn: ENGIN REFSING ÞÓTT NOTAÐIR ## „Við teljum okkar lögsögu bundna við kjörstað og næsta nágrenni. Þess vegna teljum við okkur ekki koma við, hvað limt er á bil, sem staddur er uppi I Heiðmörk,” sagði Páll Lindal borgarlögmaður, formaður yfirkjörstjórnar i viðtali við Visi i gær. Yfirkjörstórn tók fyrir i fyrra- dag kæru Inga R. Helgasonar vegna limmiða með pólitiskum slagorðum. Niðurstaða hennar er sú, að limmiðar þessir skuli óheimilir á bilum á kjörstað eða i ná- grenni hans. „Það má telja þessa limmiða auðkenni fyrir ákveðnar póii- tiskar skoðanir, og þvi töldum við i yfirkjörstjórn ekki rétt, að þeir væru uppi við á kjördag,” OVARKARNII FRAMURAKSTRI Óvarkárni við framúrakstur varð þess valdandi, að þessir tveir bilar á myndinni stór- skemmdust og ökumaður litla bilsins meiddist talsvert. Stærri fólksbiliinn kastaðist út I vegarkantinn, en sá litli valt eina veltu og lenti á hlið. Það hefur llk- lega bjargað bilstjóranum frá meiri meiðslum, að stýrið á biln- um er vinstra megin. —ÓH/Ljósm. BG. sagði Páll. A fundi yfirkjörstjórnar I fyrradag mótmæltiHörður Ein- arsson hrl., umboðsmaður D- listans, þvl, að yfirkjörstjórn hefði afskipti af málinu. Taldi hann limmiðana ekki brjóta gegn ákvæðum kosningalaga um óleyfilegan kosningaáróður á kjördag, þótt þeir væru hafðir á bifreiðum þann dag. Enn- fremur sagði hann, að laga- ákvæði væru engin til, sem veittu yfirkjörstjórn vald til úr- skurðar um lögmæti kosninga- áróðurs. Yfirkjörstjórn hinsvegar taldi, að af eðli málsins og ára- tuga hefð, þá hlyti hún að hafa eftirlit með þvi, að kosningar færu löglega fram. Þess má geta, að þeir þrir limmiðar, sem úrskurðaðir voru óheimilir, eru miðar með áletruninni „Varizt vinstri slys- in”, „Varið land 30. júni”, og „200 milur 1974”. Þessir miðar voru bornir i hús og orðsending með, þar sem sjálfstæðismenn voru hvattir til að hafa þá á bif- reiðum sinum framyfir kjördag. Þessi orðsending, sem fylgdi miðunum, réð úrslitum um það, að yfirkjörstjórn taldi miðana pólitiskan áróður. Hörður Einarsson hrl. hefur bent á i bréfi til yfirkjörstjórn- ar, að fráleitt sé, að lögreglunni verði ætlað að skipta sér af notkun þessara limmiða. Brot gegn þeim ákvæðum kosningalaganna, sem yfirkjör- stjórn byggir ályktun sina á, er nefnilega ekki refsivert. Það kemur fram i refsiákvæðum kosningalaganna. Þvi sé lögreglunni ekki stætt á þvi að banna notkun þessara limmiða á kjördag eða beita hótunum til þess að fá þá fjar- lægða, þar sem engri refsingu er hægt að beita viðkomandi ökumanni. —ÓH VIÐ EIGUM SAMLEIÐ xD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.