Tíminn - 02.03.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.03.1966, Blaðsíða 3
 MIÐVIKUDAGUR 2. marz 1966 TÍMINN f SPEGLI TfMANS Nú er George Harrison bítill og kona hans Patti komin úr brúðkaupsferð sinni til Barba- dos. Myndin sem hér birtist er tekin, þegar þau stíga út úr flugvélinni á Lundúnaflugvelli. Sennilega hafa þau verið búin að gleyma veðráttunni í Eng- landi eftir veru sína í sól og blíðu, því þegar þau komu til London, var rigning og rok og hiti nálægt frostmarki. Má sjá af klæðnaði þeirra, sérstaklega frúarinnar, að ekki hefur hún gert ráð fyrir slíku veðri. De Gaulle á búgarð, sem er rétt fyrir utan smábæinn Co'l- ombey-les-deux-Eglises. Bú- garð þennan keypii hann fyr- ir um það þil 30 árum síðan og þá var hann bara fátækur en metnaðargjarn lautinant. Pen ingana fékk hann hjá tengda- pabba, sem átti kexverksmiðju og seldi nokkur hiutabréf í henni til þess að hjálpa tengda syninum og dóttur sinni. í þorpinu Colombey- les- deux-Eglises eru aðeins 390 íbúar og þar af hafa 193 kosn ingarétt. í síðustu fovsetakosn ingum fékk de Gaulle 175 at- kvæði af þessum 193 og nú velta íbúarnir því fyrir sér, hverjir hafa svikið. Þarna er ekkert, sem getur haft ofan af fyrir íbúunum, aðeins ein krá. Forsetinn, sem veit ekkert skemmtilegra en að fara í bíó, verður að láta sér nægja að fara í bíó í Paris. Skemmtilegasta kvikmynd, sem hann hefur séð, er „rauða blaðran," sem hann hefur séð þvisvar. Það hefur sína kosti og galla að vera smáþorp þegar forsetinn býr þar. Borgarstjórinn, sem er 79 ára gamall verður hvað eftir annað að taka á móti blaðamönnum frá öllum heims álfum og daginn, sem síðastu forsetakosningar voru, komu óteljandi ljósmyndarar frá ýmsum blöðum Frakklands, þar af 30 frá vikublaðinu París Match, og settust að á þessari einu krá þorpsins. En de Gaulle er ekkert sérstaklega hrifinn af blaðamönnum og þegar hann er á búgarði sín- um, reynir hann að forðast þá eins og hann getur. •k í nóvember síðastliðnum hvarf kötturinn Blackie frá heimili sínu í New Port Richey í Florida og frá því hann hvarf og þar til nú hefur hann ferð azt 1600 kílómetra. Þessi svarti köttur hefur nefnilega fund- ...... .... . .... Jerry Lewis og Connie Stev ens eru nú að leika í nýrri kvikmynd, sem heitir „Way . . . way out.“ En það er nokkuð af kvikmyndinni, sem áhorfendur koma aldrei til með að sjá og það eru erfiðleikarnir, sem þau áttu í, þau Connie og Jerry þegar þau voru að fást við geimferðarútbúnað þann, sem þau þurftu að nota í myndinni, en hluti myndarinnar gerist á tunglinu. Hér á myndiani sjást þau og á Jerry í erfiðleikum því að hann klæjar í höfuðið en aumingja Connie þjáist af innilokunarkennd. Það er ýmislegt, sem fólki dettur í hug, til að komast í blöðin, og uppátæki þessarar sýningarstúlku úr næturklúbb í Iowa var að ná sér í öxi og ráðast þannig búin á ísinn á Missisippi-ánni. En lögregl- an komst í málið og sýningar stúlkan, Patrica Buchanan, var dæmd í 100 dollara sekt fyrir„friðunartruflun á almanna færi.‘ ¥ izt á þeim stað, sem hann fædd ist á fyrir tveimur árum síðan. Eigandi kattarins segir það ekki vera nokkurt vaíamái, að kötturinn hafi gengið alla þessa löngu leið. k Ríkisarfi Bretlands, Karl prins er nú kominn til Ástralíu til þess að vera þar eitt ár í skóla. Gengur nú sá orðrómur í London, að vesalings prins inn hefði orðið ástfanginn í jafnöldru sinni, Sandra Spence sem hann hafði hitt á skóla- skemmtun. Þetta þótti auðvit að ekki hæfa, því að prinsar mega ekki verða ástfangnir í hverri sem er, og Lundúnabú- ar halda því nú fram, að Elísa bet móðir hans hafi ákveðið að senda hann til Ástralíu til þess að koma í veg fyrir þetta ástar ævintýri sonarins. ¥ Alfred P. Sloan, sem gerði fyrirtækið General Motors að því mikla iðnfyrirtæki, sem það nú er, lét eftir sig 90 milljónir dollara, er hann lézt níræður að aldri. Erfða skrá hans var fyrir skemmstu opnuð og kom þá í ljós, að hann hafði ákveðið, að 20 milljónir dollara skyldu renna til krabbameinsrannsókna. Á VÍÐÁVANGI Uppþot Sir Mogga Morgunblaðið sGkkur upp sem stunginn refur í gær út af því, að bornar skuli origðar á þá staðhæfingu Jóhanns álbar- óns, að 60 þús. tonna álverk- sniiðja muni ekki binda .íema 500 manns við störf, og 'intiU- afl sem húu þarf sé því ekki tneira cn það. Tíminn levfði sér að vitna til upplýsinga, sera Gisli Guðmundsson, alþtugis- maður, hefur birt úr skýrsbt norsku stjórnarinnar um ál- verksmiðjuna í Húsnesi i Nor egi, en hún er í þann veginn að taka til starfa, og er það sami svissneski álhringurinn, sem hana byggir og rekur, og hér á að semja við. Orð þau í grein Gísla, sem Títninn vitn aði til, voru þessi: „Vakin er athygli á því (í skýrslu corsku stjórnarinnar) að 100 þúsund tonna alúmín verksmiðja sé atvinnuleg undir staða (grunnlag) 8—10 þús. manna byggðar a. m. k.“ gp Tíminn leyfði sér að benda á þetta álit norsku stjórnar- innar til samanburðar við blekkingar þær, sem Jóhann álbarón bar fram um vinnslu þörf verksmiðjunnar. Tímint» bætti því við, að Norðntenn hefðu uppgötvað það, sem færi fyrir ofan garð eða neðan, viljandi eða óviljandi hjá Jó- hanni álbarón og álstjórninni íslenzku. Þeir vita, að þessi ’KSv' verksmiðja bindur miklu fleiri A'' við störf en þá, sem vinna inn an veggja hennar eða beint við framleiðsluna. „Grunnlag" 6—7 þús. manna byggðar Þótt verksmiðjan hér yrði nokkru minni, verður hún að sjálfsögðu atvinnulegt „grunn lag“ 6—7 þús. manna byggðar og bindur atvinnulega miklu fleira fólk en vinnur við álframleiðsluna sjálfa, svo sem við þjónustu, viðskipti skóla og daglegt líf slíkrar byggðar. Þetta er algerlega hliðstætt því, að í útgerðarbæ þar sem útgerð og fiskvinnsla væri sá atvinnu- vegur, sem allt byggðist á, og á bátunum og í fiskiðjunni ynnu 500 manns, en allir vita, að þessi umsvif binda tvöfalda eða þrefalda þá tölu fólks við störf sem byggðin þarfnast. Þetta er svo augljóst mál, að jafnvel Sir Moggi ætti að geta skilið. En á þetta má ekki minnast, af því að í því er ekki blekking. Ríkisstjórnin staglast aðeins á sínum 500. En hvers vegna setur hún ekki dæmið upp með sama hætti og norska stjórnin og gerir grein fyrir því, hve álverksmiðja sé at- vinnuleg undirstaða stórrar byggðar? Það er þó það, sem máli skiptir, hve margt fólk safnast að hcnni. Hvers vegna má ekki reikna dæmið á þann hátt? j L Öfug ályktun Hannes á horninu ræðir öku hæfni og umferðaslys í pistlum sínum í gær og scgir meðal annars: „Ég held, að það eigi a* svipta menn ökuleyfi um 6 'ra aldur, eða að minnsta k ii Iáta alla, sem náð hafa þeim aldri, ganga að nýju und ir próf. Það er ekki síður á- stæða til að hafa gætur á þessu fólki í umferðinni en ungling- unum“. Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.