Tíminn - 02.03.1966, Qupperneq 14

Tíminn - 02.03.1966, Qupperneq 14
 14 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 2. marz 1966 TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreíðsla. Sertdum gegr póst- <<röfu. GUÐM ÞORSl EINSSON gullsmiður Bankastræh 12. EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJUIEGRA FLUGFERÐA. AFGREIDSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. V/G- SIMAR; ____ VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 Bílaleigan VAKUR Sundlaugaveg 12 Sími 35135 ng eftir lokun símar 34936 og 36217 Daggjald ö 300,00 og kr 3,00 pr km BJARNI BEINTEINSSON LÖGFRÆÐINGUR AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI Oi VALDII SlMI 13S36 FÍ Framhald af bls. 1 liggur ljóst fyrir enn sem komið er hvort þessi grein samningsins gildir, elgFlug félagi íslands yrði veitt leyfi til þess að fljúga milli Kaupmannahafnar og Fær eyja. Forstöðumenn Faroe Air ways hafa lýst því yfir, að þeir muni leggja mál sitt fyrir hinn svokallaða um- boðsmann (Ombudsmann) ef Flugfélagið fái flugleyf- ið. Landsstjórnin í Færeyj um hefur lagt til, að Flug- félagið fái flugleyfið. ÞINGVALLAVATN Framhald af bls. 1. væri, eða lægra en vitað hefur verið um nokkru sinni fyrr. Þá sagði Ingólfur Ágústsson, að virkjanirnar hefðu getað annað öllum sínum verkefnum frarn að þessu, en síðan í september eða október hefði áburðarverksmiðjan í Gufunesi ekki fengið neina af- gangsorku eins og fyrr. Að lokum sagðist Ingólfur vona að úrkoman, sem nú virðist vera að koma, myndi hjálpa til, svo að virkjunarmálin við Sogið kæmust í sitt gamla horf. SIGRAÐI GYLFA Framhald af bls. 1. lega hafa beitt geiri sínum í þessu mál gegn viðskipta- og verðlags- málaráðherranum, Gylfa Þ. Gísla- syni. ' Sagt er að ágreiningurinn í Al- þýðuflokknum um þetta mál hafi fljótt komizt á það stig, að stjórn slit eða mannaskipti í ríkisstjórn- inni hafi svifið í loftinu milli ágreiningsaðila í Alþýðuflokknum Hafi Gylfi einkum orðið fyrir slík um hótunum, og haft á orði að Jón Sigurðsson kæmi í ríkisstjórn- ina í> hans stað. Aldrei slíku vant, mun Gylfi hafa verið tregur til að skipta um skoðun. Meðan á þessari rimmu stóð innan Alþýðuflokksins, gekk mál- ið sinn gang samkvæmt ákvörðun ríkisstj órnarinnar. Verðlagsstj óri var látinn reikna út hið nýja verð á fiski og smjörlíki. Viðs^iptamála ráðuneytið var látið -sémja tii- kynningar og greinargérðir fra ríkisstjórninni til blaða og útvarps um þessar ákvarðanir. Verðlags- nefnd var boðið á fund til að taka ákvörðun um hið nýja verð á fiski og smjörlíki. Allt skyldi í lagi í þessu efni, viðreisnarlega séð, áður en 28. febrúar liði að kveldi. Eftir hádegi 28. febrúar tókst loks að ná sam^n miðstjórnar- fundi í Alþýðuflokknum til að gera út um deiluna milli Jóns Sig- urðssonar og Gylfa. Fundinum lauk með sigri Jóns. Á meðan beið Verðlagsnefnd á sínum fundi Verðlagsn. á sínum fundi. Loks kom tilkynning frá ríkisstjórn- inni til Verðlagsnefndar. Var hún efnislega á þá leið, að sigur Jóns á miðstjórnarfundi Alþýðuflokks- ins þýddi, að ríkisstjórnin í heild teldi sig neydda til að falla frá fyrri ákvörðun í málinu, og myndi því niðurgreiðsla á smjörlíki og fiski halda áfram í bili. Ekki er vitað, hvort Gylfi vík- ur úr ríkisstjórninni fyrir Jóni Sigurðssyni út af þessu máli, en slíkt mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum. Hjartans þakkir tll allra þeirra sem, sýndu okkur vináttu og samúð vlð andlát og jarðarför konu minnar Maríu Ólafsdóttur Akurgerði 8, Akraneesl Guðjón Hallgrimsson, hörn, rengda- börn og systkini hinnar látnu. Móðurbróðir minn, Sveinn Jónsson frá Skáleyjum, andaðist mánudaginn 28. febrúar að Elliheimllimi Gruml Kvoðju- athöfn fer fram I Fossvogskapellu, laugardaginn S. marz kl 10.30 árdegis. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Guðmundsson. UNDIR SNJÓ Framhald af 16. síðu. ofan á honum. Var snjó- hrúgan ofan á drengnum um mannhæðarhá. Af tilviljun voru nærstadd ir þeir Jón og Ingimar Sveinssynir og brugðu þeir tiart við og tóku að grafa ofan af Þorvarði.. Urðu þeir að grafa á tveimur stöðum áður en þeim tókst að finna drenginn, og að sögn þeirra tók gröfturinn 10—15 mín útur. Þegar loks hafði tekizt að ná Þorvarði upp, var farið með hann til læknis, sem úrskurðaði, að honum hefði ekki orðið meint af að öðru leyti en því, að hann væri nokkuð dasaður. Má telja mestu mildi, að hér skyldi ekki hljótast stórslys af. MÓTMÆLA Framhald af bls. 2. þann hátt, að hver flugliði bæri á sér litla kvittanabók. sem toll- verðir bókuðu í. Nokkrar flugáhafnir Loftleiða eru nú í þjálfun í Kanada og geta því ekki ritað hér undir, en við álít- um, að okkar orð séu einnig | þeirra.“ ÓFÆRÐ 1 Framliald af 16. síðu. mjög að bændum, og víðast hvar er vatnið frosið í vatnsleiðslun- um. Sýnt er, að ef ekki hlánar mjög fljótlega, skapast hreint vandræðaástand i þessum efnum. Vatnsskortur hefur og gert vart við sig víðar, svo sem á Ólafs- firði og nokkuð á Húsavík. VENUS Framhald af bls. 1. hægt að sjá hana með berum aug- um um hábjartan dag. En vegna skýjaþykknis, sem umlvkur plánet una, er ekki hægt að athuga yfir borð hennar frá jörðinni. Það er því lítið, seim vísindamenn vita með vissu um Venus. Þeir vita t. d. ekki hversu langur dagurinn er Venus, né heldur hvort það er súrefni eða gufa í skýjum þeim sem umlykja plánetuna. Þeir telja þó að árstíðaskipti séu á Venusi. Vísindamenn telja, að hitastigið við miðbaug Venusar sé um 400 gráður á Celcíus. í kvöld lágu ekki fyrir neinar nákvæmar upplýsingar um hvað Venusar-geimförin tvö höfðu gefið sovézkum vísinda- mönnum vitneskju um, en þeir eru nú að rannsaka þær upplýsingar, sem borizt hafa til jarðar. Sovézka fréttastofan TASS tlL- kynnti í dag, að geimfarið gæfi vísindamönnum tækifæri til þess að leysa fjölmörg vandamál í sambandi við ferðir milli pláneta. Einn helzti geimvísindamaður Sovétríkjanna, Nikolaj Barabasjov, sagði í viðtali við TASS, að 4f hitastigið á Venusi væri lægra en vísindamenn telja nú, gæti hugs ast að líf væri þar í einhverri mynd. En hann lagði áherzlu á, að upplýsingarnar um Venus væru það ófullkomnar, að ekkert væri hægt að segja með vissu um slíkt. Hann sagði, að hugsast gæti, að Venus líktist jörðinni að mörgu leyti, en loftslag væri þar mjög heitt. Vísindamenn við rannsóknar stöðina á Krím hafa fundið litróf Venusar, og hugsanlegt er, að súr efni finnist einnig undir skýja- þyklkninu — það veit enginn. Jafnt sovézkir vísindamenn sem og vísindamenn frá öðrum löndum hafa fundið út, að gufa er í skýjaþykkni Venusar, og talið er, að verulegur hluti yfirborðs Ven usar sé þakin vatni. Að sögn TASS höfðu vísinda- mennirnir radíósamband við Ven- us 3 alveg fram til síðasta þáttar geimferðarinnar, en þá slitnaði sambandið. Með þessum geimsigri sínum hafa Sovétríkin framkvæmt tvö afrek á sviði geimvísinda á tæpum mánuði, en 3. febrúar lenti geimfarið „Luna 9“ hægt á tungl- inu og sendi myndir til jarðar, eins og kunnugt er. Hið nákvæma „stefnumót" Ven usar - 3 og plánetunnar náðist vegna stefnubreytingar, sem gerð var 26. desamber í fyrra. Hitt geimfarið, Venus - 2 fór fram hjá Venusi í 24.000 km fjarlægð kl. 01.52 á sunnudag. Fyrsta Venusar- geimfari Sovétríkjanna var skotið á loft 12. febrúar 1961 og fór fram hjá plánetunni í 100.000 km fjar lægð. Bandaríska geimfarið „Mariner-2“ fór fram hjá Venusi árið 1963 í 40.000 km fjarlægð. Venus-3 vó 960 kíló, en Venu 2 var þrem kílóum þyngra. Yfirmaður Jodrell Bank athugun arstöðvarinnar í Bretlandi, Sir Bernard Lovell, ásakaði Sovétrík in í dag fyrir að hafa eitrað plánet una Venus með geimfari sínu. Sir Bernard sagðist harma það, að Sovétmenn ætluðu, að setja líf- fræðilegar athuganir á plánetunni í framtíðinni í hættu á þennan hátt, þegar vísindamenn vissu ekki meira um Venus en raun ber vitni um. Hann sagði, að hér væri um tæknilegt afrek að ræða, en bætti því við. að Rússar myndu vonandi leggja fram frekari sann anir fyrir því, að Venus-3 hafi raunverulega lent á plánetunni. Jodrell Bank náði síðast merkjum frá geimfarinu 22. nóvember s. 1. Síðustu fjóra dagana hafa vísinda menn þar árangurslaust reynt að ná sambandi við geimfarið. ÍÞRÓYTIR Framhald af bls. 13. stóra sigur gegn Dundee. Aðalfréttin í ensku knattspyrn- unni í gær var, að Terry Venables fyrirliði Chelsea, hefur verið sett- ur á sölulistann, án þess að óska þess sjálfur, og mun hann ekki leika í dag gegn AC Milan í borg- arkeppni Evrópu. Venables, hinn 22ja ára innherji, sem leikið nef- ur nokkra landsleiki fyrir Eng- land, er metinn á 70 þúsund pund, og þarf ekki að efast um að ríku félögin munu keppast um, að fá hann til sín. Þá má geta þess, að í gær keyptu Úlfarnir fram- vörðinn Baily frá Charlton fyrir 40 þúsund pund. Baily hefur tví- vegis leikið í enska landsliðinu. hsím. AXELSCHOU Framhald af 16. síðu. á Norðurlöndum eftir hundrað ára starf en á sumri komanda eru 100 ár liðin síðan fyrsta kaupfé- lagið á Norðurlöndum var stofnað en það var í Danmörku. Þá hefur Schou rætt um aukin kynni og samstarf .starfsfólks kaupfélaganna á norrænum grund velli og í því sambandi um hoigs anleg starfsmannaskipti kaupfé- laganna á Norðurlöndum á veg- um KPA, sem er Samband sam- vinnustarfsmanna á Norðurlönd- um. f dag, miðvikudag, fer Schou til Akureyrar og mætir á fundi í Starfsmannafélagi KEA á fimmtu dag. Ásarnt Axei Schou hefur Páll H. Jónsson, forstöðum. Fræðslu- deildai SÍS mætt á fundunum og fer hann einnig til Akureyrar. LÁRUS Framhalrt af 16. síðu. verið nér á laadi frá þvi 264. gr. hegningarlaganna var sett 1940. Blaðið hafði í dag samband við Berg Sigurbjörnsson, og sagði hann m.a., að dómur þessi væri óskiljanlgur, — „þegar þess er gætt, að okkar lögfræðingur og við vorum hindraðir í því að afla þeirra gagna og leiða þau vitni í málinu sem við vildum, til þess að leiða sannleikann í ljós. í fyrsta lagi stöðvaði saksóknari rannsóknina an þess að ljúka henni, í öðru íagi báðum við Jó- hann Hafstein, dómsmálaráðherra um opinbera rannsókn í málinu, en því var aldrei sinnt, og aldrei anzað. í þriðja lagi báðum við Ingólf Jónsson, sem fer með mál- efni Búnaðarbankans um að mega leiða vitni úr Búnaðarbankanum, þ.e. Magnús Jónsson, bankastjóra, og þvi var synjað. Og með þetta viðhorf til málsins dæmir svo dómarinn Einar Braga til þyngstu miskabóta, sem dæmdar hafa ver. ið”. Eins og áður hefur verið sagt, 1 ifðist Lárus Jóhannesson tukthús efsingar, en þvi hafnaði dómar- inn. Þá gerði hann kröfur usn 500. 000 krónur í miskabætur, en fékk 75.000, eins og áður segir. Sam- tals munu kröfur hans í þessu máli hafa hljóðað up á um 600. 000 krónur. Mál þetta er mjög viðamikið, og mun taka um viku að vélrita up dóminn. Hafa hinir dæmdu enn ekki fengið eintak af honum. VATNSLEYSI Framhald ai 16 síðu. Ástandið er einna skást í Grímsnesi, aðeins fáir bæir munu vera orðnir vatnslausir. Hafa menn sótt vatn í brúsa og þess háttar ef vatnslítið hef ur orðið. Á Skeiðunum hefur ástandið verið öllu erfiðara. Hafa menn sótt vatn langar leiðir. Mikið hefur verið tekið af vatni hjá Húsatóftum, og þá helzt heitt afrennslisvatn, sem hægt er að flytja án þess að það frjósi. Vatnsskorturinn er víða jnjög bagalegur á Skeiðum og éru margir bæir að verða alger- lega vatnslausir. Þá hefur vatnsskortur komið illa niður á bændum í Hrepp um. í Hrunamannahreppi eru 20 bæir vatnslitlir eða vatns lausir og fer ástandið heldur versnandi. Flytja menn vatn í tönkum, sem þeir setja á kerr ur o.fl. í Gnúpverjahreppi eru ár- sprænur að þorna upp af frost um og þurrkum og frýs vatn jafnvel í leiðslum. Hefur einn bóndi tekig að sér að sækja vatn fyrir sveitunga sína nið ur að Húsatóftum á Skeiðum. Segja kunnugir, að ekki hafi verið samfellt frost í jafn lang an tíma og nú síðan árið 1918. Um neðanvert Land, Holt og Ásahrepp er víða alvarlegt ástand í vatnsmálunum og fer versnandi. Hins vegar er ekki erfitt að ná í vatn, þótt brunna Þrjóti. í Þykkvabæ eru flestir brunnar að þorna upp og hafa tankbílar komið með vatn frá Selfosi. Á áðurnefndum svæðum hef ur verið úrkomulaust eða mjög lítil úrkoma í dag og eru menn vonlitlir um að fá lang þráða úrkomu. f Vestmannaeyjum var úr- hellisrigning i dag og austan rok. Regnið kom að góðum not um, þar sem vatnsskortur hef ur verið tilfinnanlegur í Vest mannaeyjum að undanfömu. Hefur vatn verig flutt til Eyja að undanförnu með Herjólfi en um helgina lágu fyrir á þriðja hundrað pantanir um vatn, sem ekki hafði unnizt tími til að sinna. Svo fast hafði vatnsleysið sorfið að, að loka átti fyrir vatn til fiski- , mjölsverksmiðjunnar og hefði I rekstui nennar þar með stöðv azt, en verksmiðjan notar mik ' ið af vatni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.