Tíminn - 02.03.1966, Blaðsíða 13
Norðmaðurinn Björn Wirkola í stökkkeppninni a HM í Osló um síðustu helgi.
NORÐSVBENN Silutu flesta
heimsmeistara
Heimsmeistarakeppninni í
skíðaíþróttum iauk í Osló um
síSustu helgi. Síðasta grein
keppninnar var stökk og inn-
sigluðu Norðmenn glæsilegan
árangur í keppninni með sig-
ur í þessari síðustu grein, en
Björn Wirkola sigraði og
hlaut 215.3 stig. Lengra stökk
hans var 84.5 metrar. Annar
varð Japaninn Futisawa, sem
hlaut 207.6 stig, en hann átti
tvö 80 m stðkk.
Með sigrinum í stökkinu tryggðu
Norðmenn sér sigur í hinni óform
legu stigakeppni, hlutu 54 stig,
en Sovétmenn komu næstir með
50 stig. Norðmenn hlutu flesta
heimsmeistara, eða fimm, en So-
vétríkin 3. Finnland og V-Þýzka-
land hlutiu 1 gull hvort. Silfur-
verðlaunin skiptust þannig, að
Noregur og Sovetríkin hlutu 2
hvort, Finnar 3 og Vestur-Þýzka
land, Austur-Þvzkaland og Japan
1 hvert.
Norðmenn gcta verið mjög á-
nægðir með frammistöðuna i
keppninni sem var vonum framar.
Og yfirleitt var frammistaða Norð
urlandaþjóðanna þriggja, sem að
einhverju marki tóku þátt í
kepninni, góð, Norðmenn sigur-
vegarar í flestum greinum, Finn-
ar með ein gullverðlaun og þriðju
í stigakeppninni með 37 stig. Og
Svíar hlutu 3 bronsverðlaun og
höfnuðu í f jórða sæti í stigakeppn
inni með samtals 24 stig.
13
SVIGKEPPNI
RVKMÖTSINS
Reykjavíkurmótinu var haldið
áfram um síðustu helgi við Í.R.
skálann í Hamragili. Á laugardag
hófst keppni kl. 3 og var keppt
í svigi í stúlkna-, drengja, B og
C-flokkum karla. Á sunnudag hófst
keppni kl. 2 og var keppt í svigi
í kvenna- og A-flokki karla. Veð-
ur var mjög gott báða dagana, þó
einkum seinni daginn og skíðafæri
ágætt. Mjög margt fólk safnaðist
saman til að fylgjast með keppn-
inni á sunnudeginum, enda veðr-
ið mjög fagurt sól og blíða. Móts-
stjóri var Sigurjón Þórðarson, for-
maður Skíðadeildar f.R. og sá Í.R.
um alla framkvæmd á móti þessu.
Undanfari í öllum brautum var
Árdís Þórðardóttir frá Siglufirði.
Að lokinni keppni á sunnudaginn
Framhald á bls. 7.
Rúmenar sigruðu
Norðmenn 19:8!
Rúmenar og Norðmenn léku
síðari landsleik sinn i hand-
knattleik í gærkvöldi. Rúmenar
unnu með miklum yfirburðum,
eða 19:8! í hálfleik stóð 7:2.
Yfirburðir Rúmena voru slík-
ir í síðari hálfleik, að aldrei
var um neina keppni að ræða.
Glasgow Rangers sigr-
aði Ross City 2:0
Venables á sölulistanum hjá Chelsea!
Glasgow Rangers lék í fyrradag
bikarleikinn við Ross City, sem
fresta varð fyrir 10 dögum og sigr-
aði með tveimur mörkum gegn
engu. Johnson og McLean skor-
uðu. Áliorfendur á leikvellinum í
Sundmót KR
verður í kvöld.
Sundmót KR verður háð í Sund
höll Reykjavíkur í kvöld og hefst
kl. 8.30. Keppt verður í 10 grein
um. Meðal þátttakenda verða sund
menn frá Akurcyri.
Ross City voru átta þúsund — eða
nákvæmlega jafn margir og íbúar
þessarar borgar á Norður-Skot-
landi, og komu margir þeirra frá
Glasgow.
Úrslit í öðrum bikarleikjum
urðu þau, að Dunfermline sigraði
Stirling með 4—1 og Cowdenbeath
og St._ Johnstone gerðu jafntefli
3—3. í deildinni urðu úrslit þau,
að Celtic vann Dundee með 5—0
og Kilmarnock vann Morton 4—0.
Celtic hefur nú sama stigafjölda
os RsnöGrs go hGfur lGÍkið Gin-
um leik meira O" er með lakari I Myndin að oían er fra kvenna,eik Fram og Ármanns f I. deild íslandsmótsins í handknattleik. Þarna er Stein-
markatölu þrátt fyrir þennan < onn Ha“ksdóttir, Ármanni, komin inn á línu og skorar, en Kristín, 'Fram, reynir a8 stöSva hana.
Framhald á 14. síðu. 1 (Tímamynd Bjarnleifur)
MMMWMHMnMMMMMMHMMMMMMI hMMMMMMMMMWMMMIMMMMMM
Rúmenar voru fljótir að breyta til og
tóku að leika hraðan handknattleik
Á fundi með blaðamönnum í
gær, gáfu forystumenn HSÍ
greinagóðar upplýsingar um
rúmenskan handknattleik
vegna komu heimsmeistaranna
hingað á næstunni. M. a. er
greint frá því, að fyrir örfáum
árum stóð rúmenskur hand-
knattleikur á merkum tímamót-
um. Rúmensku landsliðsmenn-
irnir, sem þá voru nýlega orðn-
ir heimsmeistarar, höfðu til-
einkað sér nýjar leikaðferðir.
Þeir léku leiðinlegan hand-
knattleik fyrir áhorfendur,
tefldu aldrei í tvísýnu og kapp
kostuðu að halda knettinum
sem mest. Þetta varð til þess,
að jafnan voru fá mörk skor-
uð í leikjum, og svo var kom-
ið, að fleiri lönd fetuðu í fót-
spor Rúmenana.
Gagnrýnendur voru að sjálf-
sögðu ekki ánægðir með þenn-
an handknattleik og þetta varð
vísirinn að því, að tekið var
að dæma tafir í handknattleik.
Rúmenar voru fljótir að átta
sig á hlutunum og breyttu leik-
aðferð sinni. Þeir léku áfram
af miklu öryggi, en tóku að
leika af miklu meiri hraða. Og
í dag leika Rúmenar hraðan
handknattleik, sem áhorfendur
kunna að meta.
Hér á eftir fara upplýsingar
þær, sem HSÍ gaf blaðamönn-
um um rúmenskan handknatt-
leik og rúmensku leikmennina,
sem hingað koma:
Eftir heimsmeistarakeppn-
ina í Austur-Þýzkalandi ákváðu
forráðamenn rúmenska hand-
knattleikssambandsins að hefja
víðtækan áróður fyrir hand-
knattleik, og gefa spilurunum
kost á eins mörgum landsleikj-
um og hægt var, fram að næstu
heimsmeistarakeppni, sem
fram fór í Vestur-Þýzkalandi
1961. Áhugi á handknatt-
leik jókst mjög á árunum 1958
—60 í Rúmeníu, og komu fljótt
fram mjög góðir leikmenn, sem
síðar voru valdir í landsliðið og
nutu þeir leiðbeininga færustu
þjálfara. Margir góðir sigrar
unnust á þessum árum, og svo
fór, að Rúmenar urðu heims-
meistarar árið 1961. léku í úr-
slitunum gegn Tékkóslóvakíu,
í úrslitaleik, sem stóð í 80 mín.,
þ.e. tvisva. v— •■’c '•amlengja,
eftir að venjulegum leiktíma
var lokið, og voru lokatölurnar
9 mörk gegn 8.
Það, sem einkum einkenndi
rúmenska landsliðið i þessari
heimsmeistarakeppni, var góð-
ur varnarleikur og frábærir
markverðir, og mikið öryggi yf-
ir öllu spili, og aldrei teflt í
tvísýnu, þegar skotið var að
marki andstæðinganna. Þótti
mörgum gagnrýnendum nóg
um og töldu, að þessi leikað-
ferð myndi eyðileggja fyrir
handknattleiknum, þ. e. a. s.
áhorfendur myndu ekki koma
að sjá leiki, þar sem svo fá
mörk væru skoruð, eins og var
í leikjum rúmenska landsliðs-
ins um þessar mundir.
Til gamans skal hér getið
um röð efstu landanna í heims-
meistarakeppninni 1961:
1) Rúmenía.
2) Tékkóslóvakía.
3) Svíþjóð.
4) Vestur-Þýzkaland.
5) Danmörk.
6) fsland.
7) Noregur.
8) Frakkland.
Framhald á bls. 12.