Tíminn - 02.03.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.03.1966, Blaðsíða 9
MTÐVTKUDAGUR 2. marz 1966 TÍMINN SÍðUSTU ÆVIDAGAR ADLAI STEVENSONS Áður en Adlai Stevenson var allur, höfðu verið skrifaðar um hann bækur, sem fara gerir um forsetaefni í Bandaríkjunum, en þótt ekki bæri hann gæfu til að sigra, var hann einn af gáf- uðustu og víðsýnustu mönnum, sem keppt hafa um forsetaembætt ið þar í landi einkum og sér í lagi var liann í miklu áliti mcðal frjálslyndra menntamanna. Nú í vetur hafa komið út nokkrar bækur um hann. En meðal þeirra greina, er birzt hafa nýlega, er sú/ er hér fer á eftir, sérstæð. Höfundur hennar, bandaríski blaðamaðurinn frægi Eric Sevareid, sem var einn af nánustu vinum Stevensons, byggir greinina á einkasamtali, er fór fram skömmu áður en Stevenson varð bráðkvaddur á götu í Lundúnum. Fyrri hluti greinarinnar birtist í dag. Adlai Stevenson. — Myndin var tekin af honum rétt áður en hann lézt. Mér rennur til rifja, er ég hugsa til júlídaganna í Lundún um, þegar Adlai Stevenson féll frá. Mánudaginn tólfta hafði ég setið á tali við hann fram yfir miðnætti. Hann bar ótt á og hann sagði mér hug sinn allan. Mér var allt af hlýtt til hans, en ''ið höfðum ekki talazt við í slíkri einlægni árum sam- an. Þegar ég kvaddi hann þetta kvöld, var ég víst heldur dapur i bragði, en ég fann, að vinátta okkar hafði endurnýjazt og styrkzt Síðdegis tveim dögum síð- ar sat ég í herbergi mínu í gamla Hyde Park hóteli, var að líta á minnisblöðin, sem ég hafði hripað á sitt- hvað af samtali okkar frá mánudagskvöldinu. á meðan ég beið þess að tími kæmi til að fara í dagverðarboð í bústað bandaríska sendiherr- ans, David Bruce, og Evange line konu hans, þangað sem Adlai og nokkrum gestum öðrum hafði og verið boð- ið. Allt í einu hringdi sím- inn, og það var Patricia Bern ie, fréttastofustj. CBS t Lundún um og hún stundi því upp, að fyrir nokkrum andartðkum hefði Adlai Stevenson látizt úti á götunni skammt frá banda- ríska sendiráðinu við Gros venor Square. Ég snaraðist í frakkann, náði í leigubíl. sem ók mér í skyndi til sendiráðsins. Á gangstéttinni þar fjrir utan stóð frú Katharine Gra’nam, forseti Washington Post Company, hún var aldavinur Bruce-hjónanna og ein þeirra, sem átti að mæta í matarboð inu þennan dag. Ég verð ætíð ósköp vandræðalegur, þegar svona lagað ber að höndum. Þarna stóðum við annars hug ar, ófær um að segja nokk uð af viti hvort við annað. Frú Graham skimaði i kring um sig, og allt í einu sagði hún: „Þarna er hún. þarna er Marietta.“ Frú Marietta Tree, þessi giæsilega og fagra kona, sem var sendifulltrúi í mannrétt- indaráði Sameinuðu þjóð- anna, sté út úr bíl ásamt Phil Kaiser sendifulltrúa. Það var frú Tree, sem hafði verið á gangi með Adlai, hann fór að kvarta undan svima, svo allt i einu hné hann niður. Hún kraup við hlið hans á gangstéttinni og reyndi að blása lífsanda í munn hans og nasir. Nú voru þau að koma af spítalanum. þar sem Adlai lá liðið lík. Frú Graham hraðaði sér til þeirra, og við gengum á eftir þeim upp tröppurnar að útiglerhurðinni, fórum . með lyftunni upp á aðra hæð, og þar biðu Bruce-’hjónin í sendi herraskrifstofunni. Við höfðum öll þekkt Stevenson árum sam an og okkur þótti vænt um hann. Ætíð hafði hann ver ið miðdepill, þegar við kom um saman. Hann var enn miðdepillinn, en nú vorum við eins og bláókunnug. Mér varð litið á frú Tree. Augu hennar voru starandi og andlit henn- ar virtist stirðna. Um leið og þau fóru inn í skrifstofuna til Bruce, sneri ég við og hélt til skrifstofu minnar í Hallam-stræti, þar sem ég átti fyrir höndum að vinna langt fram eftir kvöldi við skriftir og útvarpsupptöku til Banöa- ríkjanna og taka þátt í BBC- útvarpsviðtali um Stevenson. Ég var alveg að lotum kom- inn í allra augsýn, lá við að ég fengi taugaáfall. Frásögn mín í útvarpinu til Bandaríkjanna og um- mæli annarra orsökuðu orða sennur og úlfaþyt á æðri stöð um. Ég greindi ekki frá öllu sem Stevenson hafði sagt mér, en ég létt þess getið, að FYRRI GREIN hann hefði haft í hyggju að segja af sér stöðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum. í út varpi frá París sagði David Schoenbrun útvarpsfréttaritari frá samtali sínu við Stev- enson í vikunni áður, hafði eftir honum þau ummæli um íhlutun Johnsons forseta i Dóminíska lýðveldinu, að hún væri „heimskulegt glappaskot". Forsetinn brást reiður við og lét blaðafull- trúa sinn, Bill Moyers, koma því á framfæri, að minningu Stevensons væri misboðið með því að tilgreina ummæli hans. að honum látnum, er hann gæti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Síðar var mér sagt í Hvíta húsinu. að viðbrögðin þar hefðu beinzt gegn fréttinni frá Schoenbrun en ekki minni. Samt hafði ég um hríð af því sárar áhyggjur, að ég hefði skaðað minningu mins kæra vinar. Nú er ég ekki þeirrar skoðunar. Ég held, að það sem ég sagði, hafi orð ið að segja, til þess að gera sögulega heimild fulla og sanna, þó að það hefði raunar mátt bíða þangað til útför hafði farið fram. Þó er ég ekki alveg viss um það. Hvað sem öðru líður, ætti það að vera lýðum ljóst, hvað Adlai hafði í hyggju, er hann féll frá, og ég tel laukrétt að greina nánar frá því nú. Ég geri það án þess að leggja mat á athugasemdir hans um stefnu stjórnarvaldanna, en með fullvissu um að ég hafi það rétt eftir, sem óg segi. Laugardaginn 10. júlí flaug Stevenson til Englands, og frétt í Lundúnablöðunum hermdi, að hann hafi eytt þeim degi með Harold Wil- son forsætisráðherra, í Cheq- uers, hinum opinbera sveita bústað brezkra forsætisráð- herra. sem ætíð mun bera þess minjar, að þar hafði Winston Churchill áður ver ið til húsa. Á mánudag höfðu bandarískar fréttastofur í Lund únum það eftir sendiráði sínu, að Robin Day, einn hinna harðskeyttu fréttamanna BBC, mundi ræða við Stevenson í útvarpinu þá um kvöldið. Sendiráðið hafði raunar stuðl- að að þessu útvarpsviðtali með það fyrir augum að treysta að stöðu Bandaríkjanna nustan hafsins. Flestir Englendingar báru mikið traust til Stev ensons. Þótt þeir grunuöu Bandaríkjastjórn um græsku teldu hana áleitna, herskáa, ábyrgðarlitla, vildu þeir alls ekki bendla Stevenson við það. Ef Stevenson mundi útskýra fyrir brezku þjóð- inni og verja íhlutunina í Viet Nam og Dóminiska lýð- veldinu. mætti það verða til að veikja tilraunir róttækra og vinstri sinnaðra þar í landi til að gera Bandaríkjastjórn tortryggilega. Viðtalið gæti bætt fyrir hina hrapallegu frammistöðu Henry Cabot Lodge í kappræðum í Ox- ford mánuði áður. Ég var nýkominn í útvarps- salinn í Lime Grove, þegar Adlai kom þangað ásamt Evangeline Bruce, heilsaði nokkrum brezkum og banda rískum fréttamönnum með handabandi, varð hissa að hitta mig í London, settist síðan framan við myndavélarn ar og tók til við að svara spurningum Days af sinni vanalegu einlægni. Jafnvel Robin Day virtist bráðna fyrir áhrifum Stevensons og beitti ekki þeirri hörku, sem við var búizt. Stevenson minnti Breta á það, 'að Banda ríkin hefðu misst 160 þúsund af ungum hermönnum sínum síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Hann sagði að Bandarík in hefðu fengið sáralitla að- stoð i tilraunum sínum eftir stríðið við að brjóta á bak aftur heimsyfirráð kommúnism ans, minnti á það, að brezka þjóðin vissi. hvað það væri að „standa aleinn" — átti við leifturárásirnar á London, þegar öllum Bretum fannst þeir vera hetjur heimsins og hafi heldur ekki verið fjarri sanni að kalla þá það. Eftir útvarpsviðtalið sett- ist Adlai að snæðingi í veit ingasal útvarpsins og eftir að hafa kyngt hverjum munn- bita svaraði hann spurningum blaðamanna, og þó aðeins með fróðleiksupplýsingum. Hann vann strax hylli þeirra með hæversku sinni og fúsleika til að viðurkenna að einnig landi hans hætti til að gera skyssur það kæmi fyrir að amerísk skynsemi drukknaði í amer ískri mælgi. Einu sinni komst hann svo að orði, brosandi, um Johnson forseta: „My lord and master“, og þá gátu frétta menn ekki að því gert að skella upp úr. Það leyndi sér ekki, að hversu mjög sem hann bar virðingu fyrir fbr- setanum, að milli þeirra rfkti ekki gagnkvæm samúð. Að enduðum þessum frétta mannafundi sýndi Adlai á sér fararsnið, hnippti í mig og sagði: „Blessaður komdu með mér“. Þegar við vorum setztir inn í sendiráðsbílinn, stundi hann þungan. Við höfðum ekið drjúgan spöl, þeg ar hann sagði: „Æ, Drottinn minn, nú er að byrja boð hjá Pamelu Berry úti í West minster og víst ætlazt til að ég mæti þar.“ Það kom snöggv ast á hann hik, ég sá honum sárnaði, eins og ég hafði séð svo oft áður. er hann hélt að hann mundi móðga vini sína. Loks herti hann sig upp: „Sleppum því, förum heim í sendiráðsíbúðina." Sendiherrabústaðurinn er í Winfield House, þar sem Barbara Hutton bjó áður með einum af sínum ekta mökum, og þarf þá ekki frek ari vitnanna við, að þar skort ir ekki "á lífsþægindin. Þar var dimmt og enginn heima, þegar við Adlai komum þang- að. fórum með lyftunni upp á loft og og settumst inn í bókasafnssetustofuna. Adlai blandaði okkur drykk, ég sett ist í hægindastól og hann á sóffaenda. Hann átti marga vini í blaðamannastétt, en nú hófst hans síðasta langa við- tal við þeirrar stéttar mann. Mér skildist fljótt, að hann hafði ekki boðið mér heim með sér í þetta sinn aðeins upp á gamlap kunningsskap, aðeins til að veita vel og láta fara þægilega um mig. Það leyndi sér ekki, að hann þurfti að segja mér vissa hluti, sem lágu honum á hjarta, honum var mikið niðri fyrir og hann þurfti að leita ráða hjá vini, sem hann gæti treyst. Hann tók til máls formála- laust. Hann yrði að segja upp starfi hjá Sameinuðu þjóð- unum. Hann var þreyttur. Orð inn 65 ára. Hann hafði haft á hendi það starf í 4Vá ár, sem Kennedy forseti hafði falið honum (en sjálfur hafði hann viljað verða utan ríkisráðherra). En hann var alls ekki sæll í viðskiptum sín um við Washington. Hann rykkti sér til í áttina til mín og spurði: „Hvað heldur þú um þetta?“. Ég varð hvumsa. Hérna var heimsstjórnmálamaður, frum- legur og stórbrotinn opinlber embættismaður með sterka siðferðiskennd, að leita minna ráða til að taka síðustu stóru ákvörðun ævi sinnar. Ég hik aði — og sagði síðan: „Sem borgari vona ég að þú standir áfram í þessari stöðu þinni, en sem vinur verð ég að segja, að mér hefur lengi fundizt, að þú ættir að láta af þessu starfi.‘ Mér hefði fundizt hann hafa verið frábærlega þolinmóður í ómögulegri aðstöðu, þar sem Framhald é bls. 12. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.