Tíminn - 02.03.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.03.1966, Blaðsíða 5
TÍMINN 5 MIÐVIKUDAGUR 2. marz 196G Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FiauiKvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrtmur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastrætl 7. Af- greiðslusfmi 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. Innanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Hversvegna er ísland undantekning? Hvers vegna eykst dýrtíSin miklu meira á íslandi en í öðrum löndum Evrópu? Hvers vegna renna allar kaup- hækikanir hér út í sandinn á örstuttum tíma? Hvers- vegna stendur nær allur atvinnurekstur á heljarþröm, að undanskildum stærstu síldarskipunum, þrátt fyrir ó- venjulega hagstætt árferði um langt skeið - Hversvegna verður að fara til Afrfku og Suður-Ameríku ef finna á hliðstæð dæmi um dýrtíð og óðaverðbólgu? Það má að sjálfsögðu reyna að finna á þessu ýmsar skýringar. Það er vitanlega hægt að hengja bakara fyrir smið með því að kenna bændum og verkamönnum um öfugþróunina, eins og oft er gert í stjórnarblöðunum. En skýringin er ekki nema ein. í nágrannalöndum okkar er stjórnað. Þar hafa stjórnirnar þau tök á efna- hagsþróuninni, að þær halda henni í æskilegum farvegi. Á íslandi er efcki stjórnað í venjulegum skilningi þess orðs. Þar hefur ríkisstjómin engin tök á efnahagsþróun- inni og reynir heldur ekki neitt til þess. Þau afskipti, sem hún hefur helzt af þeim málum, miða nálega öll að því að gera illt verra, eins og sparifjárfrystingin og vaxtaokrið. Ástand efnahagsmálanna er bezti mælikvarði þess, hvernig stjórnin er í hverju landi. Það sýnir, hvort við- komandi land býr við trausta og heilbrigða stjórn, lélega stjóm eða meira og minna stjórnleysi. Ef stjórnarstefna er röng og forustan léleg, verður ástandið líkt og það er hér og þar sem það er aumast í Suður-Amerfku. Vitanlega eru það fleiri aðilar en ríkisstjórnin, sem hafa áhrif á efnahagsástandið. En áhrif stjómarinnar eru langmest og eiga að vera það. Til þes? hefur hún umboð þingsins og þjóðarinnar. Ef stjórnin er traust og örugg, hefur það áhrif í sömu átt á allt. annað. Sé stjórn- in hinsvegar reikul í rásinni, huglítil og undanlátssöm, veikir það allt kerfið og býður öngþveiti heim. Það er þetta, sem hefur verið að gerast á íslandi. Það skortir ekki, að við höfum stjórn, sem berst mikið á, ferðast mikið. heldur margar veizlur. Ekki skortir heldur það, að hirðin sé stór og að vel sé húið að hirð- mönnunum. Aldrei áður hefur meiri gróði safnazt á fáar hendur á íslandi, en einmitt nú. En varðandi nær allt, sem lýtur að heilbrygðri stjórn efnahagsmála, hef- ur ísland verið raunverulega stjórnlaust land um lengra skeið, þótt aldrei hafi það verið verra en seinustu þrjú árin. Þessvegna er ísland undantekning meðal Evrópu- ríkja, hvað snertir dýrtíð og fjármálalega óstjórn. Þess- vegna skipar ísland að því leyti bekk með aumustu ríkj- um Afríku og Suður-Ameríku ísland mun halda áfram að vera slík undantekning að óbreyttri stjórn og stjórnarstefnu. Er það hyggilegt? Mbl. veifar nú mjög þeirri fullyrðingu, að búast megi við fiskleysi við ísland. Ekki var þessu hins vegar hreyft þegar ríkisstiórnin var að gera landhelgissamninginn við Breta og skerða með því réttinn yfir landgrunninu. Og trúi Mbl. virkilega á fiskleysið, finnst. þvi bá hyggilegt, að þrengt sé að íslenzkum iðnaði með lánsfjárskorti og vaxtaokri eins og nú er gert? gmm, mm ■ ........——————........... Harry Schwarts: Eftirmenn Krústjoffs setja sér hófsamlegri markmið en hann Nýja fimiri ára áætlunin ber greinilega merki þess. FRÉTTIR af næstu fimm ára áætlun Sovétríkjanna benda til, að eftirmenn Krustjoffs hafi horfið frá hinuim glæstu efna- hagsáætlunum hans og ætli að sætta sig við hófsamlegri frain leiðslumarkmið, sem ef til vill reynist unnt að ná. Sunnudaginn 20. febrúar voru birt í Moskvu lausleg drög að fimm ára áætluninni næstu. Af takmörkum þeim, sem keppt er að að náð verði árið 1970 má ráða, að í náiægri framtíð verði ekki náð neinum af þeim markmiðum, sem hinn fallni leiðtogi hafði gumað svo mikið af. Ljóst liggur fyrir, að Sovét menn hafa nú enga von um að að þeim takist að komast fram úr Bandaríkjunum í efnabags- þróun árið 1970, né heldur að hafa þá náð því marki, að veita þegnum ríkisins beztu lífskjör í heimi. Og bersýnilegt er, að árið 1980 verða þegnar Sovét ríkjanna ekki búnir að öðiast þær allsnægtir, að þeir standi þá á þröskuldi þess drauma- lands kommúnismans, sem lof- að var í áætluninni, sem Krust joff birti í obtóber árið 1961 Engu að síður er sennilegt, að margir óbreyttir Sovétborg- arar fagni þeim markmiðum, sem gert er ráð fyrir að náð verði árið 1970. ÞJÓÐARTEKJUR eiga að hækka um 38—41% frá því sem var á liðnu ári. Framleiðsla iðn aðarins á að aukast um 50% og framleiðsla landbúnaðarins um 25% eða meira. Þjóðartekjur á mann eiga að hækka um 30%. Þá á veru- lega að draga úr hinum mikla mun á tekjum verkamanna í borgum og tekjum bænda. Einn ig á að minnka til muna bilið milli hæstlaunuðu og lægst launuðu borgarbúanna. Þungaiðnaðurinn á eins og venjulega að aukast að mun örar en neyzluvöruframleiðsl- an, en bilið þar á milli verður þó stórum mun minna en áður. Neytendum er nú heitið, að árið 1970 skuli þeir fá 30 þús- und fólksbíla, eða fjórum sinn- um fleiri en framleiddir voru árið sem leið. Framleiðslu sjón varpsviðtækja á að tvöfalda og framleiðslu ísskápa á að þre- falda. Því er jafnvel lofað, að viðtæki fyrir litsjónvarp verði komin á markaðinn árið 1970. BANDARÍSKIR sérfræðingar líta hvergi nærri svo á, að þetta sé lítilfjörleg aukning, né að markmiðunum reynist unnt að ná án verulegrar áreynslu. Auðvelt er þó að sýna fram á með fáeinum dæmum, að þessi markmið eru mjög hófsamleg, samanborið við hina gífurlegu bjartsýni Krustjoffs fyrrver- andi forsætisráðherra. Á 22. flokksþingi kommún- istaflokks Sovétríkjanna árið 1961 gaf Krustjoff þingfulltrú um nokkra innsýn í það drauma land kommúnismans. sem hann Alexei Kosygin flytur ræðu á flokksþingi í Moskvu, ætlaðist til að þeir yrðu seztir að í árið 1980. Jafnframt lýsti hann nokkrum markmiðum, sem ná ætti á árinu 1970. Krustjoff lýsti meðal annars yfir, að þá yrðu framleiddar í Sovétrikjunum 77 miUjónir smálesta af tilbúnum áburði, allt að billjón kílóvattstunda af raforku og 145 milljónir tonna af stáli. Hin nýja áætlun gerir ráð fyrir að framleiddar verði árið 1970 aðeins 55 milljónir smá- lesta af tilbúnum áburði, allt að 850 milljörðum kílóvatt- stunda rafmagns og 124—129 milljónir smálesta af stáli. Þarna er im að ræða 10—30% afslátt af markmiðum Krust joffs. ÞEGAR verið er að skýra muninn á því, sem nú er gert ráð fyrir og áður var spáð, er lögð megináherzla á aukinn kostnað við hervarnirnar. Þetta kemur heim við skýrslu CIA Central Intelligence Agency) fyrir tveimur árum um minni efnahagslega grósku í Sovét ríkjunum en gert hafði verið ráð fyrir. Þar segir meðal ann ars: „Meginorsök minnkaðs vaxt- arhraða í sovézku efnahagsliti er að leita í mjög i'.rri hækkun á kostnaði við landvarnirnar.1' Þegar skýrsla CIA kom íit árið 1964 brugðust blöðin í Sovét ríkjunum mjög illa við og and- mæltu í erg og gríð. Bandarískir sérfræðingar halda, að tvennt annað en auk inn hervarnarkostnaður hafi valdið því, að draumar Krust joffs gátu ekki orðið að veru leika. Annars vegar muni hann hafa reiknað með minni kostn- aði en raun varð á við geim- rannsóknirnar, enda þótc hann byggist við allverulegum kostn aði við þær. Hins vegar hafi vonbrigði með árangur land- búnaðarins í Sovétríkjunum gert sitt til, einkum þó stórum mun minni kornuppskera en gert hafði verið ráð fyrir SÍÐAST liðið vor birtu sov- ézkir hagfræðingar skýrslu, þar sem gerð var grein fyrir, að ekki yrði unnt að ná markmiði Krustjoffs á öðrum vettvangi. Forsætisráðherrann fyrrverandi hafði sagt, að árið 1965 myndu þjóðir undir stjórn kommúnista leggja af mörkum helming iðn- aðarframleiðslu neimsins. En í skýrslunni í vor sem leið var lýst yfir, að þessu markmiði væri ekki náð og yrði ekki unnt að ná á næstu árum. Fram kemur . drögunum að hinni nýju áætlun Sovétmanna, að nú er um að ræða sömu eða svipaða afstöðu til annarra þeirra martomiða, sem Krust joff hafði lýst. Sovétmenn gera sér enn vonir um að geta kom izt fram úr Bandaríkjamönnum efnahagslega séð. Þaim muni og auðnast að veita þegnunum beztu lífskjör í heimi og komist að lokum inn í hið íyrirheitna draumaland kommúnismans. Að vísu hefir ekki enn verið birt, hvenær gert er ráð tyrir að þessu mikilvæga markmiði verði náð, en tímatakmarkinu hefir greinilega veri'ð hnikað til og sýnt þykir, að það verði að áliti Sovétmanna sjáltra mildu nær árinu 2000 en Krust joff hafði gert ráð íyrir í bjartsýni sinni. (Þýtt úr The New York Tirnes)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.