Tíminn - 03.03.1966, Síða 5

Tíminn - 03.03.1966, Síða 5
FIMMTUDAGUR 3. marz 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA hf. Síðasti Oddaverjinn? Undanfarna daga Jiafa orðið nörð átök í forustuliði Alþýðuflokksins, og úrslit þeirra leitt hugann að spurn- ingunni um framtíð flokksins. Eftir sjö ára auðsveipa íhaldsþjónustu AlþýðUflokksins, þar sem þess hafa sézt harla lítil merki, að hann mótaði að nokkru stjórnar- stefmma, eða kæmi stefnumálum sínum fram, er lands- fólkið í raun og veru hætt að líta a Alþýðuflokkinn sem sérstakan og sjálfstæðan stjórnmálaflokk. Þess vegna kemur það því hálfgert á óvart, þegar það spyrzt út, að þar hafi orðið átök, sem leiddu til þess. að ráðherrar og þingfloldrur Alþýðuflokksins voru knúnir til þess að rísa gegn íhaldinu og knýja ríkisstjórnina alla til þess að láta af ákvörðun, sem hún hafði tekið. Þarna var að verki einn hinna gömlu verkalýðsforingja Alþýðuflokks- ins, og nú spyrja menn, hvort hann muni vera „síðasti Oddaverjinn’’ í þesum flokki. eða hvort hér sé um nýtt lífsmark að ræða. Inntak þessara átaka er í stuttu máli það, að í vikunni, sem leið hafði ríMsstjómin samþykkt að hætta niður- greiðslum á smjörlíki og fiski og varpa hækkuninni út í verðlagið, en við það hefði dýrtíðin hækkað um 3.6 vísi- tölustig. Þetta hafði einnig verið rætt og samþykkt í báðum þingflokkum stjómarinnar Gengið var frá mál- inu með öllu. og skyldi breytingin verða 1. marz. Með þessu ætlaði ríkisstjómin að fara aftan að launaf.ólki og var í raun og vem að rjúfa júní-samkomulagið frá í fyrra. Þá reis Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasam- bandsins, upp og neitaði. Stóð glíma hans við Alþýðu- flokksráðherrana nofckra daga, og henni lauk með því, að þeir guggnuðu, og ríMsstjómin öll dró inn klærnar á síðustu stundu Þannig bar hinn gamalreyndi verkalýðsforingi Alþýðu- flokksins sigurorð af Gylfa og Emil, sem leitt hafa hinn gamla verkalýðsflokk til nýs hlutsMptis í íslenzkum þjóðmálum. vinnumennsku hjá Sjálfstæðisflokknum. Al- þýðuflokkurinn i Alþýðuflokknum sigraði í eitt sMpti. Þess vegna spyrja menn nú: Er Jón Sigurðsson ,,síð- asti Oddaverjinn” f fiokknum, eða boðar þetta góð þáttasMl? Uro það verður varla sagt að sinni, enda er það undir þvf komið. hvort hinir yngri og frjálslyndari menn sMpa sér um þetta sjónarmið eða ekki. Finnur Alþýðuflokkurinn fjöregg sitt heilt að nýju, eða hafa íhaldströllin f flokknum kurlað það svo, að þarna birt- ist aðeins „síðasti Oddaverjinn” í flokknum með brot af þvi í hendi’ Svarið við þeirri spumingu er íslenzku þjóðinni mikilvægt. Réttlætiskrafa í ályktun fundar oraðfrystihúsaeigenda á dögunum segir svo: „Þá vill fundurinn leggja áherzlu á og telur það rétt- lætiskröfu. að með tilkomu nýrra stórorkuvera og auk- innar rafmagnsframleiðslu, sitji hraðfrvstiiðnaðurinn við sama borð og annar orkufrekur iðnaður og fái raf- orkuna við lágu og sambærilegu verði’’. Hér er pent á atriði, sem er auðvitað sjálfsagt rétt- lætismái. ef héT verður leyfður erlendur stóriðnaður, sem fær orku frá Búrfellsvirkjun við mjög lágu verði. Þá er það auðvítað ótækt, að íslenzkur, orfcufrekur iðn- aður sitji ekM við sama borð og útlendingai. 5 > BSflBflnHKflflflHHHHHBflHRHflHHHHBMMflHHflHflHlHfll^^HflUflfl ESSSSSBBSBBi Líkari Johnson en Kennedy Sigurhorfur Wilsons þykja allgóðar í kosningunum 31. marz Harold Wilson ásamt elginkonu slnni. Myndin var tekin rétt eftir að hann hafði ákveðið kosningadaginn. ÞAÐ FÓR eins og búast mátti við, að Wilson forsætis ráðherra Breta tók það ráð að efna til þingkosninga í lok þessa mánaðar. Aukakosningin í Hull, ásamt hagstæðum nið- 'urstöðum skoðanakannana, benti til þess, að Verkamanna flokkurinn ætti vart eftir betra tækifæri að bíða. Skoð- anakönnun Gallups, sem var birt 25. febrúar, gaf til kynna, að VerkamannaflokKurinn myndi fá í kosningum nú 51% atkvæða, en hann fékk 45% í haustkosningunum 1964. Reynist þetta rétt, getur það tryggt flokknum Um 100 atkvæða meirihluta í þinginu Samkvæmt sömu skoðanakönn un myndi íhaldsflokkurinn fá 42% atkv. í stað 43% í haust kosningunum 1964, en Frjáls lyndi flokkurinn aðeins 6M>% atkvæða í stað 11%, sem hann fékk í kosningunum 1964. Eftir þessu myndi væm anlegur sigur Verkamanna- flokksins byggjast fyrst og fremst á því, að hann ynni atkvæði frá Frjálslynda flokknum í stórum stíl. Þótt þetta og fleira gefi til kynna, að Wilson eigi sæmi- lega vígstöðu, er sigur Verka mannaflokksins engan veginn viss. Vanafesta Breta gildir ekki varðandi afstöðu þeirra til flokkanna. Stór hluti brezkra kjósenda er óháður og sveiflast milli flokkanna. Skoð anakannanir hafa sýnt, að oft geta orðið miklar breytingar í þessum efnum á óvenjulega stuttum tíma. Viss dægurmál geta haft ótrúlega mikil áhrif í þessum efnum. Þessvegna má ekki byggja of mikið á skoðanakönnun sem fer fram rúmum mánuði fyrir kosning ar. ENN ER of snernmt. að segja til tullnustu, hvaða mál það verða, sem flokkarnir munu hafa mest á oddinum. Það mun fara mjög eftir því, hvað þeir álíta efst • huga kjósenda um þessar cnundir. Allir munu flokkamir verða ósparir á fögiur loforð, íhaldsflokkur- inn ekkert síður en hinir. Til- trú til foringjanna mun því hafa mikil áhrif á endanlega afstöðu kjósenda, þ. e. hverj- um þeir treysta bezt til að framkvæma loforðin. Margt bendir til, að tvö mál munu verða ofarlega í hugum kjós enda næstu vikumar. Annað þeirra er dýrtíðarmálið. Verð lag hefur hækkað engu minna í stjómartíð Verkamanna- flokksins en íhaldsflokksins og margir telja meiri verð- hækkanir framundan. Þótt þessar verðhækkanir séu soaá- vægilegar, ef þær eru bomar saman við verðhækkanir hér- lendis, vaxa þær brezkum kjós enduit: eigi að síðiur í augum. Afstaða margra kjósenda mun vafalítið ráðast verulega af því hvaða flokki þeir treysta bezt í þessum efnum. Hitt mál ið er Rhodesíumálið. Það er vafalaust, að brezku landnem- amir í Rhodesíu eiga mikla samúð í Bretlandi og menn vilja komast hjá því að beita þá mikilli hörku. Byltingarn- ar, sem nýlega hafa orðið í Nígeríu og Ghana, þar sem ríkisstjómimar vom taldar einna traustastar í sessi í Afríku, hafa að vissu marici styrkt málstað hvítu íbúanna í Rhodesíu. Merm játa að vísru, að brezk stjórnarvöld geti ekM sætt sig við upp- reisnarstj. Smiths, þvi að það myndi veikja álit þeirra víða um heim. Hitt er hinsvegar ekki ólíiklegt, að sú stefna fhaidsmanna að treysta ekki á refsiaðgerðir eingöngu, held ur freista samninga á ný eigi vaxandi fylgi meðal kjós enda í Bretlandi. Wilson þarf áreiðanlega að fara að með gát í þessu máli. ÞEGAR allt kemur til alls, mun það sennilega verða tiltrú- in til foringjanna, sem ræður úrsHtum kosninganna. Brezkir kjósendur hafa oft kosig meir;> eftir mönnum ea málefnum. Margt bendir til, að svo verði það að þessu sinni. Ótvírætt er það, að i upp-' hafi kosningabaráttunnar hef ur Wilson mun sterkari að- stöðu en Heath. Wilson hef- ur unnið sér mikið álit þá 16 mánuði, sem hann hefur verið forsætisráðherra. Þó fer fjarri þvi, að vonir þær, sem marg ir gerðu til hans, hafi rætzt. Hann hefur ekki orðið nýr Kennedy, merkisberi nýrra viðhorfa jafnt inn á við og út á við. Hann hefur ekki orðið merkisberi nýrrar vinstri stefnu, eins og margir munu hafa búist við af lærisveini Bevans. Það ei laukrétt, sem The Economist segir u-m hann, að hann minni miklu meira á Johnson en Kennedy. Hann er kænn stjórnmálamaður, sem kann fótum sínum forráð Sá er hinsvegai munurinn á honum og Johnson, að John son hefur verið að færast frá hægri til vinstri en Wilson Framhald á bls. 12 mmmmmmmmmmmmmmmrnmi*

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.