Tíminn - 03.03.1966, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. marz 1966
ÞINGFRETTiR
TÍMINN
ÞINGFRETTIR
i>að er búið að taka níu ár
að koma málinu á þetta stig"
Eggert G. Þorsternsson, félags-
málaráðherra
gaf í Sameinuðu
þingi í gær all-
ítarlega skýrslu
um lífeyrissjóS
fyrir alla lands-
menn. Hann
skýrði frá þáltill.
frá árinu 1957
um lffeyrissjóð
fyrir alla lands-
rnenn, fyrst og fremst bændur,
verkamenn, sjómenn og útvegs-
menn og alla aðra, sem væru aðil-
ar að lífeyrissjóðum. Fimm manna
nefnd hefði verið skipuð, en í
henni áttu sæti_ Guðmundur J.
Guðmundsson, Ólafur Jóhannes-
son, Sverrir Þorbjarnason, Hjálm-
ar Vilhjálmsson og Gunnar Möll-
er. Þessi nefnd hefði skilað áliti
í nóvember 1960. Tillögur nefnd-
arinnar voru:
a) Sett verði löggjöf um al-
mennan lífeyrissjóð sem allir
landsmenn eiga kost að tryggja
sig hjá.
b) Slíkur almennur lífeyristrygg
ingasjóður veiti tryggingu, sem
aðeins verði viðbótartrygging við
almannatryggingar.
c) Unnið verði að breytingu á
núverandi sérsjóðum, svo að þeir
allir veiti framvegis aðeins við-
bótartryggingu við almannatrygg-
ingar.
Með lögum 40/1963 verður að
telja að þriðji liður tillögu nefnd-
arinnar hafi verið framkvæmdur.
Fyrsti og annar liður voru lengi
í athugun og að lokinni síðustu
endurskoðun almannatrygginga-
laganna þótti tímabært að taka
málið á ný til athugunar og með-
ferðar.
Haraldi Guðmundssyni fyrrv.
ráðherra var falíð í júní 1964 af
félagsmálaráðherra að semja álits-
gerð um, hvort ekki væri tímabært
að setja löggjöf um almennan
tryggingasjóð, sem allir lands-
- sagði Ólafur Jóhannesson í umræðum um lífeyrissjóðsmálið
menn, sem ekki eru nú þegar að-
ilar að lífeyrissjóðum, geti átt að-
gang að. Haraldur Guðmundsson
skilaði álitsgerðinni í ágúst—sept-
ember 1965. í niðurstöðunni seg-
ir m.a.:
Það er fallkomlega tímabært
að setja löggjöf um eftirlaunasjóð
og eftirlaunatryggingar fyrir allt
vinnandi fólk. til viðbótar við gild
andi lífeyristryggingar. Eftirlaun-
in séu miðuð við fyrri vinnutekj-
ur og starfstíma, kaupmáttur
þeirra tryggður og upphæð þeirra
ákveðin með það fyrir augum, að
ellibæturnar (þ.e. iffeyrir og eftir-
laun samtals) nægi til þess að af-
stýira tilfinnanlegri kjaraskerð-
ingu að loknu ævistarfi. >
Jafnframt lít ég svo á, að sam-
tímis þessari lagasetningu þurfi
að gera breytingar á gildandi líf-
eyristryggingum, svo að þær verði
hæfilegur grundvöllur og undir-
staða eftirlaunatryggingarinnar
og lágmarksbætur við hæfi.
Eftir samanburð við Norðurlönd
in, Danmörku, Svíþjóð og Noreg
virðist mér, að fslendingar séu
þess ekki síður megnugir fjárhags
lega að auka eftirlaunatryggingu
við gildandi lífeyristryggingar.
Efnahagsþróun síðustu ári bendir
í þá átt, að greining þjóðarinnar
í aldursflokka virðist mjög hag-
stæð í þessu. Miklir möguleikar
virðast og vera til áframhaldandi
framleiðsluaukningar.
Þessir möguleikar mundu enn
aiukast ef fyrir hendi væri öflugur
sjóður. er veitt gæti undirstöðu-
atvinnuvegunum aðstoð til að efla
framleiðslustarfsemina með bætt-
um vélakosti, aukinni tækni 02
margháttaðri vinnuhagrœðingu,
svo að afköst hvers vinnandi
manns fari enn vaxandi. Jafn-
framt virðist mér ljóst, að óhjá-
Á ÞINGPALLI
Jón Skaftason dró fyrirspurn sína til baka um lífeyrissjóðinn fyrir
alla landsmenn þar sem henni væri fyllilega svarað í skýrshi féiags-
málaráðherra.
Geir Gunnarsson talaði örfáuim orðum um dánar- og örorkutoætur til
sjómanna en hann flutti fyrirspurn um það efni. Fannst honum lítið
hafa verið framkvæmt, hann hefði áður verið búinn að flytja frum-
varp og þingsályktunartill. um sama efni og skipuð hefði verið nefnd,
sem hefði átt að skila áliti fyrir þingslit 1965 en þá hefði efckert legið
fraimmi. Nauðsynlegt væri að semja frumvarp um slysatryggingu fyrir
sjómenn.
Eggert G. Þorsteinsson kvaðst hafa fengið skýrslu nefndar þessarar
í hendur sínar fyrir tveim dögum og honum hefði ekki unnizt tími til
að rannsaka hana nákvæmlega, en þó væru í skýrslunni talað um tvær
hugsanlegar leiðir til úrbóta. Þetta væri mikilvægt mál og þyrfti að
athugast vel.
Fyrri umræðu um endurskoðun á aðild íslands að Norður-Atlants-
hafssamningi og Atlantshafsbandalaginu var frestað, er Gils Guð-
mundsson hafði haldið sína framsögu fyrir tillögunni. hann taldi, að
málefnalegar umræður um utanríkismál þyrftu oftar að fara fram á
Alþingi. Upplýsingar þyrftu að liggja fyrir um viðhorf annarra ríkja
til NATO. Utanríkismálanefnd hefði lagzt niður nema að nafninu til.
Emil Jónsson sagðist ekki gera sér ljóst hvað vaki fyrir flutnings-
mönnum með tillögunni. Ef átt er við úrsögn úr NATO, þá hefði
hvergi verið rætt meðal ríkisstjórnarinnar um úrsögn af íslands hálfu.
Um gagnasöfnun frá NATO þarf ekki að ræða, fastafulltrúi fslands
sendir með stuttu millibili skýrslur af öllum fundum og þær væru
flest allar trúnaðarskýrslur. Einnig taldi hann nefndarskipunina, sem
þingsályktunartill. felur í sér alveg óþarfa, fulltrúi íslands og utan
ríldsmálanefnd væru alveg einfærar um að segja til um hvaða hug-
myndir væru uppi meðal aðildarríkja NATO um skipulag þess og
íramtíð.
kvæmilegt sé að tryggja þeim, sem
óvinnufærir verða, vegna örorku
eða aldurs, betri lífsskiiyrði og
sambærilegri við kjör almennings,
en gert er með gildandi löggjöf.
Sé það látið ógert, verður hlut-
skipti þeirra verra hér á landi en
hjá grannþjóðum okkar.“
Ólafur Jóhannesson þakkaði fé-
lagsmálaráðherra
fyrir skýrsluna.
Býsna margir
hefðu verið orðn
ir langeygir
eftir henni, það
hefði tekið níu
ár að koma mál-
inu á þetta stig.
Hann taldi skýrslu félagsmáia-
ráðherra fróðlega að mörgu leyti
og hún væri í samræmi við stað-
reyndir málsins svo langt sem hún
næði. En hann vildi bæta við nokkr
um atriðum sem ekki hefðu kom-
ið fram í skýrslunni. Hann kvað
félagsmálaráðherra hafa gleymt
að geta þess að það hefðu verið
Framsóknarmenn sem hefðu flutt
þá'ltili. 1957.
Nefndin sem skipðu hefði ver-
ið skömmu eftir samþykkt þáltill.
hefði unnið mikið og merkt starf
við rannsókn málsins. T. d. hefði
hún leitað álits hjá Guðjóni Han-
sen, tryggingarfræðingi. Nefndin
hefði skilað áliti sínu haustið
1960. f nefndarálitinu hefði kom-
ið fram nokkrar tillögur. 1) Sett
verði löggjöf um almennan líf-
eyristryggingasjóð sem allir lands
nienn eigi kost að tryggja sig hjá
2) Slíkur almennur lífeyrissjóð-
ur veiti tryggingu, sem aðeins
verði viðbótartrygging við al-
mannatryggingar.
3) Unnið verði að breytingu
á núverandi sérsjóðum, svo að
þeir allir veiti framvegis aðeins
viðbótartryggingu við almanna-
tryggingar.
Hann fagnaði því, að með lög-
um frá 1963 hefði þriðji liðurinn
verið framkvæmdur. Síðan 1960
hefði ekki heyrzt hósti né stuna
frá ríkisstjórninni um samningu
frumvarps um almennan lífeyris-
sjqð.
1964 hefðu Framsóknarmenn á
ný flutt þáltill. um kosningu fimm
manna nefndar til að semja frum-
varp um almennan lífeyrissjóð.
Þingið hefði samþykkt hana en
breytt henni á þá lund að ríkis-
stjórninni skyldi falið til hlítar
að kanna hvort tiltækilegt vœri
að semja löggjöf um almennan
lífeyrissjóð.
Ólafi fannst nefndarálitið, sem
fram var lagt 1960, lítils metið
hjá ríkisstjórninni, þó að í nefnd-
inni hefðu átt sæti þrír menn, sem
væru sérstaklega vel að sér í trygg
ingarmálum þjóðarinnar. Þá strax
hefði mátt hefjast handa umsamn
ingu frv.
Einnig fannst honum það trl-
hneiging hjá Alþýðuflokknum að
eigna sér þetta mál, sú tilhneig-
ing hefði komið fram bæði
í útvarpi og málgagni Alþýðu-
flokksins. Hann sagði að Alþýðu-
flokkurinn hefði unnið flokka
mest að tryggingamálum og því
þyrfti hann ekki á slíkri láns-
fjöður að halda.
Hann taldi það öruggt mál, að
í skýrslu Haralds Guðmundssonar
væri mikinn fróðleik að finna, en
ekki hefði hún allan þann fróð-
leik að geyma, sem tilvonandi
nefnd þyrfti á að halda við samn-
ingu frumvarpsins.
Framhald á 14. síðu.
Rikisframlag tíl hafnar-
gerða og lendingarbóta
Frumvarp til laga um ríkisfram
lag til hafnargerða og lendingar-
bóta. Flm.: Gísli Guðmundsson,
Jón Skaftason, Halldór E. Sigurðs
son, Sigurvin Einarsson, Halldór
Ásgrimsson, Bjöm Pálsson og
Ágúst Þorvaldsson.
Hafnar- og lendingarbótastöð-
um samkv. 2. gr. laga um hafn-
j argerðir og lendingarbætur, nr.
29 23. apríl 1946, skal skipta í
3 flokka, er nefnast A-flokkur,
B-flokkur og C-fiokkur. Skal skipt
ingin við það miðuð, að hafnar-
sjóðir hafi sem jafnasta fjárhags-
lega aðstöðu til að koma upp und-
irstöðumannvirkjum hafnargerðar.
Til undirstöðumannvirkja teljast í
þessu sambandi t.d. hafnargarðar
(öldubrjótar), bátakvíar, ein af-
greiðslubryggja með allt að 150
metra legukanti í hverri höfn og
dýpkun á siglingaleið í hafnar-
mynni og að bryggju hafnarsjóðs.
Um skiptingu í flokka fer að
öðru leyti eftir 2. gr.
Vitamálastjóri gerir eftir gildis-
töku laga þessara rökstudda til-
lögu um skiptingu hafnar- og
lendingarbótastaða í flokka samkv.
1. gr. Skal tillaga til þingsálykt-
unar um skiptinguna lögð fyrir
sameinað Alþingi á árinu 1966.
Þegar ályktunin hefur hlotið sam-
þykki Alþingis. skulu ákvæði um
ríkisframlag samkv. 3. gr. taka
giMi. f ályktuninni má ákveða,
að þau ákvœði taki einnig til
framkvæmda, sem unnar eru áð-
ur en hún hlaut samþykki.
Vitamálastjóri gerir einnig eft-
ir gildist þessara laga áætlun til
tveggja ára í senn um framkvæmd-
ir samkv. iögum þessum og unl
fjármagnsþörf vegna þeirra. Skal
tillaga til þingsályktunar um slíka
tveggja ára áætlun og öflun fjár-
magns til hennar lögð fyrir Al-
þingi samtímis tillögu þeirri, er
um getur í 2. gr. Þegar fram-
kvæmdaáætlunin hefur hlotið sam-
þykki Alþingis, greiðir ríkissjóð-
ur að fullu ár hvert ríkisfram-
lag til áætlunarframkvæmdanna á
því ári.
Veita skal jafnframt á fjárlög-
um fé til að standa skil á ógreidd-
um framlögum fyrri ára þannig,
að greiðslum þessum verði að
fullu lokið á 3 árum eftir gildis-
töku þessara laga.
Ríkisstjórnin veitir hafnarsjóð-
um aðstoð við útvegun lánsfjár
til framkvæmda samkv. 2 ára
áætlun.
Ríkisframlag til hafnar- og lend
ingarbótamannavirkja skal, unz
sett hafa verið ný lög í stað
þeirra laga, er nú gilda um hafn-
argerðir og lendingarbætur, vera
sem hér segir
1. Á stöðum í A-fl. 50% af kostn.
2. Á stöðum í B-fl. 60% af kostn.
3. Á stöðum í C-fl. 70% af kostn.
Ríkisstjórninni er heimilt að
ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs
lán til greiðslu á hluta af hafn-
ar- og lendingarbótakostnaði sem
hér segir:
1. Á stöðum i A-fl. 50% af kostn.
2. Á stöðum í B-fl. 40% af kostn.
3. Á stöðum í C-fl. 30% af kostn.
Hér fer á eftir útdráttur úr
greinargerðinni:
í lögum nr. 29 23. apríl 1946.
um hafnargerðir og lendingarbæt-
ur, eru taldir upp 113 hafnarstað-
ir, þar sem gert er ráð fyrir, að
ríkissjóður leggi fram fé til hafn-
arframkvæmda. Fram til ársloka
1960 hafði ríkissjóður lagt fram
fé til framkvæmda nál. 90 af þess-
um 113 stöðum (sums staðar þó
mjög lágar upphæðir), og hefur
víst engin teljandi breyting orð-
ið á þeirri tölu síðan. Þessum
113 stöðum, sem taldir eru upp
í, lögunmu, er skipt í tvo flokka.
Á 35 stöðum eru kallaðar hafnir,
en á 78 stöðum lendingarbætur.
Ríkisframlagið er í lögunum ákveð
ið 40% af framkvæmdakostnaði,
nema um sé að ræða „lendingar-
bót,“ sem hefur ekki kostað meira
en 1.6 millj. kr., þá er ríkisfram-
lagið 50%. En þegar kostnaður
við lendingarbót er kominn yfir
1.6 millj. kr., lækkar ríkisfram-
lagið niður í 40% af þeim kostn-
aði, sem er fram yfir 1.6 millj.
kr. Ríkisstjórninni er heimilað að
ábyrgjast lán allt að þeirri upp-
hæð, sem hafnar- og lendingar-
bótasjóði ber að greiða, þ.e. 50
eða 60% af stofnkostnaðinum.
Þegar hér á eftir verður rætt um
hafnarsjóði í þessari greinargerð,
er einnig átt við lendingarbóta-
sjóðina, enda er þar raunverulega
yfirleitt lítill munur á. Og þegar
rætt verður um hafnir hér á eft-
ir, er einnig átt við lendingarbæt-
ur.
Lengst af hafa flestir hafnar-
sjóðir orðið að taka lán til að
greiða sinn hluta framkvæmda-
kostnaðar að mestu eða öllu
leyti, enda er hér nú yfirleitt um
svo háar upphæðir að ræða, að
engin von er tii, aað hægt sé að
greiða nema þá mjög lítinn hluta
þeirra af tekjum sveitarfélaga, þeg
ar framkvæmdir eiga sér stað.
Slík lán eru tekin með ríkisábyrgð.
Framhald á 14. síðu.