Tíminn - 03.03.1966, Side 9

Tíminn - 03.03.1966, Side 9
FIMMTUDAGUR 3. marz 1966 TÍMINN 9 Á þriðja hundrað skátar frá ýmsum löndum væntanlegir hingað í sumar ur fregnir af því sem er að ger- ast í tjaldbúðunum, og verð- ur það vafalaust margt. Einnig verður á mótinu póst- og síma- þjónusta og jafnvel sparisjóð- ur, er varðveitir fé þátttakenda. Þá verður fullkomin þjónusta í hjálp í viðlögum. Það, sem einna athyglisverð- ast mun verða á móti þessu, er minjagripasala, sem sett verður upp. Gripirnir, sem þar verða á boðstólunum, verða flestallir gerðir af skátunum sjálfum, ýmist samkvæmt þeirra eigin hugmyndunj eða eftirlíkingar. Ágóðanum af minjagripasölunni verður var- ið til að gera út sjálfboðaliða úr hópi skáta til frumstæðra þjóða og aðstoða við uppbygg- ingu atvinnulífs. Er gert ráð fyrir að ágóðinn af minjagripa sölunni verði nægur til að borga ferðir sjálfboðaliðanna, en þeir munu vinna kauplaust í ár eða meira. Eins og gefur að skilja kost- ar undirbúningur undir svona mót mikið og óeigingjarnt starf af hálfu skáta, og má segja að hann hafi staðið yfir síðan snemma á síðasta ári. Margt þarf að skipuleggja, því að segja má að þarna rísi upp tvö þúsund manna þorp fyrir eina viku. og það er um að gera að hafa allt til taks, er þarf. Leggja þarf götur, skipuleggja umferðarmál, sjá fyrir heil- brigðisþjónustu, póstsamgöng- um, símavörzlu, halda uppi lög Anna Kristjánsdóttir reglueftirliti, skipuleggja dreif- ingu og aðdrætti matvæla, út- hluta lóðum undir tjöld. semja dagskrá og þar fram eftir göt- unum. En skátarnir sjá áreiðan- lega ekki eftir þeirri vinnu og þeim tíma, sem i þessu er fólg- in, og þeim er nægileg umbun í að sjá skáta hvaðanæva af landinu og erlendis frá, skemmta sér saman og tengjast vináttuböndum á bökkum Norð urár í Borgarfirði. Vafalaust verður mótið í sumar ógleym- anlegt fyrir alla þá, sem að því standa og taka þátt í því. GÞE. Síðustu helgina í júlí næsia sumar mun að vonum mikinn mannfjölda drífa hvaðanæva af landinu til Hreðavatns í Borg- arfirði, en dagana 25. júlí til 1. ágúst mun standa þar yfir landsmót skáta. Þátttakendur verða að ölluim líkindum rösk- lega tvö þús. munu vafalaust öll skátafélög á landinu senda þangað fulltrúa sína, og svo er von á fjölmörgum útlending- um. Fyrir fjórum árum var haldið á Þingvöllum landsmót til að minnast 50 ára afmælis skátastarfs á íslandi. Mót þetta sótti fjöldi skáta innlendra sem erlendra, en í ár er von á tals vert fleiri útlendingum og bú- izt er við því að mótið í sumar verði töluvert fjölsóttara. Móts stjórnin hefur sent boð tjf skáta frá öllum Evrópulöndum, svo og Bandaríkjunum og Kan- ada, en sumir hafa sent nei- kvætt svar og það er líka eðli- legt að skátar frá Suður-Evrópu, sem njóta sólar og hlýinda al’t sumarið séu ekkert ginnkeyptir að leggja upp í langferð til fs- lands, þar sem allra veðra er von. Vonandi verða þó þátttak- endur frá sem flestum löndum, og þegar hafa boðað komu sína hátt á þriðja hundrað skátar frá ýmsum löndum, svo sem Kanada, Bandaríkjunum, Þýzka landi, Finnlandi, Bretlandi, Nor egi og Svíþjóð, og væntanlega sjá skátar frá fleiri löndum sér fært að taka þátt í landsmótinu í Borgarfirði, enda er allt kapp lagt á að hafa það með sem al- þjóðlegasta sniði. Til marks um það bera tjaldbúðirnar fjórar nöfn fjarlægra heimshafa, svo sem Indlandshafs, Kyrrahafs og Þanghafs. Stúlkurnar hafa bæki stöð sína í Kyrrahafsbúðum, piltarnir í Indlandshafsbúðum og svo eru sérstakar fjölskyldu- búðir er nefnast Þanghafsbúð- ir. Hver skátasveit velur sér land eða eyju, sem viðkomandi haf liggur að. Þannig velja stúlknasveitirnar sér nöfn eins og Hawaieyjar og Samoaeyjar en þessar eyjar eru í Kyrrahafi. Á sama hátt velja piltarnir sér Ceylon og Madagaskar, svo að nokkuð sé nefnt. Áður en mót- ið hefst sendir hver sveit flöskuskeyti til þess staðar, sem hún hefur valið sér, og í þvi er einhver orðsending, sem bæði er rituð á íslenzku og því máli, sem talað er á viðkom- andi stað. Það lætur að líkum, að erfitt verður að finna ís- lending, er þekkir til hlítar mál það, er talað er á Ceylon og Samoaeyjum, en skátarnir kunna vafalaust ráð við þeim vanda. Það verður áreiðanlega glatt á hjalla við Hreðavatn þann tíma, sem mótið stendur, og verður sem borg hafi risið á bökkum Norðurár. Þar sem skátarnir hafa valið sér móts- stað er hrífandi fagurt, og stutt leið til margra sérkennilegra og sögufrægra staða. Örskammt frá mótsstaðnum er hið sér- kennilega líparítfjall Baula, sem margir hafa eflaust gaman af að klífa, þarna eru gígarnir Grábrók og Rauðbrók og má búast við því að mörgum út- lendingnum finnist þeir næsta forvitnilegir. Þá er stutt að fara til sögustaðanna Reykholts og Borgar á Mýrum, og áformað er að fara með þátttakendur mótsins út á Snæfellsnes og eins til að skoða Surtshelli og Stefánshelli. En vafalaust munu skátarnir gera ýmislegt fleira en að skoða landslagið og náttúruna. Á svona skátamótum er yfirleitt upp á margt að bjóða svo sem leiki, þrautir. kappleiki og fleira og fleira. Á Borgarfjarð- armótinu verður ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks, svo og skátamessa og búizt er við að margir heimsæki mótið. Og ekki má gleyma varðeldunum, sem verða á hverju kvöldi, með- an mótið stendur yfir og gefst þá öllum kostur á því að leika listir sínar og spreyta sig á ýmsum viðfangsefnum, ýmist í hópum eða sem einstaklingar. Talsvert stórborgarsnið verð- ur á ýmsu þarna á mótinu. Gef ið verður út dagblað, sem flyt- Nokkrir þatttakendanna á kynningarkvöldinu. Tímamyndir B.B.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.