Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 5
FÖSTKDAGUR 4. marz 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURtNN Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tótnas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrfmor Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræll 7. Af- greiðslusfmi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lansasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA hf. Sigrí fagnað Fyrir FramsóknarfLokldnn er sérstök ástæða til að fagna þeirri yfirlýsingu stjómarinnar, aS hún muni skipa nefnd allra flokka til að undirbúa löggjöf um al- mennan lífeyrissjóð. Þaö eru nú rétt 9 ár síðan að þessu máli var fyrst hreyft á Alþingi. Sex þingmenn Framsóknarflokksins Ólaftrr Jóhannesson, Björgvin Jónsson, Halldór E. Sig- urðsson, Sveinbjöm Högnason, Sigurvin Einarsson og Ágúst Þorvaldsson, fluttu vorið 1957 svohljóðandi til- lögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að láta at- huga, hvort tiltækilegt sé að stofna lífejrrissjóð fyrir sjómenn, verkamenn, bændur, útvegsmenn og aðra þá, sem ekki njóta lífeyristrygginga hjá sérstökum lífeyris- sjóðum”. Tillaga þessi var samþykkt 31. maí 1957. Þann 20. desember 1958 skipaði þáverandi félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, fimm manna nefnd til að fram- kvæma athugun þá, sem tillagan fjallaði um. í nefnd- iimi áttu sæti Hjálmar Vilhjálmsson, sem var formaður hennar, Guðmundur J. Guðmundsson, Gunnar J. Möller, Ólafur Jóhannesson og Sverrir Þorbjörnsson. Nefndin skilaði sérstöku áliti til ríkisstjómarinnar í nóvember 1960. Niðurstaða nefridarinnar var á þá lund, að hún lagði til, að sett jrrði löggjöf um almennan lífeyrissjóð, sem allir landsmenn ættu kost á að tryggja sig hjá. Þrátt fyrir þessa jákvæðu niðurstöðu nefndarinnar gerði ríkisstjómin ekkert í málinu. Þegar þrjú ár vora hðin síðan ríkisstjórnin fékk nefndarálitið og auðséð var, að hún myndi ekkert aðhafast, lögðu átta Framsókn- armenn fram svohljóðandi tillögu í Sameinuðu þingi í ársbyrjun 1964: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd í Sam- einuðu þingi með hlutfallskosningu til þess að semja fmmvarp til laga um almennan lífeyrissióð, sem allir eigi kost á að tryggja sig hjá’’. Flutningsmenn þessarar tillögu vom þeir Ólafur Jó- hannesson, Halldór E. Sigurðsson, Sigurvin Einarsson, Jón Skaftason, Þórarinn Þórarinsson, Heigi Bergs, Ás- geir Bjarnason og Ágúst Þorvaldsson. Tillögunm var vísað til fjárveitingarnefndar. Þar var samþykkt, að hún yrði afgreidd í eftirfarandi formi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta kanna til hlítar, hvort ekki sé tímabært að setja löggjöf um al- mennan lífeyrissjóð, sem allir landsmenn, sem em ekki nú þegar aðilar að lífeyrissjóðum, geti átt aðgang að”. Halldór E. Sigurðsson mælti fyrir þessari tillögu af hálfu fjárveitingarnefndar, og var tillagan samþykkt á Alþingi 13. maí 1964. Það var í framhaldi af þessari ályktun Alþingis, að þann 8. júní 1964 fól þáverandi félagsmálaráðherra Haraldi Guðmundssyni, fyrrv. sendiherra, að semja á- litsgerð um efni það, sem tillagan fjallar um Álitsgerð Haralds var lögð fyrir Alþingi síðastl. mið- vikudag og fylgdi henni áðurgreind yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar. Það starf hefði vel mátt hefja haustið 1960. eða strax eftir að fyrir lá álit þeirrar nefndar, sem þá fjall- aði um málið. Viljinn var hins vegar ekki fvrir hendi hjá þeim sem réðu. Það tekur oft tíma að afla nmbótamálum fylgis. Hér hefur það tekið níu ár. Framsóknarmenn fagna því, að sú barátta, sem þeir hófu varðandi þetta mál fyrir níu árum, hefur nú borið árangur. TÍMINN r ■' .... ■'■■■■■ .......... ■ Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Bandaríkin fá athyglisverö skilaboö frá London og París Þau sýna, aiS stefna Rusks er varhugaverð DE GAULLE WILSON MÁNUDAGLNN í viktinni sem leið birti de Gaulle hers- höfðingi skýrsln á blaðamanna fundi og á þriðjudaginn birti brezka stjómin skýrslu sína um varnarmálin. I þessum tveimur skýrslum fáum við vís bendingu um, hvernig for- ráðamenn þessara tveggja helztu bandaþjóða okkar líta á hlutverk okkar í heiminum. Að áliti de Gauiles hershöfð ingja er eftirstríðshlutverk Bandaríkjamanna sem vernd- ara Vestur-Evrópu af hendi leyst með góðum árangri. Hætt an á stríði við Sovétríkín hef- ir rénað það mikið, að stjórn málamenn Evrópu ráða mæta vel við samskiptin milli Aust urs og Vesturs, að vísu í skjóli kjarnorkuhindrunar okkar, en án forustu okkar, eftirlits eða yfirráða yfir her Evrópu- nvanna. Hf ég geri mér rétta hug- mynd um afstöðu de Gaulles, eins og hún er nú orðin, tel ur hann hina sameiginlegu hernaðarstofnun óþarfa orðna og þar af leiðandi hættulega ft:rir Evrópu. Þar sem Banda ríkin flækist í síauknum mæli inn í átök utan Evrópu hljóti þau að freistast meira og meira til að grípa til herafla síns í Evrópu og notfæra sér hæfn ina þar . Sé þetta sameiginleg ur herafli og sameiginleg hæfni dragist Evrópumenn inn í ófriðarátök, sem þeir ráði engu um. SKÝRjSLA brezku ríkisstjórn arinnar um varnarmálin er til raun til að samrýma allar skuld bindingar, sem Bretar eiga enn að gegna í Evrópu, Afríku og Asíu, staðreyndum og á- standi efnahagslífsins heima fyrir. Ríkisstjórn Wilsons hef ir komizt að þeirri niðurstöðu, að greiðslujöfnuður Breta leyfi ekki að þeir verji til herkostn aðar meiru en svona um 6 hundraðshlutum þjóðarfram- leiðslunnar. Þetta svarar til tveggja milljarða sterlings- punda á ári, miðað við verð lag ársins 1964. Þegar brezka ríkisstjórnin kemst að þessari niðurstöðu gerir hún auðvitað ekki ráð fyrir, að lífskjör almennings í brezka konungsdæminu verði skert meira en orðið er vegna kostnaðar við aukinn herafla. Þessi ályktun byggist aftur á annarri ályktun, eða þeirri, að eins og heimsástandið nú er, sé ekki einungis unnt að tryggja öryggi Stóra-Bretlands sjálfs, þrátt fyrir lækkuð út gjöld til hernaðar, heldur og að standa við allar hinar mörgu skuldbindingar þess erlendis. Þær horfur í heimsmálunum, sem gera þetta kleift, eru hins vegar í því fólgnar, að ríkisstjórn Bandaríkjanna virð ist hafa verið fús til að taka á sig þær skyldur utan Evrópu og byrðar, sem brezka stjórnin telur orðnar sér of- viða efnalega. AFLEIÐING alls þessa verð " ur svo, að við erum skildir J ------------------- - - - einir eftir með þá ábyrgð, sem við höfum tekið á okkar herð ar víðs vegar um heimskringl una. Þetta er umbúðalaust inni hald þess, sem ákveðið hefir verið og birt í París og Lond on. Rusk utanríkisráðherra hefir túlkað hina mörgu samninga okkar á þann hátt, að þeir séu ekki sameiginlegir örygg issáttmálar, sem verki gagn- kvæmt, heldur einnig beinar og einhliða skuldbindingar okk ar Bandaríkjamanna. Við höf um nú fengið um það skilaboð frá París og London, að ef kenning Rusks utanríkisráð- herra túlki í raun og sann leika stefnu Bandaríkjastjórn ar, verðum við sjálfir að axla alla kostnaðarbyrði við að reyna að framkvæma hana. Kenning Rusks utanríkis- ráðherra, — eins og hún var útskýrð við kannanir utan- ríkisnefndar öldungadeildarinn ar, — er afskræmd endurtekn ing á lausbeizlun og óákveðni Trumans-kenningarinnar og einskorðunaráráttu Dulles ut anríkisráðherra. VALDHÖFUNUM í Paris og London ber töluvert á milli um framsetningu og aðferð, en'.að baki hjá báðum liggur sama álit á ástandi heimsmál- anna. Þeir telja, að þolin mæði og staðfesta hafi borið tilætlaðan árangur í samskipt um okkar við Sovétríkin og muni einnig koma að haldi gagnvart Rauða-Kína. Hvorug Kína viðnám á meginlandi Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.