Tíminn - 04.03.1966, Blaðsíða 8
/
8
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 4. marz 1966
Ákjósanleg íþrótiamföstöð
Árni Guðmundsson, skólastjóri ásamt konu sinni, Hjördísi Þórðardóttur
og syni þeirra, Árna yngri, sem nýlega er orðinn þriggja ára.
(Tímamyndir Bjarnleifur)
Landsmót ungmennafélaganna
að Laugarvatni á síðasta sumri
verður þeim, sem það sóttu, ó-
gleymanlegt margra hluta vegna,
ekki aðeins fyrir hin vel skipu-
lögðu mótahöld, heldur og fyrir
hinn hlýlega ramma, sem umlukti
það, nefnilega staðinn sjálfan,
Laugarvatn. Víst er, að fáir staðir
á landinu eru betur til þess falln
ir frá náttúrunnar hendi að
rúma alls kyns íþróttastarfsemi
en Laugarvatn, sem býður upp á
breiða velli og flöt tún, silfurlit-
að vatn, kjörið fyrir bátasiglingar,
og lítið, en snoturt fjall, svo að
segja rétt upp við hlaðvarpann,
sem hentugt er til gönguferða.
Heildarmyndin er formfögur og
Þórir Þorgeirsson sýnir piltunum
erfiöa æfingu.
heillandi, ekki sízt á góðviðrisdög
um, þegar sólin skín í heiði.
Það er því ekki fyrir neina til-
viljun, að miðstöð íþróttakennslu
á íslandi skuli einmitt vera stað
sett að Laugarvatni En um þessa
stofnun hefur löngum staðið styrr.
Háværar raddir úr ýmsum áttum
hafa gagnrýnt skólann og fundið
honum flest til foráttu, og há-
værustu raddirnar hljöma frá
forustumönnum hinnar frjálsu
íþróttastarfsemi í landinu. Sá, sem
þetta ritar, hefur oftar en einu
sinni heyrt kveinstafi knattspyrnu
manna á opinberum fundum, þar
sem þeir kvarta yfir því hve
knattspyrna er lítið kennd í
skólanum. Og tónninn í forystu-
mönnum handknattleiksins hefur
verið svipaður. En allar þær
skammir, sem skólinn fær, gera
hann forvitnilegan. Er skólinn
jafn slæmur og af er látið?
Eftir að hafa kynnt mér starf
semi skólans, er ég á öndverðum
meiði við gagnrýnendurna. Sann
leikurinn er sá, að skólinn hefur
skQað hlutverki sínu eins vel og
hægt er miðað við hinn skamm
arlega aðbúnað, sem hann býr
við. Það vakti mikið fjaðrafok,
þegar getið var um það í blaðinu
í fyrra, að nemendabústaður skól
ans væri kofaskrifli, hriplekt og
svo óþétt, að í kuldum var varla
vært inrii vegna músagangs. Er
frægt orðið, að nemendur urðu
að sofa upp á borðum meðan
mýsnar hertóku rúm þeirra. Ein
hverjir kunna að halda, að úr
þessu hafi verið bætt, og það
hefur verið gert að vissu marki,
en þegar blaðamaður Tímans
heimsótti skólann um síðustu
helgi og fékk að líta á vistar
verurnar, komst hann að raun
um, að aðbúnaðurinn er hvergi
nærri nógu góður enn þá, því
kofinn er ekki þéttari en það,
að í hvassviðrum næðir inn og
nemendur verða að sofa í kulda
úlpum til að halda á sér hita!
Árni Guðmundsson, skólastjóri
íþróttakennaraskólans, og kona
hans, Hjördís Þórðardóttir, tóku
vel á móti blaðamanni og ljós-
myndara, þegar við heimsóttum
skólann til að forvitnast betur
um starfsemi hans og aðbúnað.
Árni leyfði okkur að fylgjast með
kennslunni, en í skólanum núna
eru 14 nemendur. Einu fastráðnu
kennarar skólans eru þau Árni og
Mínerva Jónsdóttir, en auk þess
kennir Þórir Þorgeirsson, íþrótta
kennari Héraðsskólans að Laug
arvatni, við skólann. Þá er og að
geta þeirra kennara, sem koma að
skólanum og halda þar stutt nám
skeið í einstökum greinum. Þann
ig kennir Karl Guðmundsson
knattspyrnu, Karl Benediktsson
handknattleik, Benedikt Jakobs
son frjálsíþróttir, Jón Pálsson
sund og Einar Ólafsson körfu-
knattleik.
Eftir að hafa fengið að fylgj
ast með kennslu í íþróttahúsi skól
ans, sem er orðið 20 ára gamalt
og víða farið að láta á sjá, bauð
Árni skólastjóri okkur I skóla
stjórabústaðinn, þar sem við rædd
um við hann yfir kaffibollunum
og svaraði Árni spurningum okk-
ar greiðlega.
— Hvað er kennt marga tíma
á dag, Árni?
— Kennslan hefst á hverjum
morgni klukkan 8 og lýkur klukk
an 5 á daginn. Á laugardögum er
kennt frá 8 til 12.
— Og námsefnið er fyrst og
fremst miðað við skyldunáms-
íþróttagreinamar?
— Já, leikfimi og sund eru að-
algreinarnar. Annars er námið
tvíþætt, verklegt og bóklegt. Ég
hef orðið var við. að menn halda,
að bóklegu hliðinni sé lítið sinnt
við skólann. Þett,a er mesti mis-
skilningur, því 30% af námsefn-
inu er bóklegt. Höfuðgreinarnar
í bóklegu kennslunni eru líf-
eðlisfræði, líffærafræði og upp-
eldis- og sálarfræði. Af verklegu
kennslunni er 16% æfinga-
kennsla og stjórna þá íþróttakenn
araefnin leikfimis- og sundtímum
Héraðsskólans. Þótt aðaláherzlan
sé lögð á leikfimi og sund, er
kappkostað að veita nemendum
kennslu í öllum greinum íþrótta,
sem stundaðar eru á fslandi. Allt
er við það miðað, að þeir verði
sem færastir til að veita leið-
sögn í sérhverri grein, þegar
þeir útskrifast.
— Nú hefur því oft verið hald
ið fram, að nemendur. sem út-
skrifast frá skólanum hafi ekki
nægilega þekkingu til að taka
að sér kennslu í ákveðnum íþrótta
greinum. Um þetta kvarta sér-
staklega sérsamhöndin innan ÍSÍ
og halda því sum fram, að
„þeirra“ greinar eigi ekki upp á
pallborðið í skólanum. Hvað viltu
segja um þessa gagnrýni Árni?
— Ég vil segja það, að slík
gagnrýni er mannleg, en ekki
að sama skapi karlmannlég. Ég
neita því afdráttarlaust, að ein-
hverjar ákveðnar íþróttagreinar
hafi verið skildar út undan í
kennslunni hjá okkur. en það
er eins og það fari framhjá mörg
um, að skólinn er aðeins 9 mán-
uði og á þeim stutta tíma er ekki
hægt að veita fullkomna kennslu
í öllum greinum, tímans vegna
og vegna þess, að kennaralið er
ekki nægilegt. Nú stendur til að
breyta skólanum, þannig, að um
tveggja ára nám verður að ræða
og þá verður sú nýjung væntan
lega tekin upp, að nemendur geti
valið sérstaka grein íþrótta, sem
þeir fá sérkennslu í. Með þessu
ætti hagur hinnar frjálsu íþrótta
hreyfingar áð vænkast. því þá
verðum við færir um að útskrifa
Árni skólastjóri ásamt piltunum, sem stunda nám í skóianum í vetur. Frá vinstri: Páll Ólafsson frá Reykjutn
i Hrútafirði, Haraldur Erlendsson, Siglufirði, Suðmundur Emilsson, Keflavik, Hilmar Björnsson, Rvík og Einat
Gislason, Rvík. Geir Hallsteinsson stundar einnig nám við skólann, en var í leyfi, þegar við komum í heimsókn.
Nemendur í danstíma hjá Mínervu. Rússneskur dans á dagská.