Tíminn - 04.03.1966, Qupperneq 12
12
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 4. marz 1966
K BOKA -
MARKAÐNUM
sem dæmi um úrval
góðra bóka vekjum
við eftirtekt á um 80
tilum af íslenzkum
ævisögum, þar á
meðal:
Ævisaga Sigurðar búnaðarmálastjóra, áður 242.00, nú 107 50 ib
Endurminningar Finns. Ó Thorlaciusar, áður. 195.00 nú 35 00 ib.
Ævisaga Lárusar á Klaustri, áður 204,00 nú 107.50 ib.
Merkir Mýrdælingar Eyjólfs frá Hvoli, áður 204,00 nú 107.50 ib.
Ævisaga I>orleifs á Hólum, áður 225.00, nú 150.00 ib.
Ævisaga séra Jóns Steingrímssonar, nú kr. 107.50 ób.
Lifað og leikið, Eufemía Waage, áður 60.00, nú 25.00, rex.
Lifað og leikið, Eufemia Waage, áður 70.00 nú 40.00 skinnb.
Virkir dagar, G.G. Hagalin, áður 235.00, nú 145,00 ib.
Saga Snæbjarnar í Hergilsey, nú 161,25 ib.
Endurminningar Steingríms Arasonar, nú 43.00 ib.
Endurm. Valdim. Erlendss., læknis, áður 75.00, nú 27.00 ib.
Ævisaga Péturs Jónssonar, óperusöngvara, nú 96.75 ib.
Endurminningar Sigfúsar Blöndal, áður 240,00, nú 134.50 ib.
Ævi og störf Guðmundar Friðjónssonar, nú 86.00 ib.
Formannsævi í Eyjum, Þorsteinn frá Laufási, nú 53.75 ób.
Sjálfsævisaga séra Þorsteins á Staðarbakka, nú 107.50 ib.
Ævisaga Páls á Hjálmsstöðum, nú 96.75 ib.
Ævisaga Jóns Oddssonar, skipstjóra, nú 258,00 ib.
Minningar Ágústs Jósefssonar, nú 182.75 ib.
Ævisöguþættir og sagnir Böðvars á Laugarvatni, nú 43.00 ób.
Endurminningar Gyðu Thorlacius, nú 37.75 ib.
Bóndinn á Stóruvöllum, Páll H. Jónsson, áður 45.00, nú 25.00 ób.
Brautryðjendur. Sjálfsævisögur. Páll Melsted, Tryggvi Gunnars-
son, Jón Ólafss., áður 70,00 nú 40,00 skinn., áður 60.00 nú 30.00 rex
Jón biskup Arason, eftir Guðbrand Jónsson, nú 107.50 ib.
Eirikur á Brúnum, nú 80.75 ib.
Frá byggingarsamvinnufélagi
atvinnu bif reiðast jóra
í Reykjavík og nágrenni:
Af sérstökum ástæðum er ein íbúð laus í 3. bygg-
ingarflokki félagsins. Þeir félagsmenn, sem vilja
nota forgangsrétt sinn, hafi samband við Guð-
mund Óskar Jónsson, Álfheimum 44, fyrir 15.
marz n.k.
Laus staða
Staða sjúkrahússlæknis við sjúkrahús Húsavíkur
er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa
staðgóða framhaldsmenntun í lyflækningum og
handlækningum, svo og æfingu í fæðingarhjálp.
Ætlazt er til, að læknirinn taki til starfa á árinu.
Umsóknarfrestur er til 14. apríl. Umsóknir skulu
sendar landlækni, sem veitir nánari upplýsingar.
Landlæknir.
Staöa annars
aðstoðarlæknis
við lyflæknisdeild Fjórðungssjúkranússins á Ak-
ureyri er laus til umsóknar. Staðan er veitt frá
1. júní n.k. Laun samkvæmt launakerfi opin-
berra starfsmanna. — Umsóknir sendist stjórn
sjúkrahússins fyrir 15. apríl n.k.
lij ÍSiÚi&B *' . ttítiUiW* itíiiM ..ri .V V -
* Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i að gera götur, leggja frárennsli,
vatn, hitaveitustokk og rafmagnsloftlínu í Foss-
vogshverfi, miðhluta.
Útboðsgögnin eru afhent í skrifstofu vorri, Von-
arstræti 8, gegn 5000 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn
14. marz n.k. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR.
Jörð til sölu
Jörðin Krónustaðir í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði
er til sölu á n.k. vori. Jörðin er 27 km. frá Ak
ureyri, raflýst og í símasambandi. íbúðarhús
fjós og hlaða úr steini. Áhöfn getur fylgt. Eigna
skipti á íbúð á Akureyri koma til greina, einn
ig kemur til greina leiga á jörðinni ásamt áhöfn
Nánari upplýsingar gefur Jóhann Valdimarsson
bóksali, Akureyri, símar 1 27 34 og 1 24 28.
Berist pantanir innan
afgreiddar í póstkröfu.
15 daga, verða þær
, 2 2 <nSWcfui&ií-
LIPPMANN
Framhald af bls. 5.
ir eru reiðubúnir að veita
Asíu, né hafa í hyggju að
bregða á það ráð, og láta
okkur því eina þar um, að
svo miklu leyti, sem við kjós
um okkur það hlutskipti.
Vandi okkar er þess vegna
í því fólginn, hvernig við
getum á heiðarlegan og mann
lftsan hátt losað okkur hern
aðarlega af meginlandi Asiu,
en ekki af Kyrrahafi eða við
afskipti af Asíu. Ef og þegar
þetta tekst, verður afstýrt
hættu á óbærilegri styrjöld
við Kína og virðing, völd
og áhrif Bandaríkjanna efl
ast í heiminum öllum. Þau
hvíla þá ekki framar á kvik
syndinu í Vietnam, heldur
eyjunum og hafinu, þar sem
floti okkar drottnar.
MINNING . . .
Framhala af bls. 7
fyrstu mönnunum sem ég kynnt-
ist í mínu starfi. Hann var þá
farinn að stunda leigubifreiðaakst-
ur hér í Reykjavík og hafði þá
eins og ávallt brennandi áhuga
fyrir félagsmálum og sífellt reiðu-
búinn til þess að leggja fram starf.
þegar á þurfti að halda. Það sást
strax við fyrstu kynni, að Páll
var maður sem var gott að eiga
sem vin og samstarfsmann. Hann
var greindur, en hlédrægur. Ein-
lægur og tillitssamur. Hann krafð-
ist einskis fyrir sjálfan sig, en
jafnan fús til hjálpar við aðra, ef
þörf var á. í félagsmálastarfi sínu
var hann sjálfur aldrei neitt at-
riði. Ég efast um að nokkur mað-
ur. sem ég hefi kynnzt um dag-
ana, hafi verið svo gjörsneyddur
því að vilja ota sér fram eða fá
að njóta einhvers sjálfur fyrir hið
fórnfúsa starf, sem hann vann,
hvort heldur sem var fyrir sixt
stéttarfélag eða þann stjórnmáA-
flokk. sem hann vann fyrir alla
tíð heilshugar. Við sem höfum
starfað á skrifstofu Framsókna’--
flokksins, þökkum þér Páll ógleym
anlegar samverustundir, allt san-
starfið, sem aldrei verður þó full-
þakkað.
Kæri vínur, það er sárt að þurfa
að sætta sig við það, að þú sért
horfinn sjónum okkar svona ung-
ur og í blóma lífsins. En þú sást
um það, að minningin um þig mun
ávallt verða okkur ljúf og kær.
Við vottum konu þinni, börnum
öldruðum foreldrum o göðrum ást
vinum. okkar dýpstu samúð og
biðjum guð að létta þeim þá
miklu sorg, sem þeim er lögð á
herðar.
— Far þú i friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt_
Þ.V.
RÆTT VIÐ ÁRNA
Framhald af 9. síðu.
hlutverki að gegna og það væri
öllum til skaða. ef aðstaða skól
ans verður ekki bætt. Við höfum
útskrifað héðan myndarlegt fólk
og tápmikið, og það hefur verið
mér sönn ánægja að fylgjast með
velgegni þess í þvi lífsstarfi,
sem það hefur kosið sér. Á okk
ar tímum eru það kjarkmiklir
menn, sem ekki stunda íþróttir,
á þessum tímum hreyfingarleysis
og ofeldis. Augu manna eru sí-
fellt að opnast betur og betur
fyrir þýðingu íþróttanna í nú-
tímaþjóðfélagi og þess vegna er
nauðsynlegt að hlúa vel að
þeirri stofnun, sem lætur þjóð-
inni í té íþróttakennara.
— Er það nokkuð að lokum,
sem þú vilt segja Árni?
— Ekki nema það. að ég er
mjög ánægður með nemendahóp
inn að þessu sinni, hann er óvenju
samstilltur og hefur góða fram
komu. Góð framkoma er gulls
ígildi.
Við þökkum Árna fyrir viðtalið
og komum í bakaleiðinni við f
íþróttahúsinu aftur. Þá stóð
yfir kennslustund í dansi, sem
Mínerva Jónsdóttir stjórnaði.
Stúlkur og piltar í sama tím-
anum dönsuðu um gólfið af
mikilli list svo unun var á
að horfa. ÍTíminn var að verða
búinn. í næsta tíma var sund
á dagskrá. Þannig líður dagurinn
í íþróttakennaraskólanum, leik-
fimi, sund, íþróttir úti og inni,
dans. bóklegt nám og fleira
skiptist sífellt á.
Þegar við yfirgáfum Laugar-
vatn vorum við fróðari en áð-
ur. Og við skulum vona, að
skilningur ráðamanna á þörfum
fþróttakennaraskóla fslands fari
vaxandi. Skólinn á sannarlega
betra hlutskipti skilið en hann
býr við í dag, það geta allir, sem
til þekkja, verið sammála um.
— alf.
Bókamarkaðurinn Listamannaskálanum,
Box 25, Reykjavík.
Hreingern-
ingar
Hremgerningar með
nýtizkn vélum
Fljótleg og vönduð vinna.
HREINGERNINGAR SF„
Slrru 15166.
SENDILL
óskast nú þegar í Heilsuverndarstöð Reýkjavíkur.
Upplýsingar 1 síma 22400 ki. 9 — 17 daglega.
Reykjavík 3.3. 1966,
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
VANUR VELSTJORI
með rafmagnsdeildarprófi, óskar eftir atvinnu í
landi. Margt kemur til greina. Hefur einnig unnið
í síldarverksmiðju. Tilboð, merki „Vélstjóri”,
sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 10. p.m.