Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. marz «66
TÍMINN
lllillfp
ALÞJOÐA -
VEÐURDAGUR
GÞE—Reykjavík, þriðjudag.
Á morgun 23. marz er afmælis
dagur Alþjóðaveðurfræðistofnun-
arinnar og verður þá um heim all
an minnzt alþjóðlegs samstarfs á
sviði veðurfræði og veðurþjón
ustu.
Fyrsta alþjóðaráðstefnan um
veðurfregnir var haldin laust eft-
ir miðja 19. öld, og síðan hefur
alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði
fleygt fram. Alþjóðleg veðurfræði
stofnun var sett á laggirnar árið
1873, en skipulags- og nafnbreyt
ing var gerð á samtökunum árið
1951, þegar Alþjóðaveðurfræði-
stofnunin tók til starfa sem ein
af sérstofnunum Sameinuðu
þjóðanna. Þrátt fyrir
miklar framfarir undanfarinna
ára á veðurathugunum og veður
þjónustu, fer því þó fjarri að ekki
megi betur fara á ýmsum sviðum
og er þar aðallega um að kenna
skorti á veðurathugunum víða í
Þessi Iitlu lömb voru borin R
í þennan heim 9. marz s. 1. 1
Eigandi þeirra er Sveinn Skúla <>
son 11 ára gamall að Snælandi B
við Nýbýlaveg. Móðirin er 1
greinilega stolt á svipinn, enda B
eru þetta mestu myndarlömb. R
(Tímamynd GE.) £
-I
heiminum. Gildir þetta bæði um
háloftaathuganir og athuganir við
yfirborð jarðar, einkum á suður
hveli jarðar og hinum víðáttu-
miklu hafsvæðum. Þykir þessi
skortur þeim mun bagalegri sem
komið hefur í ljós, að við vél-
reikning á veðurspám í rafeinda
reiknum verður að taka tillit til
athugana á mjög stóru svæði
jafnvel jörðinni allri, ef von á
að vera til að geta gert sæmilega
nákvæmar veðurspár, sem ná
3—4 daga eða lengra fram í tím
ann. En aukin tækni síðustu ára
hefur opnað nýja möguleika til
að bæta úr þessum skorti. Úr
gervitunglum er hægt að fylgjasf
með skýjafari, svo og að fá vitn
eskju um víðáttu snævi þakinna
svæða, fylgjast má með hreyfing
um fellibylja með gervitunglum
og veðurratsjám á jörðu niðri.
Með sjálfvirkum veðurstöðvum
má fá vitneskju um veður á
hafsvæðum og óbyggðum lands-
svæðum. En þessa tækni verður
vart hægt að hagnýta nema með
auknu fjármagni.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin hef
ur uppi ráðagerðir um nokkrar
Ftamhald á 14. siðu.
Listkynningarkvöld
„ORUGGUR AKSTUR”
STOFNAÐUR í VfK
Síðastliðinn laugardag boðuðu
Samvinnutryggingar til fundar í
Gistihúsi Kaupfélags Skaftfell
inga að Vík í Mýrdal með þeim
bifreiðaeigendum, sem höfðu hlot
ið viðurkeningu fyrirtækisins fyr
ir öruggan akstur í 5 og 10 ár.
Félagsmálafulltrúi trygginganna,
Baldvin Þ. Kristjánsson, setti
fundinn með ávarpi og kvaddi til
fundarstjórnar Stefán Ármann
Þórðarson umboðsmann Sam-
vinnutrygginga hjá kaupfélaginu,
en fundarritari var Ragnar Þor-
steinsson bóndi á Höfðabrekku.
Þorsteinn Bjarnason frá Aðal-
skrifstofunni afhenti nýjum bif
reiðaeigendum viðurkenningar-
merki fyrir öruggan akstur en
félagsmálafulltrúinn hafði fram-
sögu um umferðaröryggismál og
afskipti Samvinnutrygginga af
þeim. Að loknum fjörugum um-
ræðum var stofnaður „Klúbbur-
inn ÖRUGGUR AKSTUR“ í Vest-
ur-Skaftafellssýslu með aðsetur
að Vík. Lög voru samþykkt og
þessir menn kosnir í stjórn:
Reynir Ragnarsson bóndi að
Reynisbrekku, formaður, Tómas
Gíslason bóndi á Melhól, ritari, og
Árni Jónsson bóndi í Hrífunesi,
meðstjórnandi.
Varastjórn skipa:
Böðvar Jónsson bóndi í Norður
hjiáleigu, Óskar Jóhannesson
bóndi í Ási, Dyrhólahreppi, Sig-
urður Gunnarsson bifvélavirki,
Vík í Mýrdal.
í fundarhléi voru frambornar
kaffiveitingar í boði Samvinnu-
trygginga, og að lokum var sýnd
mjög athyglisverð umferðar-lit-
kvikmynd, sænsk.
Áhugi og eindrægni ríkti á
fundinum og gerðu fundarmenn
sér góðar vonir um framtíðarstarf
semi hins nýstofnaða klúbbs, og
bentu á, að verkefni væru ærin.
í kvöld klukkan 20.45 verður
þriðja listakynningarkvöld á veg
um Upplýsingaþjónustu Banda
ríkjanna í ameríska bókasafninu
í Bændahöllinni við Hagatorg.
Verður þá fluttur fyrirlestur, er
nefnist „The City In Transition,"
og fjallar hann um þróun útborga
og breytingar á borgum svo sem
Boston, Washington, Chicago, San
Francisco, o. fl„ ennfremur bygg
ingaframkvæmdir fyrir lágtekju
fólk í Marin City í Kaliforníu.
Sýndar verða 63 litskuggamynd
ir með fyrirlestrinum.
Einnig verða sýndar tvær kvik
myndir í litum. 12 mínútna mynd:
„Architecture U.S.A.“, er sýnir
á áhrifamikinn hátt merkilega
þróun í amerískri byggingalist —
og 21 mínútu mynd, er nefnist
„Building For Tomorrow', sem
sýnir vöxt og nýtískulega þróun,
umbætur, tækni- og skipulagsnýj
ungar í byggingaiðnaðinum.
Fjallgöngu-
maður
lætur lífið
NTB-Kleine Scheidegg,
þriðjudag.
Leiðtogi ensk-bandarísks
fjallgöngumanna hóps sem,
ásamt vestur-þýzkum fjall
göngumönnum, reyndi að
klífa Eiger-fjallið í Sviss
að norðanverðu, lét lífið í
dag, þegar hann féll 1000
metra niður fjallið. Leið-
toginn John Harlan, á að
hafa misst fótfestuna, þeg
ar hann var um 500 metra
frá fjallstoppnum, en fjall
ið er 3.946 metra hátt.
Frá því árið 1935 hafa
28 fjallgöngumenn látið líf
ið, er þeir reyndu að klífa
Eiger-fjallið ag norðan
verðu, en sú leið er mjög
erfið.
Ólafur Blöndal
skrifstofustjóri
látinn
GB—Reykjavík, þriðjudag
Ólafur Blöndal, skrifstofustjóri
Sauðfjárveikivarna, varð bráð-
kvaddur í skrifstofunni í gær-
morgun, 77 ára að aldri. Ólafur
veitti forstöðu skrifstofu Sauð-
fjárveikivarna alla tíð frá því
þær voru stofnaðar árið 1937.
BANASLYS Á
SEYÐISFIRÐI
IH-Seyðisfirði, þriðjudag.
Aðfaranótt mánudags milli kl.
24 og 1 varð banaslys í fiskiðju-
veri staðarins, er 19 ára gamall
piltur, Óli Gunnar Halldórsson,
féll niður stiga og skaddaðist á
höfði.
Hinn látni var skipverji á Björgu
NK-103, sem hafði verið í slipp á
Seyðisfirði síðan í janúar. Átti
að sjósetja skipið í gær, en var
frestað vegna slyssins þar til í
dag. Á meðan beðið var eftir skip-
inu bjuggu skipverjar í verbúðum
fiskiðjuversins, en þar átti slysið
sér stað.
Enginn varð vitni að slysinu, en
maður í nálægu herbergi heyrði
einhvern umgang og kom að pilt-
inum, þar sem hann lá eftir fallið.
Var hann þegar fluttur á sjúkra-
hús staðarins, en var látinn, þeg-
ar þangað kom.
aðstaða þess flokks í finnskum
stjórnmálum, þrátt fyrir það, að
fylgi flokksins sé aðeins um Vi
greiddra atkvæða, og þingsæta.
Samt sem áður er hallazt að
því, að Miðflokkurinn verði með
í nýju stjórninni, og Finnar fái
þannig aftur „rauð-græna“ ríkis
stjórn — samsteypustjórn jafn-
aðarmanna og miðflokksmanna.
Þessir tveir flokkar hafa sam-
kvæmt núverandi niðurstöðum
105 þingmenn gegn 95 þing-
mönnum hinna flokkanna sam-
anlagðra.
Kommúnistar hafa þegar
sagt, að þeir muni gera sitt bezta
til þess að koma á svokall-
aðri „þjóðstjórn", sem í verði
þrír stærstu flokkarnir og
sovézk blöð hafa einnig lagt til,
að slík stjórn verði mynduð. í
Helsingfors er beðið mjög eftir
áliti Rússa á kosningaúrslitunum,
og því, hvort Rússar muni setja
það sem skilyrði, að kommún-
istar verði með í samsteypu-
stjórninni, ef þeir eigi að lýsa
yfir trausti á hina nýju
stjórn. í framkvæmd getur eng-
in stjórn, sem ekki hefur feng-
ið traustsyfirlýsingu frá Rúss
um, starfað svo að vit sé i. Jafn
aðarmenn hafa ekki verið í
finnskri ríkisstjórn síðan 1958,
en þá lýsti sovétstjórnin því yfir,
að utanríkisstefna finnskra jafn-
aðarmanna væri óáreiðanleg og
fjandsamleg Sovétríkjunum.
Fréttamenn í Helsingfors
leggja því mikla áherzlu
á leiðara í flokksblaði jafnaðar-
manna, Suomen Sosialidemo-
kraatti, 1 dag þar sem jafnaðar
menn skuldbinda sig meira
eða minna til þess að móta þá
utanríkisstefnu, og taka það tillit
til góðrar sambúðar við Sovét-
ríkin, sem samstarfssáttmáli þess-
ara ríkja kveður á um. Einnig er
bent á, að hinir nýju leiðtogar
Sovétríkjanna geti hæglega hafa
ákveðið, að taka upp aðra stefnu
gegn finnskum jafnaðarmönn-
um en Nikita Krústjoff fylgdi,
eða, að þeir geri það nú, þegar
þeir sjá hver vilji finnskra kjós-
enda sé, og hversu sterkur sá vilji
er.
Urho Kekkonen mun vænt
anlega fela jafnaðarmönnum
stjórnarmyndun, en það mun
fyrst eiga sér stað, þegar þing
kemur saman að nýju um miðj
an apríl — og þangað til munu
harðar umræður eiga sér stað
bak við tjöldin miUi flokksleið-
toganna. Ekki er enn hægt að
segja, hver verður árangur þeirra
viðræðna. Það getur orðið rauð-
græn samsteypustjórn, „þjóð-
stjórn“ þriggja stærstu flokk-
anna — þótt sú stjórnarmyndun
sé ólíklegri nú en áður vegna þing
sætataps kommúnista, og það
getur verið samsteypustjórn á
enn víðtækari grundvelli.
KJÓSENDUR
Framhald af 16. síðu.
ísafjörður: 1.459 (1.412) A, F og
Abl- 5, S 4.
Sauðárkrókur 781 (710) S 4, F 1,
A og Abl. 2.
Siglufjörður: 1.396 (1396) S 3, F
2, Abl. 2, A 2.
Ólafsfjörður: 592 (520) S 4,
Vinstri menn 4.
Akureyri: 5.375 (4.915) S 4, F 4,
Abl., 2 A 1.
Husavík: 944 (828) S 1, Abl. 3,
F 3, A 2.
Seyðisfjörður: 456 (416) A 2, S 3,
Vinstri menn 2, F 1, Abl. 1.
Neskaupstaður: 825 (791) Abl. 5,
A 1, F 2, S 1.
Vestmannaeyjar: 2.685 (2.490) S
5, Abl. 2, F 1, A 1.
■"MMBMHnBMMMMnnSUIJIiaiH;
FINNAR ingarnar séu að vissu leyti eins
Framhald af bls. 1. konar mótmælaalda gegn því,
ing, hvaða flokkar muni mynda sem oft kallast „Agrar-veldið“,
stjórn saman. þ.e.a.s. stjórnarforysta Miðflokks
í Helsingfors er talið, að kosn ins um langt árabil og ráðandi
V d V,. .’.t „ .
x * -N' -v -v,
. V v..
V(( ((''