Tíminn - 23.03.1966, Blaðsíða 16
YFIRL YSINGAR UT
AF HÓTEL SÖGU
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Blaðinu bárust í dag tvær yfir-
lýsingar varðandi tillögu þá sem
borin var fram á Búnaðarþingi um
sölu Hótel Sögu. Yfirlýsingarnar
fara hér á eftir, fyrst yfirlýsing
Stéttarsambands bænda og siðan
yfirlýsing Búnaðarfélags fslands.
„Stjórn Stéttarsambands bænda
vill af gefnu tilefni lýsa yfir því,
að tillaga sú, sem flutt var á ný-
afstöðnu Búnaðarþingl um sölu á
Hótel Sögu, er algjörlega tilefnis
laus. Hún nýtur einskis stuðnings
innan stjórnarinnar, hefur aldrei
verið rædd á aðalfundum sam-
bandsins og ekki er vitað að hún
njóti neins stuðnings meðal bænda
almennt. Þá gefur rekstur hóteis
ins eigendunupi heldur ekkert til
efni til þess að selja það.
Reykjavík, 19. marz 1966,
Gunnar Guðbjartsson
(sign)
Einar Ólafsson
(sign)
Bjarni Halldórsson
(sign)
Páll Diðriíksson
(sign)
Vilhjálmur Hjálmarsson.“
(sign)
„Stjórn Búnaðarfélags íslands
leyfir sér hér með, að gefnu til-
efni að lýsa yfir því, að tillaga
sú, sem borin var fram af einum
búnaðarþingsfulltrúa á síðasta
Framhald á 14. síðu.
Bridgeklúbbur FUF
spilað verður á fimmtudag klukk-
an 8 stundvíslega að Tjarnarg. 26.
Mosfellssveit
Framsóknarfólk í Mosfellssveit!
Áríðandi fundur um sveitar
stjórnarkosningarnar verður hald
inn í Hlégarði í dag, miðvikudag,
kl. 9 síðdegis.
„Stríðsmessa" fíutt á
tónleikum á fimmtudag
GB-Reykjavík, þriðjudag.
Kristinn Hallsson óperusöngv
ari og karlakórinn Fóstbræður
ásamt blásaraflokki úr Sinfóníu
hljómsveit íslands verða flytj-
endur aðaltónverksins á tónleik
um hljómsveitarinnar undir
stjórn Bohdan Wodiczko n. k.
fimmtudagskvöld í Háskólabíói
en tónverkið er „Stríðsmessa“
eftir tékkneska tónskáldið Bo-
huslav Martinu.
Tónskáldið flýði land undan
nazistum í byrjun heimsstyrj-
aldarinnar síðari, var búsettur
í Frakklandi og Bandaríkjun-
um fram yfir stríð, hvarf síðan
heim og lézt fyrir nokkrum ár-
um. Tónverk þetta samdi tón-
skáldið í minningu útlaga frá
heimalandinu.
Hin verkin, sem flutt verða
á tónleikunum, eru Nobilissima
Visione eftir Paul Hindemith,
og Fjögur lög við sonnettur
Shakespeares eftir landa hljóm
sveitarstjórans, pólska tónskáld
ið Tadeusz Baird.
Æfing aðaltónverksins stóð
yfir í Háskólabíói í hádeginu
í dag, er GE ljósmyndari Tím-
ans kom þangað. Þetta var eini
tími dagsins, sem söngmennirn
ir gátu mætt og bíósalurinn
laus, og sem sagt, stutt til
stefnu, tónleikarnir verða eftir
tvo daga.
Æfingin í Háskólabíóinu í hádeginu
ir aftan Hann 'Fóstbræður, en yzt til
í gær: Yzt til vinstri er stjórnandinn Bohdan Wodiczko, sitjandi fremst
hægri blásarar úr sinfóníuhl jómsveitinni.
fyrir miðju Kristinn Hallsson og fyp-
Tímamynd-GE.
SVEITARSTJORNARKOSNINGAR FARA FRAM 22. MAI:
Kjósendur eru tæplega
7000 fleiri nú en 1962
SJ-Reykjavík, þriðjudag.
Sveitarstjómarkosningar fara
fram 22. maí n. k. Þá verður kosið
í öllum kaupstöðum og kauptúna
hreppum, en 26. júní fer fram
kosning í öllum öðrum hreppum.
Á kjörskrá í kaupstöðum eru nú
73.409 en voru 1962 66.483. f
kauptúnahreppum eru nú á kjör-
skrá 14.987 en voru 1962 13.277. Á
kjörskrá eru þeir taldir sem eru
21 árs og eldri.
í öllum kaupstöðum er um
fjölgun kjósenda að ræða nema
á Siglufirði, þar eru kjósendur
jafnmargir og þeir voru 1962.
Mesta fjölgunin er í Reykjavík,
þar sem fjölgar um tæplega fjög-
ur þúsund kjósendur.
Hér á eftir fer skrá yfir kaup-
staði og fjölda kjósenda nú og
1962, auk skrár yfir fulltrúa flokk
anna eftir kosningarnar 1962.
Reykjavík: 45.623 (41.715) S 9,
FORSETINN KOMINN TIL ISRAEL
F 2, A 1, Abl. 3.
Kópavogur: 4.313 (3.103) Óháðir
3, S 3, A 1, F 2.
Hafnarfjörður: 4.281 (3.836) S 4,
A 3, Abl. 1, F 1.
Keflavíik: 2.523 (2.352) S 3, F 2,
A 2.
Akranes: 2.156 (2.001) S 4, F 2,
A 2, Abl. 1.
Framhald á 2. síðu.
FB-Reykjavík, þriðjudag.
í fréttaskeyti frá forsetaritara
til utanríkisráðuneytisins í dag seg
ir, að forseti fslands, hr. Ásgeir
Asgeirsson hafi komið til Tel Aviv
klukkan 14,30 í dag. Á flugvellin-
um tóku á móti forsetanum Kadis
Lux varaforseti, Levi Eshkol for-
sætisráðherra, Abba Eban utanrík-
isráðherra, ýmsir embættismenn
og allir sendiherrar erlendra ríkja.
Eftir að þjóðsöngvar beggja
landanna höfðu verið leiknir bauð
varaforsetinn forseta fslands vel-
kominn og þakkaði vinsemd, er
fsland hefði jafnan sýnt ísrael allt
irk stofnun ríkisins. Forsetinn þakk
aði móttökur og lýsti yfir ánægju
sinni að fá nú tækifæri til þess
að ferðast um og kynnast því
landi, og þeirri þjóð af eigin raun
sem við íslendingar höfum bæði
lært og lesið mikið um allt frá
bamsárum. Bæði flughöfnin og
leið forseta til gistihússins var
skreytt íslenzkum og ísraelskum
fánum. Ferðalög um landið byrja
á morgun og standa vikutíma og
síðan verður tveggja daga opinber
heimsókn í Jerúsalem.
Stærsta málverk
Kjarvals á uppboði
GÞE-Reykjavík, þriðjudag.
Blaðamaður Tímans brá sér upp
á Hótel Sögu í dag, en þar voru
til sýnis málverk þau, er Sigurður
Benediktsson býður upp á morgun.
Þarna var um auðugan garð að
gresja, 48 málverk eftir 26 lista-
menn. Flest málverkin eða 11 að
tölu eru eftir Jóhannes Kjarval,
þar á meðal risastórt olíumálverk
af Heklugosinu 1947, en listamað-
urinn hefur unnið að því í hart-
nær 20 ár, en verkinu var ekki
lokið fyrr en á síðasta ári. Mál-
verkið heitir Heyþurrkur eftir
Heklugos og er 165x276 cm að
stærð.
Á uppboðinu verða tvö verk eft
ir Sölva Helgason, en Sigurður
Benediktsson seldi í fyrsta skipt.i
Framhald á 14. síðu.
ÞORDUR k SÆBÚLIHLAUT 500 KR. SEKT
HZ-Reykjavík, þriðjudag.
Þórður Þorsteinsson, eig-
andi Blómaskálans við Nýbýla
veg í Kópavogi varð sannar-
lega þjóðfrægur í fyrra, er
hann á föstudaginn langa,
páskadag og að kvöldi hvita-
sunnudags í fyrra seldi blóm
og blómaskreytingar. Eins og
kunnugt er af fyrri fréttum kom
«1 átaka milli hans og Kópa-
vogslögreglunnar hvort þetta
atferli væri löglegt. Ekki skal
skýrt frá þeim átökum, nema
því sem gerðist á páskadag.
f lögregluskýrslu segir, að
lögreglumenn, 4 að tölu, ætl-
uðu að lo(ka blómaskálanum og
báðu Þórð um að loka. Svar-
aði Þórður því til, að hann
viíki ekki út af sínu heimili og
enginn gæti bannað sér að
taka á móti fóiki þar, og að
hann afgreiddi blóm þar að eig
in geðþótta, þar sem á fyrra
árinu hefði verið kveðinn upp
úrskurður sem heimilaði hon
Framhald á bls 15
Fundur um
iðnaðarmál
Framsóknarfélag Reykjavíkur
hcldur almennan fund um iðnaðar
mál í dag, miðvikudag klukkan
20.30 i Framsóknarhúsinu við Frí
kirkjuveg.
Framsöguerindi flytja: Björn
Sveinbjörnsson, verkfræðingur,
Harry Frederiksen, forstjóri, og
Kristján Friðriksson, forstjóri.
Allt Framsóknarfólk er velkom
ið á fundinn, meðan húsrúm levf
ir.
»', lv. ■*,